<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 15. júlí 2020 leita Helga Margrét Guðmundsdóttir og Theodór Magnússon leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 18. júní sama ár í málinu nr. 224/2019: Helga Margrét Guðmundsdóttir og Theodór Magnússon gegn íslenska ríkinu, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gagnaðili leggst ekki gegn beiðninni.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðenda um skaðabætur úr hendi gagnaðila. Leyfisbeiðendur höfðuðu málið í kjölfar dóms Hæstaréttar 26. nóvember 2015 í máli nr. 243/2015 þar sem Íbúðalánasjóður var sýknaður af kröfu leyfisbeiðenda um viðurkenningu á því að skuld þeirra samkvæmt lánssamningi yrði leiðrétt til lækkunar með tilliti til þess að Íbúðalánasjóður hefði vanrækt skyldur sínar samkvæmt lögum nr. 121/1994 um neytendalán með því að hafa miðað við 0% verðbólgu við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar í stað þess að miða við verðbólgu á lántökudegi. Leyfisbeiðendur byggðu kröfu sína um skaðabætur í héraði og fyrir Landsrétti í máli þessu annars vegar á því að Hæstiréttur hefði túlkað ákvæði laga nr. 121/1994 með röngum hætti í fyrrgreindum dómi sínum og hins vegar að tilskipun 87/102/EBE hefði verið ranglega innleidd við setningu laga nr. 121/1994. Leyfisbeiðendur byggja beiðni sína aðallega á hinu síðarnefnda.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Með dómi héraðsdóms var gagnaðili sýknaður af kröfu leyfisbeiðenda með vísan til þess að lánið sem leyfisbeiðendur tóku félli utan gildissviðs tilskipunar 87/102/EBE og því kæmi ekki til álita að gagnaðili hefði bakað sér bótaábyrgð vegna ófullnægjandi innleiðingar tilskipunarinnar. Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að niðurstaða Hæstaréttar í fyrrgreindu dómsmáli hefði eingöngu verið byggð á túlkun á orðalagi íslenskra laga en ekki á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og af þeim sökum kæmu ekki til álita reglur um hugsanlega bótaábyrgð gagnaðila vegna brota á EES-rétti sem rekja mætti til dómsniðurstöðu æðstu dómstóla. Þá hefði sakarefni málsins verið endanlega ráðið til lykta með umræddum dómi Hæstaréttar, þar með talið um hvernig túlka bæri ákvæði laga nr. 121/1994. Þar sem lánssamningur leyfisbeiðenda félli utan gildissviðs fyrrgreindrar tilskipunar gætu reglur um bótaábyrgð gagnaðila vegna rangrar innleiðingar á tilskipuninni ekki heldur haft þýðingu fyrir málatilbúnað leyfisbeiðenda.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðendur byggja á því að úrlausn málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem það snerti tugi þúsunda heimila á Íslandi sem tóku verðtryggð lán í gildistíð laga nr. 179/2000 um breytingu á lögum nr. 121/1994. Auk þess telja leyfisbeiðendur að úrslit málsins varði verulega fjárhagslega hagsmuni sína. Þá byggja þeir á því að málsmeðferð bæði í héraði og fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant þar sem ekki var leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í málinu, eins og óskað var eftir af þeirra hálfu. Þá hafi leyfisbeiðendur ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli þar sem dómarar í Landsrétti hafi þegar látið í ljós afstöðu sína með ákvörðun um að hafna beiðni þeirra um að leita ráðgefandi álits. Jafnframt hafi meirihluti dómsins ekki verið skipaður lögum samkvæmt. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Loks byggja leyfisbeiðendur á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Þannig hafi Landsréttur ranglega komist að þeirri niðurstöðu að lánssamningar sem tryggðir væru með veði í fasteign, eins og sá samningur sem sakarefni málsins varði, féllu utan gildissviðs tilskipunar 87/102/EBE. Í þessu sambandi vísa leyfisbeiðendur einkum til þess að fasteignalán hafi verið felld undir tilskipun 87/102/EBE með setningu laga nr. 179/2000. Í tilskipuninni komi fram að aðildarríkjum sé heimilt að taka upp strangari ákvæði til verndar neytendum en þar sé kveðið á um. Með setningu fyrrgreindra laga hafi fasteignalán því orðið hluti af tilskipun 87/102/EBE. Vísa leyfisbeiðendur til þess að umrædd túlkun hafi verið staðfest í dómum Hæstaréttar og ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins 24. nóvember 2014 í máli nr. E-27/13. Þá hafi það jafnframt leitt af skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum að fella lán til fasteignakaupa undir lög um neytendalán með lögum nr. 179/2000.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess geti haft almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem áður hafa gengið, sbr. 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991, né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda í skilningi ákvæðisins. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til. Skiptir þá ekki máli þótt forsendur fyrir niðurstöðu Hæstaréttar kynnu að einhverju leyti að verða aðrar en í dómi Landsréttar. Er beiðni um áfrýjunarleyfi því hafnað.</span></p>