<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 6. apríl 2020 leitar Jón Höskuldsson leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 27. mars 2020 í málinu nr. 856/2018: Íslenska ríkið gegn Jóni Höskuldssyni og gagnsök á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Íslenska ríkið leggst ekki gegn beiðninni.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Leyfisbeiðandi höfðaði mál þetta og krafðist þess að gagnaðila yrði gert að greiða sér skaðabætur að fjárhæð 22.947.422 krónur vegna tjóns af völdum þess að hann var ekki skipaður í eitt af 15 embættum dómara við Landsrétt sem auglýst voru laus til umsóknar 10. febrúar 2017 og að gagnaðila yrði gert að greiða sér 2.500.000 krónur í miskabætur. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Leyfisbeiðandi telur að dómsmálaráðherra hafi gengið fram hjá sér með ólögmætum hætti þegar hún bar fram til Alþingis og síðar forseta Íslands tillögur sínar um hverjir skyldu skipaðir dómarar við Landsrétt. Leyfisbeiðandi var í hópi þeirra sem dómnefnd taldi á meðal 15 hæfustu umsækjenda um embættið. Ráðherra lagði hins vegar sjálf fram lista til forseta Alþingis með eigin tillögum um hvaða 15 umsækjendur skyldu skipaðir við réttinn og var leyfisbeiðandi ekki þar á meðal. Með dómum Hæstaréttar 19. desember 2017 í málum nr. 591/2017 og 592/2017 var komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð dómsmálaráðherra hefði verið andstæð 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og þar sem ekki hefði verið bætt úr ágöllum á málsmeðferð ráðherra, þegar kom til atkvæðagreiðslu á Alþingi, hefði einnig verið annmarki á meðferð Alþingis á tillögunni. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Í héraðsdómi var fallist á með leyfisbeiðanda að ráðherranum hefði mátt vera ljóst að aðgerðir hennar við meðferð málsins gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri hans og orðið honum þannig að meini. Var því talið að í þeirri háttsemi hefði falist meingerð gegn æru leyfisbeiðanda og persónu, sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Voru miskabætur taldar hæfilega ákveðnar 1.100.000 krónur. Þá var talið að leyfisbeiðandi hefði leitt nægilega sterkar líkur að því að lögmæt meðferð málsins og forsvaranlegt mat á umsókn og samanburður á hæfni hans og annarra umsækjanda hefði leitt til þess að hann hefði verið skipaður dómari við Landsrétt og talið að bætur til leyfisbeiðanda fyrir fjárhagslegt tjón væru að álitum hæfilega ákveðnar 4.000.000 króna. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Landsréttur sýknaði gagnaðila af kröfu leyfisbeiðanda um skaðabætur vegna fjártjóns. Með vísan til þess hvernig löggjafinn hefði ákveðið að haga málum við skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn taldi rétturinn að leyfisbeiðandi hefði ekki getað gengið að því vísu að hann yrði skipaður landsréttardómari, þegar af þeirri ástæðu að ráðherra hefði, samkvæmt bráðabirgðaákvæði IV í lögum nr. 50/2016, verið heimilt að fengnu samþykki Alþingis að skipa annan eða aðra umsækjendur dómara við Landsrétt en þá sem dómnefnd hefði metið hæfasta að því tilskildu að þeir uppfylltu almenn hæfisskilyrði laganna. Var því ekki fallist á með leyfisbeiðanda að hann hefði þrátt fyrir niðurstöðu dómnefndarinnar átt lögvarinn rétt til að vera skipaður dómari við Landsrétt. Hinsvegar féllst Landsréttur á með leyfisbeiðanda að umrædd ákvörðun ráðherra, eins og hún var rökstudd af hennar hálfu, hefði falið í sér verulega meingerð gegn æru leyfisbeiðanda og persónu. Var talið að miskabætur til leyfisbeiðanda væru hæfilega ákveðnar eins og í héraðsdómi greindi eða 1.100.000 krónur.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Leyfisbeiðandi byggir á því að málið hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á embættisfærslu ráðherra, meðferð opinbers valds, saknæmismælikvarða sem styðjast beri við, orsakasamhengi og sönnun tjóns. Telur leyfisbeiðandi að málið hafi meðal annars mikið fordæmisgildi um túlkun ákvæða laga um dómstóla nr. 50/2016 er varða skipun dómara og þýðingu fyrrnefndra dóma Hæstaréttar 19. desember 2017. Telur leyfisbeiðandi að málið hafi einnig almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna varðandi það hvaða lögfylgjur það hafi þegar sannanlega hefur verið brotið gegn reglum stjórnsýslulaga. Leyfisbeiðandi áréttar að málið sé nátengt þeirri óvissu sem uppi sé um stofnun Landsréttar og skipun í dómstólinn. Þá telur hann að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína en fjártjón hans hafi verið metið af tryggingastærðfræðingi til 22.947.422 króna. Einnig hafi verið vegið verulega að hagsmunum hans, heiðri og æru með þeirri ákvörðun ráðherra að taka hann út af lista 15 hæfustu umsækjendanna að mati hæfnisnefndar. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Leyfisbeiðandi telur að sú niðurstaða Landsréttar að víkja megi frá þeirri meginreglu að skipa hæfasta umsækjandann sé röng. Það gangi ekki upp í dóminum að viðurkenna að ráðherra hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við tillögugerð sína, en fullyrða síðan að leyfisbeiðandi hafi ekki sannað orsakasamband, þar sem ráðherra hafi getað gert tillögu um hvaða umsækjanda sem var, svo fremi sem hann fengi slíka tillögu samþykkta af Alþingi. Þá telur leyfisbeiðandi að sönnun um að skilyrðum sakarreglunnar um orsakasamband og sennilega afleiðingu hafi verið fullnægt.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að úrslit þess geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á. Er umsókn leyfisbeiðanda um áfrýjunarleyfi því tekin til greina.</p>