Dómar um rétt til skaðabóta vegna breytinga á deiliskipulagi

01.03.2018

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóma í tveimur málum þar sem til umfjöllunar voru kröfur einstaklinga um skaðabætur úr hendi Mosfellsbæjar vegna breytinga á deiliskipulagi í sveitarfélaginu, sem birt var í Stjórnartíðindum 11. september 2008. Héraðsdómur vísaði til þess að þann 28. apríl 2010 hefði legið fyrir sérfræðiálit um ætlað tjón einstaklinganna og þann dag hefði þeim því strax mátt vera ljóst að þau gætu átt kröfu til skaðabóta. Með því að málin hefðu ekki verið höfðuð fyrr en 14. júní 2016 væri fjögurra ára fyrningarfrestur krafna þeirra liðinn og var sveitarfélagið því sýknað. Hæstiréttur staðfesti niðurstöður héraðsdóms með þeirri áréttingu að fyrningarfrestur hefði byrjað að líða við birtingu auglýsingarinnar og vísaði í þeim efnum til dóms réttarins í máli nr. 549/2015.

Dómana í heild sinni má lesa hér og hér.