Heimsókn til Hæstaréttar Póllands

17.09.2025

Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Sigurður Tómas Magnússon, varaforseti réttarins, og Ólöf Finnsdóttir, skrifstofustjóri hans, tóku þátt í ferð Lögfræðingafélags Íslands til Póllands í liðinni viku. Á dagskránni var meðal annars heimsókn í Hæstarétt Póllands en þar var Benedikt í fyrirsvari fyrir hópinn. Við þetta tækifæri átti Benedikt fund með fyrsta forseta Hæstaréttar Póllands, Małgorzata Manowska. Myndin var tekin við þetta tækifæri.