<span> </span> <p style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span style="font-size:12.0pt;mso-bidi-font-size: 10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="tab-stops:35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. </p> <p style="tab-stops:35.4pt;">Með beiðni 1. október 2019 leita Hagsmunir LTR ehf. eftir leyfi Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar 18. september sama ár í málinu nr. 572/2019: Sparnaður ehf. og Premium ehf. gegn Hagsmunum LTR ehf. Vísar leyfisbeiðandi í því sambandi til 1. mgr. 168. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Af hálfu Sparnaðar ehf. og Premium ehf. hefur verið skilað greinargerð til varnar í málinu. </p> <p style="tab-stops:35.4pt;">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðanda um að gagnaðilum verði gert skylt að veita dómkvöddum matsmönnum aðgang að nánar tilgreindum gögnum á grundvelli 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. og 3. mgr. 62. gr. sömu laga. Héraðsdómur féllst á kröfu leyfisbeiðanda en með fyrrnefndum úrskurði hafnaði Landsréttur henni. Leitar leyfisbeiðandi kæruleyfis til að fá þeirri niðurstöðu hnekkt.</p> <p style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Samkvæmt 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 er unnt að leita leyfis Hæstaréttar til að kæra úrskurði Landsréttar þegar svo er fyrir mælt í öðrum lögum. Hvorki er í lögum nr. 91/1991 né öðrum lögum kveðið á um heimild til að sækja um leyfi Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar um það efni sem hér um ræðir. Þegar af þessari ástæðu er beiðni um kæruleyfi hafnað. </span></p>