Heimsókn frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla
05.11.2025
Í vikunni fékk Hæstiréttur heimsókn frá nemendum í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Með hópnum mætti kennari þeirra Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir. Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri tóku á móti hópnum, kynntu starfsemi réttarins og svöruðu áhugaverðum spurningum nemenda. Myndin var tekin við þetta tækifæri.
