<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman'; color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Með beiðni 5. janúar 2021 leitar Axel Axelsson eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 20. nóvember 2020 í málinu nr. 533/2019: Ákæruvaldið gegn Axel Axelssyni, á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr., 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæruvaldið telur ekki efni til að verða við beiðninni.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Leyfisbeiðandi var sakfelldur í Landsrétti fyrir brot gegn 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa í starfi sínu sem eigandi, stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi Kaupsamningsstofunnar ehf. og H104 fasteignafélags ehf. dregið sér samtals 36.533.931 krónu af fjármunum félaganna með því að millifæra fé af bankareikningum þeirra inn á persónulega bankareikninga sína. Auk þess var hann sakfelldur fyrir að hafa í starfi sínu sem löggiltur fasteignasali hjá Kaupsamningsstofunni ehf. dregið sér 36.133.190 krónur sem hann hafi veitt viðtöku frá kaupanda fasteignar. Fjárhæðinni skyldi varið til greiðslu á veðskuld seljanda hennar en ákærði hafi ráðstafað henni í andstöðu við þá skyldu sína. Loks var leyfisbeiðandi sakfelldur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna rekstrar Kaupsamningsstofunnar ehf. á tilgreindum rekstrarárum. Refsing hans var ákveðin fangelsi í tvö ár. Honum var jafnframt gert að greiða einkaréttarkröfuhafa skaðabætur.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Leyfisbeiðandi telur að skilyrði 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 fyrir veitingu áfrýjunarleyfis séu uppfyllt. Hann byggir á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Þannig séu meint brot leyfisbeiðanda ranglega heimfærð til refsiákvæða. Ekkert hafi komið fram við rannsókn málsins eða meðferð þess fyrir dómi sem sýni fram á annað en að launagreiðslur til leyfisbeiðanda hafi verið hóflegar miðað við vinnuframlag hans til einkahlutafélaganna. Leyfisbeiðandi hafi viðurkennt að hafa ekki greitt lögboðin gjöld en í málinu hafi hvorki verið ákært fyrir brot á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt né á lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Leyfisbeiðandi telur að skilyrði 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga séu ekki uppfyllt auk þess sem tiltekinn ákæruliður standist ekki þær kröfur sem gera verði til ákæru samkvæmt c-lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Þá hafi Landsréttur ekkert tillit tekið til refsilækkandi sjónarmiða. Loks telur leyfisbeiðandi að málið geti haft almenna þýðingu um mikilvæg refsiréttarleg úrlausnarnefni.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu umfram dómsúrlausnir sem áður hafa gengið um sambærileg efni eða af öðrum ástæðum sé mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um þau þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. eða 4. málsliðar 4. mgr. sömu lagagreinar í málinu. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því hafnað.</span></p>