<span> </span> <p style="text-align: center; text-indent: 1cm; line-height: 150%; vertical-align: baseline;" class="MsoNormal"><strong><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%; color: black;">Ákvörðun Hæstaréttar.</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. </p> <p class="MsoBodyTextIndent">Með beiðni 14. mars 2019 leita ÞG verktakar ehf. leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 15. febrúar sama ár í málinu nr. 530/2018: ÞG verktakar ehf. gegn Landhlíð ehf., á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Landhlíð ehf. leggst gegn beiðninni. </p> <p style="text-align: justify; text-indent: 1cm; line-height: 150%;" class="MsoNormal"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Ágreiningur í málinu lýtur að greiðsluskyldu gagnaðila á grundvelli munnlegs samnings sem leyfisbeiðandi telur hafa komist á milli þeirra um verktöku vegna framkvæmda á lóð að Hlíðarenda 1-7 í Reykjavík en gagnaðili mun hafa átt leigulóðar- og byggingarréttindi á henni. Taldi Landsréttur að í nánar tilgreindum samningi Arcusar ehf., systurfélags leyfisbeiðanda, og <span>&nbsp;</span>Hlíðarfótar ehf., móðurfélags gagnaðila, um kaup fyrrnefnda félagsins á hlutum í gagnaðila og í hluthafasamkomulagi, sem hafi verið gert í kjölfarið milli félaganna tveggja og gagnaðila, hafi falist að áhætta af kostnaði sem hvor aðili samningsins stofnaði til í gegnum systur- eða móðurfélög hvíldi á þeim sem til hans stofnaði þar til stjórn eða hluthafafundur gagnaðila samþykkti hann en slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir vegna umrædds kostnaðar. Þá var talið að ekki yrði annað ráðið af gögnum málsins og framburði starfsmanna aðila fyrir héraðsdómi en að leyfisbeiðandi hafi stofnað til kostnaðarins á eigin vegum eða fyrir hönd Arcusar ehf. Staðfesti Landsréttur því niðurstöðu héraðsdóms um sýknu gagnaðila af kröfu leyfisbeiðanda.</span></p> <p style="text-align: justify; text-indent: 1cm; line-height: 150%;" class="MsoNormal"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Leyfisbeiðandi byggir á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi til. Vísar að hann til þess að einn af dómendum málsins fyrir Landsrétti hafi verið vanhæf til að leysa úr málinu vegna tengsla maka síns við gagnaðila, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Þá hafi ranglega verið staðið að skipun hennar í embætti og hafi málsmeðferð í Landsrétti af þeim sökum ekki fullnægt því skilyrði 1. mgr. 6. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, að skipan dómstóls skuli ákveðin með lögum, sbr. dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019 í máli nr. 26374/18. Leyfisbeiðandi telur jafnframt að úrlausn í málinu hafi verulegt almennt gildi. Vísar hann í þeim efnum til þess að í málinu reyni á gildi munnlegs samnings aðila þar sem meðal annars komi til skoðunar hvort skriflegir samningar tengdra aðila, sem mæltu fyrir um á hvaða hátt gagnaðili gæti skuldbundið sig til að greiða kröfu leyfisbeiðanda, gildi um réttarsambandið og séu ófrávíkjanlega óháðir öðrum samskiptum þeirra. Dómur Landsréttar sé í andstöðu við dómaframkvæmd Hæstaréttar hvað þetta varðar. Loks telur leyfisbeiðandi að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína.</span></p> <p style="text-align: justify; text-indent: 1cm; line-height: 150%;" class="MsoNormal"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Samkvæmt framansögðu reynir í málinu á álitaefni um stofnun samnings og túlkun og getur úrlausn um þau haft fordæmisgildi. Er beiðni um áfrýjunarleyfi því samþykkt.</span></p>