<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</p> <p class="MsoBodyTextIndent">Með beiðni 20. febrúar 2021 leitar Ingunn H. Þóroddsdóttir eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 12. sama mánaðar í málinu nr. 118/2020: Rúnar Gunnarsson gegn Ingunni H. Þóroddsdóttur, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gagnaðili leggst gegn beiðninni. </p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðanda um útgáfu afsals henni til handa fyrir sumarbústaðarspildu í landi jarðarinnar Efri-Reykja í Bláskógabyggð. Byggir krafan á kaupleigusamningi 5. nóvember 1987 milli Gunnars Ingvarssonar og Ingimundar Gíslasonar, fyrrverandi eiginmanns leyfisbeiðanda. Samkvæmt ákvæðum samningsins skyldi hann gilda í 30 ár og að þeim tíma liðnum yrði leigutaki, eða skylduerfingjar að honum látnum, löglegur eigandi landsins og teldist þá kaupverðið að fullu greitt með leigugjaldi fram að þeim tíma. Árlegt leigugjald skyldi nema 17.500 krónum og greiðast fyrir fram fyrir eitt ár í senn. Þá kvað samningurinn á um að ef leigutaki seldi leigurétt sinn á leigutímanum ætti nýr eigandi ekki eignarrétt að landinu að liðnum leigutíma en hlyti þess í stað forleigurétt. Leyfisbeiðandi reisir kröfur sínar á því að leigugjald samkvæmt kaupleigusamningnum hafi verið greitt að fullu við undirritun hans 5. nóvember 1987 með eingreiðslu sem reidd hafi verið af hendi með ávísun Ingimundar Gíslasonar til Gunnars Ingvarssonar. Samkvæmt yfirlýsingu 8. júlí 2002 sem gefin var út í tilefni skipta vegna skilnaðar leyfisbeiðanda og Ingimundar hafi réttur samkvæmt kaupleigusamningnum fallið til leyfisbeiðanda. Við lok samningstímans 5. nóvember 2017 hafi því öll skilyrði fyrir útgáfu afsals verið uppfyllt. Með dómi Landsréttar var kröfu leyfisbeiðanda hafnað með vísan til þess að ekki þætti sönnuð sú fullyrðing hennar að leigan hefði verið greidd að fullu.</span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Í málinu reyni á túlkun 95. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 þar sem gagnaðili byggi sýknukröfu sína á því að við fjárskipti leyfisbeiðanda og Ingimundar Gíslasonar hafi hann selt rétt sinn samkvæmt kaupleigusamningnum sem leiði til þess að leyfisbeiðandi öðlist ekki beinan eignarrétt að landinu að leigutíma loknum. Með vaxandi notkun kaupleigusamninga í viðskiptum megi vænta þess að reyna muni á hliðstæð álitaefni. Þá telur hún dóm Landsréttar bersýnilega rangan að formi og efni. Í dóminum skorti á að afstaða sé tekin til lykilþátta málsástæðna leyfisbeiðanda. Málsmeðferð Landsréttar fari því gegn 1. mgr. 163. gr. og 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991.</span></p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;text-indent:1.0cm;line-height: 150%;"><span style="font-size: 12pt; line-height: 150%;"><strong>&nbsp;</strong></span><span style="text-align: center; text-indent: 1cm; line-height: 150%; font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 né að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Beiðninni er því hafnað.</span></p>