<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span style="font-size:12.0pt;mso-bidi-font-size: 10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Með beiðni 9. febrúar 2021 leitar X leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 11. desember 2020 í málinu nr. 304/2019: Ákæruvaldið gegn X á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákæruvaldið leggst gegn beiðninni.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Með dómi Landsréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu leyfisbeiðanda fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana nánar tilgreindu ofbeldi og hótunum. Refsing leyfisbeiðanda var ákveðin fangelsi í 18 mánuði auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola miskabætur.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Leyfisbeiðandi telur að skilyrði 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Hann byggir á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og vísar til þess að Landsréttur hafi beitt aðferðum við sönnunarmat sem ekki eigi sér stoð í réttarframkvæmd eða viðurkenndum reglum sakamálaréttarfars. Að mati leyfisbeiðanda séu gögn í málinu ekki svo veigamikil eða haldbær um sekt leyfisbeiðanda að talist geti, gegn neitun hans, duga til að fullnægt sé þeirri sönnunarbyrði sem hvílir á ákæruvaldinu samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008. Þá samrýmist það að sakfella hann fyrir alla þá háttsemi er greinir í verknaðarlýsingu ákæru ekki frásögn brotaþola fyrir dómi. Leyfisbeiðandi byggir jafnframt á því að málið hafi verulega almenna þýðingu um beitingu 18. gr. almennra hegningalaga að því er varðar að ásetningur þurfi að ná til orsakasambands á milli ofbeldis og kynferðisathafna. </p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 4. mgr. sömu lagagreinar í málinu. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggir að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því hafnað.</p>