image
image

Kvennaskólinn í Reykjavík heimsækir Hæstarétt

17.10.2017

Á hverju ári koma fjölmargir gestir í heimsókn í húsnæði Hæstaréttar til að hlusta á málflutning, vera viðstaddir dómsuppsögu, til að skoða húsnæði réttarins eða koma í heimsókn í skipulögðum hópum og fá leiðsögn þar sem húsnæði réttarins er sýnt og sagt er frá störfum hans. Á árinu 2016 voru þessir gestir 2.089 talsins og eru þá ekki taldir með málflytjendur eða aðrir sem eiga erindi í afgreiðslu réttarins.

Föstudaginn 13. október sl. heimsóttu nítján nemendur í afbrotafræði við Kvennaskólann í Reykjavík réttinn og kynntu sér starfsemi hans og húsakynni undir leiðsögn aðstoðarmanns dómara. Voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri.