Vettvangsganga
05.10.2017Stundum háttar þannig til við rekstur mála fyrir Hæstarétti,
einkum landamerkjamála, að talið er nauðsynlegt að fara á vettvang til
að fá sem gleggsta mynd af því máli sem rekið er hverju sinni. Þannig
háttaði til 26. september 2017 að dómendur ásamt lögmönnum og hluta af
aðilum máls fóru á vettvang í máli er varðaði ágreining um landamerki
milli jarðanna Ystafells 1 og 2 og Fellssels í Þingeyjarsveit. Í
vettvangsgöngum sem þessari er gengið á þau landamerki sem aðila greinir
á um, staðhættir skoðaðir og aðstæður að öðru leyti.
Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í dag þar sem fallist var á kröfur
eigenda Ystafells 1 og 2 með vísan til þess að óhætt væri að miða við að
vörður í þeirra kröfulínu væru þær vörður sem miðað væri við í
landamerkjabréfum jarðanna frá þjóðvegi og að Setbergsvörðu. Þá þótti
kröfulína þeirra úr þeim punkti og í Skjálfandafljót vera í eðlilegu
framhaldi fyrrnefndu línunnar auk þess sem hún samrýmdist betur tilvísun
í landamerkjabréfum jarðanna til austurmarka þeirra.
Dóminn í heild sinni má lesa hér.