<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman'; color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari og Helgi I. Jónsson og Hjördís Hákonardóttir fyrrverandi hæstaréttardómarar.</span></p> <p style="tab-stops:36.0pt;"><span lang="IS">Með beiðni 6. nóvember 2020 leitar Kristinn Sigurjónsson eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 30. október sama ár í málinu nr. 591/2019: Kristinn Sigurjónsson gegn Háskólanum í Reykjavík, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Háskólinn í Reykjavík gerir athugasemdir við beiðni leyfisbeiðanda en tekur að öðru leyti ekki afstöðu til hennar.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta varðar kröfu leyfisbeiðanda um skaða- og miskabætur vegna uppsagnar hans úr starfi lektors við tækni- og verkfræðideild gagnaðila og atvika sem henni tengjast. Leyfisbeiðandi hafði starfað hjá gagnaðila allt frá því að Tækniháskóli Íslands var lagður niður og sameinaður gagnaðila á árinu 2005. Einkahlutafélag var stofnað um rekstur gagnaðila og gerður sérstakur ráðningarsamningur við leyfisbeiðanda 24. október sama ár. Sem starfsmaður Tækniháskóla Íslands naut hann þeirrar réttarstöðu sem lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kveða á um. Leyfisbeiðanda var sagt upp störfum hjá gagnaðila í kjölfar þess að hann viðhafði tiltekin ummæli á samfélagsmiðli. Ágreiningur málsins snýst annars vegar um lögmæti uppsagnarinnar og þá hvort leyfisbeiðandi hafi í starfi hjá gagnaðila notið sambærilegrar réttarstöðu við uppsögn og kveðið er á um í lögum nr. 70/1996. Hins vegar hvort leyfisbeiðandi eigi rétt til bóta vegna miska sem hann telur hafa falist í uppsögninni en með henni hafi tjáningarfrelsi hans verið skert og jafnframt hafi verið dylgjað ranglega um að hann hvetti til mismununar milli kynja innan skólans. </span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Í dómi Landsréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að ákvörðun gagnaðila um uppsögn leyfisbeiðanda hafi ekki verið ólögmæt. Þá voru ekki talin lagaskilyrði til þess að dæma leyfisbeiðanda miskabætur á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að leyfisbeiðanda hefði borist greinargerð í mars 2005 sem send hefði verið með tölvupósti til allra starfsmanna vegna fyrirhugaðrar sameiningar háskólanna en þar hefði komið skýrt fram að lög nr. 70/1996 myndu ekki gilda um starfsmenn hins nýja háskóla heldur almenn löggjöf á sviði vinnuréttar. Ágreiningslaust væri að gagnaðili hefði ákveðið að segja leyfisbeiðanda upp vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Var talið að sú ákvörðun hefði ekki farið gegn heimildum gagnaðila samkvæmt ráðningar- og kjarasamningi og heldur ekki að hún hefði verið í andstöðu við stjórnarskrárvarinn rétt leyfisbeiðanda til tjáningarfrelsis. Þá var talið að yfirlýsing rektors gagnaðila vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið hefði ekki falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru eða persónu leyfisbeiðanda.</span></p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi auk þess sem það varði mikilvæga hagsmuni hans. Hann hafi aldrei afsalað sér þeim réttindum sem hann hafi notið í starfi sínu við Tækniháskóla Íslands á grundvelli laga nr. 70/1996. Dreifibréf til starfsmanna hins sameinaða skóla í mars 2005 hafi ekki dugað til, heldur hefði þurft beina yfirlýsingu af hans hálfu. Þá vísar leyfisbeiðandi til þess að gagnaðili hafi ekki lagt fram gögn til stuðnings ásökunum sínum um að hann hafi hvatt til mismununar kynja á vettvangi skólans. Jafnframt vísar leyfisbeiðandi til þess að Landsréttur hafi án rökstuðnings litið fram hjá dómafordæmum þar sem einstaklingar hafi verið taldir hafa öðlast rétt til miskabóta við sambærilegar aðstæður.</span></p> <span> <span lang="IS" style="font-size:12.0pt;font-family:'Times New Roman',serif; mso-fareast-font-family:Calibri;mso-fareast-theme-font:minor-latin;mso-ansi-language: IS;mso-fareast-language:EN-US;mso-bidi-language:AR-SA;">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi </span><span lang="IS" style="font-size:12.0pt;font-family:'Times New Roman',serif;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';mso-ansi-language:IS;mso-fareast-language:EN-US;mso-bidi-language: AR-SA;">né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Er beiðninni því hafnað.</span></span>