<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman'; color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Með beiðni 27. maí 2020 leita ÞG verktakar ehf. leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 30. apríl 2020 í málinu nr. 575/2019: ÞG verktakar ehf. gegn Cambridge Plaza Hotel Company ehf. og Cambridge Plaza Hotel Company ehf. gegn Mannviti hf. til réttargæslu, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Cambridge Plaza Hotel Company ehf. leggst gegn beiðninni.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðanda um að viðurkennd verði skaðabótaskylda gagnaðila gagnvart honum vegna ákvörðunar gagnaðila 18. maí 2017 að hafna tilboði leyfisbeiðanda í útboðsverkið „Austurbakki 2 – reitur 5A 200-005 Burðarvirki – Apríl 2017“.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;">Gagnaðili efndi til lokaðs útboðs í apríl 2017 og óskaði eftir tilboðum í framkvæmd á fyrrgreindu verki. Alls bárust þrjú tilboð, tvö í allt verkið og eitt frávikstilboð frá Ístaki hf. Gekk gagnaðili til samninga við Ístak hf. </span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;">Leyfisbeiðandi krafðist viðurkenningar á rétti sínum til skaðabóta úr hendi gagnaðila sem næmi missi hagnaðar vegna ákvörðunar gagnaðila um að hafna tilboði hans í verkið. </span><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';">Héraðsdómur sýknaði gagnaðila af kröfum leyfisbeiðanda og var sú niðurstaða staðfest með dómi Landsréttar með vísan til forsendna. </span><span lang="IS" style="font-size: 12.0pt;line-height:150%;">Í dómi héraðsdóms kom meðal annars fram að þeir annmarkar sem hefðu verið á upplýsingagjöf á opnunarfundi tilboðanna væru ekki af því tagi að þeir gætu leitt til þess að tilboð einstaks bjóðanda væri ógilt enda ekkert fram komið um að tilboð Ístaks hf. sem slíkt hefði verið haldið annmarka. Dómurinn taldi jafnframt ósannað að leyfisbeiðandi hefði í reynd átt hagstæðasta tilboðið í verkið.</span><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';"></span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi telur að málið hafi verulegt almennt gildi um túlkun 8. og 14. gr. laga nr. 65/1993 um framkvæmd útboða. Mikilvægt sé að fá niðurstöðu Hæstaréttar um réttaráhrif brota gegn skyldu kaupanda samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 8. gr. laga nr. 65/1993 til að lesa upp heildarfjárhæð tilboða við opnun þeirra. Auk þess muni dómur Hæstaréttar hafa fordæmisgildi um svigrúm kaupanda í lokuðu útboði til mats á hagkvæmni tilboðs samkvæmt 1. mgr. 14. gr. sömu laga og um inntak skyldu hans til að rökstyðja val á tilboði í þeim tilvikum þar sem hagstæðasta tilboð að mati kaupanda er ekki það sem lægst er samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins. Þá telur leyfisbeiðandi að dómur Landsréttar hafi ekki verið rökstuddur með fullnægjandi hætti og sé til þess fallinn að skapa réttaróvissu um réttindi og skyldur kaupenda og bjóðenda við framkvæmd lokaðra útboða. Loks telur leyfisbeiðandi að málið varði mikilvæga hagsmuni sína.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að fallast á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem áður hafa gengið, sbr. 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991, né að það varði mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi ákvæðisins. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Er beiðninni því hafnað.</span></p>