<span></span>
<p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm;
line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none;
punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%; color: black;">Ákvörðun
Hæstaréttar</span></strong></p>
<p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr.
laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir
Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</p>
<p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Með beiðni 15. október 2020
leitar A eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 18. september
sama ár í málinu nr. 130/2020: A gegn B, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr.
91/1991 um meðferð einkamála. </p>
<p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height:
150%;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Mál þetta lýtur að ágreiningi um forsjá dóttur aðila.
Héraðsdómur tók til greina kröfu gagnaðila um að hún skyldi fara með forsjána
til 18 ára aldurs stúlkunnar. Þá kvað dómurinn jafnframt á um hvernig umgengni
hennar við leyfisbeiðanda skyldi háttað og um skyldu leyfisbeiðanda til að
greiða meðlag með henni. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu með fyrrnefndum
dómi. </span></p>
<p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height:
150%;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Leyfisbeiðandi rökstyður beiðni sína með því að meðferð
málsins á fyrri dómstigum hafi verið stórlega ábótavant og dómur Landsréttar sé
bersýnilega rangur að efni til. Leyfisbeiðandi vísar til þess að niðurstaða
Landsréttar sé nær eingöngu reist á matsgerð dómkvadds manns. Telur hann matsgerðina
haldna svo verulegum ágöllum að ekki sé á henni byggjandi. Að auki hafi Landsréttur
látið hjá líða að taka rökstudda afstöðu til athugasemda leyfisbeiðanda við forsendur
og niðurstöður matsgerðarinnar. Loks byggir leyfisbeiðandi á því að úrslit
málsins hafi verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni sína. Í málinu
sé vikið frá meginreglu barnalaga um sameiginlega forsjá á þeim grundvelli að
leyfisbeiðandi sé erlendur ríkisborgari og tali ekki reiprennandi íslensku. Þá
hafi starf hans verið metið minna virði en starf gagnaðila.<span style="mso-spacerun:yes;"> </span></span></p>
<p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height:
150%;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Gagnaðili telur ekki efni til að verða við beiðni um
áfrýjunarleyfi. Af hennar hálfu er vísað til þess að kunnátta foreldris til að
tala það tungumál sem barn tali sé meðal þeirra atriða sem komi til skoðunar
við mat á foreldrahæfni. Þá hafi málatilbúnaður hennar ekki byggt á samanburði
á störfum aðila heldur á því að líf leyfisbeiðanda hafi einkennst af rótleysi
sem endurspeglist í því að honum haldist illa á störfum. Hún telur að dómur í
málinu hafi ekki almennt fordæmisgildi í forsjármálum þar sem hvert mál sé
metið sjálfstætt. Þá sé niðurstaða Landsréttar ekki haldin verulegum annmörkum
að formi eða efni. Málið hafi farið fyrir tvö dómstig og þar hafi verið komist
að sömu niðurstöðu. Leyfisbeiðandi hafi ekki gert að því reka að hnekkja matsgerðinni
með yfirmati.</span></p>
<p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height:
150%;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að
úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að leyfisbeiðandi hafi sérstaklega
mikilvæga hagsmuni af áfrýjun eins og málið liggur fyrir, sbr. 1. mgr. 176. gr.
laga nr. 91/1991. Ekki verður séð að málsmeðferðinni hafi verið stórlega
ábótavant eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til, sbr.
niðurlag sömu málsgreinar. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því hafnað.</span></p>