<span></span>
<p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm;
line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none;
punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span style="font-size:12.0pt;mso-bidi-font-size:
10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';color:black;">Ákvörðun
Hæstaréttar</span></strong></p>
<p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr.
laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir
Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</p>
<p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Með beiðni 20. nóvember
2020 leita Jóhann Konráð Birgisson og Elfa Hannesdóttir eftir leyfi Hæstaréttar
til að áfrýja dómi Landsréttar 30. október sama ár í málinu nr. 452/2019:
Jóhann Konráð Birgisson og Elfa Hannesdóttir gegn Geymslum ehf., á grundvelli 1.
mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. </p>
<p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Mál þetta lýtur að kröfu
leyfisbeiðenda um skaða- og miskabætur vegna tjóns af völdum eldsvoða í húsnæði
þar sem leyfisbeiðendur geymdu tilteknar eigur sínar á grundvelli samnings við
gagnaðila. Sakarefni málsins var skipt í héraði með þeim hætti að aðeins var leyst
úr því hvort bótaskylda gagnaðila væri fyrir hendi. Í héraðsdómi, sem var
staðfestur með vísan til forsendna hans í Landsrétti, var talið að samningur
leyfisbeiðenda og gagnaðila hefði fremur borið einkenni leigusamnings um afnot
af geymsluhúsnæði, sbr. 1. mgr. 1. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994, en samnings
um þjónustu um geymslu lausafjármuna, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 1. gr. laga nr.
42/2000 um þjónustukaup. Skaðabótaábyrgð gagnaðila yrði því ekki reist á
ákvæðum síðargreindra laga eða reglum um bótaábyrgð vörslumanns muna. Þá var
hvorki talið að gagnaðili hefði tekist á hendur ábyrgð á tjóni á munum
leyfisbeiðenda né að skilyrði væru til að víkja skilmálum samningsins, sem
kváðu á um að gagnaðili bæri ekki ábyrgð á þeim munum sem væru settir í
geymslu, til hliðar. Loks var ekki talið að tjónið væri að rekja til saknæmrar
háttsemi gagnaðila. Gagnaðili var því sýknaður af kröfum leyfisbeiðenda. </p>
<p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Leyfisbeiðendur byggja á
því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að málið hafi
fordæmisgildi um túlkun bótaákvæða laga nr. 42/2000. Leyfisbeiðendur vísa til
þess að samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 1. gr. laganna sé þeim ætlað að ná yfir geymslu
búslóða og samkvæmt 3. gr. laganna sé óheimilt að víkja með samningi frá
ákvæðum þeirra neytanda í óhag. Þá hafi Landsréttur litið fram hjá lokamálslið
4. mgr. 1. gr. laga nr. 36/1994 um að lögin gildi ekki um samninga um afnot
húsnæðis sem sérstakar reglur gildi um samkvæmt öðrum lögum. Leyfisbeiðendur
telja að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem fjöldi einstaklinga
hafi orðið fyrir miklu fjártjóni í sama eldsvoða auk þess að varða sérstaklega
mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda. Loks telja leyfisbeiðendur málsmeðferð
Landsréttar ábótavant en rétturinn hafi látið hjá líða að fjalla um þýðingu skýrslu
Mannvirkjastofnunar frá nóvember 2019 og upplýsingar sem leyfisbeiðendur hafi
lagt fram um að opnunartími geymsluhúsnæðisins hafi verið takmarkaður. Telja
leyfisbeiðendur að um sé að ræða galla á dóminum sem leiða eigi til heimvísunar
málsins.</p>
<p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Gagnaðili leggst gegn
beiðninni. Hann vísar til þess að héraðsdómur og Landsréttur hafi komist að
þeirri niðurstöðu að lög nr. 42/2000 tækju ekki til samningssambands aðila.
Málið hafi því ekki fordæmisgildi um túlkun bótaákvæða laganna. Gagnaðili
hafnar því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda. Þá hafi
ekki sú skylda hvílt á Landsrétti að fjalla sérstaklega um gögn sem rétturinn hafi
metið tilgangslaus til sönnunar.</p>
<p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Að virtum gögnum málsins
verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um hvort geymsla á
búslóðum falli undir gildissvið laga nr. 36/1994 eða laga nr. 42/2000 og eftir
atvikum um önnur atriði sem leyfisbeiðni er reist á. Beiðni um áfrýjunarleyfi
er því tekin til greina. </p>