<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span style="font-size:12.0pt;mso-bidi-font-size: 10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Með beiðni 12. október 2020 leitar Heinz Bernhard Sommer leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 11. september 2020 í málinu nr. 165/2020: Ákæruvaldið gegn Heinz Bernhard Sommer á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómur Landsréttar var birtur leyfisbeiðanda 14. september 2020. </p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Með dómi Landsréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu leyfisbeiðanda fyrir brot gegn 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa í félagi við X staðið að innflutningi á samtals 37.755,28 g af amfetamíni og 4.965,28 g af kókaíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Refsing leyfisbeiðanda var ákveðin fangelsi í 7 ár. </p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Leyfisbeiðandi telur að skilyrði 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Hann byggir á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Hann vísar einkum til þess að hann hafi látið lögreglu í té upplýsingar um nafngreindan mann sem hafi blekkt hann til ferðarinnar á röngum forsendum um tilgang hennar. Þrátt fyrir það hafi engin tilraun verið gerð til að hafa uppi á þeim manni og afla upplýsinga um hvar og hvenær fíkniefnunum hafi verið komið fyrir í bifreiðinni sem notuð var við brotið, hverjir það voru sem það gerðu og hvort leyfisbeiðandi hafi haft vitneskju um fíkniefnin eða haft ástæðu til að ætla að tilgangur meðákærða X með ferðinni væri einhver annar en að vera í fríi. Þar sem ekki hafi verið fylgt eftir vísbendingum frá leyfisbeiðanda, sem mögulega hefðu getað sýnt fram á sakleysi hans, vanti mikilvæga þætti í rannsókn málsins. Vegna þessa verði ekki talin komin fram lögfull sönnun um það, sbr. 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að leyfisbeiðandi hafi vitað af þeim fíkniefnum sem falin voru í bifreiðinni. Loks byggir leyfisbeiðandi á því að málið hafi verulega almenna þýðingu að því er varðar kröfur 1. og 2. mgr. 53. gr. og 1. mgr. 54. gr. laga nr. 88/2008 til rannsóknar lögreglu en mikilvægt sé að rannsóknaraðila leyfist ekki að láta hjá líða að gæta að atriðum sem horft gætu til sýknu.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><span style="mso-spacerun:yes;">&nbsp;</span>Ákæruvaldið telur ekki efni til að verða við beiðni um áfrýjunarleyfi. Telur ákæruvaldið að niðurstaða Landsréttar í málinu hafi ekki síst byggst á mati á trúverðugleika framburðar leyfisbeiðanda um vitneskju hans um tilgang ferðarinnar og tilvist þeirra fíkniefna sem fundust í bifreiðinni sem um ræðir. Af hálfu ákæruvaldsins er vísað til þess að í greinargerð til Landsréttar hafi verið byggt á þeirri vörn sem fram komi í áfrýjunarbeiðni, það er að ekki væri<span style="mso-spacerun:yes;">&nbsp; </span>komin fram lögfull sönnun fyrir sekt leyfisbeiðanda þar sem málið hefði lítið sem ekkert verið rannsakað með tilliti til ábendingar hans um nafngreindan mann sem blekkt hefði hann til fararinnar. Landsréttur hafi metið þýðingu þessa hvað varðar sönnunargildi framburðar leyfisbeiðanda. </p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt 6.0cm 184.3pt 8.0cm;">Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 4. mgr. sömu lagagreinar í málinu. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því hafnað.</p>