Vöktun
Fræðsla vegna notkunar eftirlitsmyndavéla í og við dómhús Hæstaréttar.
Í og við dómhús Hæstaréttar Íslands eru eftirlitsmyndavélar sem vakta húsnæðið allan sólahringinn. Vöktunin fer fram í almennu eigna- og öryggisvörsluskyni. Myndarvélarnar eru staðsettar við innganga dómhússins og bílakjallara.
Upplýsingar um ábyrgðaraðila og vinnsluaðila
Hæstiréttur Íslands, Lindargötu 2 101 Reykjavík telst ábyrgðaraðili vöktunarinnar samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og vinnslu þeirra persónuupplýsinga sem safnast við öryggisvöktun með eftirlitsmyndavélum.
Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins fer með umsjón og rekstur eftirlitsmyndavéla fyrir Hæstarétt Íslands.
Hægt er að hafa samband við Hæstarétt vegna vöktunarinnar í síma: 510-3030 og með því að senda póst á netfangið haestirettur@haestirettur.is.
Jafnframt má beina fyrirspurnum, athugasemdum og ábendingum vegna vinnslu persónuupplýsinga til persónuverndarfulltrúa dómstólanna og dómstólasýslunnar með því að senda tölvupóst á netfangið domstolasyslan@domstolasyslan.is.
Heimild til vinnslu persónuupplýsinga.
Vöktunin fer fram til að gæta lögmætra hagsmuna Hæstaréttar í tengslum við almenna eigna- og öryggisvörslu, sbr. 6. tölul. 9. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og f-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679.
Persónuupplýsingar sem unnið er með.
Öllu myndefni þar sem hreyfing á sér stað er safnað og þar má því sjá einstaklinga sem hafa farið um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra. Myndefnið er hljóðlaust og sjónsvið myndavéla hefur verið skyggt þar sem það nær út fyrir umráðasvæði Hæstaréttar.
Hvað er gert við persónuupplýsingarnar og hversu lengi eru þær geymdar?
Upptökur úr myndavélakerfi eru geymdar í allt að 30 daga. Upptökur geta þó verið varðveittar lengur ef sérstök rök eru færð fyrir því, sbr. 11. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun. Ef myndefni er afhent lögreglu er öðrum eintökum af efninu eytt.
Hverjir vinna með persónuupplýsingarnar sem safnast við vöktunina?
Kerfisstjóri og öryggis- og aðgangsstjóri vinnsluaðilans Umbru getur skoðað myndefnið í rauntíma, aftur í tíma og tekið afrit að beiðni Hæstaréttar eða lögreglu. Efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur jafnframt verið afhent lögreglu. Einnig getur efni verið afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls. Sjá að öðru leyti 5. og 10. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun
Securitas sinnir staðbundinni öryggisgæslu. Securitas hefur starfsstöð í einu ráðuneytanna og hefur þar búnað þar sem öryggisverðir geta fylgst með myndefni í beinni og aftur í tímann. Securitas starfar á grundvelli þjónustusamnings við Umbru eftir útboð samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 og telst undirvinnsluaðili.
Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hefur aðgang að myndefni úr ákveðnum myndavélum, beint, aftur í tíma og upptökum. Ástæðan er varnir æðstu stjórnar ríkisins og fellur sú vinnsla persónuupplýsinga utan gildissviðs laga nr. 90/2018, sbr. 6. mgr. 4. gr. laganna.
Réttindi einstaklinga
Einstaklingar eiga rétt á að skoða myndefni þar sem þeir sjást. Einnig að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra. Beiðni um að fá að skoða myndefni má senda á oryggi@rfs.is.
Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Hæstarétti eru í persónuverndarstefnu dómstólanna og dómstólasýslunnar, þar á meðal upplýsingar um réttindi einstaklinga.
Að öðru leyti fer um réttindi einstaklinga samkvæmt III. kafla laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.
Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd
Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum, sjá nánar á https://island.is/kvortun-til-personuverndar