<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</p> <p class="MsoBodyTextIndent">Með beiðni 19. febrúar 2021 sem barst ríkissaksóknara 26. sama mánaðar leitar Steingrímur Jón Ólafsson leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 29. janúar 2021 í málinu nr. 607/2019: Ákæruvaldið gegn Steingrími Jóni Ólafssyni á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæruvaldið leggst gegn beiðninni. </p> <p class="MsoBodyTextIndent">Með dómi Landsréttar var leyfisbeiðandi sakfelldur fyrir vopnalagabrot með því að hafa í heimildarleysi átt og haft í vörslum sínum hálfsjálfvirkan riffil og rafstuðbyssu. Refsing leyfisbeiðanda var ákveðin 100.000 króna sekt í ríkissjóð auk þess sem honum var gert að sæta upptöku nánar tilgreindra muna.&nbsp; </p> <p class="MsoBodyTextIndent">Leyfisbeiðandi telur að skilyrði 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Hann byggir á því að vísa eigi málinu frá héraðsdómi vegna ágalla á rannsókn þess. Þá byggir hann á því að Landsréttur hafi beitt réttarreglum með röngum hætti og að sönnunarmat hafi verið rangt. Að auki telur leyfisbeiðandi að óháð sakfellingu beri að fella sekt niður og leggja allan sakarkostnað á ríkissjóð.&nbsp; </p> <span style="font-size:10.0pt;font-family:'Times New Roman',serif;mso-fareast-font-family: Calibri;mso-fareast-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language:IS;mso-fareast-language: EN-US;mso-bidi-language:AR-SA;"> Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 4. mgr. sömu lagagreinar í málinu. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því hafnað.</span>