Formaður danska dómarafélagsins heimsækir Hæstarétt

Hinn 19. október sl. heimsótti Mikael Sjøberg, dómari við Eystri-Landsrétt í Danmörku og formaður danska dómarafélagsins, Hæstarétt ásamt Skúla Magnússyni, héraðsdómara og formanni Dómarafélags Íslands, og Hervöru Þorvaldsdóttur forseta Landsréttar. Tók Benedikt Bogason hæstaréttardómari á móti þeim og kynnti þeim starfsemi réttarins og húsnæði hans. Var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Var Mikael Sjøberg í heimsókn hér á landi í tengslum við hádegisfund Lögmannafélags Íslands og Dómarafélags Íslands sem haldinn var 18. október sl. á Grand Hótel Reykjavík þar sem fram fóru umræður um hvernig haga beri málsmeðferð fyrir Landsrétti sem taka mun til starfa 1. janúar nk. Fjallaði Mikael Sjøberg um málsmeðferð á millidómstigi í Danmörku og fór yfir ýmis atriði við framkvæmd réttarhalda þar í landi.