Print

Mál nr. 740/2013

Lykilorð
  • Kærumál
  • Þinglýsing

Föstudaginn 6. desember 2013.

Nr. 740/2013.

Sigurður Kristján Hjaltested

Karl Lárus Hjaltested

(Sigmundur Hannesson hrl.)

Sigríður Hjaltested

Markús Ívar Hjaltested

(Valgeir Kristinsson hrl.)

Hansína Sesselja Gísladóttir

Finnborg Bettý Gísladóttir

Guðmundur Gíslason

Margrét Margrétardóttir

Gísli Finnsson

Elísa Finnsdóttir og

Kristján Þór Finnsson

(Guðjón Ólafur Jónsson hrl.)

gegn

Þorsteini Hjaltested og

Kristrúnu Ólöfu Jónsdóttur

(Sigurbjörn Þorbergsson hrl.)

Kærumál. Þinglýsing.

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem vísað var frá dómi kröfum H o.fl. um að sýslumanninum í K yrði gert að afmá úr þinglýsingabók vegna jarðarinnar V eignarheimild MSH á grundvelli dóms Hæstaréttar 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968 og leyfi K 19. janúar 2000 til setu í óskiptu búi en hafnað kröfum allra sóknaraðila um að sýslumanni yrði gert annars vegar að afmá úr þinglýsingabók vegna sömu jarðar eignarheimild Þ samkvæmt skiptayfirlýsingu 21. nóvember 2000 og hins vegar að færa dóm Hæstaréttar 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 sem eignarheimild dánarbús SKLH að jörðinni. Í dómi Hæstaréttar kom m.a. fram að í dómi réttarins frá 3. maí 2013 hafi verið kveðið á um að dánarbú SKLH nyti beins eignarréttar yfir jörðinni V. Við þinglýsingu endurrits af þeim dómi hafi sýslumanni borið að gæta að þeirri meginreglu 1. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 að sá njóti þinglýstrar eignarheimildar, sem þinglýsingabók nefnir eiganda á hverjum tíma, og færa þannig heiti dánarbúsins í reit fyrir nöfn eigenda á blaði fyrir jörðina í fasteignabók. Varð því niðurstaða Hæstaréttar sú að sýslumanni bæri að breyta færslu í fasteignabók jafnhliða því að gera þar að eigin frumkvæði nauðsynlegar leiðréttingar samkvæmt 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga á eldri færslum um eignarheimildir yfir jörðinni V, þannig að ekki orkaði tvímælis að réttindi á grundvelli dóms réttarins frá 30. maí 1969 væru óbein eignarréttindi og sá sem færi með þau væri ekki þinglýstur eigandi hennar í skilningi 1. mgr. 25. gr. laganna.

Dómur Hæstaréttar

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Þorgeir Örlygsson.

Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 20. nóvember 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. nóvember 2013, þar sem vísað var frá dómi kröfum sóknaraðilanna Hansínu Sesselju Gísladóttur, Finnborgar Bettýjar Gísladóttur, Guðmundar Gíslasonar, Margrétar Margrétardóttur, Gísla Finnssonar, Elísu Finnsdóttur og Kristjáns Þórs Finnssonar um að sýslumanninum í Kópavogi yrði gert að afmá úr þinglýsingabók vegna jarðarinnar Vatnsenda eignarheimild Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested á grundvelli dóms Hæstaréttar 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968 og leyfi varnaraðilans Kristrúnar Ólafar Jónsdóttur 19. janúar 2000 til setu í óskiptu búi, en hafnað kröfum allra sóknaraðila um að sýslumanni yrði gert annars vegar að afmá úr þinglýsingabók vegna sömu jarðar eignarheimild varnaraðilans Þorsteins Hjaltested samkvæmt skiptayfirlýsingu 21. nóvember 2000 og hins vegar að færa dóm Hæstaréttar 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 sem eignarheimild dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested að jörðinni. Kæruheimild er í 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Sóknaraðilar krefjast þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að leysa efnislega úr öllum framangreindum kröfum. Til vara krefjast þau þess að sýslumanninum í Kópavogi verði gert að afmá úr þinglýsingabók áðurnefnda eignarheimild á grundvelli dóms Hæstaréttar 30. maí 1969, leyfi 19. janúar 2000 til setu í óskiptu búi og skiptayfirlýsingu 21. nóvember sama ár, svo og að færa í þinglýsingabók eignarheimild dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested samkvæmt dómi Hæstaréttar 3. maí 2013. Þá krefjast sóknaraðilar málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar óskipt úr hendi varnaraðila.

Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.

I

Eins og nánar er rakið í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 gerði Magnús Einarsson Hjaltested erfðaskrá 4. janúar 1938, þar sem mælt var fyrir um að bróðursonur hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, tæki að arfi allar eignir hans, en þó með nánar tilgreindum skilyrðum að því er varðaði jörðina Vatnsenda. Þessi skilyrði fólust í meginatriðum í því að Sigurði bæri að búa á jörðinni og yrði óheimilt að selja hana eða veðsetja umfram tiltekin mörk, en tekið var fram að hann mætti selja á leigu lóðir úr óræktuðu landi hennar og ætti jafnframt rétt til bóta fyrir landspjöll, sem yrðu á henni. Að Sigurði látnum gengi jörðin að erfðum til elsta sonar hans og eftir það til elsta niðja þess sonar í beinan karllegg þannig að ávallt fengi „einn maður allan arfinn, sá elsti í þeim legg“. Kveðið var á um hvernig arfurinn ætti á samsvarandi hátt að ganga til annarra ættmenna arfleiðandans ef Sigurður ætti ekki á lífi nokkurn niðja í karllegg, en stæði ekkert ættmenni til arfs skyldi selja jörðina og stofna sjóð um andvirðið með tilteknu markmiði. Þess var og getið að ef erfingi hætti búskap á jörðinni myndi hann glata rétti samkvæmt erfðaskránni og „sá sem næstur er í röðinni tekur við“, en sérhverjum erfingja, sem fengi erfðarétt samkvæmt erfðaskránni, bæri að „halda öll þau skilyrði, sem Sigurði eru sett“. Að Magnúsi látnum á árinu 1940 tók Sigurður arf í samræmi við erfðaskrána og var henni þinglýst sem eignarheimild hans að Vatnsenda.

Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested lést 13. nóvember 1966 og reis ágreiningur við opinber skipti á dánarbúi hans um hvort Vatnsendi gengi til arfs eftir hann eftir fyrirmælum erfðaskrárinnar, sem elsti sonur hans, Magnús Sigurðsson Hjaltested, gerði kröfu um, eða eftir almennum reglum erfðalaga, svo sem síðari eiginkona Sigurðar, Margrét Guðmundsdóttir Hjaltested, krafðist ásamt sonum þeirra, Sigurði Kristjáni og Karli Lárusi, sem eru meðal sóknaraðila að máli þessu. Í úrskurði héraðsdóms, sem gekk um þetta ágreiningsefni 24. júlí 1967, var komist að þeirri niðurstöðu að Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested væri „áskilinn réttur eftir látinn föður sinn til að taka til ábúðar og hagnýtingar jörðina Vatnsenda ... með þeim takmörkunum og skilmálum, sem settir eru í arfleiðsluskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltesteds, dagsettri 4. janúar 1938“, svo sem sagði í úrskurðarorði. Þessi úrskurður var staðfestur með dómi Hæstaréttar 5. apríl 1968 í máli nr. 110/1967. Á skiptafundi í dánarbúinu 7. maí 1968 var fært til bókar að Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested væru afhent „umráð og afnot fasteignarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað, með því sem henni fylgir og fylgja ber, samkvæmt þeim réttindum, sem honum sem erfingja eru áskilin í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested dagsettri 4. jan. 1938 ... að geymdum rétti þeirra, sem löglega kunna að eiga tilkall til afnota eða annarra réttinda á jörðinni eða hluta hennar“. Með dómi Hæstaréttar 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968 var þessi ráðstöfun staðfest. Þeim dómi var þinglýst 25. febrúar 1971 og á grundvelli hans var nafn Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested fært í dálk fyrir „nöfn eigenda“ á blaði fyrir jörðina Vatnsenda í fasteignabók með þeirri skýringu að heimild hans væri komin til fyrir „erfðir“. Fyrir liggur að til samræmis við þessa færslu voru gefin út veðbókarvottorð, þar sem fram kom að Magnús Sigurðsson Hjaltested væri „þinglesinn eigandi“ jarðarinnar Vatnsenda, sem væri „eignarland“.

Að Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested látnum 21. desember 1999 fékk eftirlifandi maki hans, varnaraðilinn Kristrún Ólöf, leyfi 19. janúar 2000 til setu í óskiptu búi og var því þinglýst degi síðar. Á þeim grunni var fært á blað Vatnsenda í fasteignabók að varnaraðilinn væri eigandi jarðarinnar. Hún gerði síðan ásamt fjórum börnum þeirra Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested, þar á meðal varnaraðilanum Þorsteini Hjaltested, skiptayfirlýsingu 21. nóvember 2000, þar sem kom fram að með henni væri „jörðin Vatnsendi Kópavogi færð af nafni Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested ... yfir á nafn Þorsteins Magnússonar Hjaltested ... á grundvelli erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested, dags. 4. janúar 1938.“ Þessari yfirlýsingu var þinglýst 12. desember 2000, en á grundvelli hennar var nafn varnaraðilans Þorsteins fært í dálk fyrir eigendur á blaði jarðarinnar í fasteignabók og jafnframt strikað þar yfir nafn varnaraðilans Kristrúnar Ólafar.

Sóknaraðilarnir Sigríður og Markús Ívar, sem eru börn Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested úr fyrri hjúskap, kröfðust þess fyrir Héraðsdómi Reykjaness 3. febrúar 2011 ásamt sóknaraðilunum Sigurði Kristjáni og Karli Lárusi að skipaður yrði skiptastjóri til að ljúka opinberum skiptum á dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu með úrskurði 26. maí 2011, en í dómi Hæstaréttar 24. ágúst sama ár í því máli, sem var nr. 375/2011, var talið ósannað að skiptum hafi verið lokið á dánarbúinu og krafa þessara sóknaraðila tekin til greina. Því til samræmis var skiptastjóri skipaður 18. nóvember 2011 til að fara með opinberu skiptin, en auk fyrrnefndra fjögurra sóknaraðila og varnaraðilanna tveggja kölluðu þar til arfs sóknaraðilarnir Hansína Sesselja, Finnborg Bettý, Guðmundur og Margrét, sem eru eftirlifandi börn Margrétar Guðmundsdóttur Hjaltested, sóknaraðilarnir Gísli, Elísa og Kristján Þór, sem eru börn látins sonar hennar, og þrjú börn varnaraðilans Kristrúnar Ólafar og Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested. Á skiptafundi í dánarbúinu reis ágreiningur milli þessara erfingja um hvort líta bæri svo á að Vatnsendi væri enn í eigu þess og beindi skiptastjóri honum til héraðsdóms, þar sem mál var þingfest af því tilefni 21. mars 2012 milli sóknaraðila þessa máls annars vegar og hins vegar varnaraðila ásamt þremur öðrum börnum varnaraðilans Kristrúnar Ólafar. Úrskurður var kveðinn upp í því máli í héraði 16. nóvember 2012 og var hann kærður til Hæstaréttar. Í dómi réttarins 3. maí 2013 í því máli, sem var nr. 701/2012, var komist að þeirri niðurstöðu að skiptum á dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, sem hófust 25. febrúar 1967, hefði aldrei verið lokið. Þá var vísað til þess að í dómsmálinu, sem lauk með áðurnefndum dómi Hæstaréttar 5. apríl 1968, hafi Magnús Sigurðsson Hjaltested ekki krafist þess að kveðið yrði á um rétt hans til að taka jörðina Vatnsenda að arfi eftir föður sinn, heldur rétt hans til að taka við henni. Því til samræmis hafi dómkrafa hans verið tekin þar til greina með þeim orðum að hann nyti réttar til að taka við jörðinni til ábúðar og hagnýtingar, en ekki hafi þar verið kveðið á um afdrif beins eignarréttar að henni. Magnúsi hafi svo á skiptafundi verið afhent umráð og afnot jarðarinnar, sem staðfest hafi verið með dómi Hæstaréttar 30. maí 1969. Væri því ekki unnt að álykta að Magnús hafi með þessu öðlast beinan eignarrétt að jörðinni og hafi því ekki verið borið við í málinu að hann hafi á annan hátt tekið við slíkum rétti af dánarbúi föður síns. Samkvæmt þessu var komist að þeirri niðurstöðu í dóminum að við opinber skipti á dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested teldist beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda enn vera á hendi þess.

Skiptastjóri í dánarbúinu sendi sýslumanninum í Kópavogi framangreindan dóm ásamt bréfi 6. maí 2013, þar sem fram kom að í honum væri kveðið á um að jörðin Vatnsendi „skuli vera meðal eigna“ dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested og var óskað eftir því að dóminum yrði þinglýst „sem yfirlýsingu á jörðina“. Við þessu varð sýslumaður með því að færa 6. sama mánaðar á blað fyrir jörðina í fasteignabók orðin: „Yfirlýsing / Hæstaréttardómur“, en í dálki fyrir athugasemdir var eftirfarandi ritað: „Beinn eignarréttur að jörðinni telst vera á hendi db. Sig. Kr. Láruss. Hjaltested“. Ekki var hróflað þar við áðurgreindum atriðum varðandi skráningu eignarréttinda annarra að jörðinni. Í þinglýsingarvottorði 22. maí 2013 kom meðal annars fram í reit um eignarheimild að „þinglýstur eigandi“ að fasteigninni Vatnsenda í Kópavogi væri Þorsteinn Hjaltested samkvæmt heimildarbréfi frá 22. nóvember 2000, en við nafn þessa varnaraðila voru tilvísanir til athugasemda neðar á vottorðinu, þar sem sagði annars vegar: „Úrskurður Héraðsd. Q-1/2012 um að jörðin tilheyri db. Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested“ og hins vegar: „Hrd. 701/2012 Niðurstaða héraðsdóms staðfest. Beinn eignarréttur að jörðinni tilheyrir db. Sigurðar Kristjáns Hjaltested“. Skiptastjórinn ritaði af þessu tilefni bréf til sýslumanns 3. júní 2013, þar sem sagði meðal annars að hann liti svo á „að dómur Hæstaréttar kveði á um eignarheimild yfir jörðinni“ og væri hún á hendi dánarbúsins, en ekki varnaraðilans Þorsteins „eins og skráning í þinglýsingabækur embættisins gefa til kynna.“ Kvaðst skiptastjórinn af þessum sökum óska eftir að „skráning eiganda að jörðinni verði færð til rétts vegar í samræmi við dóm Hæstaréttar.“ Þessu erindi svaraði sýslumaður með bréfi 21. sama mánaðar, þar sem sagði eftirfarandi: „Á veðbókarvottorði eignarinnar kemur fram að beinn eignarréttur að landinu tilheyri dánarbúi Sigurðar Hjaltested. Vottorðið kveður skýrt á um þessa staðreynd og hún getur ekki dulist neinum þeim sem vottorðið les. Þannig tryggir veðbókarvottorðið nú þegar réttindi dánarbúsins gagnvart þriðja manni. Þinglýsing yfirlýsingar um Hæstaréttardóminn kemur einnig í veg fyrir að þinglýst verði ráðstöfun hins beina eignarréttar að landinu án atbeina skiptastjóra. Almennt kemur eignarhald á landi ekki sérstaklega fram á íslenskum veðbókarvottorðum. Sá sem hefur ráðstöfunarrétt skv. lóðarleigusamningi eða sá sem fengið hefur réttindi frá lóðarleigusamningshafa, er jafnan tilgreindur eigandi á veðbókarvottorði. Á veðbókarvottorðum er tilvist lóðarleigusamnings oftast það eina sem sýnir að þinglýstur eigandi á ekki beinan eignarrétt að landi. Þinglýsingastjóri telur núverandi skráningu í þinglýsingabók og á veðbókarvottorði ekki gefa neitt annað til kynna en það, að beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda í Kópavogi, tilheyri dánarbúi Sigurðar Hjaltested. Þinglýsingastjóri hefur þegar fært eigendaskráninguna til samræmis við niðurstöðu Hæstaréttar og telur veðbókina alveg rétta hvað varðar beinan eignarrétt að landinu. Þinglýstur eigandi að beinum eignarrétti landsins er db. Sigurðar Hjaltested. Nafn Þorsteins Hjaltested á veðbókarvottorðinu breytir engu þar um. Þinglýsingastjóri telur þinglýsingabókina og veðbókarvottorðið fyrir jörðina Vatnsenda ... vera rétt miðað við þau skjöl, sem þinglýst hefur verið og hafnar því að leiðréttinga sé þörf.“

Með bréfi til sýslumanns 9. júlí 2013 lýstu sóknaraðilarnir Sigurður Kristján og Karl Lárus því að þeir leituðu úrlausnar héraðsdóms um framangreinda ákvörðun, sem þeir kváðust hafa fengið vitneskju um frá skiptastjóra 27. júní sama ár. Því sama lýstu sóknaraðilarnir Hansína Sesselja, Finnborg Bettý, Guðmundur, Margrét, Gísli, Elísa og Kristján Þór yfir í bréfi til sýslumanns 18. júlí 2013. Að undangenginni tilkynningu um þetta frá sýslumanni 26. sama mánaðar greindu sóknaraðilarnir Sigríður og Markús Ívar honum frá því með bréfi 20. ágúst 2013 að þau óskuðu eftir að eiga aðild að væntanlegu dómsmáli við hlið annarra sóknaraðila og gera þar sömu kröfur. Af þessu tilefni var mál þetta þingfest í héraðsdómi 23. september 2013.

II

Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga getur sá, sem ekki vill una við ákvörðun sýslumanns um þinglýsingu og hefur lögvarinna hagsmuna að gæta, leitað úrlausnar dómstóla um þá ákvörðun eftir nánari reglum, sem fram koma í þeirri lagagrein. Heimildir til þessa taka meðal annars til ákvarðana sýslumanns um hvernig greint verði í þinglýsingabók frá beinum eða óbeinum eignarréttindum á grundvelli skjals, hvort eða hvernig ný réttindi af þeim toga hrófli við eldri réttindum og hvort efni skjals kunni að leiða í ljós að ástæða sé til að leiðrétta fyrri færslu í þinglýsingabók. Að því verður á hinn bóginn að gæta að í fyrrnefndu bréfi skiptastjóra í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested til sýslumannsins í Kópavogi 3. júní 2013 var ekki leitað eftir öðru en því að skráning eiganda að jörðinni Vatnsenda í fasteignabók yrði „færð til rétts vegar í samræmi við dóm Hæstaréttar“ í máli nr. 701/2012. Í þeim dómi var kveðið á um að beinn eignarréttur að Vatnsenda væri enn á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested og tók því krafa skiptastjórans til þess eins að þau réttindi yrðu færð á réttan hátt í fasteignabók. Þótt slík færsla kynni að valda því að þar yrði að breyta eldri færslum, sem ekki fengju samrýmst þessum réttindum, laut krafa skiptastjóra ekki að því hvernig nánar ætti að gera slíkar breytingar. Vegna þessa geta dómkröfur í málinu ekki með réttu tekið til annars en þess hvernig færa eigi í fasteignabók eignarheimild dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested á grundvelli dóms í áðurnefndu máli. Eru því ekki efni til að verða við aðalkröfu sóknaraðila.

Sóknaraðilar áttu ekki hlut að kröfu skiptastjóra í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested í fyrrgreindu bréfi 3. júní 2013, sem varð tilefni til ákvörðunar sýslumanns 21. sama mánaðar sem mál þetta varðar, og hefur skiptastjórinn ekki leitað endurskoðunar á henni fyrir dómi. Til þess verður að líta að óumdeilt er að sóknaraðilar teljist meðal erfingja við opinber skipti á dánarbúinu og gætu þau á þeim grunni tekið til sín að gæta hagsmuna þess um atriði, sem skiptastjóri telur ekki ástæðu til að fylgja eftir, sbr. 3. mgr. 68. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðild að máli, sem rekið er fyrir dómi samkvæmt 3. gr. þinglýsingalaga, er ekki bundin við þann, sem leitað hefur eftir þinglýsingu, heldur háð því að hlutaðeigandi eigi lögvarinna hagsmuna að gæta af ákvörðun um hana, sbr. 1. og 4. mgr. þeirrar lagagreinar. Sóknaraðilar verða samkvæmt framansögðu að teljast fullnægja því skilyrði.

Í dómi Hæstaréttar 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 var kveðið á um að dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested nyti enn beins eignarréttar yfir jörðinni Vatnsenda. Við þinglýsingu endurrits af þessum dómi 6. sama mánaðar bar sýslumanni að gæta að þeirri meginreglu 1. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga að sá njóti þinglýstrar eignarheimildar, sem þinglýsingabók nefnir eiganda á hverjum tíma, og færa þannig heiti dánarbúsins í reit fyrir nöfn eigenda á blaði fyrir jörðina í fasteignabók. Engin efni voru til að víkjast undan þessari augljósu afleiðingu ótvíræðs lagaákvæðis og dóms Hæstaréttar með því að skírskota til venjubundinnar framkvæmdar við skráningu eignarheimilda á grundvelli lóðarleigusamninga í fasteignabók, svo sem sýslumaður gerði í rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni 21. júní 2013. Ber þá að gæta að því að þinglýst réttindi Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 30. maí 1969, sem varnaraðilinn Þorsteinn telur mega leiða rétt sinn frá, fólust í umráðum og afnotum fasteignarinnar Vatnsenda eins og þau voru áskilin „honum sem erfingja ... í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested dagsettri 4. jan. 1938“ og verður þeim óbeinu eignarréttindum engan veginn jafnað til réttinda yfir fasteign samkvæmt lóðarleigusamningi. Ber sýslumanninum í Kópavogi því að breyta færslu í fasteignabók á þann hátt, sem greinir í dómsorði, jafnhliða því að gera þar að eigin frumkvæði nauðsynlegar leiðréttingar samkvæmt 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga á eldri færslum um eignarheimildir yfir jörðinni Vatnsenda, þannig að ekki orki tvímælis að réttindi á grundvelli fyrrnefnds dóms frá 30. maí 1969 séu óbein eignarréttindi og sá, sem fari með þau, sé ekki þinglýstur eigandi hennar í skilningi 1. mgr. 25. gr. sömu laga.

Varnaraðilum verður gert að greiða sóknaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem ákveðinn er í einu lagi handa hverjum sóknaraðila eins og í dómsorði greinir.

Dómsorð:

Sýslumanninum í Kópavogi ber að færa heiti dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem eiganda á blað í fasteignabók fyrir jörðina Vatnsenda í Kópavogi á grundvelli þinglýsingar á dómi Hæstaréttar 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012.

Varnaraðilar, Þorsteinn Hjaltested og Kristrún Ólöf Jónsdóttir, greiði í sameiningu sóknaraðilum, Sigurði Kristjáni Hjaltested, Karli Lárusi Hjaltested, Sigríði Hjaltested, Markúsi Ívari Hjaltested, Hansínu Sesselju Gísladóttur, Finnborgu Bettý Gísladóttur, Guðmundi Gíslasyni, Margréti Margrétardóttur, Gísla Finnssyni, Elísu Finnsdóttur og Kristjáni Þór Finnssyni, hverju fyrir sig samtals 50.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. nóvember 2013.

I.

Mál þetta, sem þingfest var 23. september 2013, var tekið til úrskurðar að afloknum munnlegum málflutningi 9. október 2013.

Sóknaraðilar eru Sigurður Kristján Hjaltested, Marargötu 4, Vogum, Karl Lárus Hjaltested, Ósabakka 19, Reykjavík, Hansína Sesselja Gísladóttir, Tryggvagötu 6, Reykjavík, Finnborg Bettý Gísladóttir, Austurbrún 6, Reykjavík, Guðmundur Gíslason, Danmörku, Margrét Margrétardóttir, Portúgal, Gísli Finnsson, Álfkonuhvarfi 31, Kópavogi, Elísa Finnsdóttir, Naustabryggju 11, Reykjavík, Kristján Þór Finnsson, Brekkutúni 1, Kópavogi, Sigríður Hjaltested, Danmörku og Markús Ívar Hjaltested, Þrúðvangi 36, Hellu.

Varnaraðilar eru Þorsteinn Hjaltested og Kristrún Ólöf Jónsdóttir, bæði til heimilis að Vatnsenda, Kópavogi.

Sóknaraðilar krefjast þess allir að hrundið verði hinni kærðu ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá 21. júní 2013 um að hafna beiðni skiptastjóra dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested um að dánarbúið verði skráður þinglýstur eigandi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi, landnúmer 116957, og að lagt verði fyrir þinglýsingarstjóra í Kópavogi að skrá fasteignina á nafn dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested í samræmi við dóm Hæstaréttar Íslands 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 og að dómurinn verði skráður í þinglýsingabók sem eignarheimild dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested að jörðinni.

Þá krefjast sóknaraðilarnir Sigurður Kristján Hjaltested, Karl Lárus Hjaltested, Sigríður Hjaltested og Markús Ívar Hjaltested þess að nafn núverandi þinglýsts eiganda Vatnsendajarðarinnar, Þorsteins Hjaltested, kt. [...], verði afmáð úr þinglýsingabókum ásamt heimildarbréfi, þ.e. skiptayfirlýsingu, dags. 21. nóvember 2000, sem skráningin byggist á.

Sóknaraðilarnir Hansína Sesselja Gísladóttir, Finnborg Bettý Gísladóttir, Guðmundur Gíslason, Margrét Margrétardóttir, Gísli Finnsson, Elísa Finnsdóttir og Kristján Þór Finnsson krefjast þess hins vegar að þinglýsingarstjóra í Kópavogi verði gert að afmá úr þinglýsingabók sem beinar eignarheimildir að jörðinni Vatnsenda, landnúmer 116957, í Kópavogi:

a.    skiptayfirlýsingu, dagsetta 21. nóvember 2000, sem þinglýst var sem eignarheimild til handa Þorsteini Hjaltested, kt. [...], þann 12. desember 2000,

b.    búsetuleyfi Kristrúnar Ólafar Jónsdóttur, kt. [...], dagsett 19. janúar 2000, sem þinglýst var sem eignarheimild henni til handa 20. janúar 2000,

c.     dómi Hæstaréttar Íslands 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968 sem þinglýst var sem eignarheimild til handa Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, kt. [...], að jörðinni 25. febrúar 1971.

Auk framangreinds krefjast sóknaraðilarnir Sigurður Kristján Hjaltested og Karl Lárus Hjaltested málskostnaðar úr hendi embættis Sýslumannsins í Kópavogi að mati dómsins og þess eða þeirra sem kunni að láta sig málið varða og taka til andsvara vegna beiðni þessarar.

Aðrir sóknaraðilar krefjast málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati réttarins úr hendi hvers þess sem kunni að taka til varna í málinu og hafa upp andmæli gegn kröfugerðinni, auk virðisaukaskatts af málflutningsþóknun.

Varnaraðilar Þorsteinn Hjaltested og Kristrún Ólöf Jónsdóttir krefjast þess að ákvörðun þinglýsingarstjóra frá 21. júní 2013 verði staðfest og að öllum kröfum gagnaðila verði hafnað. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu.

II.

Hinn 13. nóvember 1966 lést Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, þáverandi eigandi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi, áður Seltjarnarneshreppi. Jörðina hafði Sigurður erft frá Magnúsi Einarssyni Hjaltested, er lést 31. október 1940 og var barnlaus. Hafði téður Magnús gert erfðaskrá 4. janúar 1938 og kom fram í 1. gr. hennar að jörðin gengi að erfðum til fyrrnefnds Sigurðar Kristjáns, þó með ákveðnum takmörkunum um ráðstöfun jarðarinnar. Í 3. gr. erfðaskrárinnar var kveðið á um að að Sigurði látnum skyldi jörðin ganga að erfðum til elsta sonar hans og síðan til hans niðja í beinan karllegg, þannig að ávallt fengi aðeins einn maður allan arfinn. Var erfðaskránni þinglýst 9. janúar 1941 sem eignarheimild Sigurðar Kristjáns að jörðinni.

Sigurður lést eins og áður sagði 13. nóvember 1966. Við opinber skipti á dánarbúi hans, sem hófust á árinu 1967, reis ágreiningur um ráðstöfun jarðarinnar. Elsti sonur Sigurðar, Magnús Sigurðsson Hjaltested, krafðist þess að fyrrnefnd erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested yrði „talin gild í öllum greinum“ og veita honum „óskoraðan rétt til að taka við jörðinni Vatnsenda í Kópavogi með öllum gögnum og gæðum, þar á meðal rétti til leiguafgjalda af sumarbústaðalöndum jarðarinnar.“ Varð niðurstaða málsins sú, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 5. apríl 1968 í máli nr. 110/1967, að Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested var áskilinn réttur til að taka við til ábúðar og hagnýtingar jörðina Vatnsenda í Kópavogskaupstað með þeim takmörkunum og skilmálum, sem settir væru í arfleiðsluskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested, dagsettri 4. janúar 1938. Voru Magnúsi í kjölfar dómsins lögð út framangreind réttindi, þ.e. umráð og afnot jarðarinnar, af þáverandi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Var sú ákvörðun skiptastjóra staðfest með dómi Hæstaréttar 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968. Var dómi þessum þinglýst á jörðina 25. febrúar 1971 sem eignarheimild Magnúsar.

Magnús Sigurðsson Hjaltested lést 21. desember 1999. Eftirlifandi eiginkona hans, varnaraðili Kristrún Ólöf Jónsdóttir, fékk leyfi sýslumannsins í Kópavogi til setu í óskiptu búi hinn 19. janúar 2000. Var leyfisbréfi sýslumanns þinglýst á jörðina. Hinn 12. desember 2000 var skiptayfirlýsingu erfingja í dánarbúi Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested, dagsettri 21. nóvember 2000, þinglýst á jörðina og hefur elsti sonur Magnúsar, Þorsteinn Hjaltested, eftir það verið þinglýstur eigandi jarðarinnar samkvæmt þinglýsingaskrá.

Með dómi Hæstaréttar Íslands 24. ágúst 2011 í máli nr. 375/2011 var fallist á kröfu hluta erfingja Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested um að skipaður yrði nýr skiptastjóri til að ljúka skiptum á dánarbúi hans. Með dómi réttarins 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 var fallist á að beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda í Kópavogi, áður Seltjarnarneshreppi, landnúmer 116957, væri enn á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested.

Með bréfi til sýslumannsins í Kópavogi 3. júní 2013 óskaði nýr skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested eftir því að skráningu eiganda að jörðinni Vatnsenda, landnúmer 116957, yrði færð til rétts horfs í samræmi við síðastgreindan dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 701/2012. Með bréfi fulltrúa sýslumannsins í Kópavogi, dagsettu 21. júní 2013, var erindi þessu hafnað á þeim grundvelli að veðbókarvottorð eignarinnar væri skýrt um það að beinn eignarréttur að landinu tilheyrði dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Var þess og getið í bréfinu að þinglýsingarstjóri teldi tilgreiningu Þorsteins Hjaltested sem þinglýsts eiganda í veðbókarvottorðinu engu breyta þar um. Loks var tekið fram að þinglýsingarstjóri teldi þinglýsingabók og veðbókarvottorð fyrir jörðina vera rétt miðað við þau skjöl sem þinglýst hefði verið á jörðina. Hafnaði þinglýsingarstjóri því áðurgreindu erindi skiptastjóra.

Áður hafði skiptastjórinn óskað eftir því með bréfi til sýslumannsins í Kópavogi 14. desember 2012 að úrskurði héraðsdóms Reykjaness í sama máli yrði þinglýst á jörðina Vatnsenda sem yfirlýsingu. Skráði þinglýsingarstjóri úrskurðinn sem „yfirlýsingu/dóm“ á titilsíðu jarðarinnar 20. desember 2012 með svohljóðandi athugasemd: „Úrskurður hérd. Q-1/2012 um að jörðin tilheyri db. Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested og úrskurður D-33/2011 um skipun skiptastjóra Jóns Auðuns Jónssonar hrl.“

Hinn 6. maí 2013 var dómur Hæstaréttar í máli 701/2012 færður inn á titilsíðu í þinglýsingabók fyrir jörðina Vatnsenda sem „Yfirlýsing/Hæstaréttardómur“ með athugasemdinni „Niðurstaða hérd. staðfest. Beinn eignarréttur að jörðinni telst vera á hendi db. Sig. Kr. Lárussonar Hjaltested.“

Með bréfum 9. og 18. júlí 2013 sendu sóknaraðilarnir Karl Lárus, Sigurður Kristján, Hansína Sesselja, Finnborg Bettý, Guðmundur, Margrét, Gísli, Elísa og Kristján Þór sýslumanninum í Kópavogi tilkynningu samkvæmt 3. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 þar sem fram kom að þeir hygðust bera undir héraðsdóm þá ákvörðun þinglýsingarstjóra frá 21. júní sama ár að hafna því að breyta skráningu þinglýsts eiganda að jörðinni Vatnsenda í Kópavogi.

Með bréfi 26. júlí 2013 tilkynnti þinglýsingarstjóri þinglýsingarbeiðanda og öðrum þeim sem hagsmuni kynnu að eiga að hluti sóknaraðila hygðist bera áðurgreinda ákvörðun þinglýsingarstjóra undir héraðsdóm og gaf þeim komst á að koma á framfæri skriflegum kröfum og athugasemdum.

Með bréfi 22. ágúst 2013 sendi sýslumaðurinn í Kópavogi héraðsdómi Reykjaness þær skriflegu kröfur og athugasemdir, sem honum höfðu borist vegna málsins, auk gagna sem málinu tengdust.

III.

Sóknaraðilarnir Hansína Sesselja Gísladóttir, Finnborg Bettý Gísladóttir, Guðmundur Gíslason, Margrét Margrétardóttir, Gísli Finnsson, Elísa Finnsdóttir og Kristján Þór Finnsson kveðast telja rökstuðning þinglýsingarstjóra í andstöðu við ákvæði þinglýsingalaga nr. 39/1978, en í 1. mgr. 25. gr. þeirra segi að þinglýsta eignarheimild hafi sá er þinglýsingabók nefni eiganda á hverjum tíma. Ótvírætt sé af dómi Hæstaréttar Íslands 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 að eigandi jarðarinnar Vatnsenda sé dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, en ekki Þorsteinn Hjaltested, sem þinglýsingabók tilgreini ranglega sem eiganda. Vangaveltur þinglýsingarstjóra í bréfi 21. júní 2013, um að nafn varnaraðila Þorsteins Hjaltested sem þinglýsts eiganda í þinglýsingabók breyti engu um eignarhald jarðarinnar, hafi enga þýðingu í þessum efnum. Synjun þinglýsingarstjóra sé því í skýrri andstöðu við áðurgreint ákvæði 1. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga.

Þá telja sóknaraðilar ótvírætt af áðurgreindum dómi Hæstaréttar að beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda, landnúmer 116957, sé á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Fái það með engu móti samrýmst framangreindum dómi að varnaraðili Þorsteinn Hjaltested sé skráður þinglýstur eigandi jarðarinnar í þinglýsingabók. Jafnframt sé ljóst að varnaraðili Þorsteinn hafi enga heimild frá raunverulegum eiganda jarðarinnar, fyrrnefndu dánarbúi, til að hagnýta sér jörðina.

Sóknaraðilar benda á að í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 16. nóvember 2012, sem staðfestur hafi verið efnislega með dómi Hæstaréttar Íslands 3. maí 2013, segi að upptalning eigna í leyfi til setu í óskiptu búi til handa Kristrúnu Ólöfu Jónsdóttur, ekkju Magnúsar Hjaltested, dags. 14. desember 2000, og yfirlýsing Þorsteins Hjaltested, sem innfærð hafi verið í þinglýsingabækur sýslumannsins í Kópavogi sama dag, hafi enga þýðingu varðandi eignarhaldið á jörðinni Vatnsenda.

Að framansögðu leiði að skiptayfirlýsing þessi stafi ekki frá lögmætum eiganda jarðarinnar eða neinum þeim aðila sem leiði slíkan rétt frá lögmætum eiganda. Sé yfirlýsingin með öllu haldlaus um eignarréttindi að jörðinni og hafi aldrei átt að færa hana inn í þinglýsingabók fyrir jörðina. Beri því án tafar að afmá skjalið úr fasteignabókinni, sem og allt sem af henni leiði, þ.m.t. skráning varnaraðila Þorsteins Hjaltested sem þinglýsts eiganda jarðarinnar.

Sóknaraðilar benda á að dómi Hæstaréttar Íslands 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968, þar sem fallist hafi verið á kröfu Magnúsar Hjaltested um að honum yrðu afhent „umráð og afnot“ fasteignarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað, hafi verið þinglýst á jörðina 25. febrúar 1971. Þrátt fyrir að skjalið væri ekki heimildarskjal um bein eignarréttindi hafi Magnús Sigurðsson Hjaltested verið þinglýstur eigandi Vatnsenda samkvæmt heimildarbréfi 30. maí 1969, þ.e. samkvæmt fyrrgreindum dómi. Þá hafi einnig verið skráð ranglega í þinglýsingabók að um eignarland Magnúsar væri að ræða.

Af dómi Hæstaréttar Íslands 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 sé ljóst að framangreind þinglýsing sé bersýnilega röng. Beri því án tafar að afmá þinglýsinguna úr fasteignaskrá og færa hana til rétts horfs í samræmi við fyrrnefndan dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 701/2012. Leiði af sjálfu sér að öll heimildarskjöl eða þinglýsingar sem byggi rétt á framangreindri þinglýsingu séu rangar og beri að afmá úr fasteignabók jarðarinnar.

Sóknaraðilar benda á að samkvæmt 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 beri þinglýsingarstjóra tafarlaust að bæta úr verði hann þess áskynja að færsla í fasteignabók sé röng. Í ljósi dóms Hæstaréttar Íslands 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 beri því að afmá öll heimildarskjöl sem stafi frá öðrum en lögmætum eiganda jarðarinnar, dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested.

Fyrir liggi að 25. febrúar 1971 hafi dómi Hæstaréttar þess efnis að Magnúsi Hjaltested væri úthlutað umráðum og afnotum jarðarinnar Vatnsenda verið þinglýst sem eignarheimild á jörðina, þvert á efni dómsins. Leyfisbréfi sýslumanns til ekkju Magnúsar um leyfi til setu í óskiptu búi hafi einnig verið þinglýst á jörðina, þvert ofan í raunverulega réttarstöðu, þar sem eigandi jarðarinnar hafi þá verið og sé enn dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þessu til viðbótar hafi skiptayfirlýsingu erfingja Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested, dagsettri 21. nóvember 2000, einnig verið þinglýst á jörðina og varnaraðili Þorsteinn Hjaltested eftir það skráður þinglýstur eigandi jarðarinnar. Allar framangreindar þinglýsingar séu rangar. Dómur Hæstaréttar 25. febrúar 1971 kveði aðeins á um umráða- og afnotarétt jarðarinnar, en ekki bein eignarréttindi. Hafi því aðeins átt að þinglýsa skjalinu sem kvöð á jörðinni. Meintir þinglýstir eigendur eftir það leiði ekki rétt sinn með lögmætum hætti frá réttmætum eiganda jarðarinnar og beri því án frekari tafar að afmá heimildarskjöl þeirra úr þinglýsingabók.

Við fráfall Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested 21. desember 1999 hafi umráð og afnot jarðarinnar að nýju átt að falla til dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, enda hafi dánarbúið verið hinn raunverulegi eigandi jarðarinnar, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012. Hafi á þeim tímapunkti með öllu verið óvíst að uppfyllt væru skilyrði erfðaskrárinnar frá 1938 til úthlutunar á umráða- og nýtingarrétti í beinan karllegg. Yfirlýsingar frá öðrum aðilum en réttmætum eiganda jarðarinnar um réttindi yfir jörðinni hafa enga þýðingu að lögum. Tilkall varnaraðila Þorsteins Hjaltested til jarðarinnar, hvort sem um nýtingu eða beinan eignarrétt sé að ræða, hafi þannig í upphafi verið með öllu heimildarlaust frá raunverulegum eiganda jarðarinnar og hafi aldrei átt að þinglýsa neinu heimildarskjali honum til handa þar um. Beri því án frekari tafar að afmá alla gerninga þar um úr þinglýsingabók.

Um aðild sóknaraðila segir að þau séu börn og barnabörn Margrétar Guðmundsdóttur Hjaltested, sem hafi verið eiginkona Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested við andlát hans árið 1966. Sóknaraðilar séu því erfingjar að meira en 2/3 hlutum eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, enda taki þeir annars vegar arf eftir Margréti heitna, er látist hafi árið 2004, en bú þeirra Sigurðar hafi verið óskipt milli hjónanna, og hins vegar við arfshluta Margrétar úr útskiptu búi Sigurðar Kristjáns heitins. Kærendur hafi því einstaklega mikilsverðra hagsmuna að gæta af því að lögmæt eign dánarbúsins samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 701/2012 verði réttilega skráð í þinglýsingabók. Ótvírætt sé því af framansögðu að kærendur hafa lögvarinna hagsmuna að gæta vegna ákvörðunar þinglýsingarstjóra, sbr. 1. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978.

Máli sínu til stuðnings vísa sóknaraðilar til ákvæða þinglýsingalaga, einkum 3., 25., 26. og 27. gr. Enn fremur er vísað til 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Sóknaraðilar kveða málskostnaðarkröfuna byggða á XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.

Sóknaraðilarnir Sigurður Kristján Hjaltested og Karl Lárus Hjaltested benda á að með dómi Hæstaréttar Íslands 30. maí 1969 í máli nr. 99/1969 hafi verið staðfest sú ákvörðun skiptadóms að afhenda Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested umráð og afnot fasteignarinnar Vatnsenda. Dómi þessum hafi verið þinglýst á jörðina sem eignarheimild Magnúsar.

Sóknaraðilar byggja á því að með dómi Hæstaréttar Íslands 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 hafi verið staðfest að beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda í Kópavogi væri enn á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Með dómi Hæstaréttar hafi niðurstaða ítarlegs úrskurðar héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2012 verið staðfest.

Samkvæmt framlögðu þinglýsingarvottorði sé jörðin Vatnsendi þinglýst eign Þorsteins Hjaltested samkvæmt heimildarbréfi, dags. 21. nóvember 2000. Benda sóknaraðilar á að heimildarbréfið sé skráð í þann kafla þinglýsingarvottorðsins sem hafi yfirskriftina eignarheimild.

Í kafla þinglýsingavottorðsins sem tilgreini veðbönd sé úrskurðar héraðsdóms og dóms Hæstaréttar getið og tekið fram að beinn eignarréttur að jörðinni tilheyri dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested.

Í bréfi þinglýsingarstjóra 21. júní 2013 sé því haldið fram að í veðbókarvottorði sé kveðið skýrt á um þá staðreynd að beinn eignarréttur að landinu tilheyri dánarbúi Sigurðar Hjaltested og það geti ekki dulist neinum sem vottorðið lesi.

Sóknaraðilar kveða að ekki verði fallist á þessi sjónarmið þinglýsingarstjóra. Þinglýsingarvottorðið sé þvert á móti óskýrt og óljóst, m.a. í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar í áðurgreindu máli, en þar sé kveðið á um beinan eignarrétt að jörðinni Vatnsenda.

Í framlögðu þinglýsingarvottorði fyrir jörðina Vatnsenda komi fram að samkvæmt þinglýsingabókum sé eignin Vatnsendi þinglýst eign Þorsteins Hjaltested samkvæmt heimildarbréfi, dags. 21. nóvember 2000. Vottorðið sé þannig í andstöðu við áðurgreinda niðurstöðu Hæstaréttar.

Í bréfi þinglýsingarstjórans sé því haldið fram að veðbókarvottorðið tryggi þegar réttindi dánarbúsins gagnvart þriðja manni og að þinglýsing yfirlýsingar um Hæstaréttardóminn komi í veg fyrir að þinglýst verði ráðstöfun hins beina eignarréttar að landinu án atbeina skiptastjóra.

Sóknaraðilar kveðast telja að það sé ekki í verkahring þinglýsingarstjóra að leggja mat á það hvort fyrirliggjandi þinglýsingavottorð tryggi réttindi dánarbúsins gagnvart þriðja manni. Réttindi tengd fasteigninni Vatnsenda í Kópavogi séu margvísleg og ekki öll bundin við ráðstöfun á landi Vatnsendajarðarinnar í framtíðinni. Að mati sóknaraðila verði réttindi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested tengd Vatnsendajörðinni ekki fullkomlega tryggð nema með breyttri eigendaskráningu í samræmi við dómkröfur þeirra.

Sóknaraðilar benda á að hugleiðingar þinglýsingarstjóra um skráningu eignarhalds á landi í veðbókarvottorðum hér á landi og hvernig eigendaskráningu lóðarleigusamningshafa, eða þess sem leiðir rétt sinn frá honum, sé háttað hafi ekki þýðingu við úrlausn þessa máls. Í máli þessu sé ekki fjallað um lóðarleigusamning eða lóðarleigusamningshafa. Málið fjalli um skráningu eignarhalds að jörðinni Vatnsenda.

Dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested leiði rétt sinn til eignarhalds á jörðinni til erfðaskrár frá 4. janúar 1938, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 701/2012. Um gildi erfðaskrárinnar sé deilt, sem og um gildi skiptayfirlýsingar, dags. 21. nóvember 2000, þ.e. heimildarbréfs varnaraðila Þorsteins Hjaltested. Í máli þessu sé hins vegar ekki óskað eftir úrlausn vegna þeirra deilumála, heldur sé krafist breyttrar skráningar á eiganda jarðarinnar Vatnsenda samkvæmt framansögðu.

Í bréfi þinglýsingarstjóra 21. júní 2013 sé því haldið fram að eigendaskráning hafi þegar verið færð til samræmis við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands. Því sé skráning í veðbók rétt að því er beinan eignarrétt að landinu varði og nafn Þorsteins Hjaltested á veðbókarvottorðinu breyti þar engu um. Kveðast sóknaraðilar mótmæla þessum staðhæfingum sérstaklega.

Samkvæmt endurriti úr þinglýsingabók, sem þinglýsingarvottorðið byggist á sé varnaraðili Þorsteinn Hjaltested tilgreindur sem þinglýstur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Faðir hans, Magnús, hafi haft umráð og afnot jarðarinnar Vatnsenda samkvæmt dómi Hæstaréttar. Varnaraðili Þorsteinn geti aldrei öðlast meiri rétt en faðir hans hafði samkvæmt framansögðu, þ.e. rétt sem sóknaraðilar vefengi.

Sóknaraðilar benda á að mál þetta lúti að grundvallaratriðum að því er varði þinglýsingar. Úrlausnarefnið sé hvort eigandi beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda samkvæmt dómi Hæstaréttar skuli vera skráður þinglýstur eigandi hennar eða hvort umráða- og afnotahafi samkvæmt umdeildri erfðaskrá og umdeildri skiptayfirlýsingu skuli vera skráður sem þinglýstur eigandi jarðarinnar í þinglýsingabók.

Sóknaraðilarnir Sigríður Hjaltested og Markús Ívar Hjaltested lýsa því yfir í greinargerð sinni að þau taki undir allar kröfur, sem fram komi í kæru sóknaraðilanna Hansínu Sesselju Gísladóttur o.fl., dags. 18. júlí 2013, til sýslumannsins í Kópavogi og vísa til kærunnar og kröfugerðarinnar í þremur liðum. Þá vísa þeir til málavaxtalýsingar í kærunni.

Sóknaraðilar kveðast telja að ákvörðun sýslumanns, sem um sé deilt í málinu, sé lögbrot og andstæð 25. gr. þinglýsingalaga. Skráningin sé beinlínis háskaleg hagsmunum rétts eiganda, þ.e. dánarbús Sigurðar Hjaltested. Dómur Hæstaréttar Íslands 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 sé skýr og afdráttarlaus um það hver sé réttur og löglegur eigandi Vatnsendajarðarinnar.

Sóknaraðilar benda á að samkvæmt 25. gr. þinglýsingalaga skuli skrá í þinglýsingabók hver sé löglegur eigandi fasteignar og hið sama skuli koma fram á veðbókarvottorði um eignina. Þrátt fyrir nefndan hæstaréttardóm ætli þinglýsingarstjórinn í Kópavogi að gefa áfram út veðbókarvottorð þar sem fram komi að varnaraðili Þorsteinn Hjaltested sé eigandi jarðarinnar. Þessa lögleysu verði að stöðva. Það fái ekki staðist að gefa út veðbókarvottorð um að varnaraðili Þorsteinn sé skráður þinglýstur eigandi þegar þess sé getið í forsendum hæstaréttardómsins frá 3. maí 2013 að skráning hans sem eiganda sé marklaus. Jafnframt fái ekki staðist að skráningin um að beinn eignarréttur að jörðinni tilheyri dánarbúi Sigurðar Hjaltested sé skráð sem athugasemd á veðbókarvottorði. Halda sóknaraðilar því fram að veðbókarvottorð í þessum búningi sé haldið þversögn.

Sóknaraðilar kveða að niðurstaða áðurgreinds hæstaréttardóms hafi í stuttu máli verið sú að rangri þinglýsingu þinglýsingardómarans í Kópavogi á dómi Hæstaréttar í hæstaréttarmálinu númer 99/1968 frá 30. maí 1969 hafi verið hrundið sem eignarheimild, en sú skráning hafi farið fram 25. febrúar 1971. Réttindi Magnúsar Hjaltested samkvæmt hæstaréttardóminum hafi aðeins verið fólgin í afnotum og nýtingu jarðarinnar. Réttur eftirlifandi maka Magnúsar, sem og elsta sonar hans geti ekki verið rýmri en réttur Magnúsar.

Sóknaraðilar benda á að stórfelld mistök hafi átt sér stað hjá sýslumanninum í Kópavogi við þinglýsingu á afar takmörkuðum réttindum Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested, sem þinglýst hafi verið sem eignarréttindum Magnúsar. Hin takmörkuðu réttindi hafi hann fengið eftir málaferli gegn eftirlifandi ekkju föður síns, sem lyktað hafi með því að hann hafi fengið umráð og afnot jarðarinnar, en ekki og alls ekki eignarrétt að jörðinni. Frá þessum tíma að telja hafi veðbókarvottorð, sem gefin hafi verið út, talið Magnús þinglýstan eiganda Vatnsendajarðarinnar. Magnús Sigurðsson Hjaltested hafi látist árið 1999 og hafi sýslumaðurinn í Kópavogi þá skráð eftirlifandi ekkju hans, varnaraðila Kristrúnu Ólöfu Jónsdóttur, eiganda jarðarinnar á grundvelli leyfis hennar til setu í óskiptu búi. Því næst hafi fjölskylda ekkjunnar útbúið nýtt skjal og afsalaði eignarrétti að jörðinni til varnaraðila Þorsteins Hjaltested, elsta sonar Magnúsar.

Mikil tímamót hafi orðið í Vatnsendamálum, fyrst við uppkvaðningu dóms Hæstaréttar Íslands í máli númer 375/2011 þar sem fallist hafi verið á kröfu erfingja Sigurðar heitins Hjaltested um að skipa nýjan skiptastjóra til að ljúka skipum á dánarbúinu og síðar með dómi Hæstaréttar Íslands 3. maí 2013 í máli númer 701/2012 þar sem komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að beinn eignarréttur að jörðinni væri enn á hendi dánarbúsins. Niðurstaðan hafi falið í sér skýlausan rétt erfingja dánarbúsins til að fá breytt skráningu á þinglýstum eiganda jarðarinnar, enda sé niðurstaða Hæstaréttar afar skýr um það að dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sé eigandi beins eignarréttar að jörðinni og enginn annar.

Í ljósi þessa sé óviðunandi að þinglýsa einungis hæstaréttardóminum án þess að skráningu á eiganda jarðarinnar sé breytt. Núverandi skráning sýslumannsins í Kópavogi á eiganda jarðarinnar brjóti gegn 25. gr. þinglýsingalaga, en í 1. mgr. hennar segi að þinglýsta eignarheimild hafi sá, er þinglýsingabók nefni eiganda á hverjum tíma.

Réttindi þess aðila, sem sýslumaður kjósi að skrá sem þinglýstan eiganda, jafnist ekki á við beinan eignarrétt dánarbúsins. Réttindi þau sem sýslumaður hafi áður talið tilheyra varnaraðila Þorsteini verði því að víkja fyrir niðurstöðu hins nýja hæstaréttardóms. Það sé hulin ráðgáta hvers vegna sýslumaður kjósi að skrá varnaraðila Þorstein áfram sem þinglýstan eiganda. Réttindi varnaraðila Þorsteins séu aldrei meiri en að teljast vera tilsjónarmaður, leigjandi eða í besta falli umboðsmaður.

Kröfum sínum til frekari stuðnings vísa sóknaraðilar til athugasemda með 25. gr. í frumvarpi til núgildandi þinglýsingalaga. Benda sóknaraðilar á að dómsmál um eignarrétt að fasteign séu endanleg og falli í þann flokk eignarheimilda sem njóti verndar samkvæmt 1. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga.

Af lokamálsgrein 24. gr. þinglýsingalaga verði gagnályktað þannig að dómi Hæstaréttar frá 3. maí 2013 í málinu númer 701/2012 um eignarrétt að jörðinni Vatnsenda verði þinglýst á jörðina, enda sé hann bindandi fyrir dánarbú Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested og ekki síst fyrir þá sem vefengt hafi eignarrétt dánarbúsins að jörðinni, þ.e. varnaraðila málsins.

Áframhaldandi röng skráning á eignarrétti varnaraðila Þorsteins rýri réttarvernd dánarbús Sigurðar Hjaltested og geti valdið dánarbúinu verulegu fjárhagstjóni. Ákvæði 29. gr. þinglýsingalaga kveði t.d. á um að réttindum yfir fasteign skuli þinglýsa til þess að þau haldi gildi gagnvart þeim er reisi rétt sinn á samningum um eignina, og gegn skuldheimtumönnum eiganda eða annars rétthafa að eign. Af þinglýsingabók frá síðustu árum séu dæmi að finna um mörg fjárnám hjá Magnúsi Hjaltested og varnaraðilum, Kristrúnu Ólöfu Jónsdóttur og Þorsteini Hjaltested, vegna skulda á sköttum og opinberum gjöldum. Líklegt sé að óreiðuskuldir varnaraðila Þorsteins haldi áfram og þá verði að óbreyttu gengið að jörðinni, eða eignum sem teknar hafi verið út úr henni með samsvarandi tjóni fyrir dánarbúið.

Þá sé einnig að nefna hagsmunahættu dánarbúsins samkvæmt 33. gr. þinglýsingalaga, þar sem kveðið sé á um að sá sem hljóti réttindi með samningi við þinglýstan eiganda að eign þurfi ekki að sæta þeirri mótbáru að heimildarbréf fyrirrennara hans sé ógilt, ef hann er grandlaus um ógildisatvikið þegar hann öðlaðist réttindin. Þessi regla hafi alvarlega þýðingu fyrir hagsmuni dánarbúsins og nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir eða bjóða upp á mistök eða misnotkun þess er nú sé skráður eigandi jarðarinnar, allt á áhættu dánarbúsins.

IV.

Varnaraðilar Þorsteinn Hjaltested og Kristrún Ólöf kveða að ekki verði annað ráðið af gögnum málsins en að staðhæfingar sóknaraðila um meintar ávirðingar þinglýsingarstjóra séu rangar og að þinglýsingarstjóri hafi skráð dóm Hæstaréttar í þinglýsingabók sýslumannsins í Kópavogi með réttum hætti. Til viðbótar hafi dómur Hæstaréttar verið færður í tölvutækt þinglýsingakerfi embættisins sem „yfirlýsing/Hæstaréttardómur“.

Varnaraðilar benda á að nokkur áherslumunur sé í dómsorði og forsendum Hæstaréttar annars vegar og héraðsdóms hins vegar. Hæstiréttur taki fram í forsendum dómsins að umráða- og afnotaréttur og réttur til arðs af jörðinni Vatnsenda hafi verið afhentur úr dánarbúi Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested. Benda varnaraðilar á að í þinglýsingabók skuli tilgreina rétthafa þessara varanlegu eignarréttinda líkt og gildi um aðrar fasteignir, ef tryggja eigi þeim réttarvernd gagnvart þriðja aðila. Beri einnig að geta um þessi réttindi á veðbókarvottorði fyrir Vatnsenda með sama hætti og gert sé þegar aðrar fasteignir eigi í hlut.

Varnaraðilar kveðast hafna því að dómur Hæstaréttar í máli nr. 701/2012 sé eignarheimild dánarbús Sigurðar Kr. Hjaltested að jörðinni Vatnsenda, enda liggi fyrir þinglýst erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá 4. janúar 1938, sem sé grundvöllur að eignarrétti Sigurðar heitins. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 701/2012 kveði upp úr um það að beinn eignarréttur sé enn á hendi dánarbúsins þar sem honum hafi ekki verið ráðstafað með ákvörðun skiptaráðanda 7. maí 1968.

Eftir standi óhaggað, þegar horft sé til forsendna Hæstaréttar í máli nr. 701/2012, að umráða- og afnotaréttur ásamt rétti til arðs af jörðinni Vatnsenda hafi verið afhentur Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, sem erfingja, með ákvörðun skiptaráðanda 7. maí 1968 og sem staðfest hafi verið með dómi Hæstaréttar 30. maí 1969.

Óútkljáð sé hvort skilyrði hafi verið eða séu til þess að færa beinan eignarrétt að jörðinni Vatnsenda til Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested eða þeirra sem leiða rétt sinn frá honum að lögum, að honum látnum. Enn fremur sé óútkljáð hvort beinn eignarréttur hafi færst yfir til Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested með öðrum hætti en fyrir erfðir eftir úthlutunargerðina frá 7. maí 1968 og dóm Hæstaréttar frá 30. maí 1969. Úr því verði ekki leyst í þinglýsingamáli samkvæmt 3. gr. l. nr. 39/1978.

Búsetuleyfi ekkju Magnúsar eftir andlát hans hafi verið gefið út 19. janúar 2000. Það hafi verið fært í dagbók 19. janúar 2000 og því þinglýst á jörðina 20. janúar 2000, sbr. 2. mgr. 25. gr. l. nr. 39/1978 in fine. Hinn 14. desember 2000 hafi skiptayfirlýsingu, dags. 21. nóvember 2000, verið þinglýst, en hún sé undirrituð af búsetuleyfishafa, varnaraðila Kristrúnu Ólöfu, ásamt öðrum erfingjum Magnúsar S. Hjaltested. Þessi yfirlýsing hafi verið árituð um samþykki sýslumannsins í Kópavogi 7. desember 2007 og hafi varnaraðili Þorsteinn í kjölfarið verið þinglýstur eigandi þeirra réttinda sem faðir hans hafi átt til jarðarinnar.

Sóknaraðilum eða fulltrúum þeirra hafi verið kunnugt eða mátti vera kunnugt um þinglýsingu búsetuleyfis, skiptayfirlýsingar og dóms Hæstaréttar í máli nr. 99/1968, löngu fyrir það fjögurra vikna tímamark, sem þeir hafi til að bera ákvörðun þinglýsingarstjóra undir dóm, sbr. 1. mgr. 3 gr. l. nr. 39/1978. Verði því að hafna kröfum gagnaðila um aflýsingu þessara skjala. Vísa varnaraðilar til þess að undir rekstri þeirra mála, sem rekin hafi verið frá árinu 2007, hafi upplýsingar um umþrætt skjöl og þinglýsingu þeirra verið lagðar fram og gagnaðilar því utan fjögurra vikna málshöfðunarfrests 1. mgr. 3. gr. l. nr. 39/1978 með kröfu um aflýsingu þeirra.

Þinglýsing heimildarskjala varnaraðila eigi að standa óhögguð enda grundvölluð á úthlutunargerð skiptaráðanda, útgefnu búsetuleyfi og áritun búsetuleyfishafa á skiptayfirlýsingu til varnaraðila Þorsteins Hjaltested, sbr. lokamálslið 2. mgr. 25. gr. l. nr. 39/1978. Sú yfirlýsing hafi verið staðfest af sýslumanninum í Kópavogi 7. desember 2000, sem með því hafi gefið heimild til þinglýsingar hennar. Eignarheimild Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested byggist á úthlutunargerð skiptaráðanda frá 7. maí 1968, sem hafi verið staðfest af Hæstarétti 30. maí 1969. Skráning um dómsniðurstöðu Hæstaréttar í máli 701/2012 á titilsíðu í þinglýsingabók tryggi hagsmuni dánarbúsins þannig að enginn geti talist grandlaus í skilningi 19. gr. l. nr. 39/1978.

Í þinglýsingamáli samkvæmt 3. gr. l. nr. 39/1978 verði ekki litið til efnisatriða að baki skjali og því beri að hafna kröfum sóknaraðila, sem reistar séu á þeim sjónarmiðum að meintur efnislegur heimildarbrestur hafi verið til staðar að baki þinglýstum skjölum, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 414/2012.

Eftir standi að leysa þurfi úr ágreiningi um beinan eignarrétt að jörðinni Vatnsenda í sérstöku máli fyrir héraðsdómi, sem hefjist með því að skiptastjóri taki afstöðu til krafna aðila. Samkvæmt þessu lýsi þinglýsingabók og útgefið veðbókarvottorð með réttum hætti stöðu mála hvað varði jörðina, en samkvæmt dómi Hæstaréttar hafi ekki verið sýnt fram á að beinum eignarrétti hafi formlega verið úthlutað til Magnúsar S. Hjaltested. Dómurinn verði ekki skilinn á annan veg en þann að umráða- og afnotaréttur og réttur til arðs, sem Magnús S. Hjaltested hafi fengið úthlutað með ákvörðun skiptaráðanda 7. maí 1969, standi óhaggaður. Þessi réttur sé nú hjá Þorsteini Hjaltested, elsta syni hans og erfingja samkvæmt erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá 4. janúar 1938.

Ekki verði fram hjá því litið að í úthlutunargerðinni frá 7. maí 1968, sem staðfest hafi verið í Hæstarétti 30. maí 1969, hafi skiptaráðandi lýst því yfir að hann afhenti Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested, Sólbakka, Vatnsenda, umráð og afnot fasteignarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað með því sem henni fylgdi og fylgja bæri, samkvæmt þeim réttindum sem honum sem erfingja hafi verið áskilin í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested, dags. 4. janúar 1938 og 29. okt. 1940.

Í framkvæmd þinglýsinga hér á landi hafi umráða- og afnotaréttarhafi verið tiltekinn og talinn þinglýstur eigandi fasteignar samkvæmt 1. mgr. 25. gr. l. nr. 39/1978, á veðbókarvottorði, en ekki handhafi beins eignarréttar. Þessi framkvæmd eigi sér m.a. stoð í 3. mgr. 26. gr. l. nr. 39/1978. Samkvæmt 29. gr. l. nr. 39/1978 skuli þinglýsa réttindum yfir fasteign til þess að þau haldi gildi gagnvart þeim er reisi rétt sinn á samningum um eignina og gegn skuldheimtumönnum eigenda eða annars rétthafa að eign.

Úthlutunargerðin, sem framkvæmd hafi verið af Unnsteini Beck setuskiptaráðanda frá 7. maí 1968, sé gild eignarheimild fyrir þeim réttindum sem Magnúsi hafi verið úthlutað í skiptarétti. Það sé því fyllilega í samræmi við framkvæmd þinglýsinga á Íslandi að greina Þorstein Hjaltested þinglýstan eiganda með athugasemd um dómsniðurstöðu Hæstaréttar í máli 701/2012.

Titilsíða jarðarinnar Vatnsenda beri glögg merki um þessa framkvæmd þar sem á bls. 1 sé þess getið að lóðarleiguhafarnir Sveinn M. Sveinsson og Félag íslenskra símamanna séu taldir eigendur að landspildum úr landi Vatnsenda á grundvelli lóðarleigusamninga.

Þau réttindi sem Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested hafi sannarlega verið úthlutað séu ekki lengur til staðar í dánarbúi Sigurðar Kr. Hjaltested og því sé ekki rétt að aflýsa rétti Magnúsar og síðari erfingja samkvæmt erfðaskránni úr þinglýsingabók. Breyti engu hvort stofnun umráða- og afnotaréttar og réttar til arðs grundvallist á langtímaleigusamningi eða rétti samkvæmt úthlutunargerð skiptaráðanda. Ákvæði 29. gr. l. nr. 39/1978 geri engan greinarmun á því hvernig til varanlegs umráða- og afnotaréttar sé stofnað.

Enginn munur sé á þeim rétti til arfs sem þinglýst erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested hafi veitt Sigurði, Magnúsi eða Þorsteini. Sé erfðaskráin talin gild eignarheimild Sigurðar þá teljist erfðaskráin einnig gild eignarheimild til handa síðari erfingjum samkvæmt fyrirmælum hennar. Magnús S. Hjaltested hafi samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 110/1967 gert kröfu um að erfðaskráin yrði metin gild og að dæmt yrði um rétt hans til að taka við jörðinni. Ekki verði litið fram hjá því að á þá kröfu hafi verið fallist og hann einn erfingja Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested talinn rétthafi jarðarinnar Vatnsenda.

Samkvæmt 3. mgr. 25. gr. l. nr. 39/1978 sé gert ráð fyrir að upplýsingar um opinber skipti komi fram sem athugasemd í þinglýsingabók. Ákvörðun þinglýsingarstjóra sé í fullu samræmi við þessa reglu þinglýsingalaga. Samkvæmt 19. gr. l. nr. 39/1978 sé grandleysi samkvæmt þinglýsingalögum skilgreint svo að rétthafi eftir samningi eða löggerningi hvorki þekki né ætti að þekkja hin óþinglýstu réttindi.

Ákvörðun þinglýsingarstjóra um að færa dóm Hæstaréttar í máli nr. 701/2012 sem yfirlýsingu á titilsíðu í þinglýsingabók tryggi að enginn geti talist grandlaus um þá niðurstöðu Hæstaréttar í málinu að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi að mati réttarins ekki verið unnt að álykta að beinum eignarrétti að Vatnsenda hafi verið úthlutað til Magnúsar S. Hjaltested með ákvörðun skiptaráðanda 7. maí 1968, sbr. dóm Hæstaréttar í máli 99/1968 frá 30. maí 1969. Ákvörðun þinglýsingarstjóra þess efnis að geta um Þorstein Hjaltested sem þinglýstan eiganda á veðbókarvottorði og um dóm Hæstaréttar í máli nr. 701/2012 neðanmáls á sama vottorði sé í fullu samræmi við gildandi réttarframkvæmd.

Varnaraðilar telja að málatilbúnaður sóknaraðila, sem reistur sé á því að við andlát Magnúsar S. Hjaltested hafi sá réttur, sem honum hafi verið úthlutað af skiptaráðanda 7. maí 1968, runnið aftur til dánarbús Sigurðar K. Hjaltested, eigi ekki heima í ágreiningsmáli samkvæmt 3. gr. l. nr. 39/1978. Úthlutunargerðinni sem sé heimildarskjal Magnúsar S. Hjaltested eða síðari heimildarskjölum erfingja hans verði ekki aflýst á slíkum grundvelli.

Málatilbúnaður gagnaðila sem byggist á 1. mgr. 27. gr. l. nr. 39/1978 geti ekki leitt til þess að aflýsa beri þinglýstum heimildarskjölum varnaraðila eða Magnúsar S. Hjaltested.

Um lagarök vísa varnaraðilar til 3. gr., 19. gr., 1.- 3. mgr. 25. gr., 3. mgr. 26. gr. og 29. gr. l. nr. 37/1978. Þá vísa varnaraðilar til þeirrar rótgrónu framkvæmdar að við útgáfu veðbókarvottorðs fyrir fasteign sé þinglýstur eigandi talinn vera eigandi varanlegs umráða- og afnotaréttar en ekki eigandi beins eignarréttar, sbr. t.d. 3. mgr. 26. gr. l. nr. 39/1978.

V.

Í bréfi Jóns Auðuns Jónssonar hrl., skiptastjóra í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Hjaltested, dagsettu 3. júní 2013, til sýslumannsins í Kópavogi er rakið að hinn 3. maí 2013 hafi gengið dómur í Hæstarétti Íslands í máli nr. 701/2012 þar sem niðurstaðan hafi verið sú að beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda við Elliðavatn væri enn á hendi dánarbúsins, en þessum dómi hefði verið þinglýst á fasteignina sem yfirlýsingu. Skiptastjórinn kvaðst hins vegar líta svo á að dómur Hæstaréttar kvæði á um eignarheimild að jörðinni, sem væri á hendi dánarbúsins en ekki Þorsteins Hjaltested, eins og skráning í þinglýsingabækur embættisins gæfi til kynna. Óskaði skiptastjórinn eftir því að skráning eiganda að jörðinni yrði færð til rétts vegar í samræmi við dóm Hæstaréttar.

Með bréfi, dagsettu 3. júní 2013, hafnaði sýslumaður því að leiðréttinga væri þörf þar sem núverandi skráning í þinglýsingabók og veðbókarvottorð gæfi ekki annað til kynna en að beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda í Kópavogi tilheyrði dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þinglýsingarstjóri hefði þegar fært eigendaskráninguna til samræmis við niðurstöðu Hæstaréttar. Teldi hann skráningu í þinglýsingabók og veðbókarvottorð fyrir jörðina rétta miðað við þau skjöl sem þinglýst hefði verið. Veðbókarvottorð fyrir jörðina tryggði réttindi dánarbúsins gagnvart þriðja manni, en þar kæmi skýrt fram að beinn eignarréttur að jörðinni tilheyrði áðurgreindu dánarbúi. Nafn Þorsteins Hjaltested á veðbókarvottorðinu breytti engu þar um.

Samkvæmt 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 getur hver sá, sem hefur lögvarinna hagsmuna að gæta vegna ákvörðunar þinglýsingarstjóra, borið úrlausn hans um þinglýsingu undir héraðsdóm. Með úrlausn í skilningi 3. gr. þinglýsingalaga er ekki einungis átt við ákvörðun þinglýsingarstjóra um að þinglýsa skjali eða synja því að taka skjal til þinglýsingar. Þannig falla einnig undir úrlausn í þessum skilningi skráning á skjali í þinglýsingabók, aflýsing, afmáning hafta, leiðrétting á bókunum og athugasemdir sem þinglýsingarstjóri skráir á skjöl.

Skilja verður áðurgreint erindi skiptastjóra í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested á þann veg að óskað hafi verið eftir því að skráningu á þinglýstum eiganda jarðarinnar Vatnsenda yrði breytt á þann veg að dánarbúið yrði skráður eigandi jarðarinnar í stað varnaraðila Þorsteins Hjaltested og að dómur Hæstaréttar frá 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 yrði færður í þinglýsingabók sem eignarheimild dánarbúsins að jörðinni. Í því þykir felast að þess hafi verið krafist að nafn varnaraðila Þorsteins Hjaltested sem þinglýsts eiganda jarðarinnar yrði afmáð úr þinglýsingabók ásamt heimildarbréfi, þ.e. skiptayfirlýsingu 21. nóvember 2000, sem skráningin hafi byggst á. Í erindi skiptastjóra fólst hins vegar ekki ósk um að afmáð yrði úr þinglýsingabók búsetuleyfi varnaraðila Kristrúnar Ólafar Jónsdóttur frá 19. janúar 2000 og dómi Hæstaréttar Íslands 30. maí 1969 í máli nr. 99/1968, enda tók þinglýsingarstjóri ekki afstöðu til þess álitaefnis í ákvörðun sinni frá 21. júní 2013. Geta kröfur sóknaraðila Hansínu Sesselju Gísladóttur o.fl. sem varða framangreind skjöl því ekki komið til neinna álita í málinu, sbr. 3. gr. þinglýsingalaga, og verður vísað frá dómi.

Eins og að framan greinir er mál þetta rekið eftir 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Í slíku máli verður ekki með bindandi hætti kveðið á um efnisleg réttindi að baki skjali, heldur aðeins hvort úrlausn þinglýsingarstjóra hafi, eins og málið lá fyrir honum, verið formlega rétt eða ekki.

Í áðurgreindum dómi Hæstaréttar frá 3. maí sl. í máli nr. 701/2012, sem rekið var á milli sömu aðila, auk systkina varnaraðila Þorsteins, er tekið fram að skilja verði málatilbúnað málsaðila svo að ekki væri deilt um að beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda hafi færst fyrir arf frá Magnúsi Einarssyni Hjaltested í hendur Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested með erfðaskránni frá 4. janúar 1938, þótt sá réttur hafi eftir ákvæðum erfðaskrárinnar verið háður margvíslegum kvöðum. Þá er tekið fram í forsendum dómsins að í málinu væri ekki til úrlausnar hvort skilyrði hafi verið eða séu til þess að beinn eignarréttur að jörðinni verði eftir lát Sigurðar 13. nóvember 1966 færður til Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested, heldur aðeins hvort það hafi í raun þegar verið gert við opinberu skiptin á dánarbúi Sigurðar þannig að sá réttur sé ekki lengur fyrir hendi. Í dóminum er síðan rakið að Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested hafi með ákvörðun skiptaráðanda 7. maí 1968 verið afhent umráð og afnot fasteignarinnar Vatnsenda í samræmi við kröfur hans þar um, sbr. dóm Hæstaréttar 5. apríl 1968, og samkvæmt þeim réttindum sem honum væru áskilin sem erfingja í erfðaskránni frá 4. janúar 1938. Niðurstaða dómsins var hins vegar sú að ekki væri hægt að álykta af fyrirliggjandi gögnum að Magnús Sigurðsson Hjaltested hefði öðlast beinan eignarrétt að jörðinni Vatnsenda með áðurgreindri ákvörðun skiptaráðanda 7. maí 1968, sem staðfest hefði verið með dómi Hæstaréttar 30. maí 1969. Var dánarbúið enn talið hafa þann rétt á sinni hendi, sem ráðstafa yrði til að ljúka skiptum lögum samkvæmt.

Eins og fram hefur komið afhenti skiptaráðandi Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested afnota- og umráðarétt fasteignarinnar Vatnsenda með ákvörðun sinni 7. maí 1968, sem staðfest var með dómi Hæstaréttar 30. maí 1969. Dómi þessum var þinglýst á fasteignina og Magnús Sigurðsson Hjaltested skráður eigandi hennar í þinglýsingabók, en frá honum og erfðaskránni frá 4. janúar 1938 leiðir varnaraðili Þorsteinn Hjaltested rétt sinn til jarðarinnar. Samkvæmt 29. gr. þinglýsingalaga eru slík réttindi háð þinglýsingu til þess að þau haldi gildi gegn réttindum þriðja manns. Í réttarframkvæmd hefur verið litið svo á að rétthafi varanlegra afnotaréttinda af fasteign, svo sem lóðarleigusamnings um fasteign, teljist hafa þinglýsta eignarheimild í skilningi 1. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands 9. desember 2004 í máli nr. 477/2004, sbr. og 3. mgr. 26. gr. þinglýsingalaga.

Að beiðni skiptastjóra í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 6. maí 2013 var dómur Hæstaréttar 3. maí 2013 í máli nr. 701/2012 færður sem yfirlýsing á titilsíðu fasteignarinnar og tekið fram í athugasemdadálki að beinn eignarréttur að jörðinni teldist vera á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Hið sama kemur fram á veðbókarvottorði fasteignarinnar. Ljóst er að dómurinn bindur varnaraðila Þorstein, sem nýtur þinglýstrar heimildar að eigninni, sbr. 4. mgr. 24. gr. þinglýsingalaga. Þá er á titilsíðu fasteignarinnar getið um opinber skipti og skipun skiptastjóra í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, sbr. 3. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga.

Með vísan til þess sem að framan greinir þykir framangreind skráning í þinglýsingabók að því er varðar jörðina Vatnsenda vera í samræmi við gildandi réttarframkvæmd og áðurgreind ákvæði þinglýsingalaga nr. 39/1978. Samkvæmt þessu var það rétt ákvörðun hjá þinglýsingarstjóra að hafna áðurgreindri beiðni skiptastjóra í dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested frá 3. júní 2013.

Samkvæmt öllu framansögðu er niðurstaða málsins sú sem í úrskurðarorði greinir.

Eftir framangreindum málsúrslitum verður sóknaraðilum gert að greiða varnaraðilum málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 450.000 krónur.

Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Uppkvaðning úrskurðarins hefur dregist lítillega vegna embættisanna.

Úrskurðarorð:

Kröfum sóknaraðila Hansínu Sesselju Gísladóttur, Finnborgar Bettýjar Gísladóttur, Guðmundar Gíslasonar, Margrétar Margrétardóttur, Gísla Finnssonar, Elísu Finnsdóttur og Kristjáns Þórs Finnssonar, sem varða skjölin sem þinglýst var 25. febrúar 1971 og 20. janúar 2000, er vísað frá dómi.

Öðrum kröfum framangreindra sóknaraðila og sóknaraðilanna Sigurðar Kristjáns Hjaltested, Karls Lárusar Hjaltested, Sigríðar Hjaltested og Markúsar Ívars Hjaltested er hafnað.

Sóknaraðilar greiði varnaraðilum, Þorsteini Hjaltested og Kristrúnu Ólöfu Jónsdóttur, 450.000 krónur í málskostnað.