Heimsókn frá Mannréttindadómstólnum í Strassborg

03.11.2025

Í liðinni viku heimsótti Hæstarétt Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, og átti fund með dómurum og starfsmönnum réttarins. Hún fjallaði um starfsemi dómstólsins og gerði grein fyrir hve mörg mál frá Íslandi væru þar til meðferðar og hvernig þau skiptust eftir málaflokkum. Einnig ræddi hún það sem efst er á baugi hjá Mannréttindadómstólnum. Í ferð sinni til Íslands flutti Oddný erindi á málþingi í Háskóla Íslands í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá því Mannréttindasáttmáli Evrópu var samþykktur. Að málþinginu stóðu Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og Mannréttindastofnun Íslands.