<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-family: 'Times New Roman',serif; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-family: 'Times New Roman',serif; font-size: 12pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-family: 'Times New Roman',serif; font-size: 12pt;">Með beiðni 23. október 2020 leita VR og Jón Hermann Karlsson eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 25. september 2020 í málinu nr. 496/2019: Atvinnuleysistryggingasjóður gegn VR og Jóni Hermanni Karlssyni, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gagnaðili leggst ekki gegn beiðninni.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-family: 'Times New Roman',serif; font-size: 12pt;">Í málinu deila aðilar um rétt leyfisbeiðandans Jóns Hermanns og hóps félagsmanna leyfisbeiðandans VR í sömu stöðu til dráttarvaxta í kjölfar dóms Hæstaréttar 1. júní 2017 í máli nr. 501/2016. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að stytting á tímabili atvinnuleysisbóta úr 36 mánuðum í 30, sem gerð var með lögum nr. 125/2014, hefði verið óheimil að því marki sem hún skerti bótarétt þeirra félagsmanna sem þáðu atvinnuleysisbætur 31. desember 2014 eða sóttu um slíkar bætur 1. janúar 2015 eða síðar og hefðu haldið áfram að nýta rétt sinn til bótanna samkvæmt 4. mgr. 29. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Sú niðurstaða var reist á því að löggjafanum hefði verið óheimilt að skerða virkan bótarétt á þann veg með vísan til 72. gr. stjórnarskrárinnar og að með því hefði verið gengið gegn óskráðri meðalhófsreglu íslenskrar stjórnskipunar. Ágreiningur þessa máls snýst um hvort sérregla 5. mgr. 39. gr. laga nr. 54/2006, sem mælir fyrir um að vangreiddar atvinnuleysisbætur skuli bera vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, gildi um umræddar kröfur eða hvort kröfurnar beri dráttarvexti. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-family: 'Times New Roman',serif; font-size: 12pt;">Héraðsdómur féllst á kröfu leyfisbeiðenda og taldi að 5. mgr. 39. gr. laga nr. 54/2006 yrði ekki skýrð svo rúmt að ákvæðið tæki til dráttarvaxta eftir að réttur hins tryggða til atvinnuleysisbóta hefði orðið gjaldkræfur, sem gera yrði ráð fyrir að ætti við í málinu. Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu og vísaði til þess að samkvæmt orðalagi 5. mgr. 39. gr. laga nr. 54/2006 og lögskýringargagna yrði ályktað að sú vaxtaregla sem þar kæmi fram tæki til allra tilvika þar sem hinum tryggða hefðu ekki verið greiddar allar þær bætur sem hann ætti rétt á samkvæmt lögunum, hver svo sem ástæða þess hefði verið. Taldi Landsréttur að efni ákvæðisins væri skýrt að þessu leyti og gengi það sem sérregla framar ákvæðum laga nr. 38/2001. Þá vísaði Landsréttur til þess að af stjórnarskrárvernd kröfunnar yrði ekki leiddur sjálfstæður réttur til þess að atvinnuleysisbætur væru með tilteknum hætti eða að þeir vextir sem krafa til greiðslu þeirra bæri væru aðrir en þeir sem kveðið væri á um í viðeigandi löggjöf. Var því ekki fallist á með leyfisbeiðendum að 72. gr. stjórnarskrárinnar eða meðalhófsregla stjórnskipunarréttar hefði áhrif á túlkun eða beitingu 5. mgr. 39. gr. laga nr. 54/2006.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-family: 'Times New Roman',serif; font-size: 12pt;">Leyfisbeiðendur telja úrslit málsins hafa verulegt almennt gildi enda liggi fyrir að réttindi ríflega tvö hundruð félagsmanna leyfisbeiðandans VR muni ráðast af úrslitum málsins. Það sama eigi við um mörg hundruð aðra félagsmenn í sambærilegri stöðu hjá öðrum stéttarfélögum. Þá fjalli málið um mikilvæg grundvallaratriði á sviði eignarréttar og kröfuréttar. Málið sé órjúfanlegur hluti af þeim ágreiningi sem fjallað hafi verið um í dómi Hæstaréttar í máli nr. 501/2016. Þar hafi því verið slegið föstu að lögin sem skertu virkan rétt til atvinnuleysisbóta hafi skert eignarréttindi. Vísa leyfisbeiðendur til þess að þeir sem urðu fyrir skerðingunni eigi rétt á fullum bótum fyrir þá skerðingu og að dráttarvextir teljist vera fullar bætur fyrir það að krafa hafi ekki verið efnd á gjalddaga. Jafnframt benda leyfisbeiðendur á að ekki séu til fordæmi fyrir því að lagaákvæði sem kveði á um almenna vexti skuli einnig eiga við um dráttarvexti. Einnig telja leyfisbeiðendur að dómur Landsréttar sé rangur að efni til en rétturinn hafi litið framhjá mismunandi eðli almennra vaxta og dráttarvaxta og lagt þá að jöfnu. Telja þeir niðurstöðu héraðsdóms hafa falið í sér rétta nálgun en dómurinn hafi litið svo á að eftir að krafa félli í gjalddaga bæri hún ekki lengur almenna vexti heldur dráttarvexti. Þar sem ekki væri fjallað um dráttarvexti í lögum nr. 54/2006 færu vanefndarúrræði eftir meginreglum kröfuréttar en ekki undantekningarreglu sem tæki til almennra vaxta. Þá vísa leyfisbeiðendur til þess að Landsréttur hafi ekki litið til þess að ákvæði 5. mgr. 39. gr. laga nr. 54/2006 eigi við um leiðréttingar sem gerðar eru innan ramma laganna sjálfra og eigi því eingöngu við þegar réttindi eru ákvörðuð eða leiðrétt á grundvelli þeirra reglna sem þar koma fram. Telja leyfisbeiðendur að málið varði ekki að neinu leyti leiðréttingar eða önnur atriði sem tengjast lögum nr. 54/2006 heldur að það lúti einungis að kröfurétti, nánar tiltekið hvaða afleiðingar það hafi að greiða ekki kröfu á gjalddaga. Loks telja leyfisbeiðendur að málið varði mikilvæga hagsmuni sína enda varði úrlausn málsins rétt þeirra til þess að sækja fullar bætur vegna skerðinga á eignarréttindum þeirra. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-family: 'Times New Roman',serif; font-size: 12pt;">Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um rétt til vaxta vegna vangreiddra atvinnuleysisbóta en fyrir liggur að úrslit þess geta skipt máli fyrir fjölda bótaþega. Beiðni leyfisbeiðenda um áfrýjunarleyfi er því tekin til greina. </span></p>