<span> </span> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.</p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 8. apríl 2020 leita Íslenskir aðalverktakar hf. leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar 13. mars 2020 í málinu nr. 363/2019: Íslenskir aðalverktakar hf. gegn Félagsstofnun stúdenta, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Félagsstofnun stúdenta leggst gegn beiðninni. </p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta lýtur aðallega að kröfu leyfisbeiðanda um að viðurkennd verði skaðabótaskylda gagnaðila gagnvart honum vegna missis hagnaðar sökum þeirrar ákvörðunar gagnaðila 22. september 2017 að hafna aðaltilboði leyfisbeiðanda, dagsettu 25. ágúst 2017, í útboði um verkið „Bygging Stúdentagarða við Sæmundargötu 21.“ Til vara krefst leyfisbeiðandi viðurkenningar á bótaskyldu gagnaðila vegna höfnunar á frávikstilboði leyfisbeiðanda í útboði um sama verk. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Í apríl 2017 bauð gagnaðili út byggingu stúdentagarða við Sæmundargötu í Reykjavík. Leyfisbeiðandi gerði tilboð í verkið ásamt Ístaki hf. og Jáverki ehf. og voru bæði aðaltilboð og frávikstilboð hans lægst tilboða sem bárust. Gagnaðili hafnaði öllum tilboðunum í verkið en samdi síðar við Ístak hf. sem hafði átt hæsta tilboðið. Byggðist höfnun gagnaðila á því að tilboð leyfisbeiðanda hefði verið yfir hámarki á því láni sem gagnaðili hefði getað tekið hjá Íbúðalánasjóði til framkvæmdanna og vísaði í útboðslýsingu sína. Leyfisbeiðandi telur að sú ákvörðun gagnaðila að hafna tilboðum hans hafi verið ólögmæt þar sem málefnalegar ástæður hefðu ekki búið þar að baki. </span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Héraðsdómur sýknaði gagnaðila af kröfum leyfisbeiðanda og var sú niðurstaða staðfest með dómi Landsréttar. Landsréttur vísaði meðal annars til þess að leyfisbeiðanda hefði verið eða mátt vera ljóst að umrætt verk væri háð fjármögnun með láni frá Íbúðalánasjóði og að lánveitingar til verkefnisins tækju mið af þeim reglum sem um sjóðinn giltu. Leyfisbeiðandi, sem væri umsvifamikið verktakafyrirtæki með mikla reynslu í gerð tilboða og byggingarframkvæmdum, hefði ekki getað borið fyrir sig ókunnugleika um þessar reglur eða að honum hefði verið ókunnugt um að lánafyrirgreiðsla frá sjóðnum væri hluti af valforsendum útboðsins. Var lagt til grundvallar að tilboð leyfisbeiðanda hefðu ekki uppfyllt reglur Íbúðalánasjóðs og var ekki fallist á með honum að ákvörðun gagnaðila um höfnun allra tilboða í verkið hefði verið ómálefnaleg og ólögmæt.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi telur að málið hafi verulegt almennt gildi og dómurinn sé á réttarsviði sem hafi mikla almenna þýðingu. Mikilvægt sé að fá niðurstöðu Hæstaréttar um hvort óljósar forsendur kaupandans, sem ekki eru sérstaklega orðaðar í útboðsgögnum, geti veitt honum heimild til að hafna öllum boðum og semja án sérstaks rökstuðnings við annan en þann sem var með hagstæðasta tilboðið í verkið. Leyfisbeiðandi vísar til þess að mikilvægt sé með tilliti til hagsmuna útboðsmarkaðarins, sem lúti að gagnsæi, jafnræði og hagkvæmri nýtingu fjármuna, að ekki verði vikið af þeirri leið sem Hæstiréttur hafi markað í dómaframkvæmd, sbr. dóma réttarins 17. nóvember 2005 í máli nr. 182/2005 og 15. september 2016 í máli nr. 758/2015. Telur hann að um alvarleg brot sé að ræða gegn gildandi reglum og þýðing úrlausnarinnar sé enn meiri í því ljósi. Þá telur leyfisbeiðandi að málið varði mikilvæga hagsmuni sína. Um hafi verið að ræða samningsfjárhæð sem nam vel á fjórða milljarð króna og miðað við dómafordæmi megi ætla að bætur til leyfisbeiðanda myndu nema 3-6% af samningsverði. Loks telur leyfisbeiðandi að dómur Landsréttar sé rangur að efni til þar sem ranglega hafi verið farið með efni og innihald reglna Íbúðalánasjóðs og að Landsréttur hafi lagt til grundvallar rangt útreikningsskjal um fjárhæð tilboða hans.</span></p> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Að virtum gögnum málsins er hvorki unnt að fallast á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem áður hafa gengið, sbr. 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991, né að það varði mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi ákvæðisins. Þá verður hvorki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant né að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi til eða efni. Er beiðninni því hafnað.</p>