Print

Mál nr. 176/2003

Lykilorð
  • Börn
  • Kynferðisbrot
  • Miskabætur

Fimmtudaginn 20

 

Fimmtudaginn 20. nóvember 2003.

Nr. 176/2003.

Ákæruvaldið

(Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari)

gegn

X

(Sveinn Andri Sveinsson hrl.)

 

Börn. Kynferðisbrot. Miskabætur.

Í málinu var X sakfelldur fyrir að hafa framið kynferðisbrot gagnvart þremur stúlkum. Gagnvart Y með því að hafa, þegar stúlkan var 11-16 ára, margsinnis strokið læri og kynfæri hennar innan og utan klæða, ítrekað reynt að stinga tungu sinni upp í munn hennar og hafa að auki í mörg skipti, eftir að stúlkan var orðin 14 ára, sett fingur inn í kynfæri hennar. Gagnvart Z með því að hafa, þegar stúlkan var 11 til 16 ára gömul, margsinnis strokið brjóst, maga, læri og kynfæri hennar utanklæða, einu sinni strokið kynfæri hennar og brjóst innan klæða og að hafa ítrekað reynt að stinga tungu sinni upp í munn hennar. Gagnvart Þ með því að hafa í eitt skipti þegar stúlkan var12 ára tekið um brjóst hennar utan klæða og tekið utanum hana og í þrígang kysst hana á hálsinn. X neitaði sök, en framburður stúlknanna, sem talinn var trúverðugur, var lagður til grundvallar sakfellingu hans. X var dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar og greiðslu miskabóta.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein.

Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 5. maí 2003 að ósk ákærða og einnig af ákæruvaldsins hálfu til staðfestingar á sakfellingu og þyngingar refsingar. Þá var krafist greiðslu skaðabóta, 1.000.000 krónur til Y, 600.000 krónur til Z og 200.000 krónur til Þ, með vöxtum samkvæmt ákæru.

Ákærði krefst sýknu en til vara að refsing verði milduð og hún skilorðsbundin.

Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur.

Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, svo sem nánar greinir í dómsorði.

                                                    Dómsorð:

Héraðsdómur skal vera óraskaður.

Ákærði, X, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin laun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns bótakrefjenda fyrir Hæstarétti, Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns, 150.000 krónur.

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. apríl 2003.

Málið er höfðað með ákæruskjali, dags. 7. janúar 2003, á hendur:

X, [kt. og heimilisfang]

fyrir kynferðisbrot sem hér eru rakin:

1.       Gagnvart Y, fæddri [...] 1984 með því að hafa

         frá árinu 1995 fram á mitt ár 2000, margsinnis strokið brjóst, læri og kynfæri hennar innan og utan klæða, ítrekað reynt að stinga tungu sinni í munn stúlkunnar og frá árinu 1996 eða 1997 að auki sett fingur inn í kynfæri stúlkunnar í mörg skipti. Brotin framdi ákærði er stúlkan var 11-16 ára gömul á þáverandi heimili sínu að [...], í [íþróttahúsi] og í eitt skipti sumarið 2000 á heimili stúlkunnar að [...], en þá lagðist ákærði ölvaður upp í rúm hennar og reyndi að taka utan um stúlkuna.

         Telst þetta varða við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en við 209. gr. almennra hegningarlaga frá því að stúlkan varð 14 ára gömul, sbr. 10. gr. og 15. gr. laga nr. 40/1992.

2.      Gagnvart Z, fæddri [...] 1986, með því að hafa margsinnis strokið brjóst, maga, læri og kynfæri hennar, innan og utan klæða, og ítrekað reynt að stinga tungu sinni upp í munn stúlkunnar, sem þá var 11-16 ára gömul. Brotin framdi ákærði á þáverandi heimili sínu að [...], á núverandi heimili sínu að [...], í [íþróttahúsi] og í eitt skipti á heimili stúlkunnar að [...].

         Telst þetta varða við 2. málslið 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en við 209. gr. almennra hegningarlaga frá því að stúlkan varð 14 ára gömul, sbr. 10. gr. og 15. gr. laga nr. 40/1992.

3.      Gagnvart Þ, fæddri [...] 1989, með því að hafa í júlímánuði 2002 á heimili sínu að [...] í eitt skipti tekið um brjóst hennar utan klæða og einu sinni tekið utan um stúlkuna og kysst hana í þrígang á hálsinn.

         Telst þetta varða við 2. málslið 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992.

         Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.

         Af hálfu Y er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 2.000.000 auk vaxta frá 1. september 2000 til 2. nóvember 2002 og dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags, allt skv. lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, og þóknunar vegna réttargæslu.

         Af hálfu Z er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 1.000.000 auk dráttarvaxta skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá og með 6. september 2002 og greiðslu kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar.

         Af hálfu Þ er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 600.000 auk dráttarvaxta frá 20. ágúst 2002 til greiðsludags og greiðslu kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar.

Verjandi ákærða gerir þær kröfur að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum ákæru­valdsins og að sakarkostnaður, þ. m. t. réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, verði greiddur úr ríkissjóði. Þess er krafist að öllum bótakröfum verði vísað frá dómi.

Við aðalmeðferð gerði réttargæslumaður Y, Helga Leifsdóttir hdl., bótakröfu í samræmi við kröfu í ákæruskjali að því breyttu að krafist er dráttar­vaxta frá 2. nóvember 2002.  Þá er gerð krafa um réttargæsluþóknun samkvæmt tíma­skýrslu vegna málsins. 

Þá gerði réttargæslumaður Z, Herdís Hallmarsdóttir hdl., sömuleiðis breyt­ingu á dráttarvaxtakröfu sem er frá 2. nóvember 2002.  Auk þess er gerð krafa um réttargæsluþóknun.

Réttargæslumaður Þ, Steinunn Guðbjartsdóttir hrl., gerði óbreytta bóta­kröfu og kröfu um réttargæsluþóknun.

Málavextir:

          Þann 13. ágúst 2002 kom Y að eigin frumkvæði á skrifstofu rannsóknardeildar lögreglustjórans í Reykjavík og lagði fram kæru á hendur ákærða, X, fyrir ítrekuð kynferðisbrot gagnvart henni á árunum 1995-2000. Kvað hún ákærða vera sambýlismann hálfsystur sinnar, A. Hafi hún í gegnum tíðina dvalið talsvert inni á heimili þeirra, eða allt frá því að hún muni eftir sér.

Lýsti stúlkan síðan kynferðislegum athöfnum ákærða sem átt höfðu sér stað frá því að hún var í kringum 11 ára aldur en hún kvaðst hafa verið mjög bráðþroska.  Ákærði hafi notað öll tækifæri sem hann hafi haft til þess að káfa á kynfærum hennar og brjóstum innan- og utanklæða.  Hafi þetta átt sér stað á þáverandi heimili ákærða og A að [...]. Einnig hafi þetta átt sér stað í [íþróttahúsi] 1996 eða 1997, sem ákærði hafi haft aðgang að, en þangað hafi hann boðið henni ásamt syni sínum, B.  Kvað hún ákærða hafa gerst mjög ágengan við hana í íþróttahúsinu og káfað á henni á sama hátt og áður auk þess að stinga fingrum í leg­göng hennar.  Eftir þetta hafi ákærði gerst ágengari við hana á heimili sínu að [...].  Lýsti stúlkna því hvenær þessu hafi lokið sumarið 2000 er ákærði hafi komið á heimili hennar að [...] þar sem hún var ein.  Hafi ákærði þar reynt að halda utan um hana en hún hafi rekið hann út. 

Þá lýsti stúlkan því hvernig það atvikaðist að hún ákvað að skýra frá málinu.  Hafi það gerst í sumarbústað foreldra hennar, C og D, um verslunarmannahelgina 2002 þar sem hún var stödd ásamt foreldrum sínum og unnusta, E.  Þá var þar einnig staddur hálf­bróðir stúlkunnar, F, ásamt konu sinni, G, og börnum þeirra, Þ og H.  Hafi þar komið til tals að Þ hafi kvartað undan óeðlilegri hegðan ákærða í sinn garð.  Hafi þetta leitt til þess að þær hafi skýrt fjöl­skyldunni frá reynslu sinni.  Eftir verslunarmannahelgina hafi móðir hennar haft tal að fyrrverandi eiginmanni sínum, I, föður A.  Hafi þetta leitt til þess að dóttir I, Z, hafi sagt móður sinni, J, frá sambærilegri reynslu sinni af ákærða.

Með bréfi Guðleifar Birnu Leifsdóttur, félagsráðgjafa og starfsmanns Barna­verndar­nefndar Reykjavíkur, til lögreglunnar í Reykjavík, dagsettu 14. ágúst 2002, var farið fram á lögreglurannsókn vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar af hendi ákærða gagnvart Z.

Með bréfi Hjördísar Hjartardóttur, félagsmálastjóra [...], dagsettu 20. ágúst 2002, til Lögreglunnar í Reykjavík, var lögreglunni tilkynnt um kynferðislega áreitni af hálfu ákærða gagnvart Þ.

Að beiðni lögreglustjórans í Reykjavík og með vísan til a-liðar 1. mgr. 74. gr. a  laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999, voru teknar skýrslur fyrir dómi af Z og Þ.  Fór skýrslu­takan fram 6. september 2002 í Héraðdómi Reykjavíkur undir umsjón dómara.  Þá var sömuleiðis, að ósk ákærða, tekin skýrsla af B, syni ákærða, sem fæddur er 1991. Verður framburður þeirra nú rakinn:

Vitnið, Z, kvaðst ekki muna eftir öllu sem ákærði hafi gert við hana en þó muni hún eftir nokkrum skiptum. Þá kvaðst hún ekki muna nákvæm­lega hvenær ákærði hafi byrjað að áreita hana kynferðislega en hún teldi sig hafa verið um 12 ára gamla, sennilega um 11 ára því hún muni eftir að þegar Y fermdist, en hún sé tveimur árum eldri en hún, hafi þetta verið byrjað. Hún hafi þá velt því mikið fyrir sér að spyrja Y að því hvort ákærði hefði gert henni eitthvað en ekki þorað það.  Kvað vitnið þetta hafa byrjað er hún fór með ákærða í íþróttahúsið þar sem hann hafi verið að lyfta. Hún og B hefðu oft farið saman í fimleikasalinn að leika sér og hefði ákærði ekki alltaf verið hjá þeim. Hann hefði stundum komið þegar þau lágu á gólfinu uppgefin eftir leik og þá hefði hann eitthvað byrjað að nudda á henni axlirnar og fæturnar. Hann hafi síðan alltaf fært sig ofar, snert magann á henni og viljað vera nálægt henni. Vitnið kvaðst muna eftir því að þetta hafi byrjað á þennan hátt, að ákærði hefði alltaf viljað vera að nudda hana. Hún hefði þá alltaf stirðnað upp og ekki þorað að fara burt. Hefði ákærði á þessum tíma oft leitað á hana þótt hún geti ekki sagt nákvæmlega hversu oft.  Kvaðst hún oft hafa reynt að koma sér hjá því að fara með í íþróttahúsið þegar ákærði hringdi í hana og spurði hvort hún vildi ekki koma með. Hún hefði dregið mikið úr ferðum sínum þangað og sömu­leiðis á heimili ákærða eftir að áreitið byrjaði en stundum hafi það verið ómögu­legt, t.d. þegar systir hennar hringdi og bað hana að passa heima hjá þeim. Vitnið kvað ákærða alltaf hafa verið að fíflast í henni með því að kyssa hana á munninn og stinga tungunni upp í hana og með því að fara inn undir bolinn hennar. Þetta hafi gerst heima hjá honum og A systur hennar þegar enginn sá til eða þegar A var farin að sofa. Þegar hann reyndi að kyssa hana hefði hún alltaf reynt að snúa í hann kinninni en þorði ekki að segja neitt.

Vitnið kvað ákærða oft hafa reynt að fá hana til þess að koma heim til þeirra A að horfa á myndbönd og hefði hún stundum farið til þeirra. Hún muni eftir einu skipti er hún horfði á James Bond, ásamt ákærða og B, en A hafi verið farin að sofa, þá hafi hún legið á gólfinu en hann í sófanum. Þetta hafi gerst í [...] en það var tveggja hæða hús.  Ákærði hefði þá fært sig á gólfið og hafi verið að nudda hana og fara inn á brjóstin og buxurnar. Hann hafi snert hana utan á og innan en þegar hann hafi farið inn undir buxurnar og reynt að komast lengra þá hafi hún komið sér undan og farið niður í herbergi B þar sem hún átti að sofa á gólfinu. Hann hefði ekki komist alveg í klofið á henni en hann hefði ætlað að fara þangað alveg niður. Nánar spurð kvað vitnið þetta hafa verið eina skiptið sem ákærði hefði alveg komist inn á brjóstin á henni. Þá minni hana að ákærði hefði aðeins í eitt skipti komist alveg að klofinu á henni en þá hefði hann náð að hneppa frá buxunum og fór með höndina inn fyrir utan yfir nærbuxurnar og síðan hafi hann komist inn fyrir nærbuxurnar en þá hefði hún farið.  Spurð nánar um það hvernig ákærði hefði snert hana kvað hún hann nuddað magann einhvern veginn og svo byrjað á öxlunum og síðan reynt að fara inná brjóstin með því að fara niður einhvern veginn en þá hefði hún alltaf reynt að fara. Oftast hafi þetta verið fyrir utan fötin, til dæmis hafi hann komið aftan að henni þegar hún var að smyrja brauð eða eitthvað og tekið eitthvað utan um brjóstin á henni.

Vitnið kvaðst aðspurð ekki vita alveg hversu oft hún gisti hjá A og ákærða, en það hefði stundum verið þegar foreldrar hennar fóru eitthvað eða þegar hún passaði fyrir þau. Spurð um það hvar hún hefði sofið, kvað hún það hafa verið mismunandi, stundum hafi hún sofið uppi í rúmi B og hefði það verið best því þá hefði ákærði ekki komið á næturnar en það hefði stundum komið fyrir. Þó hefði hann stundum komið til að kyssa þau góða nótt og hafi hann þá kysst B á kinnina en hana á munn­inn og stundum nuddað á henni tærnar. Aðspurð kvaðst vitnið einu sinni hafa læst herbergi B en A hefði þá bankað uppá og sagt að hurðin ætti ekki að vera læst af öryggisástæðum.

Vitnið kvaðst stundum hafa gætt K dóttur A og ákærða að sig minni í fyrrasumar. Þá hafi ákærði stundum komið heim í hádeginu, fengið sér að borða og stundum farið í sturtu. Hann hafi mjög oft komið aftan að henni þegar hún var að gera eitthvað, eins og að taka úr uppþvottavélinni, og haldið utan um hana og reynt eitthvað. Hefði vitnið ekki leyft honum að komast neitt, hún hefði farið að gera eitthvað eða gengið burt. Hann hafi í þessi skipti verið klæddur.

Eina nóttina hefði hún vaknað með ákærða liggjandi við hlið sér þar sem hún svaf uppi á sjónvarpsloftinu, en það hefði verið í eina skiptið sem hún svaf þar uppi. Klukkan hefði verið um sex því hún muni eftir því að hafa litið á klukkuna á vídeóinu. Hún hafði verið að passa en A og ákærði hefðu farið á árshátíð vinnustaðar A en þetta hafi verið rétt fyrir jólin í [...] og hún hefði þá verið um 15 ára. Ákærði hefði þá reynt að kyssa hana og nudda á baki eða maga og síðan hefði hann fært sig upp. Nánar spurð um það hvar ákærði hefði snert hana, kvað hún hann hafa nuddað sig og kysst en hún hafi aldrei leyft honum að komast alveg inn á sig. Hún hefði klemmt saman fætur og hendur svo hann kæmist ekki að henni. Hann hafi ekki farið inn í kynfærin á henni og hefði aldrei gert það. Ákærði hefði verið svolítið ölvaður og því hefði verið auðveldara að reka hann burt. Vitnið kvaðst hafa grátið en ákærði hefði sagt við hana eitthvað á þá leið, "má ég ekki vera góður við þig, ég elska þig svo mikið, þú ert svo yndisleg".  Vitnið kvaðst aðspurð aldrei hafa snert ákærða né að hann hefði látið hana snerta sig. Þá hefði komið fyrir að ákærði skutlaði henni heim eftir barnapössun og hefði hann þá viljað halda í höndina á henni á meðan hann ók og kyssa hana bless á munninn. Hafi hún stundum farið að gráta þegar hann var að áreita hana en hún hefði aldrei sagt við hann að henni fyndist þetta óþægilegt.

Spurð um síðasta skiptið er ákærði áreitti hana kvað vitnið það hafa verið rétt áður en þau fóru til Portúgal en hún hafi farið með þeim ásamt foreldrum sínum. Þá hafi hún rætt við A um það að ferðageislaspilarinn hennar væri bilaður og A hefði minnst á þetta við ákærða sem bauðst til þess að fara með hann í viðgerð. Hann hafi hringt í hana og hún hefði tekið spilarann og ábyrgðarskírteinið og sett í poka og haft tilbúið til þess að fá honum er hann kæmi. Þegar hann kom hefði hún aðeins ætlað að hleypa honum inn í forstofu en hann hefði komið inn og sest í hornsófa inni í stofu. Hún hefði setið á hinum endanum. Síðan hefði hann búist til brottfarar og hún hefði þá staðið á fætur til þess að fylgja honum til dyra en þá hefði hann tekið utan um hana og reynt að kyssa hana og stinga tungunni upp í hana. Hún hafi alltaf snúið kinninni í hann og reynt að sleppa. Hafi ákærði þá spurt hana af hverju hann mætti ekki vera góður við hana. Hún hefði sest í sófann en þá hefði hann komið aftan að henni og haldið utan um maga hennar og brjóstin bæði innan og utan klæða auk þess sem hann hefði reynt að fara með hendurnar niður í buxur hennar en þá hefði hún staðið upp og hoppað yfir stólbakið og lent á gólfinu. Ákærði hefði þá elt hana eitthvað og kvaðst vilja kyssa hana bless en síðan hefði hann farið. Aðspurð hvort hún hefði sagt ein­hverjum frá þessu, kvaðst hún hafa sagt L vinkonu sinni frá þessu, einnig M, N, O og P. Hefðu þær ráðlagt henni að segja for­eldrum sínum frá þessu en hún hefði ekki þorað það.

Vitnið er spurð hvort hún hafi nokkurn tímann reiðst ákærða og kvað hún að svo hefði verið en þó ekki beint þeirri reiði að honum. Hún hefði fengið útrás á annan hátt þegar hún hefði komið heim til sín. Spurð um tilvik sem ákærði greindi frá hjá lög­reglu þegar vitnið varð ölvuð í samkvæmi kvað hún sig hafa verið með tveimur vinum sínum, R, kærasta hennar á þeim tíma, S og vinkonu sinni T. Þetta hefði gerst í febrúar eða mars. Hún hefði orðið mjög ölvuð enda óvön að drekka áfengi. Henni hefði liðið mjög illa og komið heim klukkan eitt og hefðu foreldrar hennar sagt að hún hefði verið alveg út úr heiminum. Þau hefðu hringt í ákærða sem vildi endilega að farið yrði með hana á slysadeild í rannsókn þar sem vinir hennar hefðu örugglega dópað hana upp enda vissi hann að R hefði verið á Stuðlum auk þess sem að hann hefði séð að hann væri á sakaskrá vegna innbrots. Einnig hefði hann athugað S og sagði hann líka vera á sakaskrá vegna líkamsárásar. Foreldrar hennar hefðu orðið mjög hrædd enda hefði ákærði sagt að þessir vinir væru í mjög miklu sukki og að þau ættu að passa uppá að hún umgengist þá ekki. Hún hafi hins vegar vitað að R hefði ekki verið í neinu rugli frá því að hann kom úr meðferð og að vinkona hennar notaði ekki fíkniefni. Aðspurð hvort að vitnið hefði reiðst ákærða vegna þessara afskipta kvað hún sig ekki hafa orðið beint reiða en þetta hefði haft áhrif á foreldra hennar og að þau hefðu ekki hlustað á hana varðandi þetta mál. Hins vegar hefði hún bara ákveðið að gleyma þessu og hefði hún sagt foreldrum sínum að segja ákærða það. Nánar spurð hvort hún væri að hefna sín á ákæra vegna þessara afskipta kvaðst vitnið ekki vera að búa til sakir á ákærða enda myndi hún aldrei ljúga neinu svona upp á nokkurn mann.

Vitnið kvað aðspurð sér hafa liðið illa vegna þessa máls. Hún hefði mikið hugsað um hvort að einhver myndi hlusta á hana ef hún segði frá þessu. Hefði hún aldrei minnst á þetta við neinn í fjölskyldunni. Hún hefði alltaf talið sig eina hafa lent í þessu. Þá hefði hún ekki viljað verða þess valdandi að eyðileggja samband A og ákærða þar sem að hún vissi að systir sín elskaði ákærða mikið. Spurð um það hvernig þetta mál hefði komið upp á yfirborðið kvað vitnið föður sinn hafa einn morguninn talað við einhvern í síma. Hún hefði spurt móður sína sem stóð þar hjá við hvern hann talaði við og þegar henni var tjáð að í símanum væri C, vildi hún vita ástæðu þess að þau töluðu saman, enda óalgengt að þau hefðu mikið samband. Móðir hennar hefði þá sagt henni að ákærði hefði verið eitthvað fingralangur við Y og Þ og spurði hana jafnframt hvort hann hefði gert henni eitthvað líka en við það hefði vitnið byrjað að segja henni frá því sem gerðist og síðan föður sínum líka en hann hefði lokið símtalinu þegar hann heyrði hvað var á seyði. Hafi þetta gerst rétt eftir verslunarmannahelgina.  Nánar spurð um þróun mála eftir þetta kvað vitnið föður sinn hafa viljað leysa úr þessu í rólegheitum án þess að gera neitt mál úr þessu og vildi ræða við A fyrst. Kvaðst hún hafa heyrt af því að C hefði rætt við hana og hún hefði tekið því mjög illa og sakað fjöl­skyld­una um öfund gagnvart henni og ákærða en þau væru fjárhagslega vel sett. Aðspurð kvað vitnið það ekki eiga við rök að styðjast.  Kvað vitnið sig hafa verið í litlu sambandi við systur sína og ákærða eftir þetta og málið hafi lítið sem ekkert verið rætt. A hefði þó mikið verið í sambandi við föður sinn. Þá hefði A sagt við vitnið að hún væri reið Y að byrja á þessu og fyrir að leggja fram kæru. Hefði hún sagt að hún vildi heldur deyja en að standa í þessu. Vitnið kvaðst aðspurð ekkert hafa rætt við Þ um þetta mál en Y hefði hringt í hana sama kvöld og hún hefði sagt foreldrum sínum frá þessu og sagt henni að hún ætti að segja frá öllu og spurt hana hvort hún vildi vera vitni.

          Vitnið, Þ, kvaðst hafa passað síðasta sumar fyrir föðursystur sína og ákærða sem sé maðurinn hennar. Hún hefði passað hjá þeim í um hálfan mánuð í júlí og hefði þá gist hjá þeim á meðan. Þá hafði ákærði eitt sinn komið aftan að henni og tekið í brjóstin á henni utan yfir fötin. Þetta hafi verið um morguninn en hún hefði gist á heimili ákærða. Aðspurð kvaðst vitnið hafa sofið í rúmi B til fóta og hefði ákærði þá komið inn og tekið utan um hana og kysst hana þrisvar á hálsinn. Nánar spurð kvaðst hún ekki hafa beðið hann að hætta en hún hefði sest upp í rúminu og hann hefði hætt.

Eitt skiptið hefði hún verið að horfa á spólu og þá hefði ákærði viljað setjast nær henni við hlið hennar. Vitnið lýsir þessu þannig að hún hafi setið í þriggja sæta sófa. B hefði setið í stökum stól á móti en A í öðrum. A hefði sagt B að fara yfir í sófann til hennar til fóta og hann hefði gert það. Síðan hefði hún sagt ákærða að setjast bara í hinn sófann en hann hafi ekki viljað það heldur hafi hann sótt stól við hlið hennar. Þá hefði B fært sig yfir í staka stólinn og þá hefði ákærði sest við hlið hennar og eitthvað farið að nudda fæturna á henni undir sænginni sem hún hafði yfir sér. Hann hafi þó ekki komist lengra því hún settist upp. Spurð hvort ákærði hafi ætlað með hendurnar í klof hennar kvað vitnið hann hafa fært hendurnar til en hefði þó aldrei farið í klofið á henni. Aðspurð hvort nokkur hefði tekið eftir þessu kvað vitnið A hafa spurt hvort ekki væri allt í lagi þegar hún settist upp og hefði hún þá svarað að þetta hefði ekki verið neitt ákærði hefði bara verið að nudda lappirnar á henni. Nánar spurð um þetta kvað vitnið sér hafa fundist þetta mjög óþægilegt.

Vitnið kvaðst hafa sagt Y í desember 2001 að sér fyndist ákærði eitthvað skrýtinn og þá hefði Y sagt við hana að hann væri svona líka gagnvart henni. Nánar spurð hver hefði verið ástæða þess að hún sagði Y að ákærði væri eitthvað skrýtinn, kvaðst hún ekki muna það nákvæmlega en eitthvað hefði henni fundist óþægilegt. Síðar um sumarið þegar hún hefði farið heim með foreldrum sínum eina helgi hefði hún sagt þeim að henni finndist ákærði frekar ógeðs­legur. Þau hefðu ekki gert mikið úr þessu og sennilega ekki trúað henni þá en það hefði breyst eftir sumarbústaðaferðina um verslunarmannahelgina þegar allir fóru að tala saman. Vitnið kvaðst þó ekki hafa tekið þátt í þeim samræðum. Aðspurð kvaðst vitnið hafa viljað segja foreldrum sínum frá þessu því henni hafi fundist þetta óþægi­legt og ógeðslegt, sérstaklega þegar hann snerti brjóst hennar. Taldi hún að ef hún segði frá þessu myndi ákærði hætta þessu.

Vitnið, B, kvað Y hafa farið næstum alltaf með honum og föður sínum í [íþróttahúsið]. Hafi hún oftast sjálf beðið um að fá að koma með og í eitt skiptið hefði hún hringt alveg brjáluð vegna þess að þeir feðgar hefðu ekki sótt hana og beðið um að verða sótt.  Hann kvaðst aðspurður aldrei hafa verið einn að leika sér í íþróttahúsinu þar sem hann hafi verið hræddur við að vera einn.  Aðspurður kvaðst hann aldrei hafa séð föður sinn strjúka eða kyssa Y eða gera neitt sem honum finndist óeðlilegt hvorki þar né á heimili þeirra.  Hann hafi séð föður sinn nudda hana þegar hún hafi beðið um það t. d. axlir og ökkla.  Þegar hún hafi gist hafi hún sofið á dýnu sem móðir hans kom með inn í herbergi hans en stundum hefði hún sofið við hlið hans í rúminu.

Hvað varði Z þá hafi hún einnig farið með þeim feðgum í íþrótta­húsið og sömuleiðis hafi hún gist heim hjá honum.  Hann hafi aldrei séð föður sinn strjúka henni, kyssa eða gera eitthvað annað sem honum hafi fundist óvenjulegt.  Þegar hún hafi gist hafi hún sofið á gólfinu í herbergi hans.

Hann kvað Þ hafa passað K systur hans heima hjá honum þá um sumarið og hafi hún gist hjá þeim.  Hún hafi þá sofið á dýnu á gólfinu í herbergi hans.  Hann kvaðst aldrei hafa séð föður sinn kyssa Þ á hálsinn þegar hún var í rúminu hans en hann muni eftir einu skipti þegar faðir hans kom inn í herbergið þegar Þ var í rúminu en þá hafi hann kysst hann góða nótt.

Lögregluskýrslur voru fyrst teknar af ákærða þann 5. september sl. vegna meintra kyn­ferðisbrota gegn stúlkunum og neitaði hann sök.  Kvað hann Y hafa sótt mikið að dvelja á heimili hans og A, hálfsystur hennar, m.a. vegna sam­skiptaörðugleika við föður sinn. Kvað ákærði telja stúlkuna í verulegu andlegu ójafnvægi af þessum sökum, en einnig vegna fjárhagserfiðleika fjölskyldunnar, m.a. vegna þess tjóns sem hún varð er fyrirtæki foreldra hennar brann [...] sl.

Ákærði kvaðst hafa gefið stúlkunni íþróttanudd í gegnum tíðina og hafi það átt sér stað á heimili fjölskyldunnar og í [íþróttahúsi], en það hafi verið að hennar ósk og iðulega hafi aðrir verið viðstaddir. Telji hann hana nú upplifa nuddið sem kyn­ferðislegt káf.

Ákærði kvað ásakanir Z ekki á rökum reistar. Tók hann fram að hann teldi hana hafa reiðst honum vegna afskipta sem hann hafði af henni 16. febrúar 2002 en þá hafi hann komið að henni meðvitundarlítilli á salerni og grunur hafi leikið á því að eitthvað svall hefði verið í gangi.  Taldi ákærði þetta geta skýrt framburð hennar. 

Þá vísaði ákærði ásökunum Þ á bug. Taldi hann að málið hefði byrjað með Y og fjölskyldan hefði rætt málin í sumarbústaðarferð, smám saman hefði þetta magnast í umræðunni og þannig haft áhrif á frásagnir stúlkn­anna.

Við yfirheyrslur hjá lögreglu þann 2. október sl. hélt ákærði sig við sína fyrri fram­burði og neitaði alfarið sökum.

Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna hér fyrir dóminum

Ákæruliður I.

Ákærði neitar sök í málinu.  Hann lýsir samskiptum sínum við Y á ár­unum 1995 til 2000 þannig, að stúlkan hafi verið mikið verið mikið á heimilinu bæði í þeim tilgangi að passa son þeirra hjóna, B, og eins hafi hún sótt í að vera hjá þeim.  Hún hafi farið víða með fjölskyldu hans s.s. í fjallaferðir, ferðalög er­lendis og í [íþróttahús].  Hafi hún iðulega gist um helgar og 1996-7 hafi hún jafn­vel beðið um að fá að flytja til þeirra þar sem henni hafi liðið illa á heimili sínu.  Ákærði hafi haft aðgang að [íþróttahúsi] og verið að æfa þar í lyftingaherbergi.  Hafi stúlkan, sonur hans og A eiginkona hans iðulega komið með í húsið og verið að leika sér annars staðar í húsinu.  Hann hafi hins vegar aldrei verið einn þar með stúlk­unni í húsinu.

Ákærði kvaðst ekki minnast neins ósættis milli hans og stúlkunnar eða að henni væri eitthvað í nöp við hann.  Hann bendir á að stúlkan hafi iðulega hringt heim og fengið hann til að skutla sér eitthvað.  Hún hafi hringt eftir að hann og B voru komnir á æfingu og óskað eftir að náð yrði í hana.  Kveður hann hugsanlega skýringu á þeim sökum sem hún ber hann vera þá að hún hafi oftúlkað nudd sem hann veitti henni og talið það eitthvað kynferðislegt.  Hann kvað stúlkuna oft hafa beðið hann og aðra á heimilinu að nudda sig, kálfa, læri og axlir, en á þessum tíma hafi hún æft bæði hand- og fótbolta og hafi verið slæm af vöðvabólgu af þeim sökum.  Þá kvaðst ákærði hafa átt það til, einkum undir áhrifum áfengis, að vera elskulegur, faðma fólk að sér og jafnvel kyssa á kinnina en það hafi ekkert kynferðislegt verið við það.

Ákærði kannast ekki við framburð stúlkunnar um að hann hafi komið á heimili stúlk­unnar að [...] sumarið 2000 undir áhrifum áfengis. Ákærði kvað stúlkuna hafa sótt í að vera með fjölskyldu hans allt þar til málið kom upp.

Ákærði kveðst aðspurður kannast við að hafa hitt móður stúlkunnar í [...] eftir að málið kom upp.  Honum er bent á framburð móðurinnar um að ákærði hafi spurt „hvort henni fyndist hann ætti að fara til geðlæknis, sálfræðings eða úr landi.“ Kveðst ákærði þar hafa átt almennt átt við hvað þau eiginlega vildu honum eftir að foreldrar stúlkunnar hefðu borið hann sökum án þess að hann vissi hverjar væru.  Undir ákærða var borinn framburður móðurinnar hjá lögreglu um að hún hafi sagt að ákærði ætti að viðurkenna ef hann hefði gert stúlkunum þremur eitthvað.  Ákærði hafi þá sagt orðrétt: „Ég vil samt segja þér eitt.  Ég hef aldrei gert henni Þ neitt.“  Hafi hún þá spurt hvað hann hefði gert hinum stúlkunum tveim en því hafi hann aldrei svarað.  Ákærði kveður þetta rétt en hann hafi verið að reyna að segja að hann hafi aldrei verið einn með Þ.

          Vitnið, Y, kærandi í málinu kvaðst ekki muna hvenær ákærði hafi byrjað að leita á hana fyrst en það geti verið 1995.  Hann hafi byrjað með að strjúka hana m.a. brjóstin utan klæða og kyssa.  Hún hafi ekkert vitað hvernig hún átti að bregðast því og hafi hún eiginlega frosið.  Hún hafi vitað að þetta var rangt.  Hún kvaðst hafa sagt A, systur sinni, að ákærði væri að leita á hana senni­lega 1995, alltaf á káfa á brjóstunum og væri leiðinlegur.  Hún hafi brugðist illa við og sagt að ákærði myndi aldrei gera slíkt.  Hafi þær báðar farið að gráta.  Hafi A m.a. spurt hana af hverju hún væri alltaf að koma fyrst svona væri.  Hafi hún sagt það vera vegna þess að hún vildi vera með henni og B. 

          Stúlkan greindi frá atviki þegar hún hafi verið að passa og ákærði hafi verið að vinna en A í saumaklúbbi.  Hann hafi komið heim um kvöldið og fengið sér bjór og hafi B þá verið sofnaður.  Hann hafi byrjað að kyssa hana en síðan hafi síminn hringt og hafi hann tekið símtalið.  Að því loknu hafi hann haldið áfram að kyssa hana og þá stungið tungunni upp í hana.

          Stúlkan kvað ákærða síðan alltaf hafa gengið lengra og lengra þrátt fyrir að hún hafi stöðugt trúað því að hann myndi hætta. Hann hafi notað öll tækifæri sem hann hafði til þess og hafi hann káfað á kynfærum hennar og brjóstum innan- og utan klæða hvort sem þau voru ein eða aðrir nálægir svo sem A eða B.  Í einu tilviki hafi þau þá verið uppi á sjónvarpslofti að [...] og A og B niðri.  Hafi ákærði farið beint í klofið á henni og sett fingurinn í leggöng hennar og spurt hvort henni þætti þetta ekki gott.  Hún hafi sagt að henni þætti þetta ekki gott.

          Hún kvað þetta oftast hafa gerst uppi í sjónvarpslofti en hún kvaðst minnst þess að í tvö skipti hafi hún vaknað í herbergi B við það að ákærði var að snerta á henni kyn­færin. Stundum hafi hún ekki gert neitt smástund þegar ákærði var að þukla á henni kynfærin en síðan hafi hún beðið hann að hætta. 

          Hún kveðst ekki telja að B hafi gert sér grein fyrir hvað var að gerast þótt hann hafi stundum verið á staðnum, s.s. íþróttahúsinu.  Ákærði hafi boðið henni og B að koma með í íþrótthúsið.  Hafi ákærði hringt og viljað fá hana með en ekki viljað að hún hefði vinkonur sínar með nema í einstaka skipti.  Kvað hún ákærða hafa gerst mjög ágengan við hana í íþróttahúsinu og viljað fá að nudda hana.  Hann hafi aldrei hlustað á hana þrátt fyrir að hún neitaði.   Hann hafi káfað á henni á sama hátt og áður auk þess sem hann hafi farið að stinga fingrunum í leggöng hennar.  Hann hafi haldið áfram að káfa á henni þar, auk þess sem hann hafi sett fingurna inn í leggöng hennar. 

          Stúlkan segir að ákærði hafi í eitt skiptið sett hendina á henni ofan í buxurnar sínar og látið hana snerta kynhárin á sér. 

          Hún kveðst hafa farið að beita þeirri aðferð að segja það hátt að A heyrði „hættu“ ef hann hlustaði ekki.  Hafi A spurt hvað þau væru að gera og hafi ákærði þá sagt „ekkert“.

          Ákærði hafi spurt hana að því hvort það sem hann gerði við hana væri gott en hún ávallt svarað honum neitandi og að henni þætti þetta óþægilegt.

          Stúlkan kvaðst hafa mikið sóst eftir samneyti við systur sína og soninn og kvað þær hafa verið mjög nánar.  Hún kannaðist við að hafa oft flúið til systur sinnar þar sem hún hafi stundum átt í erfiðleikum með samskipti við foreldra sína og gist þar um helgar.  Hún hafi reynt að vera sem eðlilegust í samskiptum sínum við ákærða.

          Hún kvaðst ekki hafa ætlað að segja neinum frá því sem gerðist í samskiptum við ákærða.  Hún hafi eignast kærasta um áramótin 2000-2001 og hafi hann eftir nokkra mán­uði fundið að eitthvað var mikið að hjá henni í sambandi við tilhugalíf þeirra.  Hafi hún þá sagt honum frá flestöllu.  Skömmu síðar hafi hún sagt vinkonu sinni, U, frá atburðunum. 

          Þessu hafi lokið sumarið 2000, en þá hafi A verið ólétt af seinna barninu. Ákærði hafi komið um miðja nótt og vakið hana þar sem hún var ein heima að [...] en foreldrar hennar hafi verið í sumarbústað.  Hafi ákærði verið að koma af skemmtun og óskað eftir því að fá að hringja á leigubíl.  Hafi hún hleypt honum inn en lagst til hvílu á ný. Hann hafi komið inn til hennar og spurt hvort hann mætti leggjast hjá henni. Hafi hún svarað því neitandi en hann hafi lagst hjá henni engu að síður og reynt að halda utan um hana.  Hafi hann sagt að það væri svo erfitt að elska tvær konur og að hún hefði svo falleg augu.  Hún hafi sagt að því miður hefði hún ekki sömu til­finn­ingar til hans.  Hafi hann spurt hvort hann ætti þá að fara og hvort hún hataði hann.  Hún hefði sagt að hún vildi að hann færi til konu sinnar og barns en að hún hat­aði hann ekki.  Hafi ákærði boðist til að sofa í sófanum en hún hafi neitað því.  Hann hafi síðan farið brott með leigubíl en hún setið eftir með mikið samviskubit.

          Aðspurð kveðst hún geta tengt það fermingarárinu þegar hún var 14 ára, þegar ákærði fór með fingur inni í leggöng hennar. 

Aðdragandi kæru hennar hafi verið sá að í sumarbústað um verslunarmannahelgi árið 2002 hafi hún verið að tala við G, konu hálfbróður síns, F, sem hafi borið að Þ hafi verið að kvarta yfir að ákærði hafi verið að leita á hana og hefði káfað á brjóstum hennar.  Þetta hafi ekki komið sér á óvart því að áður hafði Þ sagt sér þar sem þær voru staddar í [...] um það leyti sem ákærði var að flytja þangað í desember 2001, að ákærði væri svo mikill „perri“.  Hún hafi sagt henni að passa sig á ákærða. Í sumarbústaðnum hafi auk foreldra hennar, C og D, verið unnusti hennar, E. Þá voru þar börn þeirra F og G, Þ og H. 

Síðar um kvöldið hafi hún sagt frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni af hálfu ákærða.

Eftir verslunarmannahelgina hafði móðir hennar samband við I, fyrrverandi eiginmann sinn og föður A, og greint honum frá þessu. Í sama mund og það samtal átti sér stað hafi dóttir hans, Z innt móður sína, J, eftir því um hvað samtalið snerist. Hafi móðir hennar sagt henni frá því og hafi Z þá sagt móður sinni frá sambærilegri reynslu sinni af ákærða.

Aðspurð hvernig henni hafi liðið á þessum tíma kveðst hún hafa bælt þetta niður og reynt að hugsa sem minnst um það.  Hún kveðst hins vegar finna það nú að hún hafi brotnað niður sálarlega þar sem henni líði betur eftir að hún skýrði frá reynslu sinni.

Þá hafi hún átt í miklum erfiðleikum í sambandi sínu við kærasta sinn.  Hún kveðst aldrei hafa verið í sambandi við Z nema í fjölskylduboðum. 

Eftir að málið kom upp hafi hún ekkert samband haft við systur sína eða B sem hún hafi litið á sem bróður.

Vitnið, C, tengdamóðir ákærða og móðir brota­þola, Y, staðfesti aðdraganda þess að stúlkan skýrði foreldrum sínum frá háttsemi ákærða í sumarhúsi um verslunarmannahelgina 2002.  Kvað hún stúlk­una og G hafa verið að tala saman um ásakanir Þ á hendur ákærða.  D faðir Y hafi þá spurt hvað væri með hana og síðan spurt beint hvort ákærði væri ekki líka í klofinu á þeim.  Hafi Y brugðið og svarað því játandi.  Hún hafi síðan þessa helgi lýst nánar áreitni ákærða eins og hún hefur lýst fyrir dóminum og á þeim stöðum sem fram hafa komið.  Vitnið kvað þetta hafa valdið miklu uppnámi og hafi þau hjónin ekkert vitað hvernig við því hafi átt að bregðast.  Þau hafi m.a. leitað ráða hjá vinum og starfsfélögum ákærða, V og W.  Hafi V bent þeim á að kæra málið. 

Það hafi þó dregist en vitnið kvaðst hafa viljað ræða við ákærða en það hafi reynst erfitt að koma því við.  Hún hafi síðan hitt ákærða í [...] og hafi þá ákærði spurt hvað hún vildi að hann gerði, fara til sálfræðings eða fara úr landi.  Hafi hún þá sagt honum að leita til læknis og viðurkenna þetta.  Hún segir ákærða hafa sagt er hún hafi ætlað að slíta samræðum þeirra, "Ég vil samt segja þér eitt. Ég hef aldrei gert henni [Þ] neitt." Kvaðst hún þá hafa spurt ákærða hvað hann hafi gert hinum stúlk­unum en þeirri spurningu hafi hann ekki svarað.

Hún kvað ákærða hafa verið sérstaklega mikið gefinn fyrir að faðma og segja hversu vænt honum þótt um fólk, sérstaklega þegar hann hafði smakkað áfengi.  Hafi hún ekki þolað þetta og hafi ákærða verið um það kunnugt. 

Aðspurð kvaðst hún aldrei hafa staðið Y að ósannsögli og kveður hana frekar myndu þegja.  Hún hafi verið ósköp venjulegt lífsglatt barn en skapmikil.  Hún hafi verið mikið í íþróttum auk þess að vera að læra á píanó.  Hún sjái það hins vegar nú að sjálfsmynd hennar hafi verið að brotna.   Þó hafi henni virst hafa létt eftir að hafa sagt frá.

Hún hafi litið mikið upp til systur sinnar, A, og mikið vilja vera hjá henni.  Málið hafi hins vegar haft mikil áhrif á fjölskylduna til hins verra.

D, eiginmaður C, skýrði á sama hátt frá að­draganda þess að stúlkan greindi frá málinu þar sem hann var staddur í sumarbústað þeirra hjóna um verslunarmannahelgina 2002.  Hafi hann heyrt á tal stúlkunnar og Þ um að ákærði hafi eitthvað verið að áreita Þ og hvað hann væri mikill „perri“.  Kom það fram að hann væri káfandi á þeim og kyssandi þær.  Hafi vitnið þá spurt beint, hvort ákærði væri ekki líka í klofinu á þeim.  Hafi Y þá sagt „Jú mér“ og farið að hágráta.  Hafi stúlkan lýst þessu nánar og m.a. sagt að ákærði hafi farið með fingur upp í leggöng hennar.  Hafi vitnið þá haft á orði að um fullframinn verknað væri að ræða. Í kjölfar þessa hafi orðið mikið uppnám á staðnum og hafi vitnið farið inn í herbergi.  Hann hafi fljótlega talið að kæra ætti málið sem ekki hafi verið gert þegar í stað enda um viðkvæmt fjölskyldumál að ræða og þau hjónin hafi ekki verið viss um hvernig taka ætti á.  Vitnið kvað ásakanir á hendur ákærða hafa komið sér í opna skjöldu.  Vitnið kvað stúlkuna hafa verið afskaplega gott barn og ungling.  Engin vandamál hafi komið upp í uppvextinum.  Hún hafi verið í píanó­tímum og fremst í flokki í íþróttum en þó hafi sér fundist að hún hafi ekki náð að ein­beita sér að þessu á þessum tíma.  Vitnið kvaðst vita til þess að stúlkan hafi oft verið þvinguð til að fara með ákærða og syni hans í íþróttahúsið.  Ákærði hafi oft hringt eða B og ef stúlkan neitaði hafi móðir hennar lagt að henni að fara vegna B.  Þá hafi hann orðið var við að hún fékk ekki að taka vinkonur sínar með í íþróttahúsið.

E, fyrrverandi kærasti Y, kvaðst hafa kynnst henni um áramótin 2000-2001.  Þegar þau hafi verið búin að vera saman nokkra mánuði, eða um sumarið, hafi hún skýrt honum frá því að ákærði hafi verið með kynferðislega áreitni við hana um árabil.  Hann hafi alltaf verið með hendur á henni þegar hann hafði tækifæri til og m. a. sett fingur upp í leggöng hennar.  Þetta átti að hafa gerst á heimili ákærða og í [íþróttahúsi].  Vitnið kvaðst hafa farið að ganga á stúlkuna þar sem hann hafi fundið að hún átti í erfiðleikum í samlífi þeirra.  Hafi hann, vegna alvarleika málsins og hennar sjálfrar vegna, ráðlagt henni að segja frá þessu en jafnframt sagt hann myndi ekki gera það.  Henni hafi ekki fundist réttur tími vegna barna ákærða og fjölskyldu hans.  Hafi hann verið mótfallinn því að stúlkan um­gengist ákærða en hún hafi viljað að sambandið væri sem eðlilegast.

Vitnið lýsti Y sem sterkri stúlku sem hann hafi aldrei staðið að ósann­sögli.

A, sambýliskona ákærða og hálfsystir Y í móð­urætt, kom fyrir dóminn.  Hún kvað mikil samskipti hafa verið milli sín og Y.  Hafi stúlkan mikið sóst í að vera á heimilinu og iðulega gist.  Hafi hún þá sofið í herbergi B en hann hafi verið mjög hændur að henni.  Aðspurð kvað vitnið það oft hafa komið fyrir að Y hafi beðið um að fá nudd á öxlum og kálfum og hafi hún og ákærði og jafnvel B sinnt því.  Aðspurð kvaðst vitnið ekki minnast þess að Y hafi verið að kvarta yfir ákærða og kvaðst myndu muna slíkt hefði það komið upp.  Þá hafi hún aldrei orðið vör við að Y forð­aðist ákærða, þvert á móti hafi hún viljað vera með þeim, fara með þeim til útlanda og jafn­vel flytja til þeirra.  Vitnið kvaðst aðspurð ekki hafa staðið Y af ósann­sögli. 

Vitnið kvað Z ekki hafa verið eins mikið á heimilinu og Y.  Hún hafi þó verið að passa hjá þeim og ef það hafi verið um helgar þá hafi hún yfir­leitt gist.  Hún kvaðst aldrei hafa orðið vör við nein óeðlileg samskipti ákærða við Z.  Vitnið kvaðst kannast við atvik varðandi geislaspilara sem ákærði ætl­aði að koma í viðgerð.

Þá kvaðst hún muna eftir því að Z hafi passað þegar hún var á árshátíð hjá fyrirtæki sem hún starfaði við.  Þegar heim kom hafi ákærði farið að sofa en hún hafi farið að ræða við Z þar sem hún hafi ætlað að sofa á dýnu í herbergi B.  Hafi hún ekki orðið vör við neitt óeðlilegt. Hún kvað Z ekkert hafa passað fyrir þau sumarið 2001 enda hafi hún þá verið í unglingavinnu. 

Vitnið kvað Þ hafa passað fyrir þau um miðjan júlí 2002 en hún hafi ekki verið mikið á heimilinu.  Hún kvaðst ekki hafa orðið vör við neitt sérstakt í sam­skiptum ákærða við stúlkuna. 

Vitnið kveðst ekki leggja trúnað á framburð stúlknanna og telur að þar sem þær hafi ekki skýrt rétt frá ýmsum atriðum þá geti þær alveg eins verið að ljúga um þessar ásakanir.  Þá trúi hún því ekki að ákærði hafi gerst sekur um slíkt athæfi.

U kvaðst hafa verið vinkona Y frá um 6 ára aldur og hafi þær umgengist mikið.  Haustið 2001 hafi þær verið að spjalla saman.  Hafi Y þá sagt henni frá því að ákærði hefði áreitt hana kynferðislega. Minnti hana að hún hefði lýst þreifingum ákærða án þess að hún myndi nánari lýsingar. Aðspurð um framburð hennar hjá lögreglu þar sem fram kom að það hafi falist í því að ákærði hafi káfað á kynfærum hennar og beðið hana um að káfa á kyn­færum sínum og kvað hún þar rétt frá greint.

Y hafi verið miður sín þegar hún var að segja frá þessu og farið að gráta.  Hún hafi lýst atviki þegar ákærði hafi komið til hennar drukkinn þar sem hún var ein heima og kvaðst minnast þess að ákærði hafi átt að hafa sagt að það væri erfitt að elska tvær konur.  Fram kom að Y hafi skýrt kærasta sínum frá þessum.  Fram hafi komið að hún hafi reynt að segja sambýliskona ákærða frá háttsemi ákærða en hún hafi ekkert gert úr því.  Vitnið kvaðst einu sinni hafa farið með Y og ákærða í íþróttahúsið en hún hafi haft það á tilfinningunni að ákærði hafi ekki viljað að hún kæmi með.  Vitnið kvaðst vita til þess að Y hafi aldrei þolað ákærða en hún hafði hins vegar aldrei minnst á kynferðislegt ofbeldi af hans hálfu fyrr en þetta kvöld.   Y hafi verið mikið fyrir að vera með systur sinni og börnum ákærða og hafi sóst í að vera með þeim á heimili þeirra.

Q, V og W, [...], komu fyrir dóminn en þeir höfðu starfað með ákærða og þekktu hann persónulega.  Báru þeir Q og V að þeir hefðu aldrei orðið varir við neitt óeðlilegt í sam­skiptum ákærða við Y eða hinar stúlkurnar og að samskiptin hefðu verið ósköp venjuleg.  Þá skýrðu V og W frá samskiptum sínum við foreldra Y eftir að málið kom upp.  Ekki þykir ástæða til að rekja framburðinn hér.

Í málinu liggur fyrir skýrsla Ragnheiðar Indriðadóttur, sálfræðings, dags. 1. apríl 2003, vegna viðtala við Y.  Þar segir að stúlkan hafi komið í 7 viðtöl til hennar og að hennar sögn hafi hún þegar hún var tólf ára gömul kvartað undan mági sínum við systur sína. Sagði hún hann vera að káfa á brjóstum hennar og strjúka henni þannig að henni þætti ógeðfellt. Systir hennar hefði brugðist illa við, orðið reið og ekki trúað henni. Þetta hafi orðið til þess að hún hafi ekki treyst sér til þess að uppljóstra um þessa áreitni við neinn af ótta að enginn tryði henni. Áreitnin hafi þó haldið áfram næstu árin í formi snertinga hans við viðkvæma hluta líkama hennar, án þess þó að stúlkan talaði um það við nokkurn mann. Henni hafi alltaf liðið óþægilega nálægt mági sínum og stundum fundið fyrir sektarkennd þegar hún dvaldi hjá systur sinni og mági. Þá hafi hún oft heimsótt systur sína, m.a. til þess að passa fyrir hana frænda sinn, son þeirra hjóna. Hún hafi oft dvalið þar næturlangt og hafi þá sofið illa og verið á varðbergi gagnvart mági sínum. Kvaðst hún alltaf hafa reynt að stöðva mág sinn þegar hann hafði í frammi við hana þessa tilburði og beðið hann um að hætta og láta sig í friði en án árangurs. Hún hafi frétt af því síðastliðið sumar að frænka hennar, dóttir hálfbróður hennar, hefði kvartað undan áreitni mágs hennar og hafi það orðið til þess að hún ljóstraði upp þessu "leyndarmáli" og lagði fram kæru í fram­haldi af því.

Stúlkan kvað þessa lífsreynslu hafa valdið henni hugarangri í öll þessi ár. Hún hafi samt þróað upp þann hæfileika að loka á þessar erfiðu minningar þegar þær kæmu upp í huga hennar. Hafi hún átt kærasta í tvö ár en þegar hún hafi verið í því sambandi hafi þessar erfiðu tilfinningar komið sterkt til hennar. Hún hafi átt erfitt með líkamlega nálægð við kærastann, strokur hans, kossa og að lifa kynlífi með honum. Þá hafi sú ógeð­fellda upplifun sem hún reyndi af mági sínum á árum áður verið sterk í hugsun hennar og þá hafi hún "lokast" og ekki getað notið eðlilegra atlota kærasta síns.  Það sé mat sálfræðingsins að þessi erfiða reynsla stúlkunnar hafi hindrað eðlilega þróun til­finn­ingatengsla hennar við karlmenn hvað varði kynlíf og búast megi við því að það taka hana langan tíma að byggja upp slíkt traust til karlmanna. Stúlkan sé vel rök­hugs­andi ung kona, vel raunveruleikatengd og í góðum tengslum við tilfinningar sínar. Henni gangi vel í námi og starfi og sé í góðum tengslum við félaga sína og fjöl­skyldu. Vinaslit hafi orðið á milli systranna og hafi það reynst henni erfitt. Hún sakni systur­sonar síns sem hún hafi átt góð tengsl við. Það sé mat bréfritara að þessi erfiða lífs­reynsla hennar hafi sett mark á líf hennar sem hætt sé við að verði varanlegt.

Ragnheiður Indriðadóttir kom fyrir dóminn og staðfesti skýrslu sína og skýrði efni hennar.  Hún kvaðst ekki hafa lagt nein sálfræðipróf fyrir stúlkuna og sé skýrslan því alfarið byggð á viðtölum eins og þar komi fram.  Kvaðst hún telja að vinslit stúlkunnar við systur sína og sundrungin innan fjölskyldunnar sem málið olli hafi orðið henni þung­bærast.  Hafi stúlkan sagt í viðtölum að ástæða þess að hún fór aftur og aftur á heimilið hafi verið sú að hún vildi heimsækja systur sína, sem hún hafi verið í góðu sam­bandi við, og eiginlega hafi hún afneitað því sem fyrir hana hafi komið.  Við­brögð hennar hafi verið áþekk viðbrögðum fórnarlamba í slíkum málum, að vona að ekkert gerðist aftur.  Vitnið kvaðst ætla að hitta stúlkuna að málinu loknu en hún kvaðst telja að stúlkan þyrfti langan tíma til að vinna úr sínum málum.  Vitnið gerði grein fyrir menntun sinni og reynslu.

Niðurstaða í ákærulið 1.

          Í málinu liggur fyrir að Y hafi á árunum 1995 til 2000, dvalið mikið á heimili ákærða og sambýliskonu hans, sem er hálfsystir stúlkunnar, sam­mæðra.  Ber öllum saman um að kært hafi verið með þeim systrum og að stúlkan hafi verið hænd að börnum hennar og ákærða.  Þá gisti hún iðulega á heimilinu og ferð­aðist með fjölskyldunni, m.a. erlendis. 

          Stúlkan hefur lýst nær stöðugri kynferðislegri áreitni ákærða gagnvart henni, frá því að hún telur 1995, en þá var hún 11 ára, sem hafi byrjað með því að ákærði hafi strokið henni m.a um brjóst.  Hafi hún sagt systur sinni frá þessu það ár en hún hefur ekki staðfest það.  Ákærði hafi síðan ávallt gengið lengra og notað öll tækifæri til að káfa á henni, m.a. kynfærum hennar og brjóstum innan og utan klæða.

          Stúlkan greindi frá atviki þegar ákærði hafi reynt að kyssa hana og stungið tung­unni í munn hennar.  Þá greindi hún frá atviki uppi á sjónvarpslofti, sem hún tengir ferm­ingarári sínu, þar sem ákærði hafi sett fingur í leggöng hennar og hafi systir hennar verið á neðri hæð hússins.  Oftast hafi áreitnin átt sér stað á heimilinu þar sem systir hennar og sonur hennar og ákærða voru einnig stödd og einnig í [íþróttahúsi] þar sem sonurinn hafi verið með.  Þá lýsti stúlkan því er ákærði, sumarið 2000, lagðist ölvaður upp í rúm hennar og reyndi að taka utan um hana þar sem hún var ein heima að […]. 

          Ákærði hefur neitað sök bæði hjá lögreglu og hér fyrir dómi.  Bendir hann á að hann hafi oft veitt stúlkunni íþróttanudd og megi hugsanlega rekja málið til þess að hún hafi oftúlkað það sem kynferðislegt káf.

          Vorið 2001 greindi stúlkan fyrrverandi kærasta sínum, E, frá hátt­semi ákærða.  Hefur E borið fyrir dóminum að hann hafi farið að ganga á stúlkuna vegna erfiðleika sem þau hafi átt í samlífi þeirra.  Hafi hún þá skýrt frá ára­langri áreitni ákærða, m.a. að hann hafi sett fingur í leggöng hennar.  Hafi hún ekki viljað skýra öðrum frá þessu vegna fjölskyldu ákærða.  Vinkona stúlkunnar um árabil, U, hefur borið fyrir dóminum að haustið 2001 hafi Y sagt henni frá kyn­ferð­islegri áreitni ákærða, m. a. káfi á kynfærum.

          Hér að framan hefur því verið lýst hvernig það atvikaðist um verslunar­manna­helgina 2002 að mál þetta komst til vitundar fjölskyldu stúlkunnar og foreldra frænku hennar, Þ.

Í skýrslu Ragnheiðar Indriðadóttur sálfræðings og vitnisburði hér fyrir dómi kemur fram að stúlkan sé vel raunveruleikatengd og í góðum tengslum við tilfinningar sínar.  Hins vegar hafi þessi lífsreynsla hennar hindrað eðlilega þróun tilfinninga­tengsla hennar við karlmenn hvað varðar kynlíf. 

Ákærði hefur borið að hann eigi það til að taka utan um fólk og vera elskulegur, einkum þegar hann hefur neytt áfengis. Þá kunni stúlkan að hafa oftúlkað nudd, sem óum­deilt er að hann hafi veitt henni, sem kynferðislega athöfn.  Að mati dómsins á slík háttsemi ákærða, sem er staðreynd með framburði vitna í málinu, ekkert skylt við þá háttsemi sem honum er gefin að sök í málinu.  Stúlkan hefur borið að í þau skipti sem ákærði hafi áreitt hana hafi hvorki sambýliskona hans né sonur hans orðið þess vör. Þykir því framburður þeirra ekki ganga gegn framburði stúlkunnar um þau atriði. 

Kæra stúlkunnar ber ekki með sér að vera borin fram af reiði í garð ákærða.  Þvert á móti virðist sem stúlkan hafi forðast að málið kæmist í hámæli og raunar gert allt sem í hennar valdi stóð til að láta samskiptin við ákærða líta eðlilega út vegna hags­muna fjölskyldu hans.  Foreldrar stúlkunnar, fyrrverandi kærasti og vinkona, lýsa henni sem heilsteyptri manneskju sem aldrei hafi verið staðin að ósannsögli.

Stúlkan hefur allt frá því er mál þetta kom upp verið sjálfri sér samkvæm í frá­sögn sinni um samskipti þau við ákærða sem hér er ákært út af.  Á það jafnt við um skýrslu hennar hjá lögreglu og framburð hennar fyrir dómi.  Þá styður framburður vitna sem að framan hefur verið rakinn frásögn stúlkunnar.  Að mati dómsins þykir fram­burður hennar trúverðugur um allt það sem máli skiptir um samskipti hennar við ákærða.  Þykir ekki varhugavert að leggja hann til grundvallar um þau atriði. 

          Það er því mat dómsins að sannað sé með vitnisburði stúlkunnar þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir.  Í því sambandi ber þess að geta að ákærði er ákærður fyrir að reyna að stinga tungu sinni upp í munn stúlk­unnar en stúlkan hefur borið fyrir dóminum að hann hafi farið með tunguna upp í hana.

Stúlkan tengir það fermingarári sínu þegar ákærði setti fingur upp í leggöng hennar.  Hefur ekki verið upplýst hvenær það á að hafa gerst nákvæmlega en stúlkan var 14 ára þegar hún fermdist.  Þykir verða að skýra óvissu um það ákærða í hag. 

Brot ákærða eru því talin varða við 2. málslið 1. mgr. 202 gr. almennra hegn­ing­ar­laga, en við 209. gr. sömu laga frá því að stúlkan varð 14 ára gömul, sbr. 10. gr. og 15. gr. laga nr. 40/1992.           

Ákæruliður 2.

          Ákærði neitar sök samkvæmt þessum ákærulið og kannast ekki við þær lýsingar sem þarna koma fram.  Hann kvað Z hafa verið mun minna með fjöl­skyldunni en Y.  Hún hafi meira verið þegar þörf hafi verið á barna­pössun og hafi það komið fyrir að hún hafi gist á heimilinu.  Hann kvað aðspurður stúlk­una ekkert hafa passað fyrir þau hjón sumarið 2000 eða 2001 og aldrei dóttur þeirra K.

          Ákærði kveðst kannast við að stúlkan hafi farið með honum í [íþróttahús] og hafi vinkonur hennar komið með ásamt syni hans.  Ákærði hafi þá verið í lyftinga­herbergi en krakkarnir að leika sér annars staðar í húsinu.

          Ákærði kannast við að stúlkan hafi passað þegar þau hjónin fór á árshátíð [...].  Þegar þau hjónin komu heim hafi hann farið að sofa en eiginkona hans hafi verið að ræða við stúlkuna.  Þegar stúlkan gisti hafi hún ýmist sofið í rúmi son­arins eða á dýnu á gólfinu hjá honum.  Ekki hafi verið hægt að læsa herberginu þar sem enginn lykill hafi verið hafður í skránni.  Hann kveður það geta verið að á [...] hafi verið sjónvarpsloft og geti verið að stúlkan hafi gist þar. 

Ákærði kannast við að hafa farið með geislaspilara í viðgerð fyrir stúlkuna.  Hún hafi hringt í sig vegna þessa og hafi hann farið heim til hennar og hafi hún verið ein heima.  Hann hafi tekið spilarann og farið með hann.  Hann kveðst hafa verið á hrað­ferð og neitar alfarið framburði stúlkunnar um það sem þarna átti að hafa gerst.

Ákærði kveður það undarlegt að stúlkan hafi alltaf verið ánægð með að koma heim til þeirra og passa, farið með þeim í íþróttahúsið og til útlanda, ef ásakanir þær væru réttar sem í ákæru greinir.  Stúlkan hafi eftir áramótin 2001 til 2002 sérstaklega óskað eftir því að fara með þeim til Portúgals þá um vorið og hafi í upphafi verið bókað fyrir hana eina með fjölskyldunni.

Aðspurður um hugsanalega skýringu á ásökunum stúlkunnar bendir hann á mikla reiði hennar og móður stúlkunnar í hans garð eftir að hann hafi haft afskipti að máli sem tengdist stúlkunni.  Ákærði, sem starfaði sem [...], hafi vitað að piltar sem stúlkan var í tygjum við hafi verið á skrá lögreglunnar vegna dreifingar og sölu fíkniefna.  Hafi faðir stúlkunnar hringt í hann vegna þess að stúlkan hafi eitt sinn komið heim úr partíi í annarlegu ástandi og illa til reika í fylgd þessara pilta.  Hafi hann haft afskipti af málinu og m. a. lagt til að stúlkan yrði flutt til læknis til að athuga málið en kveðst ekki muna að hafa lagt til að stúlkan yrði flutt á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrots.  Hann hafi þó jafnvel grunað að stúlkunni hefði verið gefin smjörsýra.  Í framhaldi þessa hafi annar piltanna verið fluttur á Stuðla.  Síðar hafi hann sagt föður stúlkunnar að hann teldi eitthvað kyn­ferð­is­legt hafa gerst miðað við það sem fannst við húsleit þar sem partíið var.  Hafi fað­ir­inn sagt að stúlkan og móðir hennar hafi orðið mjög reiðar vegna þessa.

Aðspurður um skýringu á ásökunum stúlkunnar kvað hann á sama hátt og varð­andi ákærulið 1 að hún hefði getað misskilið það hátterni hans að faðma fólk. 

Undir ákærða er borinn framburður stúlkunnar og neitar hann öllum ásökunum hennar.  Hann kveðst aldrei hafa veitt stúlkunni nudd.

Z kom fyrir dóminn og gaf viðbótarskýrslu.  Vitninu er bent á að dregið hafi verið í efa unnt hafi verið að læsa herbergi B.  Kveðst hún ekki muna þetta, það geti vel verið að hún hafi ekki læst.  Hún héldi þó að hún hafi einu sinni reynt að læsa herberginu er fjölskyldan bjó í [...]. 

Nánar aðspurð segir hún að ákærði hafi oft nuddað sig.  Þegar það hafi gerst í íþrótta­húsinu hafi B verið viðstaddur og eins í [...].  Hún hafi hins vegar einnig verið ein með ákærða þegar henni var veitt nudd.  

Vitnið kvaðst við nánari athugun telja að hún hafi verið að passa þegar ákærði og A voru á árshátíð [...] en foreldrar hennar hafi einnig verið þar.  Hún hafi því verið með öll börnin á staðnum í [...].  Þetta kvöld hafi ákærða ekki tekist að koma við brjóst hennar.  Það hafi honum hins vegar tekist, utan klæða, þegar hann kom heim til hennar til að ná í geislaspilarann.  Hann hafi reynt að fara inn á hana en hún hafi þá hoppað yfir sófann og komist undan honum.  Hann hafi, að því er hún best man, einu sinni komist inn í nærbuxurnar en ekki alveg náð í kynfærin og hafi það verið á sjónvarpsloftinu.  Hún kvaðst hafa verið að vinna í [...] sumarið 2002 aðra hverja helgi og hafi hún verið að passa eitthvað það sumar.

Nánar aðspurð kvað hún ákærða iðulega hafa snert brjóst hennar utan klæða og farið inn fyrir peysuna eða bol og á magann.  Hún heldur að hann hafi einnig farið inn fyrir brjóstahaldara en hún sé ekki alveg viss.  Þá hafi hann verið að reyna að kyssa hana á munninn og reynt að setja tunguna upp í munn hennar.

J, móðir Z, kvaðst fyrst hafa heyrt af málinu vegna þess að fram höfðu komið ásakanir Y og Þ á hendur ákærða.  Nokkrum dögum eftir það hafi þær mæðgur setið saman og ræðst við en eigin­maður hennar hafi verið í símanum að ræða við C.  Hafi Þ þá spurt hvað væri að og hafi hún sagt henni það.  Hafi stúlkan þá eldroðnað, farið að hágráta og sagt að ákærði hafi einnig áreitt hana.  Fljótlega eftir þetta hafi hún lýst því að ákærði hafi verið að taka utan um hana, káfa á henni, m.a. brjóstum, og reynt að setja hendurnar ofan í buxur hennar.  Hún hafi vaknað með ákærða við hlið­ina á sér þegar hún hafi verið að passa.  Þá hafi hann áreitt hana í [íþróttahúsi]. 

Vitnið kvaðst hafa veitt því athygli nokkrum sinnum að stúlkan lyktaði af rakspíra eftir að hún hafði verið á passa hjá ákærða.  Hafi hún spurt hana hverju þetta sætti og hafi svarið verið að þetta væri lyktin af honum X.  Hún hafi síðan bætt við að ákærði væri ógeðslegur.  Vitnið kvaðst hafa túlkað þetta svo að stúlkunni þætti lyktin vond.  Þá kveðst hún eftir á hafa velt því fyrir sér af hverju stúlkan væri áberandi upp­spennt þegar hún kom úr íþróttahúsinu og frá því að passa þar sem hún hafi að jafnaði verið róleg.  Vitnið kvað stúlkuna vera mjög hænda að systur sinni og börnum hennar.  Hún hafi hins vegar undir það síðasta verið farin að koma sér hjá því að passa hjá ákærða og borið við að hún væri að vinna.  Vitnið segir þau hjón hafa þrýst á hana að passa þar sem þeim hafi þótt leiðinlegt að hún vildi ekki gera systur sinni þann greiða.  Þannig hafi hún mikið þrýst á að foreldrar hennar kæmu með í Portúgalsferð með ákærða og fjölskyldu hans þar sem hana hafi langað í ferðina.

Vitnið skýrði frá viðbrögðum ákærða við atviki þegar stúlkan kom heim eitt sinn í ann­arlegu ástandi en þar hafi hann gengið, að hennar mati, mun lengra en tilefni var til.

Vitnið kvaðst telja að stúlkunni hafi létt mikið eftir að hún skýrði frá atvikum máls­ins þar sem geðvonskuköstum hennar hafi greinilega linnt eftir það.  Ekki fari á milli mála að hún væri gerbreyttur unglingur eftir það.

Vitnið kvaðst telja að stúlkan hafi verið mjög venjulegur krakki sem hægt væri að treysta mjög vel á flestum sviðum enda mjög samviskusöm.

P og N, vinkonur Z, báru að hún hefði sagt þeim frá því eitt sinn á heimili N að ákærði hefði áreitt hana kynferðislega.  Hafi hún verið grátandi og átt erfitt með tjá sig um það nánar en hún kvaðst varla þora að gista lengur á heimili ákærða.  Ekki hafi verið farið nánar ofan í málið en Z hafi sagt að það mætti ekki segja frá.  Bar þeim saman um að þetta samtal hafi átt sér stað fyrir um 2 árum en P tengdi það fermingu hennar sem hafi verið [...] 2001.  N sem hafði þekkt Z lengur kvað hana hafa sagt sér frá því þegar þegar vitnið var í 9, bekk, eða árið 2000, að sér þætti óþægi­legt að koma til systur sinnar vegna þess að ákærði væri alltaf að káfa á sér.  Hafi þetta byrjað þegar hún var 10 eða 11 ára og hafi gerst bæði heima hjá þeim og í [íþróttahúsi].  Þá hafi hún skýrt henni frá atviki þegar hún hafi vaknað uppi á lofti hjá ákærða við það að hann var við hliðina á henni og sagst elska hana.  Hún hafi verið mjög miður sín þegar hún sagði frá.

L, vinkona stúlkunnar, kvað hana hafa sagt sér frá því er þær voru í 8. bekk, eða 1999, að ákærði væri að káfa á brjóstum og rassi og að sér þætti það mjög óþægilegt.  Vitnið kvaðst hafa flust til Danmerkur um tíma en þegar hún kom heim hafi Z sagt að kynferðislegt áreiti ákærða hefði ágerst, þ. e. bæði oftar og gengið lengra, m.a. hafi hann káfað á henni innan nærbuxna.  Eitt sinn hafi hún hringt grátandi eftir að hafa gist á heimilinu og vaknað við að ákærði hafi haldið utan um hana.  Hafi hún talað um atvik í [íþróttahúsi], á heimili ákærða og heima hjá Z.  Vitnið hafi hvatt hana til að segja frá þessu en Z hafi ekki þorað það og borið við að A systir hennar myndi þá aldrei vilja tala við hana aftur.  Þá myndi hún eyðileggja fjölskylduna með því og m. a. eyðileggja fyrir­hugaða ferð til Portúgals. 

Vitnið greindi frá atviki þegar hún var að tala í síma við Z  sem hafi  verið að passa hjá ákærða.  Þá hafi hún verið mjög kvíðin og grátið svo mikið að vitnið hafi einnig farið að gráta.  Að símtalinu loknu hafi móðir hennar spurt hvað væri að og hafi hún sagt henni frá vandamáli Z.

Vitnið kvað Z hafa hringt eitt sinn þegar von var á ákærða til að ná í geislaspilara heim til hennar en þá hafi hún verið mjög kvíðin.  Hafi vitnið boðist til að koma og vera hjá henni en hún hafi sagt að þetta yrði allt í lagi.  Hún hafi síðan hringt þegar ákærði var farinn og sagt að hann hefði káfað á henni. Vitnið kvaðst aldrei hafa staðið Z að ósannsögli. 

ML, móðir L, staðfesti frásögn vitnisins hér fyrir dóm­inum.  Kvað hún símtalið hafa átt sér stað febrúar mars 2002.  Hún hafi gengið á hana eftir að hún kom úr símanum og spurt hvað væri að og hafi sagt henni það.  Hafi vitnið sagt að stúlkan yrði að segja frá þessu.

M, vinkona stúlkunnar, sagði að hún hefi sagt henni og N árið 2000 frá áreiti ákærða.  Hafi hún talað um káf á lærum og hafi þetta verið búið að ganga um nokkurn tíma.  Henni hafi liðið mjög illa þegar hún skýrði frá þessu.  Z hafi sagt henni frá því þegar ákærði hafi komið heim til hennar að ná í geisla­spilara í viðgerð og hafi hún þá stokkið á bak við sófa til að sleppa frá ákærða.  Vitnið kvaðst hafa sagt Z að segja frá þessu en hún hafi ekki þorað af ótta við að henni yrði ekki trúað.  Hún kvaðst aldrei hafa staðið vinkonu sína að ósann­sögli.

O, vinkona stúlkunnar, kvað hana hafa sagt sér frá því fyrir um tveimur árum að ákærði hafi verið að áreita sig kynferðislega.  Hafi hann eitt sinn, þegar hún var að horfa á sjónvarpið hjá honum, komist inn fyrir buxur hennar.

Samtalið hafi átt sér stað í hraðbanka og hafi einhverjar aðrar vinkonur þeirra verið viðstaddar.  Hafi hún greint frá að þetta hafi m.a. gerst í íþróttahúsi.  Hún hafi ekki þorað að segja foreldrum sínum frá þessu þar sem allt myndi eyðileggjast hjá systur sinni og ákærða en vinkonurnar hafi lagt að henni að kæra.

Í málinu liggur fyrir bréf Vigdísar Erlendsdóttur, sálfræðings og forstöðumanns Barna­húss, dagsett 13. febrúar 2003, um meðferð og greiningu Z.  Þar segir að stúlkan hafi sótt átta viðtöl til hennar á tímabilinu frá 27. september til 12. febrúar sl.  Hún sé í útliti og framkomu í samræmi við 16 ára aldur sinn og sé yfir­veguð og alvarleg í viðmóti. Tilsvör hennar séu ýkjulaus og framsetning skýr og skipu­leg. Í fyrstu viðtölum við stúlkuna hafi komið fram að hún væri döpur og áhyggju­full.  Taldi hún að faðir hennar væri þeirrar skoðunar að málið hefði ekki átt að koma til kasta yfirvalda heldur hefði átt að leysa það innan fjölskyldunnar. Kvaðst telpan telja að faðir hennar og sambýliskona ákærða véfengdu eða gerðu lítið úr frá­sögn hennar og sárnaði henni það mjög. Að sögn stúlkunnar hafi ákærði farið um nokkuð skeið neikvæðum orðum um kunningja hennar og gaf í skyn að hann hefði haft afskipti af þeim vegna starfa síns [...]. Hafi hann látið í það skína við foreldra hennar að hún væri í slæmum félagsskap og sagði að ummæli hans hefðu vakið áhyggjur hjá foreldrum hennar og tortryggni í hennar garð. Þá greindi stúlkan frá því að henni væri kunnugt um að ákærði hefði sýnt föður hennar gögn málsins og þótti henni miður að hann hefði viðkvæmar persónuupplýsingar um hana til ráðstöfunar.

Þá segir í bréfinu að viðtöl við stúlkuna hafi leitt í ljós að hið kynferðislega of­beldi hafi valdið henni umtalsverðu hugarangri. Áhyggjur hennar hafi staðið yfir í langan tíma og höfðu áhrif á daglegt líf hennar og líðan. Úrræðaleysi hennar meðan at­vikin áttu sér stað hafi valdið henni heilabrotum. Hún væri haldin sektarkennd, m.a. vegna þess að hún hafði ekki sagt frá áreitninni um leið og hún hófst, m.a. af ótta við að henni yrði ekki trúað. Stúlkan væri jafnframt döpur vegna þeirra afleiðinga sem hún teldi að málið hefði haft fyrir fjölskyldu hennar og tengsl fólks innan fjölskyldunnar. Fram hefði komið að telpan vorkenndi A hálfsystur sinni og væri jafnframt leið yfir því að missa tengslin við hana og systurbörn sín en samband hennar við þau hafi rofnað að mestu eftir að telpan greindi frá kynferðisofbeldinu.

Niðurstöður CBCL sýni að stúlkan glími við nokkra depurð, kvíða og sekt­ar­kennd en slík vandamál séu algeng meðal barna og unglinga sem sætt hafa kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Niðurstöður BDI staðfesta væga geðlægð en telpan uppfylli þó ekki grein­ingarviðmið þunglyndis eða annarra geðrænna kvilla. Áhyggjur og álag vegna máls­ins hefðu torveldað henni einbeitingu við nám um tíma en að hennar sögn gangi henni nú betur að einbeita sér. Ljóst sé að stúlkan hafi orðið fyrir umtalsverðum óþæg­indum vegna hins kynferðislega ofbeldis sem hún hafi sætt og málið valdið henni áhyggjum og hugarangri. Kvaðst hún telja að fjölskyldan yrði aldrei söm og áður. Ætla megi að atvikin muni skyggja á minningar hennar frá unglingsárunum um ókomna tíð. Þrátt fyrir framangreint sé það mat bréfritara að telpan muni ná sér að fullu, m.a. vegna þess að hún hafi góðar forsendur til þess að nýta sér viðtalsmeðferð og muni hún halda áfram að sækja viðtöl hjá henni.

Fyrir dóminum staðfesti Vigdís skýrslu sína.  Kvaðst hún hafa hitt stúlk­una einu sinni eftir að skýrslan var rituð.  Þá gerði hún grein fyrir rannsókn­ar­að­ferðum.  Stúlkan hafi grátið í viðtölunum og verið ráðvilt.  Hafi hún verið í döpur og verið í vafa um hvort hún hefði gert rétt í því að segja frá.  Hafi hún haft áhyggjur af þeirri upplausn sem það hefði haft í för með sér í fjölskyldunni og skaða tengsl.  Stúlkan hafi ekki reynst vera með áfallaröskun en frekar með einkenni sem fram koma hjá börnum sem hafi áhyggjur af fjölskyldutengslum. Í viðtali 4. mars sl. hafi stúlkan verið kvíðin vegna málsins og úrslitum þess.

Niðurstaða í ákærulið 2.

Í málinu liggur fyrir að Z hafi frá því að hún var 11 til 16 ára dvalið talsvert á heimili ákærða og sambýliskonu hans, sem er hálfsystir stúlkunnar samfeðra.  Óum­deilt er að stúlkan hafði mikil tengsl við systur sína og börnin.

Stúlkan lýsti fyrir dómi, 5. september sl., kynferðislegri áreitni af hálfu ákærða við hana.  Vitnisburður hennar, sem var tekinn upp á myndband og dómurinn horfði á, var skilmerkilegur og oft á tíðum nákvæmur um atvik málsins.  Kvað hún áreitnina hafa verið byrjaða við fermingu Y en þá var hún tólf ára.  Lýsti hún ferðum sínum í [íþróttahús] með ákærða og syni hans og því hvernig ákærði sóttist eftir því að nudda hana og snerta.  Þá hafi hann áreitt hana á heimili sínu þegar hún var þar stödd með snertingum, kossum og í eitt skiptið með því að fara inn fyrir nær­buxur. Lýsti stúlkan einu skipti er hún var stödd á heimili ákærða og horfði á myndband en þá hafi ákærði reynt að snerta kynfæri hennar og hafi honum þá tekist að snerta brjóst hennar.  Einnig lýsti hún atviki er varð um nótt á heimili ákærða og atviki er varð á heimili hennar en því atviki lýsti stúlkan af mikilli nákvæmni.  Við aðal­með­ferð gaf stúlkan viðbótarskýrslu og kvað þá ákærða hafa einu sinni komist inn fyrir nærbuxur hjá henni en ekki alveg náð í kynfærin.

Ákærði hefur neitað sök samkvæmt þessum ákærulið og kannast ekki við þær lýs­ingar sem þar koma fram. Kvaðst hann telja að hún bæri kala til hans vegna atviks sem hann hafði afskipti af og áður er lýst og kunni að skýra framburð hennar. Þá taldi hann hana, á sama hátt og Y, misskilja hlutina.

          Fram hefur komið að stúlkan hafði áhyggjur af tilteknum afskiptum ákærða af henni og vinum hennar sem áður hefur verið rakið.  Hins vegar bendir ekkert til þess að þetta atvik hafi orðið þess valdandi að stúlkan beri ákærða umræddum sökum.  Þvert á móti þykir sýnt að hún bar hagsmuni fjölskyldunnar fyrir brjósti og vildi ekki fyrir nokkurn mun valda sundrungu innan hennar með því að greina frá reynslu sinni, þrátt fyrir áeggjan vinkvenna sinna.  Fram hefur komið í vitnisburði stúlkunnar að hún hafi dregið úr heimsóknum til ákærða og systur sinnar en stundum hafi þær verið óhjákvæmi­legar.  Hefur móðir hennar borið að hún hafi þrýst á stúlkuna að aðstoða systur sína meira við barnapössun þegar hún tók eftir því að dregið hefði úr því.  Er ekki unnt að ætla, eins og ákærði heldur fram, að það, að stúlkan rauf ekki tengsl sín við ákærða og fjölskyldu hans, dragi úr trúverðugleika framburðar hennar.

Vitnisburður stúlkunnar um athafnir ákærða gagnvart henni hefur frá upphafi verið sjálfum sér samkvæmur.  Fær hann stoð af framburði vitna hér fyrir dómi en vitnin P og N hafa greint frá frásögnum hennar og bar N um atvik sem átti sér stað þegar stúlkan var 11 ára.  Einnig hefur vitnið L greint frá frásögnum stúlkunnar um einstakar athafnir ákærða gagnvart sér og hefur móðir vitnisins ML staðfest að samtalið hafi átt sér stað þeirra á milli í síma, efni þess og uppnám dóttur sinnar eftir það. Hafa allar stúlkurnar borið um van­líðan stúlkunnar á þessum tíma og að þær hafi aldrei staðið hana að ósannsögli. Þá er ljóst af framburði móður hennar að þungu fargi var létt af stúlkunni eftir að hún gat tjáð sig opinskátt um málið. Þegar hefur komið fram hvernig það atvikaðist að mál þetta komst til foreldra hennar og lýsti móðir hennar því hér fyrir dómi hver viðbrögð stúlkunnar urðu.

Stúlkan lýsti ýmsum smáatriðum fyrir dóminum, m.a. því hvaða myndbandspólu hún hefði verið að horfa á þegar ákærði áreitti hana. Einnig mundi hún eftir því hvað klukkan hefði verið þegar hún leit á klukkuna á myndbandstækinu þegar hún vaknaði með ákærða við hlið sér á svefnloftinu eina nóttina. Þá lýsti stúlkan því atviki með mikilli nákvæmni þegar ákærði kom á heimili hennar til þess að sækja geislaspilara. Er ljóst að þessi atvik komu stúlkunni í mikið uppnám og man hún þau vel.

Í skýrslu Vigdísar Erlendsdóttur, sálfræðings, og hér fyrir dómi kom fram að nið­ur­stöður rannsókna sýni að stúlkan glími við nokkra depurð, kvíða og sektarkennd en slík vandamál séu algeng á meðal barna og unglinga sem sætt hafi kynferðislegu of­beldi. Þá staðfesta niðurstöður rannsókna væga geðlægð. Þá kemur fram að það sé mat sál­fræðingsins að stúlkan muni ná sér að fullu enda hafi hún góðar forsendur til þess að nýta sér viðtalsmeðferð.

Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er það mat dómsins að framburður stúlk­unnar sé trúverðugur um athafnir ákærða sem hér ákært fyrir.  Framburður hennar fær stoð í framburði vitna sem rakinn hefur verið.  Þykir sannað þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir að því undan­skyldu að ósannað er að ákærði hafi farið inn fyrir nærbuxur stúlkunnar oftar en einu sinni.  Þá er ósannað að ákærði hafi snert brjóst stúlkunnar innanklæða oftar en einu sinni.  Brot ákærða teljast hins vegar réttilega færð til refsiákvæða.

Ákæruliður 3.

Ákærði neitar sök samkvæmt þessum ákærulið.  Hann kveður Þ hafa verið að passa á heimilinu í júlí 2002.  Stúlkan hafi ekki verið mikið á heimilinu og hafi hann ekki þekkt stúlkuna mikið.  Hann kannast ekki sérstaklega við að hafa verið að taka utan um hana og kyssa og minnist ekki neinna sérstakra samskipta af stúlkunni. 

G, móðir stúlkunnar, kvað stúlkuna hafa að passa hjá ákærða í tæpa viku sumarið 2002.  Þau hjónin hafi náð í hana og í bílnum hafi stúlkan farið að segja hvað sér fyndist ákærði mikill „perri“.  Hann hafi verið að klípa í brjóstin á henni og reyna að kyssa hana þrisvar sinnum á hálsinn dagana undan.  Hafi ákærði verið undir áhrifum áfengis.  Vitnið kvaðst vitað til að ákærði ætti það til að faðma fólk undir áhrifum.  Hafi þau hjónin talað um að ræða þetta við ákærða en það hafi farist fyrir.  Þá hafi stúlkan sagt að frænka hennar, Y, hafi nefnt við hana að passa sig á ákærða.  Eftir þetta hafi hún ekki verið á heimili ákærða um helgar enda hafi stúlkan ekki viljað gista eftir þetta. 

Um verslunarmannahelgina 2002 hafi hún síðan farið að ræða málið nánar við Y og hafi það orðið til þess að stúlkurnar skýrðu frá.  Greindi hún frá því sem þar gerðist á sama hátt og Y og foreldrar hennar.  Málið hafi ekki verið rætt mikið við Þ eftir þetta.  Vitnið kvaðst telja að stúlkan hafi sloppið við afleiðingar atburðarins en þó sé aldrei að vita. 

F, faðir stúlkunnar, staðfesti framburð stúlkunnar og móður um að sl. sumar þegar þau hafi náð í stúlkuna eftir að hún hafði verið að passa heima hjá ákærða.  Hún hafi komið inn í bílinn og sagt beint að ákærði hafi verið að káfa á sér og að henni þætti hann dónalegur.  Þar sem þau hjónin hafi vitað að ákærði átti það til að vera að faðma fólk hafi þau ekkert gert í málinu.  Stúlkan hafi passað á heimilinu eftir það enda sé hún mjög hænd að A og börnunum.  Vitninu er bent á að í lög­reglu­skýrslu komi fram að stúlkan hafi sagt að ákærði hafi komið aftan að henni og klipið hana í brjóstin.  Kveður hann stúlkuna hafa sagt þetta en hann muni það ekki nú hvenær það kom.  Hún hafi einnig sagt að ákærði hafi kysst hana á hálsinn.  Ekkert hafi síðan gerst í málinu fyrr en um verslunarmannahelgina í sumarbústaðnum.  Vitnið kvaðst hafa rætt við ákærða og systur sína A um málið eftir að málið kom upp.  Vitnið kvaðst hafa þekkt ákærða lengi og vera þess fullviss af viðbrögðum hans að dæma að eitthvað hafi gerst.  Hann hafi t.d. sagt eitthvað á þá leið að hann hafi getað gert eitthvað af sér þegar hann var drukkinn.  Ákærði hafi þó aldrei viðurkennt brot sín fyrir vitninu en boðist til að fara til sálfræðings og hætta að drekka.  Málið hafi mikið verið rætt í fjölskyldunni.

Vitnið kvaðst hafa komið á heimili J þar sem Z hafi verið grátandi eftir að hafa sagt frá því sem fyrir hana kom. Hafi hann ekkert rætt við hana en tekið utan um hana og sagt að hún hefði stuðning hans.

Vitnið kvað Þ ganga mjög vel í skóla og engir sérstakir erfiðleikar komið upp hjá henni.  Málið taki þó á hana og einkum þau áhrif sem það hafi haft á samband hennar við A og börnin.

 

Niðurstaða í ákærulið 3.

Fyrir liggur samkvæmt framburði stúlkunnar Þ, sem staðfestur er með fram­burði foreldra hennar, að stúlkan gætti frænku sinnar, dóttur ákærða og föður­systur hennar, í júlí 2002. Stúlkan lýsti fyrir dómi kynferðislegri áreitni af hálfu ákærða í hennar garð sem átti sér stað á þessum tíma.  Hafi ákærði komi aftan að henni eitt sinn og tekið í brjóstin á henni utan fata.  Þá hafi hann kysst hana þrívegis á háls­inn.  Hún hafi ekki beðið hann að hætta en hann hafi hætt þegar hún settist upp en hún hafði legið til fóta í rúmi sonar ákærða.  Bar stúlkan að hún hefði skýrt foreldrum sínum frá áreiti ákærða í bifreiðinni þegar þau sóttu hana frá heimili ákærða og hafa þau staðfest það hér fyrir dómi.  Ber foreldrum stúlkunnar saman um að þau hafi viljað gera sem minnst úr þessu þar til um verslunarmannahelgina 2002 þegar málið tók nýja stefnu eins og að framan hefur verið rakið.  Þá ber móðir stúlkunnar að stúlkan hafi ekki kært sig um að gista á heimili ákærða eftir að atvikið varð.

Fram kom í framburði vitnisins Y að stúlkan hefði sagt við hana þegar þær voru staddar í [...], um það leyti er ákærði var að flytja þangað í desember 2001, að ákærði væri "perri" og hefði hún beðið hana um að vara sig á honum. Samræmist þetta frásögn stúlkunnar af samtali þeirra á milli og kvað móðir hennar einnig að stúlkan hefði sagt henni frá þessu samtali þeirra.

          Eins og fyrr greinir hefur ákærði neitað sakargiftum samkvæmt þessum ákærulið.  Taldi hann málið hafa magnast í umræðum fjölskyldunnar vegna ásakana hinna stúlkn­anna og þannig haft áhrif á frásögn Þ. 

          Eins og rakið hefur verið varð frásögn stúlkunnar til þess að móðir hennar fór að ræða við Y um samskipti hennar við ákærða sem leiddi til þess að rann­sókn málsins hófst.  Af þeirri ástæðu er ekki unnt að fallast á með ákærða að kæra stúlkunnar eigi rætur að rekja til áhrifa frá frásögnum hinna stúlknanna.

          Þegar atvik það átti sér stað, sem Þ greindi frá, var hún 12 ára gömul.  Þykir frásögn stúlkunnar staðfastur og einlægur framburður barns sem gerir glöggan grein­armun á athöfnum sem lýsa væntumþykju annars vegar og hins vegar athöfnum sem hún skilur sem óþægilega áreitni.  Greindi hún foreldrum sínum sannanlega frá þess­ari lífsreynslu sinni.  Hefur ekkert komið fram sem veikir vitnisburð stúlkunnar eða dregur úr trúverðugleika hennar.  Ákærði hefur hér að framan verið sakfelldur fyrir kyn­ferðisbrot gagnvart tveimur frænkum stúlkunnar þar sem lýsingar á háttarlagi ákærða er lýst á líkan hátt og hér.  Þrátt fyrir að þær sakfellingar séu ekki notaðar til sönn­unar á broti ákærða samkvæmt þessum ákærulið þykja þær gefa ákveðna vís­bend­ingu um hvatir ákærða að þessu leyti.

Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er það mat dómsins að sannað sé með vitnisburði stúlkunnar, sem fær stoð af framburði foreldra hennar, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Brot ákærða þykja réttilega færð til refsiákvæða.

Viðurlög.

Brot þau sem ákærði hefur hér verið fundinn sekur um voru ítrekuð um árabil gagn­vart Y og Z.  Með brotum sínum gagnvart stúlkunum þremur gerðist ákærði sekur um kynferðisbrot gagnvart þeim.  Ákærði misnotaði sér að­stöðu sína gagnvart stúlkunum og brást trúnaðartrausti þeirra á grófan hátt. 

Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu.  Þykir refsing hans með hliðsjón af því sem hér að framan hefur verið rakið og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga hæfi­lega ákveðin fangelsi í 18 mánuði.  Með vísan til alvarleika brota ákærða þykir skil­orðs­binding refsingar ekki koma til álita.

Skaðabótakröfur

Af hálfu Y hefur verið lögð fram skaðabótakrafa að fjár­hæð kr. 2.000.000 auk vaxta skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. september 2000 til 2. nóvember 2002, en með dráttarvöxtum frá þeim degi, skv. 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Auk þess sé gerð krafa um þóknun við réttargæslu úr hendi sakbornings samkvæmt mati réttarins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.

Bótakrafan er rökstudd þannig að með kynferðislegum athöfnum ákærða hafi hann brotið gróflega gegn henni. Andlegar afleiðingar hafi verið slæmar fyrir hana þar sem brot ákærða hafi verið alvarleg og langvarandi. Ákærði hefði misnotað á grófan hátt það trúnaðartraust sem brotaþoli hafi mátt bera til hans. Brotaþoli hafi verið alveg varn­arlaus fyrir hinu refsiverða broti sem framið var af ákærða gegn henni. Brotaþoli hafi fundið fyrir andlegum erfiðleikum auk þess sem brotin hefðu haft áhrif á kyn­ferð­islegt samband hennar við kærasta hennar. Þá hafi opinberun brotanna valdið miklu uppnámi innan fjölskyldu brotaþola. Brotaþoli hafi undanfarið verið í sál­fræði­meðferð vegna afleiðinga brotanna.

Til stuðnings kröfum brotaþola er vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Einnig er vísað til XX. kafla laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mál.

Brot ákærða gegn brotaþola voru til þess fallin að valda henni sálrænum erfið­leikum. Af eigin framburði brotaþola sem studdur er framburði vitna og sálfræðilegu mati vitnisins Ragnheiðar Indriðadóttur þykir sýnt að brotaþoli leið fyrir brot ákærða gagnvart henni um langt skeið. Í framburði vitnisins kom fram að þessi lífsreynsla hafi hindrað eðlilega þróun tilfinningatengsla hennar við karlmenn hvað varði kynlíf.

Með vísan til ofanritaðs er ákærði á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 dæmdur til að greiða brotaþola 700.000 krónur með vöxtum samkvæmt III kafla laga nr. 38/2001 frá 2. nóvember 2002 til greiðsludags.

Af hálfu J fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar, Z, hefur verið lögð fram miskabótakrafa að fjárhæð kr. 1.000.000 úr hendi ákærða auk dráttarvaxta skv. III. kafla laga nr. 38/2001 frá og með 2. nóvember 2002 og greiðslu kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar að mati dómsins. Skaða­bótakrafan er rökstudd þannig að um sé að ræða kynferðisbrot sem hefði haft í för með sér miskatjón sem sakborningur beri skaðabótaábyrgð á skv. 26. gr. laga nr. 50/1993. Áreitni það sem stúlkan hafi þurft að þola af hálfu ákærða hafi staðið yfir um ára­bil. Hún hafi verið tilneydd til þess að umgangast ákærða þar sem hann sé sam­býlis­maður hálfsystur hennar og samgangur hafi verið mikill. Ljóst sé að miski hennar sé mikill og beri að taka tillit til þess við ákvörðun bóta.

Brot ákærða gegn brotaþola voru til þess fallin að valda henni sálrænum erfið­leikum.  Af eigin framburði brotaþola sem studdur er framburði vitna og sálfræðilegu mati vitnisins Vigdísar Erlendsdóttur þykir sýnt að brotaþoli leið fyrir brot ákærða gagnvart henni um langt skeið.  Þá hefur öll rannsókn málsins haft veruleg áhrif á brotaþola sem hefur verið miður sín vegna þeirra upplausnar innan fjölskyldunnar sem það hafði óhjákvæmilega í för með sér.

Með vísan til ofanritaðs er ákærði á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 dæmdur til að greiða brotaþola 400.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, frá 2. nóvember 2002 til greiðsludags.

Af hálfu F fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar, Þ, hefur verið lögð fram miskabótakrafa að fjárhæð kr. 600.000 úr hendi ákærða auk drátt­arvaxta frá 20. ágúst 2002 til greiðsludags og greiðslu kostnaðar vegna lög­manns­aðstoðar að mati dómara.

Krafan er þannig rökstudd að um sé að ræða kynferðisbrot manns gegn bróður­dóttur eiginkonu sinnar. Stúlkan hafi beðið miskatjón vegna verknaðarins sem kærði beri skaðabótaábyrgð á. Örðugt sé að meta endanlegt miskatjón í tilviki sem þessu en ljóst sé að stúlkan hafi ekki komist yfir afleiðingar þess í dag. Einnig sé ljóst að ásetn­ingur ákærða til verknaðarins hafi verið einbeittur og mikill og brotið alvarlegt. Brotin hafi verið framin innan veggja heimilis ákærða. Þau hafi verið skipulögð og endur­tekin og enginn vafi um ásetning ákærða til verksins. Taka beri tillit til alls þessa við mat á sanngjörnum miskabótum til stúlkunnar.

Brot það sem ákærði er sakfelldur fyrir olli brotaþola óþægindum og varð til þess að hún forðaðist að koma á heimili ákærða. Í málinu liggja ekki fyrir sérstök gögn um líðan og hagi stúlkunnar utan bréfs Hjördísar Hjartardóttur, félagsmálastjóra [...], til lögreglunnar í Reykjavík sem ritað var í tilefni af rannsókn málsins. Þar kemur fram að stúlkan sé róleg og yfirveguð í viðtali við hana og myndi góð tengsl. Hún eigi ekki erfitt með að skýra frá og beri ekki merki vanlíðunar við að rifja at­burð­ina upp. Þá hafa foreldrar stúlkunnar borið að ekki hafi borið á erfiðleikum hjá stúlk­unni eftir að ákærði braut gegn henni en málið taki á hana og þá sérstaklega rofin tengsl á milli fjölskyldu hennar og fjölskyldu föðursystur hennar.

Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið þykir rétt á grundvelli 26. gr. skaða­bóta­laga að ákveða brotaþola 150.000 krónur í miskabætur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 frá 2. nóvember 2002 til greiðsludags.

Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins þ.m.t. réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 600.000 krónur, svo og þóknun réttargæslumanna stúlknanna, Helgu Leifsdóttur hdl., Herdísar Hallmars­dóttur hdl. og Steinunnar Guðbjartsdóttur hrl., 125.000 krónur til hverrar um sig.

Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari.

Dóminn kveða upp héraðsdómararnir Valtýr Sigurðsson, sem dómsformaður, Arngrímur Ísberg og Logi Guðbrandsson.

 

DÓMSORÐ:

Ákærði, X, sæti fangelsi í 18 mánuði.

Ákærði greiði allan sakarkostnað þ.m.t. réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 600.000 krónur, svo og þóknun réttargæslumanna, þeirra Helgu Leifsdóttur hdl., Herdísar Hallmarsdóttur hdl. og Steinunnar Guðbjartsdóttur hrl., 125.000 krónur til hverrar um sig.

Ákærði greiði Y 700.000 krónur með vöxtum sam­kvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 frá 2. nóvember 2002 til greiðsludags.

Ákærði greiði J fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar, Z, 400.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxta­laga nr. 38/2001 frá 2. nóvember 2002 til greiðsludags.

Ákærði greiði F fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar, Þ, 150.000 krónur í miskabætur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 frá 2. nóvember 2002 til greiðsludags.