<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman'; color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.</span></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Með beiðni 13. nóvember 2019 leitar Molden Enterprises Ltd. leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 18. október sama ár í máli nr. 928/2018: Molden Enterprises Ltd. gegn 66North Holding LUX S.Á.R.L., á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 66North Holding LUX S.Á.R.L. leggst gegn beiðninni.</span></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Mál þetta lýtur að kröfu gagnaðila um að leyfisbeiðanda verði gert að greiða Sjóklæðagerðinni hf. 171.976.408 krónur auk dráttarvaxta. Kröfuna byggir gagnaðili á ákvæðum kaupsamnings sem félögin SF II slhf. og Egus Inc. gerðu <span style="mso-spacerun:yes;">&nbsp;</span>9. ágúst 2011 um kaup þess fyrrnefnda á 51% hlutafjár í Sjóklæðagerðinni hf. Ágreiningslaust er að gagnaðili tók yfir réttindi og skyldur kaupanda samkvæmt kaupsamningnum og leyfisbeiðandi tók yfir réttindi og skyldur seljanda. Í samningnum var meðal annars ákvæði þess efnis að seljandi ábyrgðist gagnvart kaupanda að kaupréttur fyrrum forstjóra Sjóklæðagerðarinnar hf. væri fallinn úr gildi og ætti hann ekki kröfu á hendur félaginu. Kæmi til kostnaðar vegna starfsloka fyrrum forstjóra, umfram það sem leiddi af uppgjöri ráðningarsamnings við hann, skyldi seljandi bæta félaginu þann kostnað að fullu. Ágreiningslaust er að með vísan til „félagsins“ í kaupsamningnum er átt við Sjóklæðagerðina hf. Með dómi Hæstaréttar 25. september 2014 í máli nr. 84/2014 var staðfest að umræddur kaupréttur fyrrum forstjóra félagsins hefði ekki fallið úr gildi og var Sjóklæðagerðinni hf. gert að greiða honum 109.577.514 krónur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Sjóklæðagerðin hf. gerði kröfuna upp og höfðaði í kjölfarið mál gegn leyfisbeiðanda til heimtu þess kostnaðar sem féll á félagið af þessum sökum. Með dómi Hæstaréttar 23. mars 2017 í máli nr. 464/2016 var því vísað frá héraðsdómi þar sem félagið væri ekki aðili að kaupsamningum og gæti því ekki höfðað mál í skjóli varnarþingsákvæðis hans. Í kjölfarið höfðaði gagnaðili mál þetta á hendur leyfisbeiðanda til heimtu fyrrgreinds kostnaðar. Með dómi Landsréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um greiðsluskyldu leyfisbeiðanda gagnvart Sjóklæðagerðinni hf. </span></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Leyfisbeiðandi telur úrslit málsins hafa verulegt almennt gildi þar sem í því reyni á hvort gagnaðila sé heimilt að krefjast greiðslu til handa þriðja manni, Sjóklæðagerðinni hf., sem ekki eigi aðild að málinu. Vísar leyfisbeiðandi til þess að ekki sé að finna fordæmi Hæstaréttar um það efni. Þá sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur bæði að formi og efni, auk þess sem málsmeðferð fyrir héraðsdómi og Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Í því samhengi bendir leyfisbeiðandi meðal annars á að gagnaðili hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrslausn málsins og að nauðsyn hafi verið á samaðild Sjóklæðagerðarinnar hf. til sóknar í málinu, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Hafi því átt að sýkna sökum aðildarskorts samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Þá vísar leyfisbeiðandi til þess að dómur sé einungis bindandi fyrir aðila máls og þá sem að lögum komi í þeirra stað en ekki aðra, sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Loks hafi gagnaðili í málatilbúnaði sínum ekki byggt á þeirri málsástæðu að um þriðjamannsloforð væri að ræða og því hafi héraðsdómur og Landsréttur farið út fyrir heimildir samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 með því að vísa til þess að svo hafi verið.</span></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á. Er umsókn leyfisbeiðanda um áfrýjunarleyfi því tekin til greina. </span></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">&nbsp;</span></p>