<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ingveldur Einarsdóttir og Karl Axelsson. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt;">Með beiðni 19. maí 2020 leitar WOW air ehf. leyfis Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar 14. sama mánaðar í máli nr. 227/2020: WOW air ehf. gegn Títan fjárfestingafélagi ehf., á grundvelli 2. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Títan fjárfestingafélag ehf. leggst gegn beiðninni.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt;">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðanda um að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. apríl 2020 verði felldur úr gildi en með honum var hafnað kröfu leyfisbeiðanda um að bú gagnaðila yrði tekið til gjaldþrotaskipta, sbr. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991. Krafðist leyfisbeiðandi gjaldþrotaskipta á búi gagnaðila á grundvelli árangurslausrar kyrrsetningargerðar sem fór fram hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 15. janúar 2020. Byggði krafa leyfisbeiðanda á því að hann hafi höfðað mál til riftunar og endurgreiðslu ráðstöfunar til gagnaðila sem áttu sér stað 6. febrúar 2019 og að hann ætti því fjárkröfu á hendur gagnaðila. Með úrskurði Landsréttar var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Var talið að samkvæmt gögnum málsins væri krafa leyfisbeiðanda umdeild og varhugavert að telja að leyfisbeiðandi hefði leitt nægjanlega í ljós tilvist kröfu sinnar þannig að unnt væri að fallast á að taka bú gagnaðila til gjaldþrotaskipta. Ágreiningur aðila lýtur einkum að því hvort að leyfisbeiðandi geti talist lánardrottinn í skilningi 65. gr. laga nr. 21/1991.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt;">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrskurður Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til þar sem krafa sem reist er á riftunarreglum gjaldþrotaréttarins geti hæglega verið grundvöllur gjaldþrotaskiptabeiðni eins og aðrar fjárkröfur. Telur leyfisbeiðandi að hann hafi leitt að því fullnægjandi líkur lögum samkvæmt að hann eigi lögvarða kröfu á hendur gagnaðila og hann sé því lánardrottinn í skilningi 65. gr. laga nr. 21/1991. Þá telur leyfisbeiðandi að málið hafi verulegt almennt gildi þar sem Landsréttur hafi með úrskurði sínum lagt þá almennu línu að ódæmd skaðabóta- eða endurgreiðslukrafa geti ekki á grundvelli riftunarreglna gjaldþrotalaganna, hversu augljós sem hún er, orðið grundvöllur gjaldþrotaskipta við það eitt að skuldari taki til varna. Telur leyfisbeiðandi að slík fordæmisskapandi úrlausn verði að koma frá Hæstarétti. Þá hafi Landsréttur lagt nýjan og þrengri skilning í hugtakið lánardrottinn samkvæmt 65. gr. laga nr. 21/1991 með því að gera strangari kröfur en áður hafi tíðkast til þess að skiptabeiðandi leiði líkur að kröfu sinni. Að lokum vísar leyfisbeiðandi til þess að málið varði sértaklega mikilvæga hagsmuni sína og kröfuhafa þrotabúsins að því leyti að gagnaðili og eigandi hans hafi ráðstafað með ólögmætum hætti 106 milljónum króna.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt;">Að virtum gögnum málsins verður ekki séð að kæruefnið geti haft fordæmisgildi umfram það sem leitt verður af öðrum dómsúrlausnum, þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Þá eru ekki efni til að beita heimild 3. málsliðar 2. mgr. sömu lagagreinar í málinu. Er beiðninni því hafnað.</p>