<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span style="font-size:12.0pt;mso-bidi-font-size: 10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. </p> <p style="tab-stops:35.4pt;">Með beiðni 7. nóvember 2019 leitar Menningarsetur múslima á Íslandi leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 11. október sama ár í málinu nr. 881/2018: Menningarsetur múslima á Íslandi gegn Stofnun múslima á Íslandi ses., á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stofnun múslima á Íslandi ses. leggst gegn beiðninni. </p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta varðar ágreining aðila um húsnæði að Skógarhlíð 20 í Reykjavík. Fasteignin er í eigu gagnaðila en leyfisbeiðandi var með starfsemi í húsnæðinu um nokkurt skeið og telur sig eiga áframhaldandi rétt til afnota af því á grundvelli leigusamnings 20. desember 2012. Gagnaðili telur að leyfisbeiðandi geti ekki byggt rétt á því skjali heldur hafi afnot hans af fasteigninni byggst á öðrum samningi sem gerður hafi verið 21. desember 2012 en sá samningur hafi runnið út tveimur árum eftir gerð hans. Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur 3. maí 2016 var fallist á kröfu gagnaðila um að leyfisbeiðandi yrði borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð. Leyfisbeiðandi krefst þess að fá viðurkenndan leigurétt að umræddri fasteign sem og að hinn síðari samningur verði ógiltur. </span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Með framangreindum dómi Landsréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu gagnaðila af kröfum leyfisbeiðanda. Vísað var til þess að þegar efni samningsins frá 21. desember 2012 væri virt heildstætt yrði ekki annað séð en honum hafi verið ætlað að víkja til hliðar samningnum 20. sama mánaðar og veita leyfisbeiðanda takmörkuð afnot fasteignarinnar. Þá hefði leyfisbeiðandi vanefnt meginskyldu sína samkvæmt efni samningsins 20. desember 2012 í rúm tvö ár en hún hefði falist í því að greiða ákveðna leigufjárhæð á umsömdum tíma. Þá hefði leyfisbeiðandi unað því að gagnaðili hefði leigt þriðja aðila neðri hæð fasteignarinnar sem hann hefði samkvæmt eldri samningnum átt að hafa á leigu. Einnig var vísað til þess að sömu aðilar hefðu undirritað báða samningana.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi <span style="mso-spacerun:yes;">&nbsp;</span>á sviði samningaréttar. Þá telur hann málið varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína en leyfisbeiðandi sé trúfélag með um 400 iðkendur og úrslit málsins hafi mikil áhrif á framtíð þess. Annars vegar hvað varðar rétt til bænahúss og hins vegar hafi leyfisbeiðandi ekki bolmagn til að greiða margar milljónir í skaðabætur. Að lokum telur leyfisbeiðandi dóm Landsréttar rangan að formi og efni en þar hafi meðal annars ekki verið tekin rökstudd afstaða til meginmálsástæðna leyfisbeiðanda og þannig virt að vettugi ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 114. gr. sömu laga. </span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur hvorki að formi til né efni. Er beiðninni því hafnað.</span></p>