<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Ákvörðun Hæstaréttar.</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</p> <p class="MsoBodyTextIndent">Með beiðni 15. febrúar 2021 leitar A eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 5. sama mánaðar í málinu nr. 824/2019: A gegn B, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. </p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Gagnaðili höfðaði mál þetta til ógildingar á afsali til leyfisbeiðanda á eignarhluta sínum í fasteign að [...] en fasteignin var í jafnri eigu aðila meðan á sambúð þeirra stóð. Með dómi Landsréttar var afsalið ógilt með vísan til 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga á þeim grunni að aðstæður við undirritunina hefðu verið með þeim hætti að óheiðarlegt væri af leyfisbeiðanda að bera afsalið fyrir sig. &nbsp;</span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi auk þess sem dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Hún telur beitingu ógildingarreglu 33. gr. laga nr. 7/1936 í dómi Landsréttar í andstöðu við dómaframkvæmd Hæstaréttar, einkum dóm réttarins 7. febrúar 2002 í máli nr. 266/2001. Fái dómur Landsréttar að standa kunni skuldbindingargildi ráðstafana eða löggerninga sambúðarfólks við slit sambúðar að velta á &nbsp;óstaðfestum fullyrðingum um að það hafi ekki verið undirbúið eða skort andlega færni til þess að ráðstafa hagsmunum sínum. Þá leiði dómurinn til óvissu um gildi löggerninga manna sem átt hafi í áfengis- og vímuefnavanda jafnvel þótt ósannað sé að þeir hafi beinlínis verið illa haldnir af neyslu við gerð þeirra. Leyfisbeiðandi byggir á því að gagnaðili hafi verið fjár síns ráðandi við undirritun afsalsins og hafi gengist við því í skýrslutökum í héraði að hafa gert sér grein fyrir þýðingu þess. Leyfisbeiðandi byggir á því að málið varði mikilvæga hagsmuni sína en hún sé eina fyrirvinna fjögurra barna sem búi í fasteigninni sem málið fjalli um og hafi trauðla fjárhagslegt bolmagn til að mæta áhrifum dómsins þannig að hún geti áfram tryggt börnum sínum öryggi og stöðugleika. </span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Gagnaðili leggst gegn beiðninni. Hann telur að fordæmi Hæstaréttar liggi nú þegar fyrir um beitingu 33. gr. laga nr. 7/1936 og vísar til dóma réttarins 5. febrúar 1954 í máli nr. 101/1953, 21. maí 1965 í máli nr. 38/1965, 17. maí 1996 í máli nr. 109/1995 og 21. september 2017 í máli nr. 597/2016. Þá hafi álitaefni um gildi löggerninga manna undir áhrifum áfengis og vímuefna áður komið til kasta Hæstaréttar, sbr. dóm réttarins 22. febrúar 1996 í máli nr. 297/1994. Landsréttur hafi metið gögn og staðreyndir málsins með réttum hætti og beitt réttri lagatúlkun til að komast að niðurstöðu sem sé í fullu samræmi við skilyrði 33. gr. laga nr. 7/1936, fordæmi Hæstaréttar og gögn málsins. Gagnaðili hafnar því að úrslit þess varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda. </span></p> <span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;"> Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem gengið hafa um sambærileg álitaefni né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Beiðninni er því hafnað.</span>