<span></span> <p class="MsoNormal" style="text-align:center;text-indent:1.0cm; line-height:150%;tab-stops:6.0cm 184.3pt 8.0cm;mso-layout-grid-align:none; punctuation-wrap:simple;text-autospace:none;vertical-align:baseline;"><strong style="mso-bidi-font-weight:normal;"><span style="font-size:12.0pt;mso-bidi-font-size: 10.0pt;line-height:150%;mso-fareast-font-family:'Times New Roman';color:black;">Ákvörðun Hæstaréttar</span></strong></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla standa að ákvörðun þessari hæstaréttardómararnir Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen og Helgi I. Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómari.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Með beiðni 31. desember 2020 leita Hópbifreiðar Kynnisferða ehf. leyfis Hæstaréttar til að kæra úrskurð Landsréttar 18. sama mánaðar í máli nr. 555/2020: Hópbifreiðar Kynnisferða ehf. gegn Isavia ohf., á grundvelli 5. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Mál þetta lýtur að kröfu leyfisbeiðanda um að gagnaðila verði með beinni aðfarargerð gert að veita honum aðgang að öllum gögnum og skjölum, þar með talið reikningum, greiðslukvittunum og innheimtubréfum, til staðfestingar á því að Allrahanda GL ehf. og Hópbílar ehf. hafi greitt gjöld vegna afnota af svonefndum nær- og fjærstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að fullu frá 1. mars 2018 til 1. apríl 2020. Málið er rekið á grundvelli 12. kafla laga nr. 90/1989 um útburðar- og innsetningargerðir án undangengins dóms eða réttarsáttar og styður leyfisbeiðandi kröfu sína við 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafna kröfu leyfisbeiðanda. Í úrskurði Landsréttar var vísað til þess að í málinu freistaði leyfisbeiðandi þess að afla gagna til framlagningar og sönnunarfærslu í öðru dómsmáli sem væri rekið á milli sömu aðila fyrir héraðsdómi. Í því máli hefði leyfisbeiðandi skorað á gagnaðila að afhenda sömu gögn og krafist væri afhendingar á í þessu máli. Að virtum meginreglum einkamálaréttarfars var talið að leyfisbeiðanda bæri að fara eftir þeim gagnaöflunarleiðum sem lög nr. 91/1991 gerðu ráð fyrir og að það skyldi vera í höndum þess dómara sem færi með mál aðila að taka afstöðu til þess hvort umrædd gögn kynnu að hafa þýðingu við úrlausn þess og hvernig með ætti að fara yrðu þau ekki lögð fram, sbr. X. kafla og eftir atvikum VIII. kafla sömu laga. Þar sem mál þetta væri ekki rekið fyrir dóminum á réttum lagagrundvelli brysti lagaskilyrði til að verða við kröfu leyfisbeiðanda.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Leyfisbeiðandi reisir beiðni sína á því að málið lúti að mikilsverðum almanna­hagsmunum og hafi fordæmisgildi um samspil 5. gr. laga nr. 140/2012 og 67. og 68. gr. laga nr. 91/1991 en á það hafi ekki áður reynt fyrir Hæstarétti. Málið hafi jafnframt fordæmisgildi um það álitaefni hvort unnt sé með beinni aðfarargerð að fá aðgang að gögnum í vörslum hins opinbera á grundvelli upplýsingaréttar almennings. Leyfisbeiðandi byggir á því að niðurstaða Landsréttar leiði til þess að meginreglur einkamálaréttarfars komi í veg fyrir að einstaklingar og lögaðilar njóti aðgangs að gögnum í vörslum þess opinbera aðila á grundvelli laga nr. 140/2012 sem þeir hafi höfðað einkamál gegn. Leyfisbeiðandi sé því í verri stöðu en allur almenningur til að óska aðgangs að upplýsingunum. Þessi lagatúlkun sé ótæk enda verði takmarkanir á upplýsingarétti almennings samkvæmt lögum nr. 140/2012 að vera skýrar og koma fram í þeim lögum. Leyfisbeiðandi telur dóma Hæstaréttar 13. mars 2017 í máli nr. 64/2017 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015 veita skýrar vísbendingar um að réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga sé sjálfstæður og óháður reglum X. kafla laga nr. 91/1991. Með vísan til þessa byggir leyfisbeiðandi jafnframt á því að úrskurður Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Þá sé jafnframt sá annmarki á honum að kröfu leyfisbeiðanda sé hafnað með þeim rökum að málið sé ekki rekið fyrir dóminum á réttum lagagrundvelli en slíkur annmarki hefði með réttu átt að leiða til frávísunar málsins frá dómi án kröfu.<span style="mso-spacerun:yes;">&nbsp; </span></p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Gagnaðili leggst gegn beiðninni. Með málatilbúnaði sínum fari leyfisbeiðandi gegn meginreglum um milliliðalausa málsmeðferð, málsforræðisreglu einkamálaréttarfars og 67. og 68. gr. laga nr. 91/1991 þar sem úrræði aðila dómsmáls til þess að knýja á um aðgang að skjali í vörslum gagnaðila til notkunar í dómsmáli séu tæmandi talin. Kveðið sé á um réttaráhrif þess að aðili verði ekki við áskorun um leggja fram gögn í 1. mgr. 68. gr. laganna og geri það að verkum að réttur þess sem höfðað hefur einkamál verði ekki talinn lakari en annarra. Gagnaðili telur dómaframkvæmd skýra og ótvíræða um að hafna beri kröfu leyfisbeiðanda í málinu. Þá telur hann dóma Hæstaréttar sem gagnaðili vísi til ósambærilega máli þessu í grundvallaratriðum. Gagnaðili mótmælir því enn fremur að nauðsynlegt sé að fá úr því leyst hvort unnt sé með beinni aðfarargerð að fá aðgang að gögnum í vörslum hins opinbera á grundvelli 5. gr. laga nr. 140/2012. Í málinu sé ekki fullnægt því skilyrði 78. gr. laga nr. 90/1989 að leyfisbeiðanda hafi með ólögmætum hætti verið aftrað að neyta réttinda enda hafi leyfisbeiðandi þegar skorað á gagnaðila að leggja umrædd gögn fram á grundvelli X. kafla laga nr. 91/1991 auk þess sem leyfisbeiðandi hafi enn ekki óskað eftir gögnunum frá gagnaðila eftir þeim málsmeðferðarreglum sem lög nr. 140/2012 kveði á um.</p> <p class="MsoBodyTextIndent" style="tab-stops:35.4pt;">Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti meðal annars haft fordæmisgildi um rétt málsaðila til afhendingar gagna í vörslum hins opinbera með beinni aðfarargerð þegar rekið er einkamál milli aðilanna þar sem krafist er afhendingar sömu gagna á grundvelli 67. og 68. gr. laga nr. 91/1991. Beiðnin er því tekin til greina.</p>