<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 25. október 2019 leitar Jóhanna Kristín Björnsdóttir leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 27. september sama ár í málinu nr. 634/2018: Jóhanna Kristín Björnsdóttir gegn Arnfríði Jónasdóttur og Báru Sigfúsdóttur f.h. dánarbús Jónasar Jónassonar og gagnsök, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gagnaðilar leggjast gegn beiðninni. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta lýtur að kröfum gagnaðila, aðallega um að viðurkenndur verði eignarréttur hvorrar fyrir sig að 33,33% eigna Kistufells sf., en til vara 33,33% eignarhlutdeildar hvorrar þeirra í fasteigninni að Brautarholti 16, Reykjavík og að leyfisbeiðanda verði gert að aflétta nánar tilgreindu veðskuldabréfi af fasteigninni. <span style="mso-spacerun: yes;">&nbsp;</span></span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Félagið Kistufell sf. var stofnað af bræðrunum Guðmundi og Jónasi Jónassonum, en sá síðarnefndi var faðir gagnaðilans Arnfríðar og tengdafaðir gagnaðilans Báru. Þá var hann föðurafi leyfisbeiðanda. Félagið áttu þeir til helminga og ráku í sameiningu þar til Guðmundur lést árið 1995. Jónas gerði samkomulag við Björn son sinn 5. júní 1997, föður leyfisbeiðanda, um sölu á 5% hlut í félaginu. Fram kom í samkomulaginu að verðmæti þessa hluta væri 925.000 krónur og að greiðsla færi fram samkvæmt „nánara samkomulagi.“ Með umboði, sem dagsett var sama dag, veitti Jónas Birni fullt og ótakmarkað umboð til þess að annast yfirtöku og kaup á Kistufelli sf. fyrir sína hönd og veitti honum í því sambandi „heimild til að ganga frá lántöku og annast tengd lán“. Með kaupsamningi 21. ágúst 1997 seldu erfingjar Guðmundar 50% eignarhlut sinn í félaginu og fyrir hönd kaupenda ritaði Björn fyrir eigin hönd og fyrir hönd föður síns eftir umboði. Deila aðilar um tilgang og tildrög að framangreindum kaupum og samningagerð. Telja gagnaðilar að fyrri samningurinn hafi eingöngu verið gerður til málamynda þar sem nauðsynlegt hafi verið að nýr félagsmaður kæmi inn í sameignarfélagið í stað Guðmundar. Þá telja þau að Björn hafi viljandi eða óviljandi farið út fyrir umboð föður síns við kaup á 50% hlut í Kistufelli sf. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Eftir að Jónas lést á árinu 2001 sat ekkja hans, Jóhanna Björnsdóttir, í óskiptu bú þar til hún lést árið 2011. Skiptist arfur eftir þau jafnt á milli þriggja barna þeirra, Arnfríðar, Jónasar og Björns. Meðal þess sem til arfs kom var félagið Kistufell sf. sem í erfðafjárskýrslu var tilgreint sem eign búsins að fullu og af henni greiddu systkinin erfðafjárskatt í jöfnum hlutföllum en félagið átti meðal annars fasteign að Brautarholti 16. Vegna ágreinings aðila um eignarhlutdeild hvers og eins þeirra í Kistufelli sf. beindi leyfisbeiðandi beiðni um opinber skipti á félaginu til Héraðsdóms Reykjavíkur 18. ágúst 2018. Með úrskurði héraðsdóms 5. desember sama ár var kröfunni hafnað þar sem félaginu taldist hafa verið slitið 16. júlí 2011, þegar sex mánuðir voru liðnir frá andláti Jóhönnu Björnsdóttur, en þá hefðu félagsmenn orðið færri en tveir, sbr. 1. og 2. mgr. 37. gr. laga nr. 50/2007 um sameignarfélög. Jafnframt var vísað til athugasemda með 37. gr. í frumvarpi til laganna um að þegar svo háttar tilheyrðu eignir og skuldir sameignarfélagsins „að minnsta kosti að formi til“ síðasta félagsmanninum án þess að til sérstakrar skiptameðferðar þyrfti að koma. Að gegnum þessum úrskurði óskaði leyfisbeiðandi eftir því að fasteignin að Brautarholti 16 yrði þinglýst eign dánarbús Björns og varð sýslumaður við því. Hefur leyfisbeiðandi fyrir hönd dánarbúsins veðsett eignina til tryggingar veðskuldabréfi að fjárhæð 161.700.000 krónur sem gefið var út við kaup hennar á hinum hluta Brautarholts 16. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Héraðsdómur tók kröfu gagnaðila til að greina að hluta og staðfesti 32,5% eignarhlutdeild hvors þeirra í fasteigninni að Brautarholti 16 auk þess sem leyfisbeiðanda var gert að aflétta veðskuldabréfinu af fasteigninni. Landsréttur tók undir með héraðsdómi en taldi þó eignarhlutdeild gagnaðila vera 33,33%. Í dóminum var meðal annars tekið fram að með vísan til fyrrnefndrar erfðafjárskýrslu yrði ekki ráðið að Björn hefði talið sig helmingseiganda í fyrirtækinu. Þá var talið leitt í ljós að yfirlýsing Jónasar 5. ágúst 1997 um að selja Birni 5% eignarhlut hefði verið til málamynda þar sem á þeim tíma hefði staðið til að dánarbú Guðmundar seldi Jónasi helmingshlut í félaginu og yfirlýsingin því gefin í því skyni að uppfyllt yrðu skilyrði laga um sameignarfélög þess efnis að félagsmenn skuli vera tveir eða fleiri. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi telur að dómur Hæstaréttar myndi hafa verulegt almennt gildi um beitingu ákvæða 31. og 37. gr. laga nr. 50/2007, en á þau ákvæði hafi ekki áður reynt fyrir dómnum. Þá telur hann að dómur Landsréttar sé rangur að efni til þar sem Landsréttur hafi meðal annars litið framhjá samtímagögnum þegar dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að yfirlýsing Jónasar til Björns frá 5. ágúst 1997 hafi eingöngu verið gerð til málamynda. Þá leggur leyfisbeiðandi fram með beiðni sinni ný gögn sem hann telur sýna að dómur Landsréttar sé rangur að efni til. Loks telur leyfisbeiðandi að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi <span style="mso-spacerun: yes;">&nbsp;</span>né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 2. málsliðar 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til, sbr. 3. málslið sömu greinar. Er beiðninni því hafnað.</span></p>