Heimsókn frá Angóla

16.12.2025

Á vegum Sameinuðu þjóðanna er samstarfsvettvangur kallaður Pathfinding Alliance fyrir lönd sem vilja vera leiðandi til að uppræta ofbeldi gegn börnum og miðla þekkingu og reynslu þar að lútandi. Á grunni þessa samstarfs kom til landsins sendinefnd frá Angóla en í hópnum voru meðal annars dómarar. Sendinefndin heimsótti Hæstarétt og fékk kynningu á starfsemi réttarins og íslenskri lagahefð. Á móti gestunum tóku Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri réttarins. Í hópi gesta var Ásmunur Einar Daðason fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en hann hefur tekið þátt í samstarfinu.  Myndin var tekin við þetta tækifæri.