<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 10. júlí 2020 leitar Sigurður Sigurðsson leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 12. júní 2020 í málinu nr. 22/2020: Ákæruvaldið gegn Sigurði Sigurðssyni, á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæruvaldið telur ekki efni til að fallast á beiðnina.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Með framangreindum dómi Landsréttar var staðfest niðurstaða Héraðsdóms Austurlands, þar sem leyfisbeiðandi var sakfelldur fyrir brot gegn 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa ráðist á Ingvar Má Gíslason með tveimur hnífum og stungið hann margsinnis í líkamann með þeim afleiðingum að hann hlaut fjölda alvarlegra áverka. Var refsing hans þyngd með dómi Landsréttar og ákveðin tíu ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi sem hann hafði sætt frá 11. júlí 2019.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi telur að skilyrðum 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 fyrir veitingu áfrýjunarleyfis sé fullnægt þar sem verulegir ágallar hafi verið á meðferð málsins sem leiða eigi til ómerkingar og heimvísunar þess. Leyfisbeiðandi vísar til þess að myndbandsupptaka af skýrslugjöf brotaþola við aðalmeðferð málsins í héraði hafi ekki legið fyrir í Landsrétti sem hafi meðal annars leitt til þess að útilokað hafi verið fyrir Landsrétt að meta samræmi í framburðum brotaþola annars vegar í héraði og hins vegar fyrir Landsrétti. Þá byggir leyfisbeiðandi á því að refsing sú sem honum var gerð sé of þung í samanburði við dómafordæmi.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';"><span style="mso-spacerun: yes;">&nbsp;</span>Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að leyfisbeiðni lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 4. mgr. fyrrnefndrar lagagreinar í málinu. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggir jafnframt fyrst og fremst á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar leyfisbeiðanda og brotaþola en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Er beiðninni því hafnað.</span></p>