Fréttir

28.09.2017

Frá og með deginum í dag munu birtast á vef Hæstaréttar Íslands fréttir og tilkynningar svo sem um dóma, starfsmannabreytingar, heimsóknir og fleira sem fréttnæmt þykir. Markmiðið með þessu er að auðvelda almenningi að fylgjast með starfsemi réttarins og dómsúrlausnum hans. Er þetta í samræmi við það sem þekkist hjá dómstólum annars staðar á Norðurlöndum.