• Ármann Snævarr

    Um

    Fæddur 1919, skipaður hæstaréttardómari frá 1. maí 1972.

    Lét af störfum 31. október 1984. Lést 2010.

    Varaforseti Hæstaréttar 1976 – 1977. Forseti Hæstaréttar 1978 – 1979.

    Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1938.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1944.

    Framhaldsnám í lögfræði við Uppsalaháskóla 1945 – 1946, við Kaupmannahafnarháskóla 1946 – 1947, við Oslóarháskóla 1947 – 1948 og sérnám og rannsóknir við Harvard Law Scool í Cambridge 1954 – 1955.

    Settur bæjarfógeti á Akranesi 1944.

    Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1948 – 1972.

    Rektor Háskóla Íslands 1960 – 1969.

    Helstu aukastörf:

    Forseti laga- og viðskiptadeildar Háskóla Íslands 1951 – 1952 og 1956 – 1957.

    Í hegningarlaganefnd 1955 – 1985. Formaður hennar 1971 – 1985.

    Formaður sifjalaganefndar frá 1957.

    Í stjórn Vísindasjóðs 1957 – 1974.

    Formaður stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands 1957 – 1970.

    Formaður stjórnar Bandalags háskólamanna 1958 – 1964.

    Formaður yfirfasteignamatsnefndar 1962 – 1972.

    Í stjórn handritastofnunar Íslands 1962 – 1966.

    Forseti Þjóðvinafélagsins 1962 – 1966.

    Formaður stjórnar Dómarafélags Íslands 1977 – 1984.

  • Arnljótur Björnsson

    Um

    Fæddur 1934. Settur hæstaréttardómari janúar – júlí 1989 og janúar – júlí 1995.

    Skipaður hæstaréttardómari frá 11. ágúst 1995.

    Lét af störfum 31. ágúst 2000. Lést 2004.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1959.

    Framhaldsnám í sjórétti og vátryggingarétti við Oslóarháskóla 1967 – 1968.

    Rannsóknir í skaðabóta- og vátryggingarétti við lagadeild Oxford University í Englandi 1974, við University of California í Berkeley 1978, University of Arizona í Tucson 1984 og Victoria University of Wellington, Nýja Sjálandi 1993.

    Lögfræðingur hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands hf. 1959 – 1971.

    Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1971 – 1995.

    Helstu aukastörf:

    Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 1976 – 1978 og 1990 – 1992.

    Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1964 – 1969 og formaður 1982 – 1986.

    Í stjórn hugvísindadeildar 1974 – 1978.

    Í stjórn Happdrættis Háskóla Íslands 1983 – 1993.

    Í stjórn Lagastofnunar Háskóla Íslands 1987 – 1995.

  • Árni Kolbeinsson

    Um

    Fæddur 1947, skipaður hæstaréttardómari frá 1. nóvember 2000.

    Lét af störfum 28. febrúar 2014.

    Varaforseti Hæstaréttar 2007 og forseti Hæstaréttar 2008 – 2009.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1973.

    Framhaldsnám í skattarétti við Oslóarháskóla 1974 – 1975.

    Fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1973 og 1976, deildarstjóri þar 1977 – 1983 og skrifstofustjóri 1984.

    Ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu 1985 – 1998.

    Ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu 1999 – 2000.

  • Árni Tryggvason

    Um

    Fæddur 1911, skipaður hæstaréttardómari frá 1. maí 1945.

    Lét af störfum 31. maí 1964.

    Lést 1985.

    Forseti Hæstaréttar september 1948 – ágúst 1949, september 1953 – ágúst 1954, september 1958 – ágúst 1959 og september 1962 – ágúst 1963.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930.

    Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1936.

    Fulltrúi hjá lögmanninum í Reykjavík 1936 – 1944.

    Borgardómari í Reykjavík 1944 – 1945.

    Sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands 1964 – 1980.

    Helstu aukastörf:

    Formaður húsaleigunefndar Reykjavíkur 1941 – 1943.

    Dómari í Félagsdómi 1944 – 1945.

  • Benedikt Blöndal

    Um

    Fæddur 1935, skipaður hæstaréttardómari frá 11. febrúar 1988.

    Lét af störfum 22. apríl 1991. Lést 1991.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavik 1954.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1960.

    Framhaldsnám í sjórétti í Lundúnum 1960 – 1961.

    Lögfræðingur hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur 1960 – 1965.

    Héraðsdómslögmaður 1961 – 1966 og hæstaréttarlögmaður 1966 – 1988.

    Helstu aukastörf:

    Aðalmaður í Kjaradómi 1971 – 1988, formaður 1977 – 1988.

    Aðalmaður í Kjaranefnd 1976 – 1988, formaður 1978 – 1988.

    Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1969 – 1973, formaður 1971 – 1973.

    Í aðalstjórn Rauða Kross Íslands 1973 – 1986, formaður 1982 – 1986.

     

  • Benedikt Sigurjónsson

    Um

    Fæddur 1916, skipaður hæstaréttardómari frá 1. janúar 1966.

    Lét af störfum 31. desember 1981. Lést 1986.

    Forseti Hæstaréttar 1974 – 1975.

    Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1935.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1940.

    Fulltrúi hjá lögmanninum (síðar borgardómaranum) í Reykjavík 1941 – 1955.

    Hæstaréttarlögmaður 1955 – 1965.

    Helstu aukastörf:

    Í skaðabótanefnd samkvæmt lögum 110/1951, 1952 – 1971.

    Formaður tölvunefndar 1982 – 1986.

  • Bjarni Kristinn Bjarnason

    Um

    Fæddur 1926, skipaður hæstaréttardómari frá 1. janúar 1986. Lét af störfum 31. desember 1991. Lést 1998.

    Stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1949.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1955.

    Fulltrúi hjá Borgardómaranum í Reykjavík 1955 – 1961.

    Borgardómari í Reykjavík 1962 – 1985.

    Helstu aukastörf:

    Dómari í Félagsdómi 1974 – 1985. Forseti Félagsdóms 1983 – 1985.

    Formaður Siglingadóms 1975 – 1986.

    Aðalmaður i tölvunefnd 1982 – 1986.

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 1964 – 1972.

  • Björn Sveinbjörnsson

    Um

    Fæddur. 1. sept. 1919 á Heggsstöðum í Andakílshreppi.

    Dáinn. 10. febr. 1988 í Reykjavík.

    Stúdent frá M.R. 1939 með I. eink. 7,55.

    Cand. juris frá Háskóla Íslands 25. maí 1945 með I. eink. 211 st. Hdl. 28. okt. 1948, hrl. 22. des. 1965.

    Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði og sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 20. sept. 1945 og annaðist lögreglustjórn á Keflavíkurflugvelli í umboði hans 1946-50.

    Settur bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu á eigin ábyrgð frá 20. okt. 1956 til 1. mars 1966.

    Stofnaði lögmannsskrifstofu í Reykjavík í mars 1966 með Jóni Finnssyni hrl., Skúla J. Pálmasyni hrl. og Sveini H. Valdimarssyni hrl. og rak hana með þeim uns hann var skip. hæstaréttardómari 22. júní 1973 frá 1. ágúst s.á., veitt lausn frá embætti 10. okt. 1985 frá 1. jan. 1986.

    Kosinn varaforseti Hæstaréttar 22. des. 1977 frá 1. jan. 1978 til ársloka 1979 og forseti Hæstaréttar frá 1. jan. 1980 til 1982.

    Helstu aukastörf:

    Form. Félags frjálslyndra stúdenta 1940-41. Form. Orators 1943-44.

    Varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjaneskjördæmi 1971-74, sat á Alþingi í okt. 1971.

    Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1971-73. Skip. 6. okt. 1972 form. nefndar til að endurskoða dómstólakerfi landsins á héraðsdómsstiginu.

    Í stjórn Íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna um árabil.

     

  • Eggert Ólafur Eggertsson Briem

    Um

    Fæddur 1867, skipaður hæstaréttardómari frá 1. desember 1919.

    Lét af störfum 13. ágúst 1935. Lést 1936.

    Stúdent í Reykjavík 1887.

    Embættispróf frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1893.

    Málflutningsmaður við landsyfirréttinn 1893 – 1896.

    Bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslumaður í Norður-Múlasýslu 1896 – 1897.

    Sýslumaður og síðar skipaður í Skagafjarðarsýslu 1897 – 2004.

    Skrifstofustjóri i Stjórnarráðinu 1904 – 1915.

    Dómari við landsyfirréttinn 1915 – 1919.

    Helstu aukastörf:

    Settur dómari í landsyfirréttinum 1908 og 1911 – 1912.

    Formaður verðlagsnefndar 1915.

    Í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1909 -1919.

    Í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur 194 – 1920. Formaður hennar 1915 – 1920.

  • Einar Arnalds

    Um

    Fæddur 1911, skipaður hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1964.

    Lét af störfum 29. febrúar 1976. Lést 1997.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1935.

    Kynnti sér sjórétt og reglur um niðurjöfnun sjótjóna í Englandi, Þýskalandi og Danmörku 1935 – 1938.

    Fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1939 – 1943.

    Fulltrúi hjá borgardómaranum í Reykjavík 1944.

    Borgardómari 1945 – 1962.

    Yfirborgardómari 1962 – 1964.

    Helstu aukastörf:

    Formaður Siglingadóms 1947 – 1964.

    Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1958 – 1965.

    Dómari í Mannréttindadómstól Evrópu 1959 – 1967.

    Dómari í Félagsdómi 1962 – 1964.

  • Einar Arnórsson

    Um

    Fæddur 1880, skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 1932.

    Lét af störfum 30. apríl 1945. Í leyfi 1942 – 1944. Lést 1955.

    Stúdent í Reykjavík 1901.

    Embættispróf í lögfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 1906.

    Yfirréttarmálflutningsmaður í Reykjavík 1907.

    Kennari við Lagaskólann í Reykjavík 1908 – 1911.

    Ráðherra Íslands 1915 – 1917.

    Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1911 – 1915 og 1917 – 1932.

    Rektor Háskóla Íslands 1918 – 1919 og 1929 – 1930.

    Skattstjóri í Reykjavík 1922 – 1928.

    Helstu aukastörf:

    Þingmaður Árnessýslu 1914 – 1919 og Reykjavíkur 1931 – 1932.

    Fulltrúi í dansk-íslensku sambandslaganefndinni 1918 – 1934.

    Formaður niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur 1922 -1929 og sat sem fulltrúi í sömu nefnd 1929 – 1932.

  • Eiríkur Tómasson

    Um

    Fæddur 1950, skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2011.

    Lét af störfum 31. ágúst 2017.

    Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1975.

    Framhaldsnám í stjórnsýslurétti við Háskólann í Lundi, Svíþjóð 1975 – 1976.

    Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1976 – 1977 og aðstoðarmaður ráðherra þar 1977 – 1979.

    Héraðsdómslögmaður 1980 – 1984 og hæstaréttarlögmaður 1984 – 1994.

    Prófessor í réttarfari við lagadeild háskóla Íslands 1994 – 2011.

    Helstu aukastörf:

    Framkvæmdastjóri Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEFs) 1987 – 2011.

    Formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál 1997 – 2004.

    Formaður prófnefndar samkvæmt lögum um lögmenn 1999 – 2006.

    Formaður áfrýjunarnefndar samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar 2008 – 2011.

    Formaður dómnefndar um hæfi umsækjenda um dómaraembætti frá 2011.

    Í réttarfarsnefnd 1988 – 1992 og frá 1994 þar af formaður frá 2012.

    Í höfundarréttarnefnd 1995 – 2011.

    Í nefnd um dómarastörf 2007 – 2011.

    Stundarkennari við viðskiptadeild og síðar lagadeild Háskóla Íslands 1976 – 1994.

    Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 2002 – 2005.

    Varaforseti háskólaráðs Háskóla Íslands 2004 – 2006.

    Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1984 – 1986.

    Formaður Lögfræðingafélags Íslands 1986 – 1988.

    Formaður Höfundarréttarfélags Íslands 2000 – 2012.

     

  • Garðar Kristjánsson Gíslason

    Um

    Fæddur 1942, skipaður hæstaréttardómari frá 1. janúar 1992.

    Lét af störfum 30. september 2012. Varaforseti Hæstaréttar 1998 – 1999 og forseti Hæstaréttar 2000 – 2001.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1967.

    Framhaldsnám í réttarheimspeki við University of Oxford, Englandi 1967 – 1969 og 1971.

    Fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík 1970, aðalfulltrúi frá 1973 – 1974.

    Borgardómari 1974 – 1991.

    Helstu aukastörf:

    Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1975 – 1978 og 1987 – 1992.

    Formaður 1988 – 1992.

    Forseti Félagsdóms 1986 – 1992.

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 1995. Formaður 1997.

  • Gizur Ísleifsson Bergsteinsson

    Um

    Fæddur 1902, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 1935.

    Lét af störfum 1. mars 1972. Lést 1997.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1927.

    Framhaldsnám  við háskóla í Berlín og Kaupmannahöfn 1927 og 1928.

    Endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum 1928 – 1929.

    Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1929 – 1935.

    Helstu aukastörf:

    Formaður ríkisskattanefndar 1934 – 1935.

    Formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði 1942 – 1990.

  • Greta Baldursdóttir

    Um

    Fædd 1954, skipuð hæstaréttardómari frá 1. september 2011.

    Lét af störfum 31. ágúst 2020. Lést 2023.

    Stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1975.

    Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1980.

    Lauk þriggja missera rekstrar – og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999.

    Dómarafulltrúi við embætti yfirborgarfógetans í Reykjavík 1980 – 1988.

    Settur borgarfógeti 1988 – 1992.

    Deildarstjóri við embætti sýslumannsins í Reykjavík 1992 – 1993.

    Dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur 1993 – 1994, skrifstofustjóri þar 1994 – 1999 og héraðsdómari þar 1999 -2011.

    Helstu aukastörf:

    Í áfrýjunarnefnd samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 2011 - 2014.

    Formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1998 – 2006.

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 2005 – 2011.

  • Guðmundur Jónsson

    Um

    Fæddur 1925, settur hæstaréttardómari frá 15. september 1982 og skipaður í það embætti frá 1. janúar 1983. Lét af störfum frá 31. ágúst 1991. Lést 2019.

    Varaforseti Hæstaréttar 1987 – 1988 og forseti Hæstaréttar 1989 – 1990.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1952.

    Fulltrúi hjá borgardómaranum í Reykjavík 1954 – 1961.

    Borgardómari 1962 – 1982.

    Helstu aukastörf:

    Forseti Félagsdóms 1974 – 1980.

    Í stjórn Lögfræðingafélags 1965 – 1968.

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 1976 – 1979.

    Í skattsektanefnd 1976 – 1979.

    Formaður yfirmatsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði 1990 – 1994.

  • Guðmundur Skaftason

    Um

    Fæddur 1922, settur hæstaréttardómari frá 1. september 1982 til 30. júní 1983 og skipaður hæstaréttardómari frá 1. nóvember 1984.

    Lét af störfum 31. desember 1989. Lést 2013.

    Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild háskóla Íslands 1952.

    Starfsmaður hjá Skattstofu Reykjavikur 1952 – 1954.

    Lögmaður og starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga 1955 – 1964.

    Skattrannsóknarstjóri 1964 – 1967.

    Héraðsdóms og hæstaréttarlögmaður 1967 – 1982.

    Helstu aukastörf:

    Formaður kauplagsnefndar 1967 – 1982.

    Formaður Kjaradóms 1971 – 1977.

    Formaður kjaranefndar 1976 – 1977.

    Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda 1978 – 1982.

    Formaður ríkisskattanefndar 1972 -1979.

  • Guðrún Erlendsdóttir

    Um

    Fædd 1936, skipuð hæstaréttardómari frá 1. júlí 1986.

    Lét af störfum 15. apríl 2006. Sett sem hæstaréttardómari frá 15. september 1982 til 30, júní 1983, frá 1. september 2014 – 31. mars 2015, 1. janúar 2016 – 29. febrúar 2016 og frá 6. febrúar 2018 - 31 mars 2018. Varaforseti Hæstaréttar 1989 – 1990 og 2000 – 2001 og forseti Hæstaréttar 1991 – 1992 og 2002 – 2003.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild háskóla Íslands 1961.

    Héraðsdóms- og hæstaréttarlögmaður 1961 – 1978.

    Aðjúnkt, lektor og dósent við lagadeild Háskóla Íslands 1970 – 1986.

    Helstu aukastörf:

    Formaður jafnlaunaráðs 1973 – 1976.

    Formaður Jafnréttisráðs 1976 – 1979.

    Í sifjalaganefnd 1974 – 1998.

    Í stjórn Lagastofnunar Háskóla Íslands 1979 – 1986.

    Varaformaður stjórnar Lögfræðingafélags Íslands 1981 -1985.

  • Gunnar Magnús Guðmundsson

    Um

    Fæddur 1928, settur hæstaréttardómari frá 1. ágúst til 10. júlí 1990 og frá 1. janúar 1991 þar til hann var skipaður hæstaréttardómari frá 1. júní 1991.

    Lét af störfum 31. ágúst 1994. Lést 1997.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1954.

    Fulltrúi borgardómarans í Reykjavík 1954 – 1960.

    Héraðsdóms- og hæstaréttarlögmaður 1960 – 1991.

  • Gunnar Sigurðsson Thoroddsen

    Um

    Fæddur 1910, skipaður hæstaréttardómari frá 1. janúar 1970.

    Lét af störfum 16. september 1970. Lést 1983.

    Stúdent í Reykjavík 1929.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1934.

    Framhaldsnám við háskóla í  Danmörku, Þýskalandi og Englandi 1935 – 1936.

    Lögfræðistörf 1936 – 1940.

    Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1940 – 1950 og 1971 - 1978.

    Borgarstjóri í Reykjavík 1947 – 1959. Ráðherra 1959 – 1965, 1974 – 1978 og 1980 – 1983.

    Alþingismaður 1934 – 1937, 1942 – 1965 og 1971 -1983.

    Sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands 1965 – 1969.

  • Gunnlaugur Claessen

    Um

    Fæddur 1946, skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 1994.

    Lét af stöfum 31. ágúst 2013. Varaforseti Hæstaréttar 1004 – 2005 og forseti Hæstaréttar 2006 – 2007.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1972.

    Framhaldsnám í kröfurétti við Oslóarháskóla 1972 – 1973.

    Fulltrúi i dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1972.

    Fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1973 – 1974 og deildarstjóri þar 1975 – 1984.

    Ríkislögmaður 1974 – 1994.

    Helstu aukastörf:

    Í réttarfarsnefnd 1994 – 2012.

    Formaður yfirmatsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði 1995 – 2006.

    Formaður nefndar um dómarastörf 1998 – 2010.

    Í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins 1984 – 1990, þar af formaður 1986.

    Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1977 – 1979 og formarður 1992 – 1994.

  • Halldór Daníelsson

    Um

    Fæddur 1855, skipaður hæstaréttardómari frá 1. desember 1919.

    Lét af störfum 16. september 1923. Lést 1923.

    Stúdent í Reykjavík 1877.

    Embættispróf í lögfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 1883.

    Sýslumaður í Dalasýslu 1883 – 1886.

    Borgarfógeti í Reykjavík 1886 – 1908.

    Dómari í landsyfirrétti 1908 – 1919.

    Skrifstofustjóri Alþingis 1912 – 1913.

    Helstu aukastörf:

    Í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur 1908 – 1914, formaður 1911 – 1914.

  • Halldór Þorbjörnsson

    Um

    Fæddur 1921, skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 1982.

    Lét af störfum 31. ágúst 1987. Lést 2008.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1945.

    Fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík 1945 – 1961.

    Sakdómari við Sakadóm Reykjavíkur 1961 – 1973.

    Yfirsakadómari við sakadóm Reykjavíkur 1973 – 1982.

    Helstu aukastörf:

    Settur bæjarfógeti á Sauðárkróki og sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1948.

    Varaformaður Siglingadóms 1973 – 1982.

    Í réttarfarsnefnd 1978 – 1994.

  • Haraldur Henrysson

    Um

    Fæddur 1938, settur hæstaréttardómari frá 1. september 1988 og skipaður frá 1. janúar 1989.

    Lét af störfum 31. ágúst 2003. Varaforseti Hæstaréttar 1994 – 1995 og forseti 1996 – 1997.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1964.

    Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík 1964.

    Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Kópavogi 1964 – 1973.

    Sakadómari við Sakadóm Reykjavíkur 1973 – 1988.

    Helstu aukastörf:

    Formaður rannsóknarnefndar sjóslysa 1973 – 1983.

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 1987 – 1990.

    Í umferðarráði 1978 – 1990, þar af í framkvæmdanefnd ráðsins 1982 -1987.

  • Helgi Ingólfur Jónsson

    Um

    Fæddur 1955, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 2012. Varaforseti Hæstaréttar frá 01.01.2017 - 30.04.2020.

    Lét af störfum 30. apríl 2020.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1975.

    Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1980.

    Fulltrúi á lögmannsstofu Gylfa og Svölu Thorlacius 1980.

    Dómarafulltrúi við embætti bæjarfógetans á Sauðárkróki og sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu 1980 – 1983.

    Dómarafulltrúi við sakadóm Reykjavíkur 1983 – 1985.

    Dómarafulltrúi við embætti bæjarfógetans á Ísafirði og sýslumannsins í Ísafjarðarsýslu 1985.

    Settur sakadómari við sakadóm Reykjavíkur 1985.

    Deildarstjóri í dóms og kirkjumálaráðuneytinu 1986.

    Sakadómari við sakadóm Reykjavíkur 1986 – 1992.

    Héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur 1992 – 2011, þar af dómstjóri frá 2003.

    Settur hæstaréttardómari 2011 – 2012.

    Helstu aukastörf:

    Varamaður í gjafsóknarnefnd 1992 – 2000 og aðalmaður í nefndinni 2000 – 2012.

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 1992 – 2003, varaformaður 1995 – 1999 og formaður 1999 – 2003.

    Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands frá 1995 – 2012, varaformaður 2005 – 2008 og formaður 2008 – 2012.

    Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 2001 – 2003 og 2009 – 2012.

  • Hjördís Björk Hákonardóttir

    Um

    Fædd 1944, skipuð hæstaréttardómari frá 1. maí 2006.

    Lét af störfum 31. júlí 2010. Sett sem hæstaréttardómari 1. mars 2016 - 30. apríl 2016.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1971.

    Nám í réttarheimspeki við Oxfordháskóla Englandi 1971 – 1974.

    MA í heimspeki frá Rutgers University New Jersey, Bandaríkjunum 1979.

    Rannsóknir á lagamáli við Georgetown University, Washington DC, Bandaríkjunum 1990 – 1991 og í Kaupmannahöfn 1996.

    Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Kópavogi 1974.

    Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði 1974 – 1975.

    Fulltrúi hjá Borgardómaraembættinu í Reykjavík 1975 – 1979.

    Sýslumaður í Strandasýslu 1980 – 1983.

    Borgardómari í Reykjavík 1983 – 1992.

    Héraðsdómari í Reykjavík 1992 – 2003.

    Dómstjóri við héraðsdóm Suðurlands 2004 – 2006.

    Helstu aukastörf:

    Sett tímabundið sem bæjarfógeti og sýslumaður í Ólafsfirði, Bolungarvík og í Strandasýslu 1987, 1990, 1992, 1994 og 1995.

    Í kærunefnd jafnréttismála 1997 – 2000.

    Í gjafsóknarnefnd 1992 – 2000.

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 2002 – 2006, þarf af formaður 2003 – 2006.

  • Hjörtur Torfason

    Um

    Fæddur 1935, settur hæstaréttardómari frá 20. febrúar til 30. júní 1988 og skipaður frá 1. mars 1990.

    Lét af störfum 28. febrúar 2001.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild háskóla Íslands 1960.

    Framhaldsnám við lagadeild University og Toronto í Kanada 1961 – 1963.

    Fulltrúi á lögmannsstofu 1960 – 1961 og 1963.

    Héraðsdóms- og hæstaréttarlögmaður 1964 – 1990.

    Helstu aukastörf:

    Í yfirkjörstjórn Reykjavíkur 1967 – 1991.

    Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1971 – 1973.

  • Hrafn Bragason

    Um

    Fæddur 1938, skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 1987.

    Lét af störfum 31. ágúst 2007.

    Varaforseti Hæstaréttar 1993 og forseti 1994 – 1995.

    Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1965.

    Framhaldsnám við Oslóarháskóla 1967 – 1968.

    Framhaldsnám við Bristol University Englandi 1973.

    Rannsóknir í félagarétti við Oslóarháskóla 1984 og í réttarfari í Kaupmannahöfn 1992.

    Fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík 1965 – 1972, aðalfulltrúi 1970 – 1972.

    Borgardómari í Reykjavík 1972 – 1987.

    Helstu aukastörf:

    Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1969 – 1973.

    Í stjórn Bandalags háskólamanna 1970 – 1974.

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 1977 – 1981 og 1992 – 1993.

    Í yfirkjörstjórn í Reykjavík 1979 – 1987.

    Formaður réttarfarsnefndar 1988 – 1994.

  • Ingibjörg K. Benediktsdóttir

    Um

    Fædd 1948, skipuð hæstaréttardómari frá 1. mars 2001.

    Lét af störfum 28. febrúar 2014. Sett sem hæstaréttardómari 1. janúar 1994 - 31. desember 1994 og 1. maí 2016 - 30. júní 2016.

    Varaforseti Hæstaréttar 2008 – 2009 og forseti Hæstaréttar 2010 – 2011.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1969.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1975.

    Dómarafulltrúi hjá sakadómi Reykjavíkur 1975 – 1983 og aðalfulltrúi 1983 – 1984.

    Sakadómari við sakadóm Reykjavikur 1984 – 1992.

    Héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur 1992 – 2001.

    Helstu aukastörf:

    Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1981 – 1982.

    Varadómari í Félagsdómi 1986 – 1989 og fastur dómari þar 1989 – 2001.

    Í kærunefnd fjöleignarhúsamála 1995 – 2010l þar af varamaður formanns 1995 – 2007.

    Í refsiréttarnefnd 1997 – 2003. Í stjórn Dómarafélags Íslands 2001 – 2006.

    Varamaður formmanns nefndar um dómarastörf frá 2004.

  • Jón Ásbjörnsson

    Um

    Fæddur 1890, skipaður hæstaréttardómari frá 1. maí 1945.

    Lét af störfum 31. mars 1960. Lést 1966.

    Stúdent í Reykjavík 1910.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild háskóla Íslands 1914.

    Málflutningsmaður og síðar yfirréttarmálflutningsmaður í Reykjavík 1914 – 1918.

    Fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1918 – 1919.

    Málflutningsmaður við landsyfirréttinn 1918 – 1919.

    Málflutningsmaður 1920 – 1945.

    Helstu aukastörf:

    Formaður Málflutningsmannafélags Íslands 1922 – 1926.

    Dómari í Félagsdómi 1941 – 1945.

    Í landskjörstjórn 1934 – 1956.

  • Jón Steinar Gunnlaugsson

    Um

    Fæddur 1947, skipaður hæstaréttardómari frá 15. október 2004.

    Lét af störfum 30. september 2012.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1973.

    Fulltrúi á lögmannsstofu 1974 – 1977.

    Héraðsdóms- og hæstaréttarlögmaður 1977 – 2004.

    Prófessor við lagadeild háskólans í Reykjavík 2002 – 2004.

    Helstu aukastörf:

    Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1975 – 1977, settur dósent þar 1977 – 1978 og aðjúnkt 1979 – 1981.

    Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1974 – 1979.

    Í réttarfarsnefnd 1981 – 1989.

    Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1981 – 1986, þar af formaður 1983 – 1986.

    Í landskjörstjórn 1991 – 1995.

  • Jónatan Hallvarðsson

    Um

    Fæddur 1903, skipaður hæstaréttardómari frá 1. maí 1945.

    Lét af störfum 31. desember 1969. Lést 1970.

    Stúdent í Reykjavík 1925.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1930.

    Fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík 1930 – 1936.

    Lögreglustjóri í Reykjavík 1936 – 1940.

    Sakadómari í Reykjavík 1940 – 1945.

    Helstu aukastörf:

    Formaður ríkisskattanefndar 1935 – 1945.

    Í stjórn félags héraðsdómara 1941 – 1945.

    Ríkissáttasemjari 1942 – 1945.

  • Kristján Jónsson

    Um

    Fæddur 1852, skipaður dómstjóri Hæstaréttar frá 1. desember 1919.

    Lét af störfum 2. júlí 1926.Lést 1926.

    Stúdent í Reykjavík 1870.

    Embættispróf í lögfræði frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1875.

    Landfógetaskrifari 1876 – 1877.

    Sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1878 – 1886.

    Dómari við landsyfirréttinn 1886 1919. Dómstjóri þar 1908 – 1911 og 1912 – 1919.

    Ráðherra Íslands 1911 – 1912.

    Helstu aukastörf:

    Konungkjörinn Alþingsmaður 1893 – 1904.

    Þingmaður Borgarfjarðarsýslu 908 – 1914.

    Skrifstofustjóri Alþings 1877, 1887 og 1891.

    Bankastjóri Íslandsbanka 1912 -1914.

    Í yfirskattanefnd Reykjavíkur 1892 – 1895.

    Formaður niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur 1896 – 1902.

  • Lárus Jóhannesson

    Um

    Fæddur 1898, skipaður hæstaréttardómari frá 1. maí 1960.

    Lét af störfum 10. mars 1964. Lést 1977.

    Stúdent í Reykjavík 1917.

    Framhaldsnám í Danmörku 1920 – 1921.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1920.

    Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík 1921 – 1924.

    Hæstaréttarlögmaður 1924 – 1960.

    Helstu aukastörf:

    Þingmaður Seyðisfjarðar 1942 – 1956.

    Formaður lögmannafélags Íslands 1947 – 1960.

  • Lárus Kristján Ingvaldur Hákonarson Bjarnason

    Um

    Fæddur 1866, skipaður hæstaréttardómari frá 1. desember 1919.

    Lét af störfum 31. mars 1931. Lést 1934.

    Stúdent í Reykjavík 1885.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild háskólans í Kaupmannahöfn 1891.

    Málflutningsmaður við landsyfirréttinn 1891 – 1892.

    Bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður í Ísafjarðarsýslu 1892 – 1894.

    Sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1894 – 1908.

    Forstöðumaður Lagaskólans í Reykjavík 1908 – 1911.

    Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1911 – 1919.

    Rektor Háskóla Íslands 1913 – 1914.

    Helstu aukastörf:

    Þingmaður Snæfellsnessýslu 1900 – 1908.

    Konungkjörinn alþingismaður 1908 – 1911.

    Þingmaður Reykjavíkur 1911 – 1914.

  • Logi Einarsson

    Um

    Fæddur 1917, skipaður hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1964.

    Lét af störfum 31. desember 1982. Lést 2000.

    Forseti Hæstaréttar 1972 – 1973 og 1982 – 1983.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1944.

    Fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík 1944 – 1951.

    Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1951 – 1961.

    Yfirsakadómari í Reykjavík 1961 – 1964.

    Helstu aukastörf:

    Varaformaður Siglingadóms 1961 – 1964.

  • Magnús Jónasson Thoroddsen

    Um

    Fæddur 1934, skipaður hæstaréttardómari frá 1. janúar 1982.

    Lét af störfum 8. desember 1989. Lést 2013.

    Forseti Hæstaréttar 1988. Lést 2013.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1959.

    Framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1959 – 1960.

    Fulltrúi hjá borgardómaranum í Reykjavík 1960 – 1967.

    Borgardómari 1967 – 1979.

    Lögfræðingur hjá Mannréttindanefnd Evrópu 1979 – 1981.

    Lögfræðingur hjá EFTA 1990 – 1991. Hæstaréttarlögmaður 1991 – 2013.

    Helstu aukastörf:

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 1972 – 1976.

    Formaður réttarfarsnefndar 1982 – 1987.

    Formaður yfirmatsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði 1983 – 1989.

  • Magnús Þórarinn Torfason

    Um

    Fæddur 1922, skipaður hæstaréttardómari frá 15. nóvember 1970.

    Lét af störfum 31. desember 1987. Lést 1993.

    Varaforseti Hæstaréttar 1974 – 1975 og 1983 – 1984.

    Forseti Hæstaréttar 1976 – 1977 og 1985 – 1986.

    Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1942.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1949.

    Framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1954 – 1955.

    Fulltrúi í viðskiptaráðuneytinu 1949 – 1951.

    Lögfræðingur verðgæslustjóra 1951.

    Fulltrúi hjá borgardómaranum í Reykjavík 1951 – 1955.

    Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1955 – 1970.

  • Markús Sigurbjörnsson

    Um

    Fæddur 1954, skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994. Varaforseti Hæstaréttar 2002 og 2003 og forseti Hæstaréttar 2004 og 2005 og frá 01.01.2012 - 31.12.2016.

    Lét af störfum 30. september 2019.

    Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1979.

    Framhaldsnám við Det Retsvidenskabelige Institut við Kaupmannahafnarháskóla 1979 – 1981.

    Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Njarðvík og Grindavík og sýslumanninum í Gullbringusýslu 1979.

    Fulltrúi hjá yfirborgarfógetanum í Reykjavík 1981 – 1985.

    Borgarfógeti í Reykjavík 1985 – 1988.

    Prófessor í réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands 1988 -1994.

    Helstu aukastörf:

    Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1984 – 1988.

    Í réttarfarsnefnd 1986 – 2011, þar af formaður 1994 – 2011.

    Í lögskýringarnefnd Háskóla Íslands 1988 – 1994, þar af formaður 1990 – 1994.

    Ritstjóri lagasafns 1992 – 1999.

    Í stjórn Dómarafélags Reykjavíkur 1985 – 1988.

    Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1992 – 1994.

  • Páll Einarsson

    Um

    Fæddur 1868, skipaður hæstaréttardómari frá 1. desember 1919.

    Lét af störfum 13. ágúst 1935. Lést 1954.

    Stúdent í Reykjavík 1886.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeilda Hafnarháskóla 1891.

    Málflutningsmaður við landsyfirréttinn 1891 – 1893.

    Sýslumaður í Barðastrandasýslu  1893 – 1899.

    Bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1899 – 1908.

    Borgarstjóri í Reykjavík 1908 – 1914.

    Bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu 1914 – 1919.

  • Páll Hreinsson

    Um

    Fæddur 1963. Skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2007. Í leyfi frá störfum frá 2009 til ágúst 2010 og frá september 2011 til 15. september 2017.

    Veitt lausn frá embætti frá 15. september 2017

    Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1983.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1988.

    Framhaldsnám í stjórnsýslurétti og stjórnsýslufræðum við Kaupmannahafnarháskóla 1990 – 1991.

    Doktor juris frá Háskóla Íslands 2005.

    Fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík 1988 – 1991.

    Aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis 1991 – 1997.

    Dósent við lagadeild háskóla Íslands 1997 – 1999.

    Prófessor við lagadeild háskóla Íslands 1999 – 2007.

    Dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg frá 2011.

    Helstu aukastörf:

    Í jafnréttisnefnd háskólaráðs Háskóla Íslands 1997 – 2000.

    Formaður tölvunefndar 1999 – 2001.

    Formaður stjórnar Persónuverndar 2001 – 2011.

    Formaður sifjalaganefndar 1999 – 2002.

    Í Rannsóknarráði Íslands 2000 – 2003.

    Í stjórn Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands 2001 – 2004.

    Formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál 2005 – 2007.

    Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 2005 – 2007.

  • Pétur Kristján Hafstein

    Um

    Fæddur 1949, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 1991.

    Lét af störfum 30. september 2004.

    Varaforseti Hæstaréttar 1996 og 1997.

    Forseti Hæstaréttar 1998 og 1999.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1976.

    Framhaldsnám í þjóðarétti við háskólann í Cambridge 1977 - 1978.

    MA í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2009.

    Fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík 1976 – 1977.

    Fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1978 – 1983.

    Varaformaður Dómarafélags Íslands 1988 - 1992.

    Bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu 1983 – 1991.

    Helstu aukastörf:

    Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1979 – 1983.

    Formaður yfirkjörstjórnar Vestfjarðakjördæmis 1983 – 1987.

    Settur bæjarfógeti í Bolungarvík tímabundið á árunum 1988 og 1990.

    Forseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar 2006 - 2012.

  • Sigurgeir Jónsson

    Um

    Fæddur 1921, skipaður hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1979.

    Lét af störfum 30. júní 1986. Lést 2005.

    Varaforseti Hæstaréttar 1985 – 1986.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1945.

    Fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1945 – 1955.

    Lögfræðingur og skrifstofustjóri Framkvæmdabanka Íslands 1953 – 1955.

    Bæjarfógeti í Kópavogi 1955 – 1979.

    Helstu aukastörf:

    Í stjórn Lífeyrissjóð ljósmæðra 1950 – 1970.

    Formaður Dómarafélags Íslands 1971 – 1972.

    Í réttarfarsnefnd 1972 – 1978.

    Formaður Sýslumannafélags Íslands 1972 – 1973.

  • Viðar Már Matthíasson

    Um

    Fæddur 1954, skipaður hæstaréttardómari frá 10. september 2010. Varaforseti Hæstaréttar frá 01.01.2012 - 31.12.2016.

    Lét af störfum 30. september 2019.

    Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1979.

    Framhaldsnám við lagadeild Háskólans í Osló 1979 – 1981 og Uppsalaháskola 1995 – 1996.

    Fulltrúi á lögmannsstofu Arnmundar Backman hrl. 1981 – 1985.

    Meðeigandi að Málflutningsstofunni Borgartún 24, Reykjavík 1985 – 1996.

    Héraðsdómslögmaður 1982 og hæstaréttarlögmaður 1987.

    Prófessor í skaðabótarétti við lagadeild Háskóla Íslands 1996 – 2010.

    Settur hæstaréttardómari 2009 – 2010.

    Helstu aukastörf:

    Í réttarfarsnefnd 1991 – 2012.

  • Þorgeir Örlygsson

    Um

    Fæddur 1952, skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2011. Forseti Hæstaréttar frá 01.01.2017 - 31.08.2020.

    Lét af störfum 31. ágúst 2020

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973.

    Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1978.

    Meistarapróf (LL.M) í þjóðarrétti og alþjóðlegum einkamálarétti frá lagadeild Harvard háskóla í Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum 1980.

    Dómarafulltrúi við embætti yfirborgardómarans í Reykjavík 1978 – 1982.

    Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1982 – 1984.

    Dósent við lagadeild háskóla Íslands 1984 – 1986.

    Borgardómari í Reykjavík 1986 -1987.

    Prófessor í kröfurétti o.fl. við lagadeild Háskóla Íslands 1987 – 1999.

    Ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum 1999 – 2003.

    Dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg 2003 – 2011.

    Helstu aukastörf:

    Formaður áfrýjunarnefndar í vörumerkja- og einkaleyfamálum 1984 – 1990.

    Formaður Tölvunefndar 1986 – 1999.

    Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 1995 – 1997.

    Varaforseti háskólaráðs Háskóla Íslands 1996 – 1997.

  • Þór Heimir Vilhjálmsson

    Um

    Fæddur 1930. Skipaður hæstaréttardómari frá 1. mars 1976.

    Lét af störfum 30. júní 1995. Lést 2015.

    Varaforseti Hæstaréttar 1982 – 1983 og 1991 – 1992. Forseti Hæstaréttar 1983 – 1984 og 1993.

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1957.

    Framhaldsnám við New York University 1958 og Kaupmannahafnarháskóla 1959.

    Við eigin rannsóknir sem styrkþegi Vísindasjóðs 1959 – 1960.

    Fulltrúi hjá borgardómaranum í Reykjavík 1960 – 1961.

    Borgardómari í Reykjavik 1962 – 1967.

    Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1967 – 1976.

    Helstu aukastörf:

    Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1959 – 1962.

    Lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1962 – 1967.

    Formaður Lögfræðingafélags Íslands 1971 – 1974.

    Í réttarfarsnefnd 1972 – 1982, formaður 1981 – 1982.

    Forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands 1974 – 1976,

    Dómari í Mannréttindadómstóli Evrópu 1971 – 1997.

    Dómari við EFTA dómstólinn 1993 – 2002.

  • Þórður Eyjólfsson

    Um

    Fæddur 1897, skipaður hæstaréttardómari frá 1. október 1935.

    Lét af störfum 31. desember 1965. Lést 1975.

    Stúdent í Reykjavík 1920.

    Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1924.

    Framhaldsnám í Berlín 1928 – 1929 og Kaupmannahöfn 1929.

    Doktor juris frá Háskóla Íslands 1934.

    Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Reykjavík 1924 – 1927.

    Ýmis lögfræðistörf í Reykjavík 1930 – 1933.

    Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1934 – 1935.

    Helstu aukastörf:

    Formaður yfirskattanefndar Reykjavíkur 1932 – 1935.