Mál um ákvörðun Persónuverndar flutt fyrir Hæstarétti
08.10.2025
Í dag fór fram í Hæstarétti munnlegur málflutningur í máli nr. 6/2025: Íslensk erfðagreining ehf. gegn Persónuvernd og Landspítala. Málið lýtur að ákvörðun Persónuverndar um að tiltekin vinnsla persónuupplýsinga á tímum heimsfaraldursins hafi verið andstæð persónuverndarreglum. Til að fylgjast með málflutningi mættu nemendur í kjörgreininni heilbrigðisréttur sem kennd er í meistaranámi við Lagadeild Háskóla Íslands ásamt kennara sínum Hrefnu Dögg Gunnarsdóttur. Fyrir málflutninginn ræddu Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og Ása Ólafsdóttir hæstaréttardómari við nemendur. Gerðu þau grein fyrir starfsemi réttarins og því máli sem var til meðferðar. Myndin var tekin við það tækifæri.