<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span style="font-size:12.0pt;mso-bidi-font-size: 10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon. </span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Með beiðni 15. janúar 2021 leitar A eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 18. desember 2020 í málinu nr. 835/2019: A gegn íslenska ríkinu, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gagnaðili hefur ekki tekið afstöðu til beiðninnar.</span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðanda um miskabætur úr hendi gagnaðila samkvæmt 246. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, vegna vistunar hans á öryggisdeild í fangelsinu Litla-Hrauni í 541 dag og vegna dráttar á rannsókn og meðferð sakamáls á hendur honum fyrir dómi. </span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi sætti fyrrgreindri vistun í kjölfar gæsluvarðhalds vegna rannsóknar á aðild hans að stórfelldri líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga hans. Að auki var leyfisbeiðandi grunaður um aðild að fleiri líkamsárásum innan fangelsisins. Í dómi Landsréttar var rakið að upphafleg ákvörðun forstöðumanns fangelsisins um vistun leyfisbeiðanda á öryggisdeild, svo og síðari ákvarðanir um framlengingu hennar, hefðu verið teknar á grundvelli sjónarmiða um öryggi og allsherjarreglu í fangelsinu og byggst á lagaheimild. Ákvarðanirnar hefðu verið í þágu þess lögmæta markmiðs að vernda aðra fanga gegn hugsanlegri hættu sem kynni að stafa af leyfisbeiðanda og ekki hefði verið völ annars vægara úrræðis sem þjónað hefði markmiðinu. Þá hefði meðalhófs verið gætt við beitingu úrræðisins. Að þessu virtu var ekki talið að vistunin hefði brotið gegn 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu, sbr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var hvorki talið að ákvarðanir fangelsisyfirvalda hefðu verið í þágu rannsóknar sakamáls og meðferðar þess fyrir dómi eða að í þeim hefði falist ályktun um refsiverða háttsemi leyfisbeiðanda í skilningi 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, né að brotið hefði verið gegn 67. gr. eða 74. gr. stjórnarskrárinnar. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms var gagnaðili sýknaður af kröfum leyfisbeiðanda, þar á meðal af kröfum vegna dráttar á rannsókn og meðferð sakamáls fyrir dómi sem ekki þótti sýnt fram á að hefði verið óeðlilegur og á ábyrgð gagnaðila.</span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi reisir beiðni sína á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Þá hafi úrslit málsins verulega almenna þýðingu og varði mikla hagsmuni hans. Hann byggir á því að vistun hans á öryggisdeild hafi ekki átt stoð í þágildandi lögum nr. 49/2005 um fullnustu refsinga auk þess sem reglur um vistun á öryggisdeild Litla-Hrauns frá 6. júní 2012 hafi ekki verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda. Þá telur hann rökstuðning Landsréttar ófullnægjandi og ekki gætt með fullnægjandi hætti að sjónarmiðum um meðalhóf, nauðsyn og jafnræði. Í málinu reyni á hvert sé svigrúm ríkisvaldsins til að takmarka réttindi borgaranna og gera þeim að sæta íþyngjandi og þungbærum úrræðum án þess að úrlausn dómstóla liggi þeim til grundvallar. </span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size:12.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Beiðninni er því hafnað.</span></p>