<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman'; mso-bidi-font-size: 10.0pt;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Með beiðni 13. júlí 2020 leitar Guðmundur Ellert Björnsson leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 10. júní sama ár í málinu nr. 654/2018: Ákæruvaldið gegn Guðmundi Ellert Björnssyni á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var dómur Landsréttar birtur leyfisbeiðanda 16. júní 2020. Ákæruvaldið telur ekki efni til að verða við beiðninni. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Með dómi Landsréttar var leyfisbeiðandi sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn A, B og C þegar þau voru börn að aldri. Brotin voru talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. áður 1. mgr. 202 gr. og 1. mgr. 201. gr. sömu laga. Þá var leyfisbeiðandi sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot gagnvart A, sbr. 209. gr. almennra hegningarlaga og brot gegn 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Refsing leyfisbeiðanda var ákveðin fangelsi í fimm ár. Með hinum áfrýjaða héraðsdómi 30. júlí 2018 hafði leyfisbeiðandi verið sýknaður af öllum ákæruliðum.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Leyfisbeiðandi telur að skilyrði 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 fyrir veitingu áfrýjunarleyfis séu uppfyllt. Hann vísar sérstaklega til lokamálsliðar ákvæðisins þar sem hann hafi samkvæmt dómi Landsréttar verið sakfelldur fyrir hluta þeirra brota sem honum voru gefin að sök í þremur af fimm köflum ákærunnar en sýknaður af öllum ákæruliðum í héraðsdómi. <span style="mso-spacerun: yes;">&nbsp;</span>Leyfisbeiðandi byggir á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Telur leyfisbeiðandi brýnt að fá afstöðu Hæstaréttar til þess hvaða áhrif sú staðreynd, að vitni hafi lýst miklum undirbúningi máls og aðkomu tveggja lögmanna sem funduðu í fjölmörg skipti með brotaþolunum A og B og fjölskyldu þeirra, hafi á sönnunarstöðu málsins. Telur leyfisbeiðandi það atriði hafa almenna þýðingu varðandi sönnunarmat í sakamálum í skilningi 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Þá telur leyfisbeiðandi að Landsréttur hafi, varðandi ætluð brot gegn brotaþolunum A og C, og þá sérstaklega þeim síðargreinda, ranglega beitt þeirri undantekningarreglu sem framhaldsbrot eru og slegið af sönnunarkröfum um hvert og eitt tilvik án þess að lög hafi staðið til þess. Telur leyfisbeiðandi að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur um þetta atriði að efni til auk þess sem um túlkunaratriði sé að ræða sem geti haft almenna þýðingu og mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Vísar leyfisbeiðandi til þess að hann hafi réttilega verið sýknaður af héraðsdómi af öllum ákæruatriðum og að Landsréttur hafi ekki endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar leyfisbeiðanda og vitna nema að mjög litlu leyti. Með vísan til þeirrar staðreyndar að niðurstaða málsins muni ráðast af heildstæðu sönnunarmati telur leyfisbeiðandi skilyrði til að verða við ósk hans um áfrýjunarleyfi. Þá gerir leyfisbeiðandi til vara þá kröfu að dómur Landsréttar verði tekinn til endurskoðunar hvað ákvörðun refsingar varðar. Meint brot hafi verið framin fyrir 22 árum og tæp tvö ár liðu frá því að dómur gekk í héraði þar til Landsréttur kvað upp sinn dóm. Telur leyfisbeiðandi að Landsréttur hefði átt að gefa þeim drætti meira vægi við ákvörðun refsingar.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 4. mgr. sömu lagagreinar í málinu. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggir jafnframt fyrst og fremst á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar leyfisbeiðanda, brotaþola og nafngreindra vitna, en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, sbr. 5. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Með vísan til þess er ljóst að áfrýjun til réttarins mun ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar, sbr. lokamálslið 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Er beiðni um áfrýjunarleyfi því hafnað.</p>