Fundur skrifstofustjóra æðstu dómstóla Norðurlandanna
22.09.2025
Árlegur fundur skrifstofustjóra æðstu dómstóla Norðurlandanna var haldinn í Noregi í byrjun mánaðarins. Á fundinum voru til umfjöllunar málefni sem eru efst á baugi og hafa sameiginlega þýðingu fyrir dómstóla landanna. Þá gerði fulltrúi hvers lands grein fyrir starfseminni á liðnu ári. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri í Hæstarétti Noregs.