Print

Mál nr. 572/2016

Icelandair ehf. (Ólafur Eiríksson hrl.)
gegn
Margréti Pálsdóttur (Jónas Jóhannsson hrl.)
Lykilorð
  • Ráðningarsamningur
  • Kjarasamningur
  • Skaðabætur
  • Læknisvottorð
  • Riftun
  • Vátrygging
Reifun

Með dómi frá 13. febrúar 2014 í máli nr. 604/2013 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að I ehf. væri skaðabótaskylt gagnvart H vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi milli þeirra, sem átt hafði sér stað 30. september 2010. H höfðaði í kjölfarið mál og krafðist skaðabóta er námu annars vegar jafngildi fullra launa í veikindaforföllum á ákveðnu tímabili og hins vegar jafngildi óskertrar tryggingarfjárhæðar samkvæmt svokallaðri skírteinistryggingu flugmanna. H lést á árinu 2016. M fékk leyfi til setu í óskiptu búi í kjölfarið og tók við aðild að málinu. Taldi Hæstiréttur að M ætti rétt til bóta vegna tilkalls H til launa í veikindaforföllum. Var m.a. vísað til þess að H hefði afhent vottorð 29. september 2010 og yrði að leggja vottorðið til grundvallar um upphaf forfalla þótt ákvæði væri í kjarasamningi um að staðfesta þyrfti forföll flugmanns til að greiðsluskylda vinnuveitanda stofnaðist. Þá gæti I ehf. ekki með afturvirkum hætti endurskoðað grundvöll þess hvernig staðið hefði verið að því að binda enda á ráðningarsambandið við H og yrði I ehf. að bera af því allar afleiðingar að slíkt hefði verið gert með ólögmætum hætti. Að því er varðaði kröfu um greiðslu bóta í skjóli skírteinistryggingar flugmanna taldi Hæstiréttur að bótaskylda yrði að ráðast af skýringu á ákvæðum kjarasamnings þar sem vátryggingaskilmálar þeirrar tryggingar sem I ehf. hafði tekið settu strangari skilyrði fyrir greiðslu óskertrar skírteinistryggingar en mælt hefði verið fyrir um í kjarasamningnum. Þá var talið að þar sem I ehf. hefði rofið ráðningarsamband sitt við H með ólögmætum hætti yrði I ehf. að bera hallann af því að ekki lægju fyrir fullkomnar upplýsingar um heilsufar H á tilteknu tímabili. Hefði I ehf. ekki fært neitt fram sem hnekkti því að á tímabilinu frá 29. september 2010 til dauðadags hefði heilsufar H verið með þeim hætti að honum hefði ekki verið unnt að öðlast á ný réttindi sín sem atvinnuflugmaður og að hann hefði því misst varanlega flugskírteini sitt í skilningi kjarasamningsins frá og með haustinu 2010. Ætti M því jafnframt rétt á bótum á þeim grundvelli.

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Karl Axelsson og Viðar Már Matthíasson.

Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. ágúst 2016. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefndu, en til vara að krafan verði lækkuð. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.

Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.

I

Eins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi má rekja upphaf málsins til þess að 30. september 2010 sagði áfrýjandi eiginmanni stefndu, Halldóri Þór Halldórssyni sem þá starfaði sem flugstjóri hjá félaginu, fyrirvaralaust upp störfum. Vísaði áfrýjandi til þess að Halldór Þór hefði með háttsemi sinni í tiltekinni flugferð, er hann var á leið heim úr verkefni á vegum áfrýjanda, gróflega brotið gegn starfsskyldum sínum og fyrirgert því trausti sem áfrýjandi yrði að geta borið til flugstjóra sinna. Með dómi frá 13. febrúar 2014 í máli nr. 604/2013 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að áfrýjandi væri skaðabótaskyldur gagnvart Halldóri Þór vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi þeirra. Í kjölfar dómsins höfðaði Halldór Þór mál þetta 29. september 2014 og krafðist skaðabóta vegna þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir á grundvelli hinnar ólögmætu riftunar. Halldór Þór andaðist 7. mars 2016 og fékk stefnda leyfi til setu í óskiptu búi 31. sama mánaðar. Hún hefur því tekið við aðild að málinu í samræmi við 12. gr. erfðalaga nr. 8/1962.

Hinn 3. desember 2014 greiddi áfrýjandi Halldóri Þór laun og persónuuppbót fyrir mánuðina október til desember 2010. Til samræmis við það var upphaflegri kröfu hans í málinu breytt 19. maí 2016. Endanleg krafa um skaðabætur, sem nánar er gerð grein fyrir í hinum áfrýjaða dómi, nemur því annars vegar jafngildi fullra launa Halldórs Þórs í veikindaforföllum frá 1. janúar 2011 til 31. október sama ár og hins vegar jafngildi óskertrar tryggingarfjárhæðar samkvæmt svokallaðri skírteinistryggingu flugmanna.

II

Svo sem ítarlega er rakið í hinum áfrýjaða dómi krefst áfrýjandi sýknu af kröfu stefndu um laun Halldórs Þórs í veikindaforföllum á þeim grundvelli að með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 604/2013 hafi því aðeins verið slegið föstu að áfrýjanda hafi verið óheimil fyrirvaralaus riftun á ráðningarsamningi sínum við Halldór Þór. Hins vegar hafi áfrýjanda verið heimilt, á grundvelli umsagnar starfsráðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hér eftir nefnt FÍA, og áfrýjanda frá 30. september 2010, að segja Halldóri Þór upp störfum með þriggja mánaða uppsagnafresti, sbr. grein 03-2 í kjarasamningi FÍA og áfrýjanda frá 1. febrúar 2010 sem þá gilti, að því gættu að virt hefðu verið þau fyrirmæli í grein 03-1 að afla þessarar umsagnar starfsráðs, sbr. 11. gr. starfsaldursreglna flugmanna Flugleiða hf. frá 13. apríl 1959 með síðari breytingum. Halldóri Þór hafi verið kynnt ákvörðun um starfslok á fundi með forsvarsmönnum áfrýjanda 15. september 2010 og þegar umsögnin lá fyrir 30. sama mánaðar hafi áfrýjanda þá þegar verið heimilt að segja Halldóri Þór upp með þriggja mánaða fyrirvara. Miðist sú réttarstaða sem af því leiði við þann dag. Umsögn starfsráðs hafi ekki verið til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar í máli nr. 604/2013 og standi hún sem slík óhögguð og þar af leiðandi sú réttarstaða sem áfrýjandi byggi á grundvelli hennar í lögskiptum sínum við stefndu. Tjón stefndu geti því aldrei numið öðru og meiru en launum í þá þrjá mánuði, sem Halldóri Þór hefðu með réttu borið hefði komið til uppsagnar með framangreindum hætti, en þau laun hafi áfrýjandi greitt að fullu 3. desember 2014 svo sem að framan greinir. Þá mótmælir áfrýjandi því að veikindi Halldórs Þórs, sem hann tilkynnti um með afhendingu læknisvottorðs 29. september 2010, fái haggað því að réttur stefndu nái aðeins til launa í þriggja mánaða uppsagnarfresti enda hafi veikindin ekki verið staðfest í skilningi greinar 07-2 í fyrrnefndum kjarasamningi fyrr en með bréfi Flugmálastjórnar Íslands 7. október 2010 og hefði þá þriggja mánaða uppsagnarfrestur Halldórs Þórs með réttu átt að vera byrjaður. Hvað sem líður þeirri niðurstöðu starfsráðs 30. september 2010 að áfrýjanda væri heimilt að segja Halldóri Þór upp störfum liggur fyrir að áfrýjandi kaus allt að einu að rifta fyrirvaralaust ráðningarsamningi sínum við hann. Með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 604/2013 var staðfest að sú riftun hafi verið ólögmæt og að áfrýjandi væri skaðabótaskyldur vegna hennar. Við mat á umfangi skaðabótaskyldu áfrýjanda af því tilefni verður að leggja til grundvallar að áfrýjandi gat ekki skert rétt Halldórs Þórs til forfallalauna með því að slíta ráðningarsamningi við hann eftir að til forfallanna kom. Ekki er um það deilt að Halldór Þór afhenti vottorð um óvinnufærni sína, sem dagsett var 29. september 2010. Ákvæði greinar 07-2 í kjarasamningi um að staðfesta þurfi forföll flugmanns til að greiðsluskylda vinnuveitanda á forfallalaunum stofnist breyta því ekki að leggja verður læknisvottorðið til grundvallar um það hvert hafi verið upphaf forfalla, enda er það háð læknisfræðilegu mati. Sá málflutningur áfrýjanda er með öllu haldlaus að hann geti nú og með afturvirkum hætti endurskoðað grundvöll þess hvernig hann stóð að því að binda enda á ráðningarsamband sitt við Halldór Þór. Þvert á móti verður áfrýjandi að bera af því allar afleiðingar að hafa gert slíkt með ólögmætum hætti. Þá er einnig til þess að líta að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 604/2013 var tekið fram að ávirðingar áfrýjanda gagnvart Halldóri Þór, sem lágu til grundvallar umsögn starfsráðs, hafi gengið lengra en efni stóðu til. Verður því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um bætur til stefndu vegna tilkalls Halldórs Þórs til launa í veikindaforföllum.

III

Í annan stað deila aðilar um rétt stefndu til greiðslu í skjóli svokallaðrar skírteinistryggingar, sem kveðið var á um í grein 08-3 í kjarasamningi FÍA og áfrýjanda 10. febrúar 2010, en sá samningur var í gildi þegar Halldór Þór veiktist haustið 2010. Í tilvitnaðri grein var kveðið á um að áfrýjandi skyldi „tryggja skírteini hvers flugmanns“ fyrir 25.000.000 krónur og væri sú fjárhæð vísitölubundin. Skyldi tryggingin ná yfir „réttindamissi um stundarsakir og réttindamissi vegna aldurshrörnunar.“ Í 2. mgr. greinarinnar sagði að bætur vegna réttindamissis um stundarsakir skyldu nema 2% af 100.000 bandaríkjadölum á mánuði að loknum þriggja mánaða biðtíma. Í 3. mgr. var síðan fjallað um rétt til skírteinistryggingar vegna varanlegra veikinda og mælt þar fyrir um að greiða skyldi óskerta tryggingarfjárhæð að 60 ára aldri „vegna missis skírteinis“ þó svo að sennilegt yrði talið að hinn tryggði gæti síðar meir stundað aðra atvinnu en þá sem skírteinið gilti fyrir. Þá var í greininni gert ráð fyrir því að bætur samkvæmt skírteinistryggingu lækkuðu frá og með 61. aldursári og féllu með öllu niður á 64. aldursári. Bæturnar skyldu vera í formi eingreiðslu eða inntar af hendi í áföngum að vali viðkomandi rétthafa. Starfslok Halldórs Þórs höfðu engin áhrif á réttarstöðu hans að þessu leyti enda var sérstaklega tekið fram í grein 08‑5 í kjarasamningnum að segði áfrýjandi flugmanni upp starfi skyldi sú uppsögn engin áhrif hafa á rétt hans til skírteinistryggingar væru veikindi hans komin til áður en starfstíma hans lyki. Í málinu liggur jafnframt frammi kjarasamningur sömu aðila frá 19. júlí 2011 sem gilti frá 1. sama mánaðar.  Þar voru sambærileg ákvæði um skírteinistryggingu í grein 08 með því fráviki þó að þar var í engu gerð grein fyrir því hvernig standa skyldi að bótagreiðslum vegna réttindamissis um stundarsakir.

Áfrýjandi mótmælir þessum lið í kröfu stefndu á þeim forsendum að skilyrði til greiðslu bóta samkvæmt skírteinistryggingu séu ekki fyrir hendi, en þau komi fram í skilmálum þeirrar tryggingar sem tekin hafi verið hjá Icecap Insurance PCC Limited á Guernsey. Vísar áfrýjandi meðal annars til þess að í grein 4.1 í tryggingaskilmálunum, sem ber yfirskriftina: „Eingreiðsla vegna leyfismissis og bætur vegna tímabundinnar algerrar óvinnufærni“, komi fram að réttur til eingreiðslu fullra bóta sé háður því að leyfi hins tryggða starfsmanns sé „að fullu afturkallað“ og „fellt varanlega úr gildi“. Þetta sé síðan áréttað nánar í d-lið greinar 4.2 þar sem það skilyrði sé sett fyrir greiðslu vegna leyfismissis að flugskírteini hins tryggða hafi verið „varanlega ógilt af hálfu Flugmálastjórnar vegna algerrar ófærni hins tryggða starfsmanns að sinna öllum starfsskyldum sínum.“ Til þessa hafi ekki komið í tilviki Halldórs Þórs sem aldrei hafi, frá upphafi veikinda haustið 2010 og fram að andláti hans 7. mars 2016, verið varanlega sviptur flugskírteini sínu. Í bréfi Flugmálastjórnar Íslands 7. október 2010 hafi verið staðfest að Halldór Þór uppfyllti ekki að svo stöddu kröfur þær sem gerðar væru til fyrsta flokks heilbrigðisvottorðs en slíkt vottorð hafi verið skilyrði fyrir gildi flugskírteinis hans. Það hafi síðan ekki verið fyrr en 15. maí 2014 sem nýtt læknisvottorð hafi legið fyrir um heilsufar Halldórs Þórs. Samgöngustofa hafi í bréfi 4. júní 2015 hafnað beiðni hans um að metið yrði hvort hann byggi við varanlegan hæfisbrest til atvinnuflugmannsstarfa þannig að skírteini yrði varanlega fellt úr gildi. Hafi sú staða verið óbreytt við andlát Halldórs Þórs 7. mars 2016.

Svo sem rakið hefur verið hér að framan reisir stefnda kröfu sína vegna skírteinistryggingar á þeim grundvelli að Halldóri Þór hafi borið bætur úr hendi áfrýjanda er nemi óskertri fjárhæð tryggingarfjár samkvæmt grein 08-3 í framangreindum kjarasamningi en óumdeilt er að áfrýjandi endurnýjaði ekki skírteinistryggingu Halldórs Þórs eftir hina ólögmætu riftun á ráðningarsamningnum 30. september 2010. Í tilvitnaðri grein í kjarasamningnum kom fram það skilyrði fyrir eingreiðslu fullra bóta að viðkomandi flugmaður missti skírteini sitt. Í vátryggingarskilmálum Icecap Insurance PCC Limited sem raktir eru hér að framan og áfrýjandi byggir á voru að þessu leyti sett strangari skilyrði fyrir greiðslu óskertrar skírteinistryggingar með því að áskilið var að Flugmálastjórn Íslands hefði varanlega ógilt flugskírteini viðkomandi flugmanns. Áfrýjandi gat ekki með skilmálum vátryggingar sem hann sjálfur tók þrengt rétt Halldórs Þórs til bóta úr skírteinistryggingu frá því sem mælt var fyrir um í kjarasamningi. Mat á bótaskyldu áfrýjanda vegna skírteinistryggingarinnar verður því að ráðast að öllu leyti af skýringu ákvæða kjarasamningsins.

Svo sem fram hefur komið liggur fyrir að 7. október 2010 staðfesti Flugmálastjórn Íslands að af heilsufarsástæðum uppfyllti Halldór Þór ekki þær kröfur sem gerðar væru svo hann fengi neytt atvinnuflugmannsréttinda sinna. Með því missti hann skírteini sitt í skilningi greinar 08-3 í kjarasamningnum þó svo að á því tímamarki lægi ekki fyrir hvort að svo væri tímabundið eða varanlega. Af gögnum málsins verður ráðið að skírteini Halldórs Þórs hafi fallið úr gildi 27. nóvember 2011 þegar gildistími þess rann skeið sitt á enda án þess að leitað hafi verið eftir endurnýjun þess. Í vottorði 15. maí 2014 frá lækni sem Halldór Þór leitaði til kom fram það álit að heilsufar hans samrýmdist ekki endurnýjun á „atvinnuflugmannsskírteini“ og væru ekki líkur til þess að hann mundi geta uppfyllt skilyrði til slíks áður en hann næði 65 ára aldri í maí 2016. Í bréfi 6. febrúar 2015 skýrði læknirinn þetta nánar á þann hátt að Halldór Þór hafi orðið óvinnufær til atvinnuflugmannsstarfa frá og með 29. september 2010 og að það ástand hefði ekki breyst á þeim tíma sem liðinn væri. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna óskaði Halldór Þór eftir því við Samgöngustofu með bréfi 21. maí 2015 að hún mæti hvort hann uppfyllti þær kröfur sem gerðar væru til útgáfu fyrsta flokks heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanna og hvort atvinnuflugmannsskírteini hans væri varanlega fallið úr gildi. Í svari stofnunarinnar 4. júní 2015 var þessari beiðni hafnað án þess að tekin væri efnisleg afstaða til spurninga Halldórs Þórs. Fyrrnefnt álit í læknisvottorði um varanlegan heilsubrest hans fær á hinn bóginn nokkurn stuðning í framburði yfirlæknis heilbrigðisskorar Samgöngustofu fyrir héraðsdómi. Áfrýjandi hefur um tímabilið frá 29. september 2010 fram til 15. maí 2014 vísað til þess að stefnda hafi ekki sýnt fram á að heilsufari Halldórs Þórs hafi verið þannig farið allan þann tíma að útilokað hafi verið að hann fengi endurútgefið flugskírteini sitt. Til þess ber þá að líta að áfrýjandi rauf með ólögmætum hætti ráðningarsamband sitt við Halldór Þór 30. september 2010. Ef ekki hefði komið til þess liggur fyrir að sameiginlegir hagsmunir áfrýjanda og Halldórs Þórs hefðu staðið til þess að sem fyrst yrði ráðið til lykta hvort að líkur stæðu til þess að hann öðlaðist á ný þá heilsu að geta tekið við starfi sínu ellegar hvort heilsubrestur hans væri varanlegur þannig að leiða myndi til starfsloka og greiðslu skírteinistryggingar. Að því virtu stendur það áfrýjanda nær að bera hallann af því að ekki liggi fyrir fullkomnar upplýsingar um heilsufar Halldórs Þórs á öllu umræddu tímabili. Hefur áfrýjanda ekki tekist að færa neitt það fram sem fær því hnekkt að á tímabilinu frá 29. september 2010 til dauðadags hafi heilsufar Halldórs Þórs verið með þeim hætti að honum hafi ekki verið unnt að öðlast á ný réttindi sín sem atvinnuflugmaður og að hann hafi því misst varanlega flugskírteini sitt í skilningi greinar 08-3 í kjarasamningi milli FÍA og áfrýjanda frá og með haustinu 2010. Á stefnda því rétt á bótum á þeim grundvelli.

Samkvæmt öllu framangreindu verður staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að áfrýjanda beri að greiða stefndu 68.873.060 krónur svo og niðurstaða hans um vexti. Einnig verður staðfest ákvæði dómsins um málskostnað, en áfrýjanda verður gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. 

Dómsorð:

Héraðsdómur skal vera óraskaður.

Áfrýjandi, Icelandair ehf., greiði stefndu, Margréti Pálsdóttur, 1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.

 

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2016.

Mál þetta, sem dómtekið var 19. maí sl., er höfðað 29. september 2014 af  Halldóri Þór Halldórssyni, Steinavör 6, Seltjarnarnesi gegn Icelandair ehf., Reykjavíkurflugvelli, Reykjavík. Stefnandi andaðist 7. mars sl. og hefur dánarbú hans tekið við aðild málsins.

Stefnandi gerir þær dómkröfur aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 63.911.720 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 1.100.173 krónum frá 01.02.2011 til 01.03.2011, af 2.200.346 krónum frá þeim degi til 01.04.2011, af 3.300.519 krónum frá þeim degi til 01.05.2011, af 4.400.692 krónum frá þeim degi til 01.06.2011, af 5.500.865 krónum frá þeim degi til 01.07.2011, af 6.601.038 krónum frá þeim degi til 01.08.2011, af 7.747.968 krónum frá þeim degi til 01.09.2011, af 9.128.685 krónum frá þeim degi til 01.10.2011, af 10.275.615 krónum frá þeim degi til 01.11.2011 krónum, og loks 63.911.720 krónum frá þeim degi til greiðsludags.

Til vara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 68.873.060 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 1.100.173 krónum frá 01.02.2011 til 01.03.2011, af 2.200.346 krónum frá þeim degi til 01.04.2011, af 3.300.519 krónum frá þeim degi til 01.05.2011, af 4.400.692 krónum frá þeim degi til 01.06.2011, af 5.500.865 krónum frá þeim degi til 01.07.2011, af 6.601.038 krónum frá þeim degi til 01.08.2011, af 7.747.968 krónum frá þeim degi til 01.09.2011, af 9.128.685 krónum frá þeim degi til 01.10.2011, af 10.275.615 krónum frá þeim degi til 29.09.2014 krónum, og loks 68.873.060 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Loks krefst stefnandi málskostnaðar.

Stefndi krefst sýknu og greiðslu málskostnaðar.

                Helstu atvik málsins eru þau að stefnandi, sem þá hafði starfað hjá stefnda í 26 ár, þar af tæpan helming starfstímans sem flugstjóri, var fyrirvaralaust sagt upp störfum í lok september 2010. Var stefnandi þá liðlega 59 ára að aldri og í 26. sæti á starfsaldurslista stefnda, sem þá taldi 306 flugmenn. Aðdragandi slita á ráðningarsamningi var að stefnandi hafði lokið fraktverkefni í Belgíu 28. ágúst 2010. Var hann á heimleið með flugi stefnda frá Kaupmannahöfn og ferðaðist sem almennur farþegi. Ágreiningur er um hvaða háttsemi stefnandi viðhafði gagnvart starfsmönnum stefnda í þessari flugferð. Var stefnandi kallaður á fund stefnda 2. september 2010 þar sem stefnandi var sakaður um alvarlegt brot á starfsskyldum sem flugstjóri vegna atvika á heimferðinni. Var hann sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart flugfreyju og ógnandi tilburði gagnvart flugvirkja. Hann hafi verið áberandi drukkinn og átt erfitt með gang. Hafi flugstjóri þurft að beita hann fortölum til að fá hann frá borði. Loks hafi verið kvartað undan dónaskap af hálfu fyrirtækis sem ók honum heim. Taldi stefndi að þessi atriði samanlagt hefðu falið í sér mjög alvarlegt brot á starfsskyldum stefnanda.

Stefnandi var á ný boðaður á fund stefnda 15. september 2010 þar sem stefnanda var tilkynnt að hann mætti vænta uppsagnar vegna atviksins. Næsta dag bar stefndi fyrirhugaða uppsögn undir starfsráð til umsagnar, sbr. 11. og 13. gr. b. í starfsaldursreglum flugmanna stefnda, sem eru hluti kjarasamnings Félags íslenskra atvinnuflugmanna og stefnda. Fór stefnandi 21. september 2010 í tveggja vikna meðferð á Vogi til könnunar á því hvort hann væri haldinn áfengissýki. Við útskrift 5. október 2010 var stefnandi ekki talinn uppfylla greiningarviðmið fyrir áfengissýki. Stefnandi leitaði til sérfræðings í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum sem 29. september 2010 staðfesti að stefnandi væri aftur kominn með einkenni járnofhleðslu, sem hann hefði fyrst greinst með 2004 og enn valdið stefnanda sykursýki. Væri hafin lyfjameðferð við þeim sjúkdómi. Stefndi veitti viðtöku vottorði um þetta efni sama dag, sem og yfirlæknir heilbrigðisskorar Flugmálastjórnar Íslands.  

Ofangreint starfsráð komst að þeirri niðurstöðu 30. september 2010 að hegðun stefnanda og framkoma í flugferðinni 28. ágúst 2010 hefði falið í sér mjög alvarlegt brot á starfsskyldum hans, auk þess sem um beint brot á jafnréttisstefnu stefnda hefði verið að ræða. Framkoma hans hafi ekki samrýmst manni í hans stöðu. Hefði hann vanrækt skyldur sínar sem flugstjóri og gerst sekur um stórfelldar ávirðingar utan starfs. Hefði einkum ölvunarástand stefnanda falið í sér mjög alvarlegt brot á starfsskyldum hans. Þá hafi hann sýnt flugfreyju ítrekaða kynferðislega áreitni. Taldi starfsráð þessi brot fela í sér heimild til handa stefnda til að víkja stefnanda úr starfi.

Flugmálastjórn Íslands tilkynnti stefnanda með bréfi, 7. október 2010, að á grundvelli læknisvottorðs áðurgreinds sérfræðings í innkirtla- og efnaskipta-sjúkdómum lægi fyrir að stefnandi uppfyllti ekki, að svo stöddu, kröfur sem gerðar væru til 1. fl. heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanna samkvæmt viðeigandi kröfum sem giltu um veikindi stefnanda. Staða málsins yrði óbreytt uns Flugmálastjórn bærust frekari upplýsingar um heilsufar stefnanda.

Með bréfi 30. september 2010 rifti stefndi fyrirvaralaust ráðningarsamningi sínum við stefnanda frá og með 1. október 2010 að telja. Var ástæða þess sögð vera atvik sem átt hefðu sér stað, 28. ágúst 2010, er stefnandi var á vakt og á heimleið úr fragtverkefni á vegum stefnda. Sú hegðun hafi verið bæði óviðurkvæmileg og ósamrýmanleg stöðu stefnanda sem flugstjóra hjá stefnda. Með hegðun sinni hefði stefnandi brotið gróflega gegn starfsskyldum sínum gagnvart stefnda og fyrirgert því trausti sem stefndi óhjákvæmilega yrði að geta borið til flugstjóra sinna. Félag íslenskra atvinnuflugmanna mótmælti brottvikningunni í bréfi til stefnda 1. október 2010. Voru sjónarmið stefnanda áréttuð í bréfum 12. nóvember 2010 og 11. febrúar, 17. mars og 1. apríl 2011. Var ítrekaður réttur stefnanda til 13 mánaða launa í veikindaforföllum, ásamt því að skorað var á stefnda að greiða laun samkvæmt bókun með kjarasamningi um rétt stefnanda til starfslokasamnings. Með bréfi stefnda 2. maí 2011 var kröfum stefnanda hafnað.   

Í júní 2012 hafði stefnandi ekki fengið staðfestingu á því hvort hann væri vinnufær eða ekki og ákvað að höfða dómsmál á hendur stefnda til viðurkenningar á ólögmætri riftun á ráðningarsamningi aðila. Með dómi Hæstaréttar, 13. febrúar 2013 í máli nr. 604/2013, var riftun á ráðningarsamningi aðila dæmd ólögmæt og staðfest að stefndi væri skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda af þeim sökum. Jafnframt var stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 800.000 krónur í miskabætur fyrir meiðyrði og ólögmæta meingerð í garð stefnanda. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur að því leyti staðfesti með vísan til forsendna kom fram, að ekki teldist sannað að stefnandi hafi drukkið áfengi í óhófi í flugferðinni 28. ágúst 2010. Sannað þótti að stefnandi hefði sýnt af sér óviðeigandi hegðun gagnvart flugfreyju og misboðið henni. Hins vegar þótti ekki sannað að um hafi verið að ræða kynferðislega áreitni. Þá þótti sannað að stefnandi hafi gripið í flugvirkja og krafið hann um nafn hans. Hafi þurft að beita stefnanda fortölum til að fá hann frá borði. Flugvirkinn hefði hins vegar ekki lýst háttsemi stefnanda þannig að stefnandi hafi ógnað honum. Bifreiðastjóri sá er átti að hafa kvartað undan stefnanda er stefnanda var ekið heim kom ekki fyrir dóminn. Dóminum þótti ljóst að stefnandi hafi sýnt af sér ókurteisi og hegðað sér með þeim hætti að ekki sæmdi stöðu hans. Þótt sýnt hefði verið fram á að hegðun stefnanda hefði verið óviðeigandi þótti hún ekki hafa verið þess eðlis að réttlætt gæti fyrirvaralausa uppsögn úr starfi. Hafi stefnda borið að veita stefnanda áminningu ef framganga hans í starfi gaf tilefni til þess áður en honum yrði sagt upp.

Sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum ritaði 15. maí 2014 álitsgerð vegna stefnanda þar sem fram kom að heilsufar stefnanda samrýmdist ekki endurnýjun á atvinnuflugmannsskírteini og að ólíklegt væri að á því yrði breyting fyrir 65 ára afmælisdag hans, 2. maí 2016. Stefnandi óskaði eftir afstöðu stefnda, 11. september 2014, til álitsgerðarinnar og hvort stefnandi teldist varanlega óvinnufær sem atvinnuflugmaður fram yfir 65 ára aldur. Því erindi var ekki svarað og höfðaði stefnandi mál það sem hér er til úrlausnar í kjölfar.  

Við aðalmeðferð málsins gaf yfirlæknir heilbrigðisskorar Flugmálastjórnar Íslands vitnaskýrslu fyrir dóminum.  

II

Stefnandi reisir málatilbúnað sinn á því að með dómi Hæstaréttar í máli nr. 604/2013 milli sömu aðila hafi því verið slegið föstu að stefndi sé skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda vegna saknæmrar og ólögmætrar riftunar 30. september 2010 á ráðningarsamningi aðila. Eðli máls samkvæmt beri stefnda því að gera stefnanda sem líkast settan fjárhagslega og ef honum hefði ekki verið vikið ólöglega úr starfi. Til að svo megi verða beri stefnda að greiða bætur sem jafngildi fullum launum stefnanda í veikindaforföllum í alls 13 mánuði, frá 1. október 2010 til 31. október 2011 að telja, og bætur er jafngildi óskertri tryggingafjárhæð samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna, hvoru tveggja í samræmi við kjarasamninga milli FÍA og stefnda frá 10. febrúar 2010 og 19. júlí 2011. Stefnandi telur að lýst tjón beri í öllum tilvikum að telja sennilega afleiðingu af hinni saknæmu og ólögmætu háttsemi stefnda.

Stefnandi byggi á því að samkvæmt starfsaldursreglum flugmanna stefnda, sem séu hluti af kjarasamningunum 2010 og 2011, sbr. grein 03-1, geti flugmaður, sem einu sinni hafi fengið starfsaldursröð sína viðurkennda, ekki misst þann aldursrétt nema hann segi sjálfur starfi sínu lausu eða verði að láta af störfum vegna mistaka í starfi, sbr. 7. gr. starfsaldursreglnanna. Stefnandi hafi 30. september 2010 skipað 26. sæti af 306 flugmönnum á starfsaldurslista stefnda. Þýðing þessa lista fyrir starfsöryggi flugmanna sé gríðarlegt, enda verði flugmanni ekki sagt upp með lögmætum hætti á undan öðrum neðar á listanum, nema því aðeins að hann hafi gerst sekur um svo vítaverðar misfellur í starfi, eða stórfelldar ávirðingar utan starfs, að réttlæti uppsögn. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 604/2013 hafi stefnandi verið alfarið hreinsaður af áburði stefnda um brot eða misfellur í starfi. Þegar af þeirri ástæðu sé ljóst að stefndi hefði aldrei mátt segja stefnanda upp starfi bótalaust. Með hinni ólögmætu riftun 30. september 2010 hafi stefndi gengið enn lengra. Hann hafi svipt stefnanda atvinnuöryggi og launatekjum flugstjóra til 65 ára aldurs, þvert á samningsbundna stöðu stefnanda, og í ofanálag neitað að greiða stefnanda kjarasamningsbundin veikindalaun. Hafi stefnandi síðan verið tekjulaus. Á grundvelli hinnar ólögmætu riftunar muni stefndi að öllum líkindum hafa sagt upp 25.000.000 króna vísitölutryggðri skírteinistryggingu vegna stefnanda samkvæmt grein 08-3 kjarasamninganna, sem taki til sjúkdóma sem leiða til skírteinismissis. Með því hafi stefndi svipti stefnanda rétti til að sækja þá tryggingarfjárhæð gegnum vátryggjanda stefnda eða fá hana greidda með öðrum þeim hætti er tíðkast hafi í starfsemi stefnda þegar svo háttaði til. Samkvæmt grein 01-7 kjarasamninganna hafi stefndi skuldbundið sig til að ganga frá lokalaunauppgjöri við starfslok flugmanns í sama mánuði og viðkomandi láti af störfum. Þótt ákvæðið taki eðli máls samkvæmt mið af lögmætum starfslokum hljóti sömu sjónarmið að gilda um hin ólögmætu starfslok stefnanda af völdum stefnda. Í ljósi þess að stefnandi hafi orðið varanlega óvinnufær sem atvinnuflugmaður eigi hann ekki rétt til skaðabóta í formi launa til 65 ára aldurs, eins og ella hefði verið. Þess í stað verði stefnandi að sækja framangreinda skírteinistryggingu eða jafngildi hennar úr hendi stefnda, ásamt jafngildi veikindalauna í 13 mánuði. Undir eðlilegum kringumstæðum verði að ætla að stefndi hefði greitt þau laun fyrir tímabilið frá 1. október 2010 til 31. október 2011 og að í beinu framhaldi hefði stefnandi fengið greidda út hina umsömdu tryggingarfjárhæð. Með ólögmætu framferði sínu hafi stefndi hins vegar valdið óvissu um þessi tímamörk og beri því að virða vafa þar að lútandi stefnda í óhag, enda ólíðandi ef stefndi myndi hagnast á lögbroti sínu á kostnað stefnanda.

Stefnandi byggi á því að ef ekki hefði komið til hins ólögmæta brottrekstrar 30. september 2010 hefði hann átt skýlausan rétt til 13 mánaða launa í veikindum samkvæmt grein 07-2 kjarasamningsins frá 2010, en þar segi að veikist flugmaður og forföll hans séu staðfest, þá skuli greiða honum full laun samkvæmt 11. grein samningsins í allt að 13 mánuði. Í málinu liggi fyrir að stefnandi hafi orðið óvinnufær vegna veikinda 29. september 2010 og að stefndi hafi staðfest forföll hans samdægurs með athugasemdalausri móttöku á vottorði Ástráðs B. Hreiðarssonar, sérfræðings í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Hafi stefndi á annað borð haft ástæðu til að efast um veikindin og áhrif þeirra á hæfi stefnanda til að neyta atvinnuflugmannsréttinda, hefði honum verið í lófa lagið að bregðast við því og óska nánari skýringa. Í stað þessa hafi stefndi rift ráðningarsambandi við stefnanda meðan á veikindunum stóð. Sú riftun hafi nú verið dæmd ólögmæt. Stefnda stoði ekki í þessu sambandi að bera fyrir sig að Flugmálastjórn Íslands hafi ekki staðfest formlega að stefnandi væri óvinnufær sökum veikindanna fyrr en 7. október 2010, enda hefði stefnandi enn verið í starfi flugstjóra þann dag ef ekki hefði komið til hinnar ólögmætu riftunar. Stefnandi eigi því ótvíræðan rétt á bótum úr hendi stefnda sem samsvari fullum launum í 13 mánuði, enda hafi stefnandi verið óvinnufær í allan þann tíma. Stefnandi telji óumdeilt að stefndi hafi síðast greitt honum laun fyrir tímabilið september 2010. Samkvæmt því eigi stefnandi rétt til bóta sem samsvari fullum launum fyrir tímabilið frá 1. október 2010 til 31. október 2011. Um orðasambandið full laun vísi stefnandi til 11. gr. kjarasamningsins frá 2010, sem og til c.-liðar greinar 11-3 kjarasamningsins frá 19. júlí 2011, en samkvæmt téðu ákvæði hafi öll laun og launataxtar flugmanna stefnda hækkað um 4,25%, 1. júlí 2011. Þá vísi stefnandi til samkomulags, milli FÍA og stefnda á bls. 30 í síðargreindum kjarasamningi, um 21,25% eingreiðslu til allra flugmanna vegna tímabilsins frá 1. febrúar til 30. júní 2011. Í tilviki stefnanda teljist full laun vera föst mánaðarlaun flugstjóra í 25. launaflokki að viðbættu vaktaálagi, desemberuppbót og reiknuðum orlofslaunum af þeim heildarlaunum, en um orlof og frídaga flugmanna eftir 20 ára þjónustu í þágu stefnda vísist til 5. greinar kjarasamningsins frá 2010 og greinar 05-2 samningsins frá 2011. Stefnandi styðji fjárhæð kröfunnar við útreikninga Vigfúsar Ásgeirssonar tryggingastærðfræðings 25. september 2014 á eingreiðsluverðmæti fullra launa samkvæmt umsömdum launatöflum og öðrum ákvæðum kjarasamninganna, að frádregnum 24% iðgjöldum til Eftirlaunasjóðs FÍA (EFÍA), sem stefnda beri að skila samkvæmt 9. grein samninganna. Stefnandi minni á að samkvæmt dómframkvæmd eigi hann ekki aðild að kröfu á hendur stefnda um lífeyrissjóðsiðgjöld af þeim veikindalaunum, sem hér um ræði. Vænti stefnandi þess að EFÍA muni gera slíka kröfu í hans stað, nema stefndi standi skil á umræddum iðgjöldum að fyrra bragði. Gangi það ekki eftir áskilji stefnandi sér rétt til að krefja stefnda á síðari stigum um bætur vegna tapaðra lífeyrisréttinda.

Að öllu framangreindu gættu nemi fjárhæð bótakröfu stefnanda 17.725.427 krónum, auk dráttarvaxta, en krafan sundurliðist svo: (a) jafngildi fullra launa frá 01.10. 2010 til 31.10. 2011 = 14.508.868 krónur, (b) jafngildi persónuuppbóta á tímabilinu = 588.809 krónur og (c) jafngildi orlofslauna á tímabilinu = 2.627.750 krónur, eða samtals 17.725.427 krónur. Gerð sé krafa um dráttarvexti af þeirri fjárhæð sem stefnanda hefði borið að fá í hverjum mánuði sem um sé að ræða á gjalddaga launa þess mánaðar, sem sé fyrsti dagur næsta mánaðar á eftir. Ekki sé munur á aðal- og varakröfum stefnanda hvað varði þennan þátt í kröfugerð hans.

Stefnandi telji einsætt að ef ekki hefði komið til hins ólögmæta brottrekstrar af hálfu stefnda 30. september 2010 hefði hann fengið andvirði skírteinistryggingar samkvæmt grein 08-3 kjarasamningsins 2011, sbr. samhljóða ákvæði samningsins 2010 þegar lokið hefði rétti hans til launa í veikindaforföllum, 31. október 2011. Samkvæmt téðri grein beri stefnda að tryggja skírteini hvers flugmanns fyrir 25.000.000 króna og greiða hlutaðeigandi þá fjárhæð í einu lagi missi sá hinn sami atvinnuflugmannsskírteini sitt. Samkvæmt grein 08-10 samninganna sé umrædd tryggingafjárhæð vísitölutengd. Með bréfi Flugmálastjórnar 7. október 2010 hafi stefnanda verið tilkynnt að á grundvelli vottorðs Ástráðs B. Hreiðarssonar, sérfræðings í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, frá 29. fyrra mánaðar væri ljóst að stefnandi uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar væru til útgáfu 1. flokks heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanna í reglum JAR-FCL 3. Þær reglur komi fram í fylgiskjali I með reglugerð nr. 403/2008 um heilbrigðiskröfur flugliða, og segi þar, í 4. viðauka við kafla B, að efnaskipta- og innkirtlavanvirkni valdi vanhæfi til að sækja um, öðlast og neyta réttinda 1. flokks atvinnuflugmannsskírteinis, og að notkun lyfja gegn sykursýki valdi vanhæfi. Umrædd reglugerð hafi nú verið felld úr gildi og við tekið reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi. Með henni hafi verið innleiddar samsvarandi reglur Evrópusambandsins, m.a. reglugerð 1178/2011, en þar segi í IV. viðauka undir „MED.B.025“, að sjúklingur með sykursýki af gerðinni „diabetes mellitus“ skuli metinn óhæfur til að öðlast 1. flokks heilbrigðisvottorð nema því aðeins að blóðsykurstjórnun sé í lagi. Stefnandi hafi þjáðst af þessari tegund sykursýki og hafi ekki náð viðunandi blóðsykurstjórnun. Því miður hafi heilsufar stefnanda aðeins versnað, svo sem glöggt megi ráða af læknisvottorði Ástráðs B. Hreiðarssonar frá 15. maí 2014, en þar komi m.a. fram, að strax í september/október 2010 hafi stefnandi þurft tvenns konar sykursýkislyf, Glimeryl og Glucophage, í stað eins áður. Frá sama tíma hafi þurft blóðaftappanir til að stemma stigu við járnofhleðslusjúkdómi hans. Í ársbyrjun 2012 hafi stefnandi glímt við yfirliðsköst og verið lagður inn á bráðadeild Landspítala vegna þessa 6. febrúar. Þá hafi hann 12. sama mánaðar verið lagður inn vegna hás hita og slappleika, með grun um æðakölkun í hjarta og truflun í ósjálfráða taugakerfinu. Í framhaldi hafi hann verið settur á hjarta- og æðasjúkdómalyf. Í vottorðinu komi og fram að stefnandi sé enn háður töku á þeim lyfjum, sem og nefndum sykursýkislyfjum, að nú sé ljóst að sykursýkin sé í þetta sinn komin til að vera og að einn af fylgikvillum hennar sé æðakölkun. Í framhaldi hafi sérfræðingurinn komist að þeirri niðurstöðu að heilsufar stefnanda samrýmist ekki endurnýjun á atvinnuflugmannsskírteini og að ekki séu líkur á að heilsa hans batni að því marki að hann uppfylli kröfur til útgáfu heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanna að nýju áður en hann nái 65 ára aldri, 2. maí 2016.  Að þessu sögðu byggi stefnandi á því að hann hafi misst atvinnuflugmannsskírteini sitt vegna alvarlegra og viðvarandi veikinda, sem reynst hafi varanleg. Missir flugstjórnarréttinda stefnanda sé því varanlegur að sama skapi. Þess utan sé og ljóst að sökum hins ólögmæta brottrekstrar, 30. september 2010, hafi stefnandi frá sama degi aldrei átt afturkvæmt í starf flugstjóra. Á greindu tímamarki hafi stefnandi verið innan við sextugt og því beri að dæma stefnda til að greiða honum jafngildi óskertrar skírteinistryggingar í samræmi við grein 08-3 títtnefndra kjarasamninga. Samkvæmt téðu samningsákvæði sé hér um að ræða eingreiðslu, sem hlutaðeigandi flugmaður ráði hvort greiðist í einu lagi eða í áföngum. Stefnandi geri í málinu kröfu um eingreiðslu og byggi á því að ef ekki hefði komið til hinnar ólögmætu riftunar af hálfu stefnda hefði stefnandi fengið slíka eingreiðslu 1. nóvember 2011 þegar réttur hans til launa í veikindaforföllum hefði tæmst. Sé stefndi þessu ósammála skori stefnandi á hann að leggja fram uppgjör við alla flugmenn sína síðustu 10 ár, sem þurft hafi að láta af störfum vegna veikinda, hafi í því sambandi þegið veikindalaun og í framhaldi fengið greidda út hina samningsbundnu skírteinistryggingu. 

Stefnandi tefli því einnig fram að stefndi hafi á fyrri stigum ágreiningsins haldið því fram að í stað riftunar hefði stefnda þess í stað verið heimilt að segja stefnanda upp störfum með kjarasamningsbundnum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Slík uppsögn sé að áliti stefnanda ólögmæt, enda fæli hún í sér brot á starfsaldursreglum flugmanna stefnda. Það sem hér skipti þó máli sé grein 08-5 téðra kjarasamninga, en samkvæmt henni skuli engu skipta um rétt flugmanns til tryggingarfjár þótt stefndi segi hlutaðeigandi flugmanni upp störfum, enda séu veikindi flugmannsins komin í ljós áður en starfstíma hans lýkur. Hin meinlega afstaða stefnda til stefnanda og einbeittur vilji til að bola honum burt úr starfi styðji því aðeins kröfu stefnanda um jafngildi óskertrar skírteinistryggingar samkvæmt grein 08-3 kjarasamninganna. Væri enda fráleit sú niðurstaða að stefndi kæmist upp með að víkja veikum flugmanni úr starfi með ólögmætum hætti og svipta hann þar með rétti til skírteinistryggingar án þess að bera ábyrgð á þeirri meingerð og því fjártjóni sem hlaut að fylgja. Að virtu öllu framangreindu byggi stefnandi á því að honum beri bætur úr hendi stefnda er nemi jafngildi 100% tryggingarfjár samkvæmt grein 08-3 kjarasamninganna 2010 og 2011, frá 1. nóvember 2011, en samkvæmt grein 08-10 samninganna skuli sú tryggingafjárhæð miðast við vísitölu neysluverðs í janúar 2000, sem sé 194,0 stig og breytast mánaðarlega samkvæmt henni. Um fjárhæð jafngildiskröfunnar vísi stefnandi til útreikninga Vigfúsar Ásgeirssonar tryggingastærðfræðings 25. september 2014, en samkvæmt þeim nemi bótafjárhæðin uppreiknuð 49.561.856 króna án dráttarvaxta þann 1. nóvember 2011. Aðalkrafa stefnanda byggi á framangreindri fjárhæð skírteinistryggingar og sé þá jafnframt gerð krafa um dráttarvexti af fjárhæðinni frá 1. nóvember 2011. Varakrafa stefanda byggi á því að ef ekki verði talið rétt að stefndi greiði dráttarvexti af fjárhæð skírteinistryggingarinnar frá 1. nóvember 2011 skuli til vara miða við að sá hluti kröfugerðar stefnanda beri dráttarvexti frá þeim degi er mál þetta var höfðað með birtingu stefnu 29. september 2014, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Komi til þess leiði af sjálfu sér að fjárhæð skírteinistryggingar taki vísitölubreytingum til sama tíma, þ.e. septembermánaðar 2014. Samkvæmt útreikningum Vigfúsar Ásgeirssonar sé fjárhæðin uppreiknuð til þess tíma 54.523.196 krónur.

Stefnandi reisir kröfur sínar á meginreglum samninga-, kröfu- og vinnuréttarins um skuldbindingargildi vinnusamninga, kjarasamningum FÍA og stefnda frá 10. febrúar 2010 og 19. júlí 2011, almennum reglum skaðabótaréttarins og sakarreglunni innan samninga. Þá vísar stefnandi til laga nr. 30/1987 um orlof og reglugerða nr. 403/2008 og 180/2004. Kröfu um dráttarvexti styður stefnandi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum 1. mgr. 6. gr. Kröfu um málskostnað styður hann við 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur aðili og beri því nauðsyn að fá dóm fyrir slíkum skatti úr hendi stefnda. Um varnarþing vísast til 1. mgr. 33. gr. laga nr. 91/1991.

III

Stefndi byggir kröfu sína um sýknu á því að stefnandi eigi enga fjárkröfu á hendur stefnda. Í fyrsta lagi byggi stefnandi kröfur sínar á því að vegna annars vegar ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi og hins vegar framangreindra veikinda þá eigi stefnandi rétt á greiðslu veikindalauna í 13 mánuði frá og með 1. október 2010. Telji stefnandi að Hæstiréttur hafi í dómi sínum alfarið hreinsað stefnanda af áburði stefnda um brot eða misfellur í starfi. Þegar af þeirri ástæðu sé ljóst að stefndi hafi aldrei mátt segja stefnanda upp starfi bótalaust. Stefndi mótmæli þessum málatilbúnaði. Það sé óumdeilt að stefnda hafi ekki verið heimilt að segja stefnanda fyrirvaralaust upp starfi sínu, samanber dóm Hæstaréttar í máli nr. 604/2013. Því sé þó hafnað að Hæstiréttur hafi alfarið hreinsað stefnda með þeim hætti að stefndi hafi ekki mátt segja stefnanda upp starfi með greiðslu þriggja mánaða uppsagnarfrests. Það sé meginregla í skaðabótarétti að sá sem krefjist bóta með réttmætum hætti eigi ekki að hagnast á tjóni sínu heldur að fá raunverulegt tjón bætt. Það sé því hlutverk dómstóla að meta hvert raunverulegt tjón stefnanda hafi verið vegna ólögmætrar riftunar ráðningarsamnings. Það sé óumdeilt milli aðila að hægt sé að segja flugmönnum upp starfi, enda komi skýrt fram í grein 03-2 í kjarasamningi milli FÍA og stefnda að uppsagnarfrestur flugmanna skuli vera þrír mánuðir miðað við mánaðamót. Það komi þó fram í 11. grein starfsaldursreglna sama samnings að ekki sé heimilt að segja flugmanni upp starfi fyrr en umsögn starfsráðs liggi fyrir. Líkt og að framan greini hafi það verið svo að 30. september 2010, þann dag sem stefndi rifti ráðningarsamningi við stefnanda, hafi legið fyrir umsögn starfsráðs þess efnis að stefnda væri heimilt að segja stefnanda upp störfum. Starfsráðið hafi þó ekki talið að heimild væri til staðar til riftunar ráðningarsamnings, líkt og stefndi hafi þó kosið að gera. Enginn ágreiningur sé um það að stefndi hafi farið með málið í réttan feril þegar stefndi hafi talið ástæða til fyrirvaralausrar uppsagnar stefnanda. Stefnda hafi ekki verið slík aðgerð heimil fyrr en að genginni umsögn starfsráðs. Slík umsögn hafi, líkt og fyrr greini, legið fyrir 30. september 2010. Stefndi hafi þó kosið að ganga lengra en sú umsögn heimilaði og rift ráðningarsamningi við stefnanda. Þá riftun hafi Hæstiréttur talið ólögmæta og að rétt hafi verið, kysi stefndi að rifta ráðningarsamningi, að áminna stefnanda áður en að riftun kæmi. Dómur Hæstaréttar hafi þó fjarri lagi í för með sér að stefnandi sé alfarið hreinsaður af áburði. Héraðsdómur hafi komist að því að stefnandi hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann hafi sýnt af sér ókurteisi og hegðað sér með hætti sem ekki sæmdi stöðu hans. Hafi hegðun hans einnig verið óviðeigandi, þó hún réttlæti ekki fyrirvaralausa uppsögn. Dómur héraðsdóms hafi verið staðfestur í Hæstarétti hvað þetta varði. Stefndi hafi talið að sú hegðun, sem dómstóllinn þó hafi staðfest að stefnandi hafi viðhaft, hafi verið þess eðlis að hún réttlæti uppsögn á ráðningarsamningi stefnanda þó hún réttlæti ekki fyrirvaralausa uppsögn. Megi, til að árétta þetta, nefna að ekkert komi fram í héraðsdómi eða hæstaréttardómi um að niðurstaða starfsráðs hafi verið röng. Með vísan til þessa, og þess að tjónþolar eigi ekki að hagnast á broti gagnvart þeim, þá telji stefndi einsýnt að stefnandi hafi ekki átt rétt til frekari greiðslna frá stefnda en sem numið hafi umsömdum þriggja mánaða uppsagnarfresti, skv. grein 03-2 í kjarasamningi aðila.  

Í kjarasamningi FÍA og stefnda sé samið um reglur hvað varði uppsögn sem séu með öðrum hætti en á almennum vinnumarkaði. Skilyrði séu sett fyrir því meðal annars hvernig hægt sé að standa að uppsögn telji stjórn eða forstjóri stefnda tilefni til slíkra aðgerða. Stefndi hafi í öllu farið að þeim reglum sem aðilar hafi samið um þegar að slíkum aðgerðum komi. Umsögn starfsráðs, sem sé grundvöllur þess að uppsögn sé heimil, hafi legið fyrir 30. september 2010. Hafi því þann dag verið til staðar heimild samkvæmt kjarasamningi til uppsagnar ráðningarsamnings. Þó stefndi hafi kosið að ganga lengra í aðgerðum sínum en starfsráð hafði komist að niðurstöðu um og þær aðgerðir verið dæmdar ólögmætar liggi ekkert fyrir um það í gögnum málsins eða annars staðar að uppsögn með uppsagnarfresti hafi verið óheimil. Þar sem augljóst sé að vilji stefnda hafi staðið til þess að slíta ráðningarsambandi við stefnanda sé ljóst að tjón hans sem hann hafi orðið fyrir vegna aðgerða stefnda, felist í því að hann hafi ekki fengið greiddan umsaminn 3ja mánaða uppsagnarfrest. Sé því þess vegna hafnað að stefnandi eigi rétt á bótum sem nemi 13 mánaða uppsagnarfresti á grundvelli veikinda, enda hafi vilji stefnda staðið til þess að slíta ráðningarsambandi aðila og skilyrði verið uppi um að gera það með 3ja mánaða uppsagnarfresti.

Skýrar reglur séu um það í vinnurétti að telji starfsmaður sig vanhaldinn launalega séð þá beri honum að hefja aðgerðir gagnvart vinnuveitanda innan hæfilegs tíma. Það hafi ekki verið fyrr en með máli sem höfðað hafi verið 20. júní 2012 sem stefnandi hafi leitað atbeina dómstóla vegna riftunar ráðningarsamnings. Þá hafi hann þó ekki kosið að leita eftir greiðslu vangreidds uppsagnarfrests heldur viðurkenningu á ólögmæti riftunar ráðningarsamnings. Það hafi ekki verið fyrr en með stefnu þingfestri 9. október 2014 sem hann hafi krafist bóta sem nemi greiðslu eftir uppsögn, eða 4 árum eftir að hann telji rétt sinn til launagreiðslna hafa stofnast. Stefndi telji það einsýnt að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti hvað þetta varði, tómlæti sem hafi í för með sér að krafa sem kunni að hafa verið til staðar sé fallin niður. Þrátt fyrir þetta hafi stefndi tekið þá ákvörðun að greiða stefnanda greiðslu sem nemi þriggja mánaða launum, auk dráttarvaxta ofl. Hafi sú greiðsla þegar verið greidd. Við þetta megi bæta að það sé meginregla í vinnurétti að ef starfsmaður sé kominn í leyfi vegna veikinda þá haldi hann þeim veikindarétti þó honum sé sagt upp störfum eftir að veikindaleyfi hefjist. Vinnuveitandi eigi ekki að geta stytt rétt til veikindaorlofs með uppsögn. Það þýði að ef réttur til veikindaleyfis á launum sé lengri en uppsagnarfrestur þá haldi starfsmaður rétti sínum til launa út umsaminn veikindarétt. Með þetta í huga þurfi að skoða hvort að stefnandi hafi verið kominn í veikindaleyfi áður en slit ráðningarsambands hafi átt sér stað, því sé svo ekki þá lengi ekki síðar tilkomin veikindi þann rétt sem starfsmaður eigi til greiðslu launa. Í grein 07-0 í fyrrgreindum kjarasamningi komi fram þau ákvæði sem gildi um veikindaréttindi flugmanna í starfi hjá stefnda. Við mat á því hvaða rétt stefnandi eigi til bóta frá stefnda telji stefndi að túlkun greinar 07-2 skipti höfuðmáli, enda krafa stefnanda um bætur sem nemi 13 mánaða launum á henni byggð. Stefnandi telji umrædda grein skýra. Það séu í raun tvö skilyrði sem þurfi að uppfylla til þess að flugmaður eigi rétt til greiðslu fullra launa í allt að 13 mánuði. Annars vegar þurfi flugmaður að veikjast og hins vegar þurfi forföll hans að vera staðfest. Nú hafi umsögn starfsráðs legið fyrir 30. september 2010 og þann sama dag hafi ráðningarsambandi aðila verið slitið. Þurfi því að meta hvort að umrædd tvö skilyrði hafi verið til staðar og uppfyllt þann dag. Ef svo sé eigi stefnandi rétt til bóta sem nemi launum í 13 mánuði, en ef svo sé ekki þá hafi stefnandi átt rétt til bóta sem nemi launum í 3 mánuði, samanber þó framangreint.  

Stefnandi byggi rétt sinn á fyrrgreindu læknisvottorði frá Ástráði B. Hreiðarssyni lækni sem móttekið hafi verið af stefnda 29. september 2010 eða degi áður en ráðningarsambandi hafi verið slitið. Virðist stefnandi gera sér grein fyrir umræddum tveimur skilyrðum enda komi fram í stefnu að stefndi hafi staðfest forföll hans samdægurs með athugasemdalausri móttöku á vottorði Ástráðs B. Hreiðarssonar. Virðist stefnandi telja að það að vinnuveitandi stefnanda, nánar tiltekið starfsmannastjóri stefnda sem enga læknisfræðilega menntun hafi, hafi móttekið læknisvottorð geri það að verkum að forföll stefnanda séu staðfest. Stefndi mótmæli alfarið slíkri túlkun. Fyrir það fyrsta komi ekkert fram í umræddu læknisvottorði um að járnofhleðsla stefnanda, sem valdið hafi tímabundinni sykursýki, geri það að verkum að stefnandi sé veikur í skilningi kjarasamnings. Megi hvað það varðar benda á að fjöldi flugmanna stefnda þjáist af sykursýki án þess að slíkt geri það að verkum að þeir séu ófærir um að sinna störfum sínum. Að auki komi fram í umræddu læknisvottorði að horfur séu góðar. Slíkt geti varla talist fela í sér tilkynningu til stefnda um að stefnandi sé veikur í skilningi kjarasamningsins. Stefndi telji því fyrra skilyrði kjarasamnings ekki uppfyllt. Hvað síðara skilyrðið varði um að forföll séu staðfest þá sé því alfarið mótmælt að móttaka starfsmannastjóra stefnda á læknisvottorði, sem óumdeilt minnist ekki að nokkru leyti á að læknisfræðilegt ástand stefnanda geri hann óvinnufæran, geti talist staðfesting á forföllum í skilningi kjarasamningsins. Það eigi að liggja í augum uppi að með seinna skilyrðinu um staðfestingu á forföllum sé verið að staðfesta að nauðsyn sé á því að læknir staðfesti forföll starfsmanns og að hann geti ekki sinnt þeim skyldum sem hann hafi verið ráðinn til að sinna. Slík staðfesting felist ekki í læknisvottorði frá 29. september 2010 og sé ekki hægt að leggja þá skyldu á starfsmannastjóra að hann meti læknisfræðilega þætti sem hann hafi enga þekkingu á þannig að staðfesting á forföllum felist í móttöku hans á læknisvottorðinu. Að auki sé ekkert í kjarasamningi sem feli í sér skyldu stefnda til þess að koma með athugasemdir við læknisvottorð, enda sú skylda lögð á stefnanda samkvæmt kjarasamningi að tilkynna fjarvistir og forföll með umsömdum hætti til stefnda. Skyldan sé stefnanda en ekki stefnda. Þetta virðist stefnandi gera sér grein fyrir enda afhendi hann ekki einvörðungu stefnda afrit af umræddu læknisvottorði heldur fari hann einnig með það á skrifstofu Flugmálastjórnar Íslands. Hið rétta sé að staðfesting á forföllum stefnanda komi ekki fyrr en 7. október 2010 í fyrrgreindu bréfi Flugmálastjórnar Íslands til stefnanda en þar komist Þengill Oddsson yfirlæknir heilbrigðisskorar að því að samkvæmt læknisvottorði frá 29. september 2010 uppfylli stefnandi ekki kröfur sem gerðar séu til 1. fl. heilbrigðisvottorðs. Segi hann að staða málsins verði óbreytt uns honum berist frekari upplýsingar um heilsufar stefnanda. Með þessu bréfi frá Flugmálastjórn séu forföll staðfest en ekki fyrr. Þar sem umrædd staðfesting Flugmálastjórnar sé ekki send til stefnanda fyrr en 7. október 2010, eða sjö dögum eftir slit ráðningarsambands, þá hafi stefnandi ekki öðlast rétt til fullra launa í allt að 13 mánuði fyrr en á því tímamarki. Þar sem slit ráðningarsambands hafi átt sér stað einni viku fyrr þá lengi umsaminn veikindaréttur ekki rétt stefnanda til launa í samræmi við framangreindar meginreglur vinnuréttar. Stefnandi eigi því ekki rétt á bótum sem nemi fullum launum í 13 mánuði og beri því að sýkna stefnda af slíkri kröfu.

Í öðru lagi byggi stefnandi kröfur sínar á því að hann eigi rétt á bótum er jafngildi samningsbundinni skírteinistryggingu flugmanna stefnda. Byggi stefnandi á því að það sé einsætt að hann hefði fengið skírteinistryggingu greidda að fullu í lok 13 mánaða veikindaréttar ef ekki hefði komið til ólögmæts brottrekstrar af hálfu stefnda. Þessu sé alfarið hafnað enda ljóst að engin skilyrði séu til staðar fyrir greiðsluskyldu stefnda á umræddri skírteinistryggingu. Samkvæmt skilmálum skírteinistryggingar þurfi ákveðin skilyrði að vera til staðar svo flugmenn hjá stefnda eigi rétt til greiðslu samkvæmt tryggingunni. Í grein 4 séu þau skilyrði tiltekin sem veiti rétt til greiðslu. Stefnandi hafi ekki lagt fram þýðingu á umræddum skilmálum svo nauðsynlegt sé að vísa til enskrar útgáfu þeirra. Ætti að vera augljóst af umræddum skilmálum að réttur til greiðslu tryggingarfjárhæðar myndist ekki fyrr en flugskírteini flugmanns hafi verið „permanently revoked“. Þetta þýði að skilyrði til greiðslu myndist ekki ef um tímabundinn skírteinismissi sé að ræða heldur sé þörf á varanlegum skírteinismissi. Í d) lið greinar 4.2 sé það enn fremur staðfest að til þess að um varanlegan skírteinismissi sé að ræða þurfi Flugmálastjórn Íslands að svipta flugmann skírteini sínu með varanlegum hætti. Það eigi að vera óumdeilt að Flugmálastjórn Íslands hafi ekki svipt stefnanda flugskírteini sínu varanlega. Það eina sem liggi fyrir um afstöðu stjórnvaldsins sé að 7. október 2010 hafi stefnandi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar séu til 1. fl. heilbrigðisvottorðs og að staða málsins verði óbreytt þar til yfirlækni stjórnvaldsins berist frekari upplýsingar um heilsufar stefnanda. Það sé því ljóst að skilyrði skilmála tryggingarinnar séu ekki uppfyllt og því ekkert sem liggi fyrir um að stefnandi hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Grundvöllur bótaskyldu stefnda sé því ekki fyrir hendi eingöngu vegna þessa atriðis.

Til viðbótar þessu skuli nefnt að stefndi mótmælir því alfarið að stefnandi eigi á hann kröfu um skaðabætur vegna skírteinistryggingar, hvort sem Flugmálastjórn svipti stefnanda flugskírteini sínu með varanlegum hætti eða ekki. Ástæða þessa sé margþætt. Fyrir það fyrsta sé krafa stefnanda á hendur tryggingarfélaginu Icecap Insurance. Það félag sé með starfsstöð á Guernsey. Ekkert liggi fyrir um það í málinu að stefnandi hafi beint kröfu á tryggingarfélagið og því algjörlega ósannað að hann hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Í annan stað liggi engin læknisfræðileg gögn um það í málinu að umrædd járnofhleðsla og sykursýki, sem lýst sé í læknisvottorði 29. september 2010, séu veikindi sem geri það að verkum að stefnandi uppfylli ekki skilyrði flugskírteinis. Þar megi benda á að umrædd veikindi hafi fyrst verið staðfest 7. janúar 2004. Ljóst sé að þar sé um nákvæmlega sömu veikindi að ræða og lýst sé í læknisvottorði frá 29. september 2010. Það sé einnig staðfest að þrátt fyrir umrædd veikindi hafi stefnandi fengið endurútgefið flugskírteini eftir að hafa veikst árið 2004. Það eitt geri það að verkum að umrædd veikindi geti ekki verið grundvöllur greiðslu úr skírteinistryggingu. Í þriðja lagi liggi ekkert fyrir um það í gögnum málsins hvort að á einhverjum tímapunkti frá 29. september 2010 og fram til 15. maí 2014 hafi ástand stefnanda verið þess eðlis að hann hefði getað fengið endurútgefið flugskírteini. Meðan ekkert liggi fyrir hvað það varði sé bótakrafa stefnanda vanreifuð. Hafi hann einhvern tíma á því tímabili getað fengið endurútgefið flugskírteini sé ljóst að hann eigi ekki rétt á eingreiðslu úr skírteinistryggingu og hvað þá bótarétt á hendur stefnda. Sönnunarbyrði hvað þetta varði, sem og aðrar kröfur á hendur stefnda um bætur, séu alfarið á hendi stefnanda í samræmi við þá meginreglu skaðabótaréttar að það sé stefnanda að sanna tjón sitt. Í fjórða lagi sé því mótmælt að grein 08-5 í fyrrgreindum kjarasamningi geri það að verkum að stefnandi eigi rétt til skírteinistryggingar á þeim grundvelli að réttindi hans séu til staðar komi veikindi upp á uppsagnarfresti. Veikindi stefnanda hafi ekki komið upp á uppsagnarfresti. Þau hafi komið upp árið 2004, samanber framangreint, og stefnandi fengið endurútgefið flugskírteini eftir að þau hafi komið upp. Skilyrði bótakröfu á grundvelli greinar 08-5 séu því ekki fyrir hendi. Í fimmta lagi liggi ekkert fyrir um að orsakatengsl séu á milli ólögmætrar riftunar ráðningarsamnings og þess ætlaða tjóns sem stefnandi vilji fá mætt í þessum kröfulið. Þar sem slík tengsl skorti eigi stefnandi ekki kröfu á hendur stefnda hvað þennan kröfulið varði.

Nefna megi frekari rök fyrir því af hverju stefnandi eigi ekki rétt til bóta vegna umræddrar tryggingar en þar sem augljóst sé að skilyrði til greiðslu bóta hafi ekki verið til staðar við málshöfðun þá telji stefndi ekki nauðsyn á frekari umfjöllun hvað það varði. 

Með vísan til alls framangreinds krefjist stefndi þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til viðbótar við framangreint mótmæli stefnandi alfarið kröfu stefnanda um dráttarvexti. Komist dómurinn að því að stefnandi eigi einhvern rétt á hendur stefnda geti slíkt krafa ekki borið dráttarvexti nema frá dómsuppsögu, enda ekki fyrr sem ljóst sé hvort einhver krafa sé til staðar. Að auki sé krafa stefnanda skaðabótakrafa. Umrædd krafa sé ekki sett fram fyrr en í stefnu og því ekki grundvöllur til þess að reikna dráttarvexti fyrr en í fyrsta lagi mánuði eftir að stefna máls var þingfest. Ekki sé krafist vaxta af skaðabótakröfum í samræmi við IV. kafla laga nr. 38/2001 og komi slík krafa fram á síðara tímamarki sé hún of seint fram komin. Stefndi mótmæli einnig fjárkröfu stefnanda sem rangri og vanreifaðri. Áskilji stefndi sér rétt til þess að leggja fram frekari gögn því til staðfestingar.

Stefndi byggir kröfur sínar á almennum reglum skaðabóta-, vátrygginga-, samninga- og vinnuréttar. Krafa um málskostnað er byggð á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

IV.

Í máli þessu hefur stefnandi uppi skaðabótakröfu, annars vegar sem nemur jafngildi fullra launa stefnanda í veikindaforföllum hans í alls 13 mánuði, frá 1. október 2010 til 31. október 2011 að telja, og hins vegar jafngildi óskertrar tryggingarfjárhæðar samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna. Eru skaðbæturnar reistar á ákvæðum kjarasamninga á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og stefnda frá 10. febrúar 2010 og 19. júlí 2011.

Stefndi reisir sýknukröfur sínar gagnvart kröfum stefnanda einkum á því að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 604/2013 hafi einungis verið slegið föstu að stefnda hafi verið óheimil fyrirvaralaus riftun á ráðningarsamningi aðila. Stefnda hafi verið heimilt að segja stefnanda upp starfi, að undangenginni áminningu, enda hafi framferði hans í heimferðinni 28. ágúst 2010 gefið fullt tilefni til þess. Að því er þessar sýknukröfur stefnda varðar er til þess að líta að stefndi byggði riftun á ráðningarsamningi aðila á umsögn starfsráðs sem starfar á grundvelli 11. og 13. gr. b. í starfsaldursreglum flugmanna stefnda, sem eru hluti kjarasamnings Félags íslenskra atvinnuflugmanna og stefnda. Fulltrúi stefnda í starfsráði óskaði eftir því 16. september 2010 að ráðið yrði kallað saman til að veita umsögn samkvæmt 11. gr. reglnanna um þá ákvörðun stefnda að segja stefnanda upp störfum. Í umsögninni, sem dagsett er 30. september 2010, kemur fram að stefnandi hafi verið áberandi ölvaður í umræddu flugi og að hann hafi ítrekað sýnt flugfreyju kynferðislega áreitni. Þá hafi stefnandi sýnt flugstjóra vélarinnar og flugvirkja sem komið hafi til starfa í vélinni dónaskap. Þegar þetta sé virt samanlagt verði að telja að hegðun og framkoma stefnanda í umrætt sinn, og þá einkum ölvunarástand hans, hafi falið í sér mjög alvarlegt brot á starfsskyldum hans og að þau fælu í sér heimild fyrir stefnda að víkja stefnanda úr starfi.

Í bréfi er stefndi ritaði stefnanda 30. september 2010, þar sem ráðningarsamningi stefnanda við stefnda var rift fyrirvaralaust sagði, að ástæða riftunar á ráðningarsamningi væru atvik sem átt hefðu sér stað 28. ágúst 2010 er stefnandi var á vakt og á heimleið úr fragtverkefni á vegum félagsins, samanber erindi félagsins til starfsráðs flugmanna stefnda. Þessi hegðun hafi bæði verið óviðurkvæmileg og ósamrýmanleg stöðu stefnanda sem flugstjóra hjá stefnda. Með þessari hegðun hafi stefnandi brotið gróflega gegn skyldum sínum gagnvart stefnda og fyrirgert því trausti sem stefndi óhjákvæmilega yrði að geta borið til flugstjóra sinna.

Að því er ofangreinda umsögn starfsráðs varðar og ákvörðun stefnda um að byggja fyrirvaralausa riftun á ráðningarsamningi á henni, er til þess að líta að með dómi Hæstaréttar í máli nr. 604/2013 var slegið föstu að sérstakar reglur um flugstjóra hafi ekki gilt í heimferðinni og hann engar skyldur borið í henni. Læknir hafi staðfest að enginn vafi léki á að stefnandi hafi verið kominn með einkenni járnofhleðslu og sykursýki, en sjúkdómurinn gæti valdið því að viðkomandi fyndi fyrir meiri ölvunaráhrifum en ella. Yrði ekki talið sannað að stefnandi hafi drukkið áfengi í óhófi í ferðinni 28. ágúst. Þá þótti sýnt að stefnandi hafi sýnt af sér óviðeigandi hegðun gagnvart flugfreyju með því að taka í kjól hennar og myndast við að koma á hana kossi, sem ekki hafi tekist. Hafi flugfreyjan lýst því að háttsemi stefnanda hafi ekki verið sérstakt vandamál, þó svo hún hafi truflað hana í starfi. Þótti ekki sannað að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Að því er varðaði staðhæfingar stefnda um að stefnandi hafi sýnt flugvirkja ógnandi tilburði og að flugstjóri hafi þurft að beita stefnanda fortölum til að hann færi frá borði komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að einungis hafi verið sýnt fram á að stefnandi hafi gripið í öxl flugvirkjans og krafið hann um nafn. Flugvirkinn hefði ekki lýst háttseminni þannig að honum hafi staðið ógn af stefnanda. Beita hafi þurft hann fortölum til að hann færi frá borði. Að síðustu komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið í ljós leitt að stefnandi hafi verið dónalegur við bílstjóra er ekið hafi með stefnanda heim, en bílstjórinn hafi ekki komið fyrir dóminn.

Þegar þessi atriði sem hér að framan getur eru virt stendur einungis eftir af umsögn starfsráðs 30. september 2010 að stefnandi hafi í heimferðinni verið undir áhrifum áfengis, sem honum þó var heimilt, og að hann hafi sýnt af sér ókurteisi og hegðað sér þannig að ekki sæmdi stöðu hans að því er varðaði samskiptin við flugfreyjuna. Þá liggur fyrir að stefndi veitti stefnda aldrei áminningu vegna þessarar háttsemi eða sagði honum upp störfum að undangenginni áminningu. Stefndi var vinnuveitandi stefnanda. Á honum hvílir sönnunarbyrði um að skilyrði hafi verið til að segja stefnanda upp starfi að undangenginni áminningu. Með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í máli nr. 604/2013 og því er hér að framan greinir hefur stefndi ekki axlað þá sönnunarbyrði. Hefur stefndi því ekki sýnt fram á að honum hafi verið heimilt að segja stefnanda upp störfum vegna atviksins 28. ágúst 2010.  

Samkvæmt grein 07-1 í kjarasamningi á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og stefnda, frá 10. febrúar 2010, er í gildi var þegar ráðningarsamningi við stefnanda var rift, bar að tilkynna fjarvistir vegna veikinda eða slysa til flugumsjónar strax og verða mátti. Samkvæmt grein 07-2 skyldi greiða flugmanni laun samkvæmt 11. gr. samningsins í allt að 13 mánuði, veiktist flugmaður og forföll hans staðfest. Sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum ritaði læknisvottorð vegna stefnanda 29. september 2010 þar sem fram kemur að stefnandi sé með járnofhleðslu sem hafi valdið honum tímabundinni sykursýki með allháum blóðsykri. Meðferð væri hafin. Ennfremur væri meðferð með aftöppun blóðs hjá blóðlækni fyrirhuguð. Horfur væru góðar. Læknisvottorð þetta var móttekið af stefnda sama dag og Flugmálastjórn Íslands næsta dag.

Flugmálastjórn ritaði stefnanda bréf 7. október 2010 þar sem vitnað var til þess að læknisvottorðið frá 29. september hefði verið móttekið. Er tekið fram að samkvæmt þeim upplýsingum sem fram kæmu í vottorðinu væri ljóst að stefnandi uppfyllti ekki að svo stöddu kröfur sem gerðar væru til 1. fl. heilbrigðisvottorðs sem gilti um veikindi stefnanda. Staða málsins væri óbreytt uns frekari upplýsingar bærust Flugmálastjórn um heilsufar stefnanda. Sami sérfræðingur ritaði vottorð og álitsgerð vegna stefnanda 15. maí 2014 og annað 21. febrúar 2016. Að áliti sérfræðingsins samrýmdist heilsufar stefnanda ekki endurnýjun á atvinnuflugmannsskírteini. Hann hafi haldið áfram með sinn járnhleðslusjúkdóm. Sykursýkin væri enn til staðar og stefnandi áfram með slappleika á köflum og yfirliðatilhneigingu. Þarfnaðist stefnandi áfram meðferðar með sykursýkilyfjum, bæði til að hindra framgang sjúkdómsins og til að fyrirbyggja fylgikvilla. Teldi sérfræðingurinn ekki líkur á því að heilsufar batnaði að því marki að hann uppfyllti skilyrði til útgáfu atvinnuflugmannsskírteinis áður en hann næði 65 ára aldri í maí 2016. Stefnandi lést 7. mars sl. og höfðu skilyrði til endurnýjunar á  atvinnuflugmannskírteini honum til handa ekki verið uppfyllt á þeirri stundu.

Fyrsta læknisvottorð vegna stefnanda var, eins og áður greinir, móttekið af stefnda og Flugmálastjórn Íslands áður en stefnanda var sagt upp störfum. Var það grundvöllur að síðari ákvörðun Flugmálastjórnar 7. október 2010 þess efnis að stefnandi uppfyllti ekki kröfur til að halda atvinnuflugmannsskírteini sínu. Í þessu ljósi fullnægði stefnandi með framvísun vottorðsins skilyrðum ákvæða 07-2 í kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og stefnda og öðlaðist við það rétt til launa í allt að 13 mánuði í samræmi við 11. gr. Stefndi hefur ekki mótmælt tölulegum útreikningi á kröfum stefnanda í þessum þætti. Verður fallist á kröfur stefnanda um skaðabætur er jafngildi fullum launum vegna veikinda í 13 mánuði. Til frádráttar kemur að stefndi hefur greitt inn á kröfu stefnanda eftir málshöfðun, fjárhæð sem nemur nærri 3ja mánaða launum. Að teknu tilliti til þeirrar innborgunar nemur fjárhæð kröfu stefnanda 14.349.864 krónum, sem stefndi verður dæmdur til að greiða honum. Að því er fyrri hluta dómkröfunnar varðar er til þess að líta að krafan er sett fram sem skaðabótakrafa. Verða dráttarvextir að því er þann hluta varðar miðaðir við þingfestingu málsins 29. september 2014, samanber 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001.

Í annan stað krefst stefnandi skaðabóta er jafngildi samningsbundinni skírteinistryggingu stefnda. Samkvæmt grein 08-3 áðurnefnds kjarasamnings frá 19. júlí 2011, er varðar skírteinistryggingu, skyldi stefndi á sinn kostnað tryggja skírteini hvers flugmanns fyrir 25.000.000 króna. Skyldi tryggingin ná yfir réttindamissi um stundarsakir og réttindamissi vegna aldurshrörnunar. Skyldi greiða óskerta tryggingarfjárhæð að 60 ára aldri vegna missis skírteinis, enda þótt sennilega yrði talið að hinn tryggði gæti síðar meir stundað aðra atvinnu en þá sem skírteini hans gilti fyrir. Skyldi tryggingin vera eingreiðsla og greiðast í einu lagi eftir áföngum. Örorkubætur slysatrygginga skyldu ekki skerða rétt til bóta. Þá skyldi fjárhæðin bundin vísitölu.

Svo sem fyrr greinir hafði stefnandi ekki uppfyllt kröfur til útgáfu 1. fl. heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanna í reglum JAR-FCL, og síðari reglur um sama efni, er hann lést. Á meðan þannig háttaði til var stefnandi í reynd sviptur réttindum sínum þar sem honum var ekki heimilt að nýta atvinnuflugmannsréttindi sín allt þar til Flugmálastjórn tæki ákvörðun um annað. Fullnægði hann þar með ákvæðum skilmála skírteinistryggingar til greiðslu samkvæmt henni.  

Af málatilbúnaði stefnda verður ráðið að stefndi hafi sagt skírteinistryggingu þeirri er stefnandi hafði upp eftir að ráðningarsamningi við stefnanda var rift. Þar sem stefnandi uppfyllti framangreind skilyrði skírteinistryggingarinnar til að öðlast rétt til greiðslu úr henni bakaði stefndi sér skaðabótaskyldu í samræmi við trygginguna með því að segja henni upp.

Til viðbótar því er hér að framan greinir hefur stefndi teflt fram öðrum ástæðum sem leiða eigi til þess að stefnandi eigi ekki kröfur um skaðabætur vegna skírteinistryggingarinnar. Lúta þær að því að ekki liggi fyrir hvort stefnandi hafi beint kröfu sinni að því tryggingarfélagi sem hafi verið með skírteinistrygginguna, að engin læknisfræðileg gögn liggi fyrir um að títtnefnd járnofhleðsla og sykursýki séu veikindi sem geri það að verkum að stefnandi hafi ekki uppfyllt skilyrði flugskírteinis, að ekkert liggi fyrir um hvort á einhverjum tímapunkti frá 29. september 2010 fram til 15. maí 2014 hafi ástand stefnanda verið þess eðlis að hann hefði getað fengið endurútgefið flugmannsskírteini, að grein 08-5 í kjarasamningi geri það ekki að verkum að stefnandi eigi rétt til skírteinistryggingar á þeim grundvelli að réttindi hans séu til staðar komi upp veikindi á uppsagnarfresti og loks að ekkert liggi fyrir um orsakatengsl á milli ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi og hins ætlaða tjóns stefnanda. Að því er þessar varnir stefnda varðar er til þess að líta að læknisvottorð er stefnandi lét stefnda í té í upphafi veikinda varðaði veginn varðandi framvindu málsins og varð atvinnuflugmannsskírteini stefnanda aldrei gefið út eftir það. Með því að leggja fram síðari vottorð sama læknis um veikindi stefnanda hefur stefnandi leitt nægra líkur að því að hann hafi ekki síðar getað fengið endurútgefið flugskírteini sitt. Stefndi sagði upp skírteinistryggingunni gagnvart hinu erlenda tryggingarfélagi, án aðkomu stefnanda. Var stefnanda því ómögulegt að beina kröfu sinni að hinu erlenda tryggingarfélagi. Loks leiddi hin ólögmæta riftun stefnda á ráðningarsamningi við stefnanda til þess að stefnandi varð af launum í veikindaforföllum og óskertri tryggingarfjárhæð samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna.

Verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda skaðabætur sem nema jafngildi óskertrar tryggingarfjárhæðar samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna.

Stefndi hefur ekki mótmælt tölulegum útreikningi á tryggingunni og verður krafa stefnanda því tekin til greina eins og hún er sett fram. Samkvæmt því greiði stefndi stefnanda 54.523.196 krónur, en við útreikning kröfunnar er miðað við að krafan beri vexti frá því mál þetta var höfðað, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001.

Í samræmi við niðurstöðu málsins greiði stefndi stefnanda 2.000.000 króna í málskostnað.

Mál þetta flutti af hálfu stefnanda Halldór Backman hæstaréttarlögmaður en af hálfu stefnda Ólafur Eiríksson hæstaréttarlögmaður.

Dóm þennan kveður upp Símon Sigvaldason héraðsdómari.

Dómsorð:

Stefndi, Icelandair ehf., greiði stefnanda, Db. Halldórs Þórs Halldórssonar, 68.873.060 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá 29. september 2014 til greiðsludags.

Stefndi greiði stefnanda 2.000.000 króna í málskostnað.