image

Nýr forseti og varaforseti Hæstaréttar

01.09.2020

Í dag tekur Benedikt Bogason við embætti forseta Hæstaréttar af Þorgeiri Örlygssyni sem gegnt hefur embættinu frá 1. janúar 2017. Jafnframt tekur Ingveldur Einarsdóttir við embætti varaforseta réttarins af Benedikt sem gegnt hefur því embætti frá 1. maí 2020. Kjörtímabil þeirra er til 31. desember 2021.