<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt;">Með beiðni 19. október 2020 leitar þrotabú WOW air hf. leyfis Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar 7. sama mánaðar í máli nr. 410/2020: Þrotabú WOW air hf. gegn Stefáni Eysteini Sigurðssyni á grundvelli 2. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefán Eysteinn Sigurðsson leggst gegn beiðninni.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt;">Mál þetta lýtur að kröfu gagnaðila um að viðurkennt verði að launakrafa sem hann lýsti við gjaldþrotaskipti leyfisbeiðanda njóti stöðu í réttindaröð samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991. Gagnaðili sinnti starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs Wow air hf., sat í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúruumboð fyrir það. Í málinu er eingöngu deilt um hvort gagnaðili hafi verið nákominn WOW air hf. og þá hvort launakrafa hans njóti forgangsréttar, sbr. 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt;">Í dómi Landsréttar var vísað til þess að þrátt fyrir að gagnaðili hefði gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs WOW air hf. og átt sæti í framkvæmdastjórn félagsins félli hann ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991. Þá var vísað til þess að gagnaðili hefði ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar hefðu verið innan þess. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að krafa gagnaðila nyti forgangs við gjaldþrotaskiptin.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt;">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrskurður Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Þá hafi niðurstaða málsins mikið fordæmisgildi enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess, í skilningi 4. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991. Þá vísar leyfisbeiðandi til þess að úrskurður Landsréttar sé lítt rökstuddur og að í forsendum réttarins hafi hvorki verið fjallað um þær staðreyndir málsins að gagnaðili hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs og setið í framkvæmdastjórn WOW air hf. né að hann hafi haft prókúruumboð fyrir félagið og heimild stjórnar til að skuldbinda það. Telur leyfisbeiðandi að framangreindar staðreyndir staðfesti að gagnaðili hafi sinnt daglegum rekstri félagsins í skilningi 4. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991. Þá telur leyfisbeiðandi að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að gagnaðili hafi í raun verið valdalaus þrátt fyrir framangreindar heimildir hans til að skuldbinda félagið. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt;">Úrlausn málsins verður talin geta haft fordæmisgildi um skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi 4. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991. Beiðni um kæruleyfi er því samþykkt.</p>