Dómar um hatursorðræðu

Í dag féllu þrír dómar í Hæstarétti þar sem til umfjöllunar var hvort þrír einstaklingar hefðu gerst sekir um „hatursorðræðu“ samkvæmt 233. gr. a. almennra hegningarlaga með nánar tilgreindum ummælum sem þeir létu falla í athugasemdum á vefsíðum. Í öllum málunum mátti rekja tilefni ummælanna til samþykktar bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar á ályktun sem laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Hæstiréttur sakfelldi tvo ákærðu og sneri með því við dómum héraðsdóms, en staðfesti sýknudóm héraðsdóms yfir einum ákærða. Einn hæstaréttardómari af þremur skilaði sératkvæði í öllum málunum og vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum.

Dómana í heild sinni má lesa hér, hér og hér.