<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon. </span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Með beiðni 11. janúar 2021 leita Laufey Ástríður Ástráðsdóttir og Aníta Hjartar Arnarsdóttir eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 18. desember 2020 í máli nr. 726/2019: Laufey Ástríður Ástráðsdóttir og Aníta Hjartar Arnarsdóttir gegn Thelmu Þorbjörgu Sigurðardóttur, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.</span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðenda um lokagreiðslu samkvæmt kaupsamningi um fasteign að fjárhæð 1.000.000 króna. Gagnaðili taldi eignina haldna göllum þar sem leyfisbeiðendur hefðu leynt hana upplýsingum um víðtækan samskiptavanda íbúa á miðhæð hússins við aðra íbúa þess og að tekin hefði verið ákvörðun á húsfundi um að banna íbúunum dvöl í húsinu og gera þeim að selja eignarhluta sinn. Í dómi Landsréttar kom fram að gögn málsins vitnuðu skýrlega um mikla samskiptaerfiðleika. Hefði leyfisbeiðendum ekki getað dulist að um væri að ræða atriði sem þeim bæri að upplýsa gagnaðila um með skýrum hætti enda hefðu þær mátt ætla að upplýsingarnar hefðu mikla þýðingu við ákvörðun hennar um að ganga til kaupanna. Fasteignin hefði því verið gölluð í skilningi 26. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Með vísan til þess að sú fjárhæð sem deilt væri um í málinu væri innan þeirrar verðrýrnunar á eigninni sem í matsgerð hefði verið talin leiða af gallanum var niðurstaða héraðsdóms um sýknu gagnaðila af kröfu leyfisbeiðenda staðfest.</span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðendur reisa beiðni sína á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi auk þess sem þær telja dóm Landsréttar bersýnilega rangan að efni til. Þær benda á að ekki hafi áður reynt á ágreining af þessu tagi í fasteignakauparétti. Þá telja þær dóm Landsréttar leggja óhóflegar kröfur á seljanda fasteignar. Leyfisbeiðendur byggja á því að sá samskiptavandi sem um hafi verið að ræða geti ekki talist galli í skilningi 26. gr. laga nr. 40/2002 enda ekki falið í sér viðvarandi ofbeldi, hótanir um ofbeldi eða eignaspjöll. Þá hafi gagnaðila sannanlega verið greint frá samskiptavanda og hans hafi verið getið í kauptilboði um fasteignina og haft áhrif á kaupverðið. Loks hafi gagnaðili ekki sýnt fram á tjón af völdum ætlaðs upplýsingaskorts eða að notkunarmöguleikar á eigninni hafi verið minni en ella.</span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Gagnaðili leggst gegn beiðninni og telur úrslit málsins hvorki hafa almennt gildi né séu dómar héraðsdóms og Landsréttar í málinu bersýnilega rangir. Hún kveður leyfisbeiðendur hafa sagt samskiptavanda einkum hafa falist í því að íbúi miðhæðar hafi verið ósáttur vegna hunds annars leyfisbeiðanda. Upplýsingaskylda verði ekki virt með því að segja aðeins hálfan sannleikann. Ekki sé um neina hefðbundna nágranna að ræða og íbúi miðhæðar hafi sýnt gagnaðila ógnandi hegðun svo að segja um leið og hún hafi fengið íbúðina afhenta. Hún hafnar því að kaupverðið hafi tekið mið af meintum samskiptavanda. </span></p> <span style="font-size:12.0pt;font-family:'Times New Roman',serif;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';mso-ansi-language:IS;mso-fareast-language:EN-US;mso-bidi-language: AR-SA;"> Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um upplýsingaskyldu seljanda og hvað telst galli í fasteignakaupum. Beiðnin er því tekin til greina.</span>