<span>
</span>
<p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: center; line-height: 150%; text-indent: 1cm; vertical-align: baseline; tab-stops: 6.0cm 184.3pt 8.0cm; mso-layout-grid-align: none; punctuation-wrap: simple;"><strong style="mso-bidi-font-weight: normal;"><span style="color: black; line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-bidi-font-size: 10.0pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Ákvörðun
Hæstaréttar</span></strong></p>
<p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr.
laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir
Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.</p>
<p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;">Með beiðni 16. desember
2020 leitar Arctica Finance hf. eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi
Landsréttar 4. desember sama ár í málinu nr. 239/2019: Arctica Finance hf. gegn
Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu, á grundvelli 1. mgr. 176. gr. laga nr.
91/1991 um meðferð einkamála. Gagnaðilar leggjast gegn beiðninni.</p>
<p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðanda um að ákvörðun
gagnaðilans Fjármálaeftirlitsins 20. september 2017 um álagningu stjórnvaldssektar
á hendur leyfisbeiðanda verði ógilt. Með ákvörðuninni var talið að
leyfisbeiðandi hefði brotið gegn 57. gr. a. laga nr. 161/2002 um
fjármálafafyrirtæki með því að hafa greitt tilteknum starfsmönnum, sem
jafnframt voru hluthafar, kaupauka í formi arðs af hlutum sínum í félaginu árin
2012 til og með 2017. </span></p>
<p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Hlutafé leyfisbeiðanda var skipt í fjóra flokka, A-flokk að
nafnverði 30 milljónir króna, B-flokk að nafnverði 70.000 krónur, C-flokk að
nafnverði 30.000 krónur og D-flokk að nafnverði 100.000 krónur. Starfsmenn voru
eigendur að öllum hlutum í B, C og D-flokki og átti hver þeirra 10.000 hluti
sem þeir greiddu fyrir nafnverð. Í þeim flokkum var greiddur út arður sem tók
mið af hagnaði tiltekinna deilda leyfisbeiðanda samkvæmt nánari reglum
félagsins. Með lögum nr. 75/2010 var meðal annars gerð sú breyting á lögum nr.
161/2002 að lögfest var ákvæði í 57. gr. a. um kaupaukakerfi og
bráðabirgðaákvæði III um hámarksgreiðslur til framkvæmdastjóra og
lykilstarfsmanna. Í framhaldi af því sendi gagnaðilinn Fjármálaeftirlitið bréf
5. október 2011 til leyfisbeiðanda og óskaði eftir upplýsingum um hvort hann
væri með slíkt kaupaukakerfi. Einnig var tekið fram að ætlaði leyfisbeiðandi sér
ekki að greiða út kaupauka á árinu bæri að senda staðfestingu þess efnis.
Leyfisbeiðandi svaraði bréfinu 31. október 2011 og færði rök fyrir því að fyrirkomulag
arðgreiðslna í flokkum B, C og D teldist ekki til kaupaukakerfis. Eftir frekari
bréfaskipti sendi leyfisbeiðandi árlega bréf á árunum 2011 til 2014 til
gagnaðilans Fjármálaeftirlitsins þar sem fram kom að félagið hefði ekki í
hyggju „að greiða út kaupauka, í skilningi framangreindra reglna“. Gagnaðilinn
Fjármálaeftirlitið tók framangreinda ákvörðun um stjórnvaldssekt 20. september
2017 og taldi ýmislegt valda því að rétt væri að líta á arðgreiðslurnar sem
kaupauka í skilningi 57. gr. a laga nr. 161/2002. Til stuðnings því var meðal
annars vísað til þess að engir aðrir en starfsmenn félagsins hefðu fengið að
kaupa bréf í umræddum flokkum og þeir starfsmenn eingöngu fengið að kaupa í
þeim hlutabréfaflokki sem tengdur hefði verið afkomu þeirrar deildar sem þeir
störfuðu í. Þá hefði verið verulegur munur á fjárfestingu starfsmanna og þeirri
hagnaðarvon sem þeir gátu gert til hlutabréfanna væri horft til arðgreiðslna
síðustu ára. Einnig þyrftu starfsmenn að sæta innlausn bréfa sinna við
starfslok hjá félaginu.</span></p>
<p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Í héraðsdómi, sem Landsréttur staðfesti með skírskotun til
forsendna hans, kom fram að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að gagnaðilinn
Fjármáleftirlitið hefði tekið efnislega afstöðu til þeirra sjónarmiða sem fram komu
í bréfum leyfisbeiðanda á þá leið að umrætt fyrirkomulag við greiðslu arðs gæti
aldrei talist kaupauki eða að slík skylda hefði hvílt á eftirlitinu við þær
aðstæður sem voru fyrir hendi. Því hefði leyfisbeiðandi ekki getað haft
réttmætar væntingar um að í aðgerðarleysi gagnaðilans Fjármálaeftirlitsins
hefði falist stjórnvaldsákvörðun eða ígildi slíkrar ákvörðunar. Þvert á móti
hefði leyfisbeiðandi átt að þekkja til hlítar þær reglur sem lágu til
grundvallar starfsleyfi hans og borið sjálfur ábyrgð á því að starfsemin væri í
samræmi við gildandi lög á hverjum tíma. Þá var talið að virtum samþykktum
leyfisbeiðanda og öðru sem fram hefði komið í málinu að ekki færi á milli mála
að téðir hlutir hefðu í reynd verið tengdir starfi starfsmanna leyfisbeiðanda
og jafnframt hefðu arðgreiðslur til þeirra verið háðar afkomu þeirrar deildar
sem þeir störfuðu hjá og þar af leiðandi árangri starfa þeirra. Aftur á móti
var talið að reglur gagnaðilans Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi
fjármálafyrirtækja nr. 700/2011 hefðu ekki öðlast fullnægjandi lagastoð og
orðið gild refsiheimild fyrr en með gildistöku laga nr. 57/2015 sem breyttu 57.
gr. a. laga nr. 161/2002 og hefði því ekki verið hægt að beita þeim um kaupaukagreiðslur
árin 2012 til 2015 með afturvirkum hætti, sbr. 1. mgr. 69. gr.
stjórnarskrárinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvaldssekt leyfisbeiðanda
samkvæmt fyrrnefndri ákvörðun gagnaðilans Fjármálaeftirlitsins yrði lækkuð úr
72 milljónum króna í 24 milljónir króna en að öðru leyti var kröfu
leyfisbeiðanda um ógildingu ákvörðunarinnar hafnað. </span></p>
<p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">Leyfisbeiðandi byggir á því að úrslit málsins hafi verulegt
almennt gildi þar sem það fjalli um skýrleika refsiheimilda og hvaða kröfur
beri að gera til stjórnvalds þegar það tekur íþyngjandi ákvarðanir um beitingu
refsikenndra viðurlaga. Þá snúist málið um meginreglu stjórnsýsluréttar um
réttmætar væntingar aðila. Enn fremur telur leyfisbeiðandi að úrslit þess varði
sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína en um sé að ræða stjórnvaldssekt sem hafi
ekki aðeins miklar fjárhagslegar afleiðingar fyrir sig heldur hafi jafnframt
valdið honum álitshnekki. Einnig telur leyfisbeiðandi að málið hafi verulegt
fordæmisgildi um túlkun á 57. gr. a. laga nr. 161/2002 og reglum nr. 388/2016
um kaupaukakerfi þar sem Hæstiréttur hafi ekki áður fjallað um túlkun eða
beitingu þeirra reglna. Auk þess telur leyfisbeiðandi að dómur Landsréttar sé
bersýnilega rangur að efni til. Þá telur hann að ekki sé fyrir hendi traustur
grundvöllur fyrir því að sekta sig fyrir að greiða arð til hluthafa í samræmi
við ákvæði samþykkta sinna. Loks hafi stjórnvöldum borið að túlka vafa
leyfisbeiðanda í hag.</span></p>
<p style="margin: 0cm 0cm 0pt; text-align: justify; line-height: 150%; text-indent: 1cm; mso-pagination: none;"><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt;">Að
virtum gögnum málsins er hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt
almennt gildi né að það varði mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1.
mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé
bersýnilega rangur að efni til, sbr. 4. málslið sömu greinar.</span><span style="line-height: 150%; font-size: 12pt; mso-fareast-font-family: 'Times New Roman';">
Beiðninni er því hafnað.</span></p>
<p style="margin: 0cm 0cm 0pt; tab-stops: 35.4pt;"><span style="mso-spacerun: yes;"> </span></p>