Mál um heimild til hækkunar vaxta af láni endurflutt

16.09.2025

Í dag var flutt fyrir Hæstarétti mál um skilmála í skuldabréfi sem felur í sér heimild til að hækka vexti á óverðtryggðu láni. Málið hafði verið flutt fyrir réttinum í vor en var tekið fyrir á ný og flutt aftur í því skyni að fá afstöðu aðila til nánar tilgreindra atriða. Málið er dæmt af sjö dómurum.