Heimsókn frá Hæstarétti Kóreu

25.08.2025

Í liðinni viku heimsóttu Hæstarétt Kyung-Hwan Suh hæstaréttardómari við Hæstarétt Kóreu og Jae-Won Jang aðstoðardómari við réttinn. Á móti gestunum tóku Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar, Ása Ólafsdóttir hæstaréttardómari og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri. Gestunum voru sýnd húsakynni réttarins og í kjölfarið var setinn fundur þar sem veittar voru upplýsingar um íslenskt réttarkerfi og lagahefð. Myndin var tekin við þetta tækifæri.