<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 3. apríl 2020 leitar Eiríkur Jónsson leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 27. mars 2020 í málinu nr. 857/2018: Íslenska ríkið gegn Eiríki Jónssyni á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Íslenska ríkið leggst ekki gegn beiðninni.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Leyfisbeiðandi höfðaði mál þetta og krafðist þess að viðurkennd yrði bótaskylda gagnaðila vegna tjóns leyfisbeiðanda af völdum þess að hann var ekki skipaður í eitt af 15 embættum dómara við Landsrétt sem auglýst voru laus til umsóknar 10. febrúar 2017. Telur leyfisbeiðandi að dómsmálaráðherra hafi gengið fram hjá sér með ólögmætum hætti þegar hún bar fram til Alþingis og síðar forseta Íslands tillögur sínar um hverjir skyldu skipaðir dómarar við Landsrétt. Leyfisbeiðandi var í hópi þeirra sem dómnefnd taldi á meðal 15 hæfustu umsækjenda um embættin. Ráðherra lagði hins vegar sjálf fram lista til forseta Alþingis með eigin tillögum um hvaða 15 umsækjendur skyldu skipaðir við réttinn og var leyfisbeiðandi ekki þar á meðal. Með dómum Hæstaréttar 19. desember 2017 í málum nr. 591/2017 og 592/2017 var komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð dómsmálaráðherra hefði verið andstæð 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og þar sem ekki hefði verið bætt úr ágöllum á málsmeðferð ráðherra, þegar kom til atkvæðagreiðslu á Alþingi, hefði einnig verið annmarki á meðferð Alþingis á tillögunni. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Í héraðsdómi var fallist á kröfu leyfisbeiðanda. Var hann talinn hafa leitt nægilega sterkar líkur að því að lögmæt meðferð málsins og forsvaranlegt mat á umsókn og samanburður á hæfni hans og annarra umsækjenda hefði leitt til þess að hann hefði verið skipaður dómari við Landsrétt. Landsréttur sýknaði á hinn bóginn gagnaðila af kröfu leyfisbeiðanda. Með vísan til þess hvernig löggjafinn hefði ákveðið að haga málum við skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn taldi rétturinn að leyfisbeiðandi hefði ekki getað gengið að því vísu að hann yrði skipaður landsréttardómari, þegar af þeirri ástæðu að ráðherra hefði, samkvæmt bráðabirgðaákvæði IV í lögum nr. 50/2016, verið heimilt að fengnu samþykki Alþingis að skipa annan eða aðra umsækjendur dómara við Landsrétt en þá sem dómnefnd hefði metið hæfasta að því tilskildu að þeir uppfylltu almenn hæfisskilyrði laganna. Var því ekki fallist á með leyfisbeiðanda að hann hefði þrátt fyrir niðurstöðu dómnefndar átt lögvarinn rétt til að vera skipaður dómari við Landsrétt.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Leyfisbeiðandi byggir á að því að málið hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á embættisfærslu ráðherra, meðferð opinbers valds, saknæmismælikvarða sem styðjast beri við, orsakasamhengi og sönnun tjóns. Telur leyfisbeiðandi að málið hafi meðal annars mikið fordæmisgildi um túlkun ákvæða laga um dómstóla nr. 50/2016 er varða skipun dómara og þýðingu fyrrnefndra dóma Hæstaréttar 19. desember 2017 sem og dóm Hæstaréttar 14. apríl 2011 í máli nr. 412/2010. Þá telur leyfisbeiðandi að málið hafi einnig almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna varðandi það hvaða lögfylgjur það hafi þegar sannanlega hefur verið brotið gegn reglum stjórnsýslulaga. Leyfisbeiðandi áréttar að málið sé nátengt þeirri óvissu sem uppi sé um stofnun Landsréttar og skipun í dómstólinn. Þá telur leyfisbeiðandi að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Fjárhagslegir hagsmunir hans af úrlausn málsins séu verulegir en þeir hagsmunir séu þó léttvægir þegar litið sé til persónulegra hagsmuna leyfisbeiðanda af réttri og sanngjarnri úrlausn málsins. Ákvörðun ráðherra hafi leitt til þess að leyfisbeiðandi hafi orðið miðpunktur í miklum og langvarandi deilum á opinberum vettvangi. Þá vísar leyfisbeiðandi til þess að hann sitji að óbreyttu ekki eingöngu uppi með að dómstólar rétti ekki hlut hans, heldur lögmannskostnað vegna málareksturs fyrir tveimur dómstigum og það þrátt fyrir óumdeilda saknæma og ólögmæta háttsemi af hálfu ríkisins. Þá telur leyfisbeiðandi að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Niðurstaða Landsréttar feli í sér að ráðherra geti með fulltingi meirihluta Alþingis skipað hvaða umsækjanda sem er úr hópi þeirra sem uppfylli almenn hæfisskilyrði, algjörlega óháð hæfni umsækjendanna og án þess að hæfasti umsækjandinn eigi nokkurn möguleika á bótum fyrir fjártjón sitt. Einnig telur leyfisbeiðandi það ekki ganga upp í dómi Landsréttar að viðurkenna að ráðherra hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við tillögugerð sína, en fullyrða síðan að leyfisbeiðandi hafi ekki sannað orsakasamband, þar sem ráðherra hafi getað gert tillögu um hvaða umsækjanda sem var, svo fremi sem hann fengi slíka tillögu samþykkta af Alþingi. Loks telur leyfisbeiðandi að sönnun um að skilyrðum sakareglunnar um orsakasamband og sennilega afleiðingu hafi verið fullnægt.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að úrslit þess geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á. Er umsókn leyfisbeiðanda um áfrýjunarleyfi því tekin til greina.</p>