Heimsókn frá Menntaskólanum í Reykjavík

28.11.2025

Í dag komu nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík í heimsókn í Hæstarétt ásamt kennara sínum, Þorsteini Davíð Stefánssyni lögfræðingi. Þeir eru nemendur í valnámskeiði í lögfræði. Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og Ivana Anna Nikolic aðstoðarmaður dómara tóku á móti þeim, kynntu starfsemi réttarins og svöruðu fyrirspurnum. Myndin var tekin við þetta tækifæri.