„The Art of Judicial Reasoning“

26.11.2018

Carl Baudenbacher lét af störfum sem forseti EFTA-dómstólsins um síðustu áramót og sem dómari við dómstólinn 1. mars sl. Í tilefni af starfslokum Carls var gefið út rit til heiðurs honum sem ber heitið „The Art of Judicial Reasoning.“ Ritið hefur að geyma fjölmargar greinar á sviði lögfræði eftir ýmsa höfunda og þeirra á meðal er tveir dómarar við Hæstarétt Íslands og tveir við Hæstarétt Noregs. Í tilefni af útgáfu bókarinnar efndi EFTA-dómstóllinn í samvinnu við ritnefnd heiðursritsins til málstofu í Luxemborg 15. nóvember sl. þar sem meðal annarra fluttu erindi Páll Hreinsson forseti EFTA-dómstólsins, Marco Bronckers prófessor við Leidenháskóla, Mads Andenæs prófessor við Oslóarháskóla, Michael Bobek aðallögsögumaður við Evrópudómstólinn í Luxemborg, Luísa Lourenço fyrrum aðstoðarmaður við EFTA-dómstólinn og Michael James Clifton aðstoðarmaður við EFTA-dómstólinn. Á málstofunni voru Carl Baudenbacher færðar sérstakar þakkir fyrir framlag hans til að stuðla að árangursríkum samskiptum milli EFTA-dómstólsins og dómstóla aðildarríkjanna. Meðfylgjandi myndir voru teknar við ofangreint tækifæri.